Morgunblaðið - 14.11.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.2015, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2015 Í GRINDAVÍK Kristinn Friðriksson kiddigeirf@gmail.com Mikil eftirvænting var fyrir leik Grindavíkur og Keflavíkur í sjöttu umferð Domino’s-deild karla í körfu- bolta í gærkveldi. Keflvíkingar voru ósigraðir fyrir leikinn og Grindvík- ingar, sem vermdu toppsætið fram- an af móti með grönnum sínum, voru staðráðnir í að stöðva sigurgöngu Keflvíkinga. Eftir hörkuskemmti- legan leik, þar sem liðin skiptust oft á forystu, voru það hinsvegar Kefl- víkingar sem reyndust betra liðið og unnu öruggan sigur, 101:94, eftir að staðan fyrir lokafjórðunginn var 72:71, Keflavík í hag. Það fór ekkert á milli mála að bæði lið mættu vel stemmd til leiks; hraðinn var mikill. Staðan í hálfleik var 44:51 og þó að leikur gestanna hafi verið árennilegri þá voru Grind- víkingar aldrei langt undan. Þriðji hluti var mikill barningur; Keflvík- ingar hvíldu Val Orra Valsson, sem riðlaði sóknarleik liðsins töluvert og Grindvíkingar gengu á lagið og áttu sinn besta fjórðung. Það fór svo að skilja á með liðum við upphafi fjórða hluta; Keflvíkingar náðu hægt og ró- lega smáforystu og þegar um 5 mín- útur lifðu leiks setti Magnús Gunn- arsson þrist og kom muninum í 5 stig, 80:85. Á þessum kafla skora svo Grindvíkingar ekki nema tvö stig á tæpum þremur mínútum! Þarna tapa þeir leiknum og Keflvíkingar ná að murka líftóruna úr heima- mönnum á lokamínútum hans. Sig- urinn var sanngjarn; Keflvíkingar eru einfaldlega með sterkara lið og sýndu það í spöðum í gær. Bæta upp skotvalið með frá- köstum Keflvíkingar sýndu klærnar á köflum en voru samt ekki nægilega sannfærandi. Varnarleikur liðsins er ekki nægilega góður en hið sameig- inlega átak liðsmanna sem mynduðu prýðilega heild er aðdáunarvert. Liðsheildin er samstiga og vinnur því mjög vel á köflum, og þessi kafl- ar duga svo lengi sem menn tapa ekki sjálfstraustinu í sóknarleiknum. Keflvíkingar keyrðu vel á vörn Grindavíkur, sem splundraðist oft og við það fengust opin skot. Manni blöskraði stundum skotval leik- manna liðsins en barátta þeirra í frá- köstum bætti oft upp fyrir þetta. Liðsmenn láta ekkert að sér hæða þrátt fyrir skort á hæð og sýndu í gær hversu langt þú kemst á ein- skærum vilja og eljusemi. Þar sem hinn venjulegi borgari sér glundroða og algert kaos, er með næmu auga hinsvegar hægt að merkja töluvert skipulag í leik liðsins; undir niðri kraumar gríðarleg sóknargredda, sem skilaði sér sérstaklega vel í gær og kom flatt upp á heimamenn, sem náðu ekki að meðhöndla hraða leiks- ins með sama hætti.Valur Orri Vals- son, Reggie Dupree og Guðmundur Jónsson voru mjög góðir en maður leiksins var Earl Brown. Grindvíkingar þurfa meiri tíma til þess að ná sínu skipulagi á hreint. Oft sýndi liðið hvers það er megnugt en á öðrum stundum örlaði fyrir skipulagsleysi og vitleysisgangi. Grindvíkingar tóku 22 skotum fleira en Keflavík, án þess þó að vera með mikið verri nýtingu! Á ögurstundum klikkaði liðsheildin, þá sérstaklega í þessar skorlausu 3 mínútur í fjórða hluta. Hlutverkaskipting ekki skýr Þrátt fyrir ágætan leik Jóns Axels náði hann ekki að stýra liðinu nægi- lega vel og afleitur leikur Eric Wise undir körfunni hjálpaði lítið til. Það virðist sem hlutverkaskipting innan liðsins sé ekki nægilega skýr og því var auðvelt að greina undarlega kafla liðsins milli þess sem liðið spil- aði fantagóðan bolta. Stöðugleikinn var vandfundinn í gær og með smá- skynsemi og stóískri ró hefðu Grind- víkingar átt að fara með leikinn al- veg niður í lokaskot á lokasekúndum hans. Í stað þess náðu menn engum takti á lykilaugnablikum og úr varð ekkert. Eric Wise á greinilega eftir að komast inn í leik liðsins, eða aðrir leikmenn eftir að komast inn í hans leik. Bestir í liði Grindavíkur voru Jón Axel Guðmundsson, Jóhann Ólafsson og Þorleifur Ólafsson. Á liðsheildina og leikgleðina vantaði en ætti að sjást innan skamms. Einskær vilji og eljusemi  Keflvíkingar með sex sigra í sex leikjum  Hörkuskemmtilegur leikur í Grindavík  Varnarleikur Keflavíkur ekki góður en liðsheildin vinnur það upp Slag körf VIÐTAL Kristján Jónsson kris@mbl.is Landsfyrirliðinn Guðjón Valur Sig- urðsson var á meðal viðmælenda í sjónvarpsþætti í Danmörku í vikunni þar sem tekið var til umfjöllunar það mikla álag sem er á bestu handbolta- mönnum Evrópu. Leikmenn sem eru í liðum sem spila í Meistaradeild Evr- ópu, og fara á stórmót með landsliðum sínum, spila mikinn fjölda leikja á hverju ári og dæmi eru um að ein- ungis tvær vikur bjóðist í sumarfrí. Rætt var við fleiri málsmetandi menn í íþróttinni en fram kom í þættinum að dæmi væru um að Hansen spilaði meira en áttatíu leiki á ári. Morgunblaðið hafði samband við Guðjón Val og var hann fús til þess að útskýra betur sín sjónarmið varðandi keppnisfyrirkomulag í handboltanum. Guðjón vill horfa til þess fyrirkomu- lags sem notað er í fótboltanum varð- andi stórmótin. En fyrst er rétt að varpa betra ljósi á hversu mikið þetta álag er sem um ræðir og hefur lengi verið í umræðunni í handboltanum. Sú var nefnilega tíðin að HM í hand- bolta var á fjögurra fresti og EM var ekki til. Nú er EM á tveggja ára fresti og HM einnig. Guðjón segir að leikja- álagið sé blanda af mörgu og snúist ekki eingöngu um landsliðsverkefnin. Óreiðan í Meistara- deildinni er alger „Þetta er blanda af mörgu. Skoðum fyrst Meistaradeild Evrópu þar sem leikjaálagið er sýnu mest. Spánverjar vilja spila þá leiki um helgar og Danir einnig. En þeir sem eiga sjónvarps- réttinn í Þýskalandi vilja hafa leikina þar í miðri viku. Lið frá þessum lönd- um eru kannski saman í riðli í keppn- inni og óreiðan verður því alger. Því verður ekki mögulegt að hafa fasta leikdaga í Meistaradeildinni. Deild- irnar púsla leikjum saman í kringum það. Ef við berum okkur saman við fótboltann þá er eingöngu spilað í Nokkrir aðrir í landsliðinu hafa spilað á þónokkrum stórmótum. Aron Pálm- arsson er 25 ára og hefur þegar spilað á sjö stórmótum. Maður sér hvert stefnir hjá honum. Hjá okkur í hand- boltanum er svo gott sem ekkert frí í kringum stórmótin og slíkt skiptir máli til að geta hlaðið batteríin. Gjarnan er síðasti deildarleikur í kringum 27. eða 28. desember eins og í Þýskalandi. Þá er flogið heim og jafnvel æft 29. og 30. desember. Þá kemur frí 31. og 1. janúar en und- irbúningurinn heldur áfram frá og dæmi enda hefur hann ávallt gefið kost á sér og ekki misst af stórmóti vegna meiðsla. „Ég hef upplifað nokkur ár þar sem Evrópumót fer fram í janúar, Ólymp- íuleikar í ágúst og heimsmeistaramót í janúar. Næsta ár er á þessa leið, með þremur stórmótum á tólf mánuðum. Ég vil taka það skýrt fram að ég er stoltur og ánægður að spila fyrir Ís- lands hönd og legg í það mikinn metn- að. Frá því ég var tekinn inn í lands- liðið höfum við bara misst af Ólympíuleikunum 2000 og HM 2009. Meistaradeild á þriðju- og mið- vikudögum en deildarleikir eru oftast um helgar. Þetta gerir að verkum að mun erfiðara er fyrir þjálfara að koma almennilegum takti í æfingaáætlanir því spilað er á mismunandi dögum. Leikmenn í Þýskalandi gætu sem dæmi verið að spila leiki hvaða viku- dag sem er nema mánudaga. Þetta er því mjög óreglulegt en ég skil að sjón- varpsrétthafar vilji fá sem mest fyrir þá vöru sem þeir kaupa.“ Vill sjá stórmótin í júní Varðandi landsliðsverkefnin segist Guðjón vilja sjá stórmótin í júní og leikir í undankeppnum geti þá verið í janúar. Álagið í janúar færi þá úr því að vera þrír til fjórir vináttuleikir auk átta leikja á stórmóti yfir í kannski fjóra landsleiki í undankeppni. „Til að gefa smáinnsýn í hvernig þetta gengur stundum fyrir sig get ég nefnt dæmi frá því á mótinu í Noregi á dögunum. Við spiluðum á laugardegi klukkan 15:45 við Frakka og við Dani klukkan 20:30 á sunnudagskvöldi. Mönnum tókst ef til vill að sofna klukkan eitt eða tvö. Rúturnar fóru svo klukkan sex og sjö morguninn eft- ir til að við gætum ferðast til okkar heima. Sem dæmi hefði Aron Pálm- arsson átt leik á þriðjudegi ef hann hefði verið heill. Þarna hefði t.d. verið gott ef leikurinn hefði verið fyrr á sunnudegi og menn hefðu getað ferðast um kvöldið en leiktíminn mið- aðist við sjónvarpið. Ég bendi bara á þetta dæmi til að vekja athygli á því að það eru ýmsir hlutir sem ekki vinna með okkur þegar kemur að leikjaálaginu eins og ferðalögin og hvernig þeim er háttað. Eftir deild- arleiki geta verið rútuferðir frá tveim- ur og upp í rúma sex klukkutíma,“ benti Guðjón á. Þrjú stórmót á 12 mánuðum Spjallið berst að stórmótum lands- liða en Guðjón státar af þeirri ævin- týralegu tölfræði að hafa spilað í átján stórmótum á sextán ára landsliðsferli sínum. Hann er auðvitað öfgakennt Erfitt að sætta sig v  Guðjón Valur Sigurðsson vonast til að stórmótum í handbolta verði breytt á svipað  Enginn tími til að hlaða batteríin eftir stórmót  Leikmenn þyrftu að taka sig sam Stoð og styttur Oft hefur mikið mætt á þeim Pétri Erni Gunnarssyni sjúkraþjálfa álagið hefur verið sem mest á landsliðsmönnunum okkar í handbolta. Hér hlúa þe ardalshöllinni, en Guðjón hefur þó sjaldan meiðst á glæsilegum ferli sínum. Umspil EM karla Fyrri leikur: Bosnía – Írland......................................... 1:1 Edin Dzeko 85. – Robert Brady 82. Vináttulandsleikir karla Pólland – Ísland........................................ 4:2 Frakkland – Þýskaland ........................... 2:0 Wales – Holland........................................ 2:3 Spánn – England ...................................... 2:0 Slóvakía – Sviss ........................................ 3:2 Norður-Írland – Lettland........................ 1:0 Belgía – Ítalía............................................ 3:1 Tékkland – Serbía .................................... 4:1 Lúxemborg – Grikkland .......................... 1:0 Katar – Tyrkland...................................... 1:2 Evrópukeppni U21 árs karla 3. riðill: Skotland – Úkraína .................................. 2:2 Staðan: Ísland 5 3 2 0 8:3 11 Frakkland 4 3 0 1 7:4 9 Makedónía 3 2 0 1 3:4 6 Skotland 4 1 2 1 5:5 5 N-Írland 4 0 1 3 3:6 1 Úkraína 4 0 1 3 2:6 1 KNATTSPYRNA Olís-deild karla Haukar – Valur..................................... 25:22 Staðan: Valur 12 10 0 2 309:275 20 Haukar 11 9 0 2 301:234 18 Fram 12 8 0 4 287:273 16 ÍBV 11 6 0 5 285:271 12 Afturelding 12 6 0 6 281:274 12 Grótta 12 5 0 7 299:312 10 FH 11 5 0 6 271:298 10 Akureyri 11 4 0 7 267:268 8 ÍR 12 4 0 8 319:352 8 Víkingur 12 1 0 11 259:321 2 Olís-deild kvenna FH – ÍR ................................................. 23:23 Staðan: ÍBV 12 10 0 2 352:299 20 Fram 11 9 1 1 317:218 19 Grótta 11 9 1 1 275:180 19 Valur 11 9 0 2 294:214 18 Haukar 12 8 2 2 333:278 18 Stjarnan 10 6 0 4 270:221 12 Selfoss 10 6 0 4 286:261 12 Fjölnir 11 4 0 7 240:341 8 HK 11 3 0 8 214:266 6 Fylkir 11 3 0 8 266:288 6 FH 11 1 3 7 231:268 5 Afturelding 10 1 1 8 197:316 3 KA/Þór 10 1 1 8 196:254 3 ÍR 11 1 1 9 230:297 3 1. deild karla Fjölnir – Mílan...................................... 22:21 Selfoss – Stjarnan................................. 32:24 KR – HK................................................ 21:22 Staðan: Stjarnan 8 7 0 1 262:181 14 Fjölnir 8 6 0 2 216:176 12 Selfoss 8 6 0 2 216:194 12 Þróttur 8 5 0 3 196:210 10 Mílan 8 3 0 5 188:191 6 HK 8 3 0 5 219:235 6 ÍH 8 2 0 6 209:248 4 KR 8 0 0 8 161:232 0 HANDBOLTI Dominos-deild karla Grindavík – Keflavík .......................... 94:101 ÍR – Haukar........................................ 57:109 Staðan: Keflavík 6 6 0 603:539 12 KR 6 5 1 554:422 10 Þór Þ. 6 4 2 560:475 8 Haukar 6 4 2 547:473 8 Njarðvík 6 4 2 512:501 8 Stjarnan 6 3 3 495:488 6 Tindastóll 6 3 3 465:479 6 Grindavík 6 3 3 521:524 6 Snæfell 6 2 4 445:527 4 ÍR 6 2 4 477:587 4 FSu 6 0 6 497:575 0 Höttur 6 0 6 402:488 0 1. deild karla Hamar – KFÍ ........................................ 97:85 Skallagrímur – Reynir S.................... 106:59 Breiðablik – ÍA ..................................... 65:77 Staðan: Þór Ak. 4 4 0 355:274 8 Valur 3 3 0 278:240 6 ÍA 4 3 1 318:292 6 Fjölnir 3 2 1 288:247 4 Skallagrímur 4 2 2 376:327 4 Breiðablik 4 2 2 319:314 4 Hamar 4 2 2 338:355 4 KFÍ 5 1 4 386:407 2 Ármann 3 0 3 220:320 0 Reynir S. 4 0 4 259:361 0 Svíþjóð Borås – Luleå ..................................... 102:85  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 20 stig fyrir Borås, tók 3 fráköst og átti 2 stoð- sendingar. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.