Morgunblaðið - 14.11.2015, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2015
Mustad-höllin Grindavík, Dominos-
deild karla, föstudag 13. nóvember.
Gangur leiksins: 8:5, 13:15, 17:21,
26:22, 31:34, 35:37, 39:42, 44:51,
44:58, 52:58, 65:62, 71:72, 76:77,
80:87, 83:91, 94:101.
Grindavík: Jón Axel Guðmundsson
19/10 fráköst/8 stoðs., Eric Wise
18/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 18,
Jóhann Árni Ólafsson 16, Hilmir
Kristjánsson 9, Páll Axel Vilbergsson
5/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson
4/7 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson
3/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 2.
Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.
Keflavík: Earl Brown Jr. 28/13 frá-
köst, Reggie Dupree 19/4 fráköst,
Guðmundur Jónsson 19/5 fráköst,
Valur Orri Valsson 14/6 fráköst/7
stoðs., Magnús Þór Gunnarsson 9,
Magnús Már Traustason 4/6 fráköst,
Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst
Orrason 3, Ragnar Albertsson 1.
Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson,
Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Tóm-
as Tómasson.
Áhorfendur: 578.
Grindavík – Keflavík 94:101
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
gur Grindvíkingurinn Eric Wise og Keflvíkingurinn Earl Brown í baráttu undir
funni í leiknum í Grindavík í gærkvöld. Brown félagar höfðu betur.
þetta og sjá þetta óskipulag. Vafa-
laust eru allir að reyna að gera sitt
besta en ræða því miður ekki saman.
EHF hugsar um EM og Meist-
aradeildina og IHF hugsar um HM.
Menn vinna ekki saman og maður
horfir öfundaraugum til fótbolta-
manna sem spila deildaleiki um helg-
ar og Meistaradeildarleiki á þriðju- og
miðvikudögum. Ég ber okkur saman
við fótboltann einfaldlega út af þeirra
skipulagi. Ef við segjum að alþjóð-
legur fótbolti sé Meistaradeildin í
skipulagi þá er alþjóðlegur handbolti í
besta falli 3. eða 4. deild í skipulagi.
Ég er ekki að tala um HSÍ heldur
handboltann á alþjóðavísu. Að sjálf-
sögðu á handboltinn að gera þetta
eins og fótboltinn og vera með stór-
mót landsliða í júní og á fjögurra ára
fresti. Hægt er að gera hlutina betur
og á þann hátt að íþróttin græði á því.
Einhvern tíma fær fólk nóg. Í fót-
boltaheiminum varð allt vitlaust þeg-
ar rætt var um að halda HM 2022 að
vetri til. Við vinnum eftir þeim raun-
veruleika ár eftir ár.“
Líklega þarf róttækaraðgerðir
Guðjón segist ekki vera bjartsýnn á
að breyting verði á og líklega þurfi
róttækar aðgerðir til þess. Hann segir
að flestir leikmanna í sterkustu liðum
Evrópu séu sammála um að minnka
þurfi álagið. „Við höfum auðvitað rætt
þetta leikmennirnir en erum ekki
komnir svo langt að grípa til aðgerða.
Ef leikmenn myndu einfaldlega taka
sig saman og segjast ekki ætla að taka
þátt í þessu lengur yrði væntanlega að
finna einhverja lausn. Við erum hins
vegar ekki með nógu sterka rödd. Lít-
ið virðist vera að gerast og erfitt að fá
alla að borðinu. Alla vega man ég ekki
eftir því sem leikmaður að eitthvað
hafi komið út úr því þegar leikmanna-
samtök funda um þessi mál við þá sem
einhverju ráða. Við þurfum alvöru al-
þjóðleg leikmannasamtök að banda-
rískri fyrirmynd,“ sagði landsliðsfyr-
irliðinn Guðjón Valur Sigurðsson
ennfremur í samtali við Morg-
unblaðið.
irnar og Evrópukeppnirnar kláraðar
10.-15. maí. Þá gæfust um tvær vikur
til undirbúnings fyrir stórmót og
hægt væri að gefa mönnum sumarfrí
að stórmóti loknu. Ég þekki það að
koma heim gersamlega sigraður á sál
og líkama eftir stórmót en þá þarf
maður að fara í vinnuna. Þá getur
maður átt erfitt með að mótívera sig
jafnvel þótt framundan séu þá mik-
ilvægir leikir sem skipta miklu máli
um hvort félagsliðið vinnur titil. Með
því að losa okkur við stórmót í janúar
gætu menn þar að auki fengið smáfrí
um jól eða áramót. Ég get auðvitað
bara talað út frá mér og ég vil ekki
vera of dramatískur en þetta er bara
of mikið.
Dæmi eru um að menn fái tvær eða
tvær og hálfa viku í sumarfrí. Þar er
þá um að ræða landsliðsmenn sem
spila í undankeppni um miðjan júní en
þurfa að mæta í undirbúningstímabil í
Þýskalandi í byrjun júlí. Ég get held-
ur ekki séð að ástandið sé neitt að
batna því mér sýnist að leikir í und-
ankeppni næsta sumar séu áætlaðir
19. júní,“ útskýrir Guðjón og telur
heppilegast að taka mið af skipulag-
inu í fótboltanum.
EHF og IHF vinna ekki saman
„Mér finnst erfitt að sætta mig við
sem samherjar mínir hjá Barcelona
lentu í eftir HM í Katar. Tveir þeirra
urðu heimsmeistarar í Katar á sunnu-
degi og flugu þá sex tíma flug heim til
Frakklands. Þar þeystust þeir um
París á mánudeginum til að hitta for-
setann, taka við viðurkenningum,
sinna fjölmiðlum, leika í auglýsingum
og fleira. Á miðvikudeginum áttum
við bikarleik með Barcelona gegn liði í
2. sæti í spænsku deildinni. Menn ná
ekki einu sinni að njóta þess að vinna
heimsmeistaratitil.“
Þekki að koma heim sigraður
og fara beint í vinnuna
Guðjón Valur hefur yfirgripsmikla
reynslu sem landsliðsmaður eins og
reynsla hans af stórmótum ber með
sér. Þá hefur hann spilað í fjórum
deildum ef sú íslenska er talin með og
með nokkrum liðum í Meistaradeild-
inni. Guðjón þekkir umhverfi þeirra
sem fremst standa í íþróttinni út og
inn. Hann vill hins vegar ekki bara
benda á það sem honum finnst miður
fara heldur hefur hann einnig skoð-
anir á því hvernig færa mætti þessa
þætti til betri vegar fyrir leikmenn-
ina.
„Í handboltanum eiga stórmótin að
mínu mati að vera í júní og þau ættu
að vera fjórða hvert ár. Þá yrðu deild-
með 2. janúar. Í kringum þetta skap-
ast togstreita á milli félagsliðanna,
sem borga okkur launin, og landsliðs-
þjálfaranna, sem vilja að sjálfsögðu
undirbúa sig af kostgæfni og eru und-
ir pressu. Mótin taka iðulega um fjór-
tán daga með átta leikjum og þá tekur
strax við leikjatörn með félagsliðum,
jafnvel mikilvægir leikir í bikarkeppni
eða Meistaradeild. Til dæmis eru tveir
síðustu leikirnir í Meistaradeild í
febrúar, strax að loknu átta leikja
stórmóti. Fáránleikinn er alger.
Ágætt dæmi um þetta eru aðstæður
við þetta óskipulag
ðan veg og í fótboltanum Álagið á bestu leikmenn heims er gífurlegt
an en hafa ekki nógu sterka rödd Vill sjá stórmótin í júní með tveggja ára millibili
Morgunblaðið/Eva Björk
ara og Brynjólfi Jónssyni lækni þegar
eir að Guðjóni Val Sigurðssyni í Laug-
Hertz-hellirinn, Seljaskóla, Dominos-
deild karla, föstudag 13. nóvember
2015.
Gangur leiksins: 2:7, 7:13, 9:22,
11:32, 11:34, 13:47, 17:49, 23:55,
23:61, 26:69, 28:74, 33:82, 35:88,
44:96, 49:104, 57:109.
ÍR: Jonathan Mitchell 15/12 fráköst,
Eyjólfur Halldórsson 10, Vilhjálmur
Theodór Jónsson 10, Björgvin Haf-
þór Ríkharðsson 9/11 fráköst, Daníel
Freyr Friðriksson 6, Sveinbjörn Cla-
essen 3, Sæþór Elmar Kristjánsson
2, Oddur Rúnar Kristjánsson 2.
Fráköst: 20 í vörn, 15 í sókn.
Haukar: Stephen Michael Madison
24/6 stolnir, Haukur Óskarsson
20/4 fráköst, Kristinn Marinósson
15/9 fráköst, Hjálmar Stefánsson 13,
Kári Jónsson 13/4 fráköst, Guðni
Heiðar Valentínusson 6/5 fráköst,
Finnur Atli Magnússon 4/9 frá-
köst/5 stoðsendingar/4 varin skot,
Emil Barja 3/10 fráköst/5 stoðsend-
ingar, Ívar Barja 3, Alex Óli Ívarsson
3, Óskar Már Óskarsson 3, Jón Ólaf-
ur Magnússon 2.
Fráköst: 39 í vörn, 7 í sókn.
ÍR – Haukar 57:109
KylfingurinnBirgir Leif-
ur Hafþórsson
hjá Golfklúbbi
Kópavogs og
Garðabæjar hef-
ur leik á loka-
úrtökumóti fyrir
Evrópumótaröð-
ina í dag en það
er næststerkasta atvinnumótaröð í
heimi á eftir PGA-mótaröðinni í
Bandaríkjunum. Mótið fer að þessu
fram á á PGA Catalunya Resort í Gi-
rona á Spáni en Birgir á rástíma kl.
8.05 að íslenskum tíma. Spilaðir eru
sex hringir, 108 holur, en skorið
verður niður eftir fjóra hringi á
þriðjudaginn. Þeir sem komast í
gegnum niðurskurðinn en fara ekki
alla leið á Evrópumótaröðina fá hins
vegar fullan keppnisrétt á Áskor-
endamótaröðinni sem Birgir Leifur
hefur verið viðloðandi á þessu
keppnitímabili.
Brynjar Kristmundsson, semlengst af hefur leikið með Vík-
ingi í Ólafsvík í knattspyrnunni, er
genginn til liðs við Framara og hefur
samið við þá til tveggja ára. Brynjar,
sem er 23 ára gamall, hefur spilað
með meistaraflokki Víkings frá 15
ára aldri en var hálft annað tímabil í
röðum Valsmanna á árunum 2011 og
2012. Hann á að baki 28 leiki í efstu
deild og 101 leik í 1. og 2. deild.
Hann spilaði átta leiki með Ólafsvík-
ingum í 1. deildinni í ár en fór í ágúst
til Noregs og spilaði þar með D-
deildarliðinu Volda.
Hinn kan-adíski
Craig Pedersen
verður áfram
þjálfari karla-
landsliðs Íslands í
körfuknattleik
fram á haustið
2017, en hann
skrifaði í vikunni
undir samning þess efnis í vikunni. Í
samningnum er auk þess möguleiki
á framlengingu til ársins 2019. Ped-
ersen hefur stýrt karlalandsliðinu
samhliða því að þjálfa Svendborg í
efstu deild Danmerkur en hættir nú
því starfi til að einbeita sér að starfi
sínu fyrir KKÍ, ásamt því að hafa
meiri tíma með fjölskyldu sinni.
Fólk sport@mbl.is
HÓPFIMLEIKAR
Norðurlandamótið fer fram í Vodafone-
höllinni í dag. Opnunarhátíð hefst kl. 10,
keppni blandaðra liða (Selfoss og Stjarnan)
kl. 10.20, karlaflokkur (Gerpla) hefst kl. 13
og kvennaflokkur (Stjarnan og Gerpla) kl.
16.10.
KARATE
Íslandsmótið í kumite (bardaga) fer fram í
Fylkissetrinu í Norðlingaholti í dag frá kl.
10. Keppt er til úrslita frá kl. 12.15 til 12.45
og verðlaunaafhendig í kjölfarið.
SUND
Íslandsmótið í 25 metra laug heldur áfram í
Ásvallalaug í Hafnarfirði í dag og á morg-
un. Undanrásir fara fram frá kl. 10 báða
dagana og úrslit hefjast kl. 16.
SKYLMINGAR
Íslandsmótið í skylmingum með höggs-
verði fer fram í Skylmingamiðstöðinni á
Laugardalsvelli. Unglingaflokkar keppa í
dag frá kl. 10 til 17.15 og flokkar fullorðinna
á morgun frá 10.30 til 17.30.
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla:
Akureyri: SA – Björninn................... L16.30
Laugardalur: Esja – SR....................... 18.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Ásgarður: Stjarnan – Snæfell........... L16.30
Hveragerði: Hamar – Keflavík ............. L17
Vodafone-höll: Valur – Grindavík.......... S17
1. deild karla:
Dalhús: Fjölnir – Þór Ak........................ S19
Vodafone-höll: Valur – Ármann........ S19.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin:
TM-höllin: Stjarnan – Selfoss........... L17.30
KA-heimilið: KA/Þór – Afturelding. L17.30
UM HELGINA!
Til eru leikmannasamtök í handboltanum í Evrópu og heita þau European
Handball Players Union, skammstafað EHPU. Leikmannasamtök Íslands eiga
aðild að samtökunum og situr framkvæmdastjórinn Kristinn Björgúlfsson í
stjórn hinna evrópsku samtaka. Leikmannasamtök frá sjö öflugum hand-
boltaþjóðum koma að hinum sameiginlegu samtökum. Koma þau frá Dan-
mörku, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Noregi, Spáni og Svíþjóð.
Stjórn samtakanna fundar tvisvar á ári og stillir þá stjórnarfundunum iðu-
lega upp með lokakeppnum HM og EM annars vegar og úrslitahelgi Meist-
aradeildar karla í Þýskalandi hins vegar.
Formaður samtakanna heitir Marcus Rominger og kemur frá Þýskalandi.
Emeric Paillasson frá Frakklandi er varaformaður. Stjórnarmenn koma frá
hinum aðildarþjóðunum. kris@mbl.is
Alþjóðleg leikmannasamtök
KRISTINN BJÖRGÚLFSSON SITUR Í STJÓRN EHPU