Morgunblaðið - 27.10.2015, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015
Dagný Brynj-arsdóttir,
landsliðskona í
knattspyrnu,
leikur fyrir Port-
land Thorns FC á
næstu leiktíð í
bandarísku at-
vinnumanna-
deildinni í knatt-
spyrnu. Portland Thorns FC hafnaði
í sjöunda sæti í deildinni á síðasta
keppnistímabili.
Svisslendingurinn Gianni Infant-ino, framkvæmdastjóri Knatt-
spyrnusambands Evrópu, sækist
eftir kjöri til forseta Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, FIFA.
Svisslendingurinn Sepp Blatter,
sem reyndar er í 90 daga banni frá
störfum, mun endanlega hætta sem
forseti FIFA í febrúar á næsta ári,
þegar kosið verður um nýjan for-
seta.
Auk Infantinohefur Michel
Platini, formaður
knattspyrnu-
sambands Evr-
ópu, sóst eftir
kjöri til forseta
FIFA. Platini hef-
ur ekki skipt um
skoðun þó að hann
sé, líkt og Blatter, í 90 daga banni
frá störfum vegna rannsóknar á 270
milljóna króna greiðslu sem Platini
fékk í gegnum Blatter árið 2011.
Þeir Blatter og Platini lýsa yfir sak-
leysi og vilja meina að greiðslan hafi
verið fyrir störf sem Platini hafði
unnið fyrir FIFA níu árum fyrr.
Ítalinn Fabio Cannavaro hefurverið ráðinn þjálfari Al Nassr,
meistaraliðsins í Sádi-Arabíu. Samn-
ingur þessa fyrrverandi landsliðs-
fyrirliða Ítala gildir út tímabilið en
hann var áður þjálfari Guangzhou
Evergrande í Kína. Cannavaro leys-
ir Jorge da Silva af hólmi en hann
var látinn taka poka sinn í síðustu
viku vegna slaks gengis liðsins. Al
Nassr er í sjöunda sæti deildarinnar
með fimm stig.
Þýska knatt-spyrnuliðið
Hoffenheim, sem
Gylfi Þór Sigurðs-
son lék með fyrir
nokkrum árum,
rak í gær þjálf-
arann Markus Gis-
dol úr starfi en lið-
inu hefur vegnað
illa á tímabilinu undir hans stjórn.
Hoffenheim tapaði um nýliðnu helgi
fyrir Hamburg og það reyndist síð-
asti leikurinn sem Gisdol stjórnar
liðinu en hann hefur verið þjálfari
þess frá árinu 2013. Hoffenheim,
sem er í næstneðsta sæti deild-
arinnar með aðeins sex stig eftir 10
leiki, er þegar búið að ráða nýjan
þjálfara en það er Hollendingurinn
Huub Stevens sem hefur þjálfað
meðal annars lið Schalke, Hertha
Berlín, Hamburg og Stuttgart í
þýsku deildinni en hann hætti með
Stuttgart eftir síðustu leiktíð.
Landsliðsmað-urinn Jóhann
Berg Guðmunds-
son hefur fengið
nýjan knatt-
spyrnustjóra hjá
liði sínu Charlton
Athletic. Belginn
Karel Fraeye hef-
ur verið ráðinn
stjóri Charlton
Athletic og mun hann stýra liðinu út
tímabilið. Charlton hefur ekki unnið
leik síðan 22. ágúst og situr í fallsæti
ensku B-deildarinnar eins og sakir
standa. Síðastliðna helgi brast þol-
inmæði stjórnar félagsins og knatt-
spyrnustjórinn Guy Luzon var lát-
inn taka pokann sinn.
Fólk sport@mbl.is
SÚ BESTA
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Hún er hjartað í liðinu okkar og mik-
ilvægasti leikmaðurinn,“ sagði Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir, landsliðs-
kona og línumaður Gróttu, um liðs-
félaga sinn, markvörðinn Íris Björk
Símonardóttur. Íris er leikmaður 7.
umferðar eftir frábæra frammistöðu í
sigri Íslands-, deildar- og bikarmeist-
ara Gróttu á Val um helgina, í Ol-
ísdeildinni í handbolta.
„Hún er fáránlega stöðug sem
markmaður, les vörnina mjög vel og
vinnur líka heimavinnuna sína svaka-
lega vel. Hún horfir á vídeó, og er búin
að spila lengi í þessari deild svo hún
hefur lært vel á ýmsa leikmenn.
Reynslan hjálpar henni mikið. Hún er
líka ótrúlega fyndinn karakter sem
gefur mikið af sér,“ sagði Anna, og
bætir við:
„Hún er svolítill „jóli“. Hún veit
ekkert alltaf hvenær æfingarnar eru,
og uppgötvaði það til dæmis bara
núna um daginn að „mæting-
arpeysan“ okkar væri peysa sem við
ættum að mæta í, en ekki bara til að
klæðast af og til. Hún er svolítið úti að
aka, en það er allt í lagi,“ sagði Anna
létt.
„En hvað varðar að spila handbolt-
ann er hún með allt á hreinu. Hún er
svolítið eins og ég, ekki alltaf með það
á hreinu við hvaða lið við erum að fara
að mæta næst, en um leið og flautað
er til leiks er hún 170% klár. Hún gef-
ur líka mikla orku frá sér til liðsins. Ef
hún er vel einbeitt og líður vel þá
smitar hún því frá sér, þó að hún átti
sig kannski ekki alveg á því sjálf,“
bætti Anna við.
Leitt að hún hafi sagt
skilið við landsliðið
Íris er uppalin í Gróttu og hefur
lengst af leikið með liðinu, utan
tveggja ára í Fram. Þá var hún í Sví-
þjóð í tvö ár 2011-2013, en spilaði lít-
inn handbolta því hún ól þar barn. Íris
hefur leikið 67 A-landsleiki en ákvað
að hætta að leika fyrir liðið sumarið
2014. Þeirri ákvörðun myndu margir
vilja snúa:
„Það vita það allir að hún yrði alltaf
í landsliðinu ef hún vildi það. Ég þekki
ekki hennar ástæður en stundum vill
maður bara breyta til, og það að vera í
landsliðinu er meiri skuldbinding en
margir átta sig á. Á alþjóðlegan mæli-
kvarða er Íris mjög góður markvörð-
ur og það er leiðinlegt fyrir okkur í
landsliðinu, eftir mikla endurnýjun
fyrir 2-3 árum, að hún skuli líka hafa
ákveðið að taka ekki slaginn. Hún ætti
sæti þarna ef hún gæfi sjálf leyfi,“
sagði Anna.
Handbolti: Best í 7. umferð
Íris Björk
er hjartað
í okkar liði
Markvörður meistara Gróttu er líka
svolítill jólasveinn, segir Anna Úrsúla
Morgunblaðið/Eva Björk
Frábær Íris Björk Símonardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara
Gróttu, átti frábæran leik á milli stanganna í sigrinum gegn Val.
SÁ BESTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
„Hann er búinn að vera ofsalega
góður í þessum fyrstu þremur leikj-
um okkar og ég myndi segja að það
væri honum að þakka að við erum
búnir að vinna þá alla.“ Þetta sagði
Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður
Keflvíkinga, við Morgunblaðið þegar
hann var beðinn um álit á liðsfélaga
sínum, bakverðinum Vali Orri Vals-
syni, sem er leikmaður 3. umferðar í
Dominos-deildinni. Valur Orri átti
mjög góðan leik í sigri Keflvíkinga
gegn erkifjendunum í Njarðvík í
Ljónagryfjunni á dögunum en Valur
Orri, sem er 21 árs gamall, skoraði
16 stig og átti 5 stoðsendingar í
leiknum.
Lyfta lóðum eins og
brjálæðingur
„Valur Orri hefur skorað mik-
ilvægar körfur fyrir okkur og hann
hefur stjórnað leik okkar eins og
herforingi. Hann er búinn að lyfta
lóðum eins og brjálæðingur og æfði
gríðarlega vel í sumar og þetta er
svo sannarlega að skila góðu fyrir
hann. Ég held að hann ætli sér að
fara út fyrir landsteinana eftir þetta
tímabil og ég held að hann vilji sýna
og sanna fyrir sjálfum sér og öllum
öðrum að hann sé nógu góður til
þess. Hann er á góðri leið með þetta.
Hann hefur alla burði til þess að
komast út í atvinnumennsku og ég
tel hann ekki mikið lakari leikmenn
heldur en Martin og Elvar,“ segir
Magnús.
„Það er virkilega gott að spila með
Vali Orra. Hann er rosalega klár
leikmaður og það er mjög gott að
spila með leikmanni sem kann leik-
inn svona vel. Hann hefur gott auga
fyrir spili, gefur flottar sendingar, er
fínn skotmaður og les leikinn vel.
Þessi strákur er búinn að spila í úr-
valsdeildinni í sjö ár og hann er með
þetta allt eins og maður segir.“
Valur Orri hefur ekki langt að
sækja hæfileikana en karl faðir hans,
Valur Ingimundarson, gerði garðinn
frægan á árum áður.
„Þeir eru ólíkir leikmenn. Valur
eldri var mikill skorari en Valur Orri
getur líkað skorað mikið en ég held
að honum finnist skemmtilega að
gefa boltann. Hann er meira alhliða
leikmaður heldur en gamli karlinn,“
sagði Magnús Þór Gunnarsson.
Körfubolti: Bestur í 3. umferð
Þakka honum
sigrana þrjá
Valur Orri Valsson, Keflavík
Morgunblaðið/Golli
Góður Valur Orri Valsson hefur byrjað tímabilið afar vel með Keflvíkingum
sem hafa unnið alla þrjá leiki sína í Dominos-deildinni.