Morgunblaðið - 02.12.2015, Side 2

Morgunblaðið - 02.12.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga ENJO fyrir jólahreingerninguna Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Engin kemísk efni • Ódýrara • Tímasparnaður • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Vinnuvistvænt • Minni vatnsnotkun Í hreti reynir á hrossin, svo sem þessa klára sem kröfsuðu eftir stráum undir Esjuhlíðum á Kjalarnesinu í gær. Þeim verður þó væntanlega ekki meint af, enda við öllu búnir og hestamenn hugsa um sína. Nú styttist raunar í að hross verði tekin úr högum og sett á hús, en það gerist oft í kringum jól. Eftir nýárið byrja menn svo að ríða út og þá dunar á svellum og hófadynur heyrist er sprett er úr spori á ísagrárri spöng. Klárar í kulda á Kjalarnesinu Morgunblaðið/RAX Í leit að stráum í vetrarveðri undir Esjunni Lára Halla Sigurðardóttir Sigurður Bogi Sævarsson Skilaboð til fólks um að fara sér hægt og sýna skynsemi urðu til þess að allt gekk skap- lega og umferð raskaðist ekki þegar snarpt óveðurshret gekk yfir höfuðborgar- svæðið í gærdag. „Einmitt vegna þess að fólk hlust- aði á skilaboðin höfum við náð að halda þessu mjög skikkanlegu. Það er nóg að gera en hefði getað verið margfalt verra. Þegar snjómoksturstækin eru ekki bundin af föstum bílum getum við rutt,“ sagði Þórir Ingvarsson hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is í gær. 50 bílar fastir Vond veðurspá gekk eftir. Þegar fólk á höfuðborgarsvæðinu fór á stjá í gærmorgun var hvasst með snjó- komu og skafrenningur yfir öllu. Blint var vegna fjúks fram eftir morgni en þá fór að létta til. Heldur dró úr vindi eftir hádegi en þá bætti í snjókomu. Flestir komust óhappalít- ið til vinnu sinnar, enda var fólk yf- irleitt vel búið og fór sér hægt. Lög- reglumenn á 15 bílum og 135 björgunarsveitarmenna voru úti á götunum fólki til aðstoðar, en alls bárust 17 útköll og draga þurfti 50 bíla úr sköflum. Foreldrum var gefið sjálfdæmi um hvort börn þeirra færu í skólann og mörg mættu ekki. Svo var tilkynnt síðdegis að ekki þyrfti að sækja börnin í skólann enda hafði veðrinu þá slotað. Segja má því að í meginatriðum hafi daglega lest til- verunnar verið á réttu spori. Síðdegis í gær kom fram gagnrýni til dæmis á félagsmiðlum á þær við- varanir sem gefnar voru út, enda hefði veðrið aldrei orðið sá hvellur sem spáð var. Mótrök lögreglu hafa hins vegar verið þau að viðvörunar- orðin hafi haldið aftur af fólki. Við miðlun upplýsinga í gær gegndu netmiðlar mikilvægu hlut- verki og heimsóknir og flettingar á mbl.is voru langt yfir meðallagi. Hvasst og él í kortum Veðurspáin fyrir næstu daga er annars sú að í dag verður vestanátt og él sunnan, og vestanlands og vind- styrkur 8-13 sekúndumetrar. Síð- degis og í kvöld verður snjókoma á Norðausturlandi og vindstyrkur 18- 25 metrar á sekúndu. Frost verður víða frá núlli niður í átta gráður. Viðvaranir afstýrðu vanda  Óveðurshvellur gekk yfir borgina í gær  Reyndist ekki jafn grimmur og búist var við  Dagleg lest tilverunnar hélst á réttu spori  Netmiðlarnir í aðalhlutverki Þórir Ingvarsson Morgunblaðið/Eva Björk Óveður Allir samtaka úti að ýta. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is 33 ára gamall Íslendingur, Guð- finnur Óskarsson, hefur verið ákærður í Englandi fyrir að hafa svikið fé út úr ástkonu sinni til tveggja ára. Í frétt um málið á vef Yorkshire Evening Post segir að maðurinn hafi svikið tæplega 30 þúsund pund út úr Victoriu Maker eða sem nemur tæpum sex millj- ónum kr. Hann hefur játað brot sitt. Í fréttinni segir að þau hafi flutt saman inn á heimili hennar í Leeds skömmu eftir að þau kynntust. Segir jafnframt að Guðfinnur hafi tjáð henni að honum hefði ekki borist greiðsla fyrir vinnu sem hann hafði innt af hendi. Samþykkti hún að greiða uppihald á meðan hann biði greiðslunnar. Fram kom í máli sak- sóknara að hún hefði m.a. greitt flugfar fyrir hann til útlanda vegna vinnu. Þá segir að meðan á sam- bandi þeirra stóð hafi hún selt heim- ili þeirra á 190 þúsund pund eða 40 milljónir kr. og þau flutt í leiguíbúð í staðinn. Í framhaldinu er Guðfinnur sagð- ur hafa fengið Victoriu til að milli- færa 153 þúsund pund, eða sem nemur um 30 milljónum króna, á bankareikning sinn í Noregi þar sem vaxtakjör væru betri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékk Victoria aldrei að sjá banka- yfirlit reikningsins. Guðfinnur sagði hins vegar að hann hefði fundið vinnu og myndi sjá um að greiða leigu upp á 650 pund á mánuði eða sem nemur um 130 þúsund kr. Í máli saksóknara segir að Guðfinnur hafi notað peninga af norska reikn- ingnum til þess að greiða leiguna. Í mars síðastliðnum skilaði Guðfinnur 25 þúsund pundum eftir að Victoria hafði þráspurt um afdrif pening- anna. Guðfinnur var svo handtekinn á Heathrow-flugvelli í London þar sem hann var á leið í flugvél til Washington. Hann játaði brot sitt og skilaði stærstum hluta fjárins til baka. Eftir stóðu þó um 29.504 pund. Sveik milljónir út úr ástkonu Morgunblaðið/Árni Sæberg  Íslendingur játaði fjársvik og bíður dóms í Leeds „Við höfum ekki séð merki inflú- ensunnar. Við verðum yfirleitt fljótt vör við hana á Læknavaktinni því þá eykst þunginn, fleiri koma og vitj- anabeiðnum fjölgar,“ segir Þórður Ólafsson, læknir á Heilsu- gæslustöð Efra-Breiðholts og yfir- læknir Læknavaktarinnar. Hann segist hvorki greina að fleiri en vanalega hafi verið veikir í haust, né um þessar mundir. Þær pestir sem hafa verið að ganga undanfarið eru m.a. barkakvef í börnum, kvef, hiti, hósti og særindi í hálsi sem fylgja gjarnan veirusýkingum. Og inn á milli ganga magakveisur. Þórður bendir á að enn sé hægt að láta bólusetja sig gegn inflúensu og nóg er enn til af bóluefni. Reiknað er með að inflúensan berist hingað til lands í kringum áramótin. thorunn@mbl.is Bólusetn- ing er enn í boði Þórður Ólafsson  Engin merki um inflúensu ennþá Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hef- ur ákveðið að endurnýja ekki styrkt- arsamning sinn við Valsmenn. Fyrir vikið munu nöfnin Vodafone-höllin og Vodafone-völlurinn hverfa á braut. Í stað þeirra verða tekin upp nöfnin Valshöllin Hlíðarenda og Valsvöllurinn Hlíðarenda. „Stjórnin og við sem erum í félag- inu erum að velta fyrir okkur næstu skrefum, hvort það verður nýr styrktaraðili fenginn fyrir höllina og völlinn eða ekki,“ segir Jóhann Helgason, framkvæmdastjóri Vals. Hann segir vel koma til greina að fá nýjan styrktaraðila en „allt þurfi að passa“ í þeim efnum. Samningur- inn þurfi að vera hagstæður og Vals- menn þurfi að vera tilbúnir að selja nafnið á nýjan leik. Að sögn Jóhanns kom Vodafone að máli við Valsmenn eftir að samn- ingurinn rann út í sumar og skömmu eftir fund þeirra á milli varð niður- staðan sú að Vodafone vildi róa á önnur mið. Samningurinn var þó endurnýjaður fram á haust en er núna á enda runninn. Heitir nú Valshöllin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.