Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.1986, Side 11

Víkurfréttir - 06.02.1986, Side 11
10 Fimmtudagur 6. febrúar 1986 VÍKUR-fréttir VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. febrúar 1986 11 „Mikil áhersla lögð á hópvinnu“ -segir Brynjar Halldórsson, leiðbeinandi og umsjónarmaður reykinganámskeiðsins „Viljinn skiptir öllu máli í þessu og við Arnbjörn Olafs- sin, læknir, erum að hjálpa þessu fólki að byggja upp sterkt áform, sem það setur sér í byrjun", sagði Brynjar Halldórsson, sem er umsjón- armaður reykinganámskeiðs- ins. Ahersla lögð á hópvinnu ,,Það er lögð mikil áhersla á hópvinnu, mikið byggt upp á því að einstakl- ingarnir hjálpi hver öðrum, því allir í hópnum eru að reyna aðhætta. Þaðferm.a. þannig fram, að þátttak- endur hringja í hvern ann- an, svo hittast allir á kvöldin og ræða saman hvernig gangi o.s.frv. Þeg- ar námskeiðinu lýkur er svo endurfundur viku seinna, sem er til styrkingar, svona visst aðhald. Þaðeraðsjálf- sögðu misjafnt hvernig fólki gengur. Svoerjafnvel haldinn enn annar fundur eftir mánuð“. Hvernig var þátttakan og hvernig gengur fólki? „Fyrsta kvöldið af fimm sem námskeiðið stendur yfir, mættu 30 manns. 26 héldu út allan tímann. Þetta er mjög samstæður og góður hópur og ánægjulegt að starfa með fólkinu“. Ein milljón á ári „Við könnuðum í byrjun hve mikið þessir 30 ein- staklingar reyktu og kom í ljós að sameiginlegur reyk- ingatími þeirra var 626 ár. Að meðaltali því 20,8 ár á mann. Síðan bárum við saman hve margar sígarett- ur hópurinn reykti. Það voru alls 745 á dag, samtals 271.925 sígarettur á ári. Það kostar þennan hóp 2.980 krónur á dag og hvorki meira né mmna en eina milljón áttatíu og sjö- þúsund og sjöhundruð á ári (1.087.700). Það gefur auga leið, að það er til margs að vinna; heilsufarið, peningasparn- aður og svo félagslega hlið- in; það er skemmtilegra að umgangast fólk sem ekki reykir". Ekki lengur fínt „Einn stór þáttur í þessu er það, að enginn þarf lengur að skammast sín fyrir að hætta að reykja. Hvað þetta varðar hefur hugarfar fólks snúist við á undanförnum árum, það þykir ekki lengur fínt að reykja. Þetta viðkvæði, - mótlæti, hefur oft viljað koma upp í félagahóp, en er þó á undanhaldi í dag og fer minnkandi", sagði Brynjar. Auk leiðsagnar Brynjars sér læknir um mikilvægan fræðsluþátt á námskeiðinu, og er hanp í höndum Arn- björns Olafssonar. Fer fræðslan fram í formi fyrir- lestra og auk þess sem kvik- mypdir eru sýndar. Aform er um að halda annað námskeið í mars- apríl n.k. Brynjar Halldórsson og Arnbjörn Ólafsson halda hér á ónýtu lunga og hjarta. Ertu ti a leið útlanda - Útvegsbankinn hefur að baki áratuga reynslu i gjaldeyrismálum og býður upp á 5 gerðir af ferðatékkum. Auk þess tékka i öllum gjaldmiðlum. Allt afgreitt á meðan þér biðið, - að sjálfsögðú Útvegsbankinn býður eftirtalda gjaldmiðla i ferðatékkum: bandaríkjadali steríingspund V-þýsk mörk peseta hollenskar flórínur (nýtt) Aðrir gjaldmiðlar afgreiddir í tékkum. ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL WÓNUSTA Hafnargötu 60 - Simi 1199 Keflavik „Reykingar á undanhaldi“ r - segir Arnbjörn Olafsson, læknir „Á námskeiðinu hef ég skýrt frá hættunum sem reykingar valda og hvaða sjúkdómum þær valda; áhættunni við að reykja“, sagði Arnbjörn Olafsson, læknir, aðspurður um hans hlutverk á námskeiðinu. „Fólk er farið að gera sér grein fyrir því hvað þetta er hættulegt. Það verður að skynja það að það leggur ekki aðeins sjálft sig í hættu, heldur og komandi kynslóðir. Reykingar eru ekki einungis vandamál einstaklingsins, þetta er þjóðfélagsvandamál. Þetta kemur fram í ýmsum myndum; aukinn sjúkra- kostnaður, fækkun vinnu- stunda og margt fleira". Útbreitt og alvarlegt vandamál „Reykingavandamálið er mjög útbreitt og alvarlegt. Þess vegna hafa ýmis félög verið með sterkan áróður gegn reykingum og auglýs- ingaherferðir, - í ljósi þess hve þær valda miklu böli. Það er mjög nauðsynlegt að skapa almenningsálit á móti reykingum“. Á undanhaldi „Þessi áróður er farinn að skila sér“, segir Arn- björn, „og reykingar eru nú á undanhaldi. Síðustu laga- setningar hvað varðar reyk- ingar á almenningsstöðum gefa einnig línuna í þeim efnum“ Athafnamenn Nú ertíminn til að hugaaðbókhaldinu. Get bætt við mig litlu eða meðalstóru fyrirtæki. Tölvufærsla. Hafið samband í síma 2598 eða 91-44551 eftir kl. 16. AÐ HÆTTA AÐ REYKJA Að hætta að reykja reynist mörgum um megn. Þó er alltaf einn og einn sem hættir af sjálfsdáðun og án nokkurrar aðstoðar. Fimm daga námskeið til þess að hætta að reykja, var haldið dagana 26.-30. jan. í Safnaðarheimili Aðvent- r ista í Keflavík. Fyrir því stóðu Islenska bindindisfé- lagið, Krabbameinsfélag Suðurnesja, í samráði við Sjöunda dags Aðventista. Leiðbeinendur voru þeir Brynjar Halldórsson og Arnbjörn Olafsson, læknir. Blaðamaður Víkur-frétta leit inn á síðasta kvöld námskeiðsins sl. fimmtudag, og ræddi við umsjónar- Afgreiðsla Víkur-frétta er flutt að Vallargötu 14, II. hæð, Keflavík Heilsan var farin að segja til sín - segir Elva Björk Valdimarsdóttir, sem hefur reykt í 21 ár „Ég er búin að reykja pakka á dag í 21 ár og í mörg ár hef ég hugsað um að hætta, en ekki látið verða af því fyrr en nú“, sagði Elva Björk Valdimarsdóttir, búsett í Njarðvíkum, en hún er ein af þátttakendunum á námskeiðinu. ,,Maðurinn minn hætti fyrir ári síðan og börnin þrýstu á mig að hætta. Nú, og svo var heilsan farin að segja til sín. Ég fann verulega fyrir því er ég fór að sækja Bláfjöllin. Þá viðurkenndi ég fyrir sjálfri mér að reykingar í 21 ár voru farnar að segja til sín“. Hvenær hættirðu og hvernig gengur baráttan? „Daginn fyrir nám- skeiðið reykti ég mína síðustu sígarettu, laug- ardaginn 25. jan., og hef því ekki reykt núna í 6 daga. Ég er ákveðin í að hætta og mér gengur mjög vel. Ég hef notað þessar aðferðir sem þeir kenna á þessu námskeiði og það er hreint ótrúlegt hvað þetta hefur mikil áhrif á mann“. Hvað með fjölskyld- una, hvetur hún þig áfram? „Já, maðurinn minn og börnin hvetja mig og það hefur líka mikið að segja“. Hefurðu ákveðið að •eg&Ía þessa peninga fyrir sem færu í pakka á dag? „Þetta eru 2.980 krón- ur sem ég spara mér á mánuði og ég ætla að leggja það fyrir. Þetta eru orðnar stórar tölur og verður því góður sparnaður“, sagði Elva Björk Valdimarsdóttir. Spurningakeppni skólabarna Á vegum umferðarráðs og lögreglunnar var efnt til spurningakeppni skóla- barna á aldrinum 6 til 12 ára. Spurningakeppni þessi er orðinn árlegur viðburð- ur og nefnist „I jólaumferð- inni“. 20. des. sl. var dregið úr réttum lausnum, sem borist höfðu lögreglunni, og var vinningum síðan ekið heim til vinningshafa eftir há- degi á aðfangadag. Bornir voru út 98 vinningar, en gefendur að þeim voru Kiwanisklúbburinn Keilir, Keflavík; Kiwanisklúbbur- inn Hof, Garði; Lions- klúbbur Grindavíkur, Lionsklúbbur Njarðvíkur, Lionsklúbbur Sandgerðis og Lionsklúbburinn Keilir, Vogum, Vatnsleysuströnd. Eftirtaldir aðilar hlutu vinninga að þessu sinni: KEFLAVÍK: Ástrún Viðarsdóttir, Rósa Guð- mundsdóttir, Ari Elíasson, Viðar Guð- mundsson, Anna María Sigurðardóttir, Jónas Dagur Jónasson, Sævar Ingi Borgarsson, Björg Alexandersdóttir, Svava Sólbjörk Agústsdóttir, Adolf Sveinsson, Styrmir Magnússon, Agnes Jónsdóttir, Sigurrós Alice Jóhanns- dóttir, Daníel Adam Sigmundsson, Gunnar Sigurðsson, Ingibjörg Sig- björnsdóttir, Kolbrún Ottósdóttir, Gunnar G. Geirmundsson, Sigurjón Elíasson, Elínrós Bjarnadóttir, Guð- rún Halldórsdóttir, Halldór Halldórs- son, Reynar Davíð Ottósson, Ásdís Guðgeirsdóttir, Birgitta Ósk Hilmars- dóttir, Jón Gunnar Kristinsson, Júlíus Karlsson. GARÐUR: Helga Steinunn Einvarðsdóttir, Óli Pétur Pedersen, Guðrún Kristinsdóttir, Helgi Már Sigurgeirsson, Brynja Magnúsdóttir, Helgi Guðmundsson, Ásdís Brá Hrólfsdóttir, Sigurður Ingi Kristofersson, Berglind Salka Ólafs- dóttir, Örlygur Örn Örlygsson, Hafdís Jónsdóttir, Ólafur Einar Hrólfsson, Áuður Eyberg Helgadóttir, Ragnar Helgi Ingvarsson. GRINDAVÍK: Guðný Rut Bragadóttir, Óskar Freyr Guðlaugsson, Sigríður Kjartans- dóttir, Ómar Davið Olafsson, Rakel Einarsdóttir, Sigurður Jónsson, Ástrún Jónasdóttir, Ingólfur R. Ingólfsson, Aðalheiður Valsdóttir, Guðmundur Vignir Helgason, Sigurrós Óskarsdótt- ir, Hilmar Þór Helgason, Guðbjörg HAFNIR: Sigurbergur S. Jóhannsson. NJARÐVÍK: Birna Rúnarsdóttir, Lilja Valþórsdótt- ir, Magnús Fr. Ragnarsson, Sigurbjörg S,M. Gunnarsdóttir, Ragnar Kristján Skúlason, Snjólaug María Guðjóns- dóttir, Magnús Kristinsson, María Ólöf Sigurðardóttir, Bergþór Heimir Hólmarsson, Edda Svandís Einars- dóttir, Guðni Erlendsson, Ólöf Svans- dóttir, Arnar Már Elíasson. SANDGERÐI: Antonsson, Heiða Rafnsdóttir, Róbert Ólafur Sigurðsson, Bergný Jóna Sæv- arsdóttir, Björgvin Guðjónsson, Guð- rún Erla Gunnlaugsdóttir, Aðalsteinn Hallbjörnsson, Lilja Stefánsdóttir, Einar Valgeirsson, Ellen D. Elíasdóttir, Benóný Benónýsson, Guðlaug Stefanía Gunnarsdóttir, Atli Þór Karlsson. VOGAR: Jóhanna Kristmannsdóttir, Kristján G. Leifsson, Anna Margrét Þorbjarn- ardóttir, Róbert Andersen, Margrét Salóme, Rúnar Þór Ólason, Harpa Rós Jóhannsdóttir, Pálmi Þór Erlingsson, Guðríður Kr. Þórðardóttir, Guðfinnur Karlsson, Guðný Leifsdóttir, Sigurður Rúnar Arnarson, Þorbjörg Ásta Þor- bjarnardóttir, Þorsteinn Ágústsson. Eins og áður hefur komið fram er þetta spurninga- keppni 6 til 12 ára barna og bárust til okkar mikill fjöldi af réttum getrauna- seðlum. Viljum við þakka þeim öllum fyrir þátttökuna í keppninni. Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til þeirra sem gáfu verðlaun í keppn- ina. Lögreglan í Keflavík, Njarðvík, Grinda- vík og (i'ullhringusýslu Linda Björk Ársælsdóttir, Halldór Ný sportvöruverslun! Hef opnaó nýja sportvöruverslun að Hafnargötu 61 - Vatnsnestorgi 15-40% kynningarafsláttur af öllum vorum. Lítið inn. Sjón er sögu ríkari. Sportbúð Óskars Vatnestorgi - Keflavík

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.