Morgunblaðið - 02.12.2015, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2. D E S E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 283. tölublað 103. árgangur
HEFUR ALDREI
TEKIÐ PRAKTÍSKA
ÁKVÖRÐUN
FIMMTÁN BÆKUR
TILNEFNDAR
TEIKNAR EFTIR
HANDRITI
HUGLEIKS
ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN 33 PÉTUR ATLI 30BÓK OG JÓLALAND LÓU 10
Björgunarsveitarmenn þurftu að draga um 50 bíla upp
úr sköflum og veita margvíslega aðra aðstoð í hreti
sem gekk yfir borgina í gær. Varað hafði verið við
þessu skoti og fólk var því við öllu búið. Þær tilkynn-
ingar segir lögregla að hafi hugsanlega afstýrt öng-
þveiti, eins og stundum verður við svona aðstæður.
Áfram má búast við rysjóttu veðri en þegar því slotar
verður fönn á jörðu yndisauki í jólamánuðinum. »2
Hret í höfuðborginni í gær og rysjótt tíð í kortunum
Morgunblaðið/Eva Björk
Bílarnir voru fastir í fönninni
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Verkfalli starfsmanna í álverinu í
Straumsvík var aflýst seint í gær-
kvöldi. Það átti að hefjast á miðnætti.
Í fréttatilkynningu frá samninga-
nefnd starfamanna segir: „Kjaradeil-
an er áfram óleyst en ákvörðunin um
að aflýsa verkfallinu er tekin þar sem
sýnt þykir að raunverulegur samn-
ingsvilji sé ekki fyrir hendi hjá eig-
anda álversins, Rio Tinto. Að mati
samninganefndarinnar er gagnslaust
að halda verkfallinu til streitu, enda
hafi ítrekað komið fram hótanir þess
efnis að álverinu verði lokað og skuld-
inni þá skellt á starfsfólkið fyrir að
sækja lögbundinn rétt sinn og kjara-
bætur.“
Engin forsenda til frestunar
Þá segir jafnframt að starfsfólkinu
sé þungbært að upplifa sig sem leik-
soppa í hagsmunatafli Rio Tinto gegn
launafólki víðsvegar um heiminn.
Boðað var til samningafundar
klukkan 18 í gærkvöldi en á níunda
tímanum yfirgaf samninganefnd Rio
Tinto Alcan húsakynni ríkissátta-
semjara í Borgartúni. Samninga-
nefnd starfsmanna sat áfram til að
ráða ráðum sínum. Að sögn Ólafs
Teits Guðnasonar, talsmanns Rio
Tinto Alcan, var eingöngu um óform-
legt spjall að ræða. Eins og fram hef-
ur komið snúa deiluefnin um heimild
álversins til þess að ráða menn til
verktöku, í alls um 30 störf. Gylfi
Ingvarsson, talsmaður samninga-
nefndar starfsmanna, sagði á níunda
tímanum í gær að þær þreifingar sem
höfðu átt sér stað hefðu ekki leitt til
neins. „Reynt var að finna flöt til þess
að fresta verkfallinu og nota tímann
til þess að ná saman. En þar sem
hvorugur aðili var tilbúinn til þess
var engin forsenda til þess að gera
það,“ segir Gylfi.
Fram hefur komið í máli tals-
manna álversins í Straumsvík að lík-
ur væru á því að álverinu yrði lokað ef
til verkfallsins kæmi.
Samkomulag var á milli álversins
og starfsmanna um að starfsmenn
myndu mæta til vinnu í tvær vikur
eftir að verkfallið myndi skella á til
þess að slökkva á 480 kerjum álvers-
ins. Ekkert verður þó af því. Kjara-
samningar álversins við starfsmenn
ná til 320 starfsmanna. Verkfalli í ál-
verinu sem fyrirhugað var 1. septem-
ber sl. var einnig frestað áður en til
þess kom.
Verkfalli í álverinu aflýst
Boðuðum samningafundi hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu í gærkvöldi
Starfsfólkinu „þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli Rio Tinto“
Morgunblaðið/Ómar
Álverið í Straumsvík Starfsfólk óttaðist lokun verksmiðjunnar.Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samtök atvinnulífsins (SA) munu á
næstu dögum funda með stjórnvöld-
um um lækkun tryggingagjalds.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri SA, segir lækkun
gjaldsins „skilvirkustu leiðina til að
vinna á móti mikilli kostnaðaraukn-
ingu vegna kjarasamninga“.
„Við höfum ekki fengið önnur við-
brögð en skilning á vandanum. Það
er áformað að funda í vikunni,“ segir
Þorsteinn um næstu skref í málinu.
138 milljarðar í bætur frá 2008
Gissur Pétursson, framkvæmda-
stjóri Vinnumálastofnunar, segir
lækkun tryggingagjalds munu
hægja á söfnun fjár í Atvinnuleysis-
tryggingasjóð. Mikilvægt sé að nota
tækifærið og safna meira fé í sjóð-
inn. Núverandi eigin fé sjóðsins dugi
aðeins til greiðslu bóta í eitt ár.
Vinnumálastofnun mun í árslok
hafa greitt rúmlega 138 milljarða í
atvinnuleysisbætur frá ársbyrjun
2008. Áætlaðar bótagreiðslur í ár
eru um 11 milljarðar króna. »6
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir SA segja trygginga-
gjaldið dýrt fyrir fyrirtæki landsins.
Rætt um
lækkun
gjaldsins
SA telja brýnt að
lækka tryggingagjald
Reykjaneshöfn og svonefnt
kröfuhafaráð hafa náð sam-
komulagi um að framlengja
greiðslufrest hafnarinnar og kyrr-
stöðutímabil til 15. janúar á næsta
ári. Ella hefði komið til greiðslu-
þrots hafnarinnar í gær. Unnið
verður að því að endurskipuleggja
skuldir hafnarinnar á tímabilinu.
Skuldir hafnarinnar nema nú um
7,5 milljörðum króna. „Við von-
umst til þess að sjá fyrir endann á
þessum skuldavanda til lengri
tíma,“ segir Halldór Karl Her-
mannsson hafnarstjóri. Ekki sé
verið að tala um niðurfellingu
skuldanna. »12
Reykjaneshöfn fær
frest til 15. janúar
Gjafakort
Gjafakort í Borgarleikhúsið er
ávísun á einstaka kvöldstund
sem aldrei gleymist.
BORGARLEIKHÚSSINS
borgarleikhus.is
dagar til jóla!
22