Morgunblaðið - 02.12.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 02.12.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ljós og hiti TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti 6.590 TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra 3.290 T38 Vinnuljós 4.990 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 12.830 TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera 5.390 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra 6.990 SHA-8083 3x36W Halogen 16.990 Telescopic þrífótur fyrir halogen lampa 6.790 Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa 17.990 170 eða 140 krónur fyrir evruna. Það hlýtur að muna um það. Það segir það sjálft,“ segir Aðalsteinn um gengissveifluna síðan 2010. Mannverk í hótelgeirann Hann segir þá feðga ekki hafa ákveðið framhaldið. „Það eru að koma jól. Nú ætlum við að hvíla okkur og hugsa um eitthvað ann- að,“ segir Aðalsteinn Gíslason. Með þessari fjárfestingu eykur Mannverk umsvifin í hótelgeir- anum. Félagið hefur unnið náið með CenterHotels við uppbyggingu hótela, auk þess sem það er að breyta húsnæði í Brautarholti í Reykjavík í 65 herbergja hótel. byggingarlóðina og fylgir hún með í kaupunum. Aðalsteinn segir nýja eigendur Welcome Apartments undirbúa þessar framkvæmdir. Spurður hvort þeir feðgðar séu loðnir um lófana eftir söluna segir Aðalsteinn að á móti eignum hafi verið skuldir. Hann viðurkennir að þeir séu ekki á flæðiskeri staddir. Aðalsteinn segir rekstur hótel- íbúða ekki vera jafn mikla gullnámu og af er látið. Síðan þeir hófu starf- semi hafi virðisaukaskattur á gist- ingu hækkað, gengi krónu styrkst mikið gagnvart evru og laun hækk- að umtalsvert. Rekstrarumhverfið hafi því breyst. „Það munar miklu hvort það fást Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveð- ið að lækka akstursgjald í aksturs- samningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana. Almennt gjald var fyrir fyrstu 10 þúsund kílómetrana 116 krónur fyrir kílómetrann en verður nú 110 krónur frá 1. desem- ber, sem er 5,2% lækkun. Frá 10 þúsund kílómetrum til 20 þúsund kílómetra lækkar gjaldið úr 104 krónum í 99 krónur, eða um 4,8% og gjaldið umfram þá kílómetra lækkar úr 93 krónum í 88 krónur. Aki starfsmaður um torfæra vegi skal bæta 45% álagi á almenna gjaldið sem gildir við akstur á mal- bikuðum vegum, annað gjald gildir á akstri á malarvegum og torfæru- gjald miðast við akstur utan vegar og einungis jeppafært. „Frá því gjaldið var ákveðið síð- ast (árið 2013) hafa orðið breyt- ingar á verðlagi, sérstaklega hefur bensín og olía lækkað,“ segir Sig- ríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferða- kostnaðarnefndarinnar. Ferðakostnaðarnefnd lækkaði einnig dagpeninga ríkisstarfs- manna og ríkisstofnana á ferðalög- um innanlands um 21%. Fara úr 33 þúsundum á dag í 26 þúsund en greitt er fyrir gistingu og fæði. „Dagpeningarnir lækka árvisst á haustin. Þá kemur vetrarverð á gistingu og sumargisting er tals- vert dýrari. Þetta er árviss breyt- ing og tekur einnig breytingum í vor þegar sumarverðið hækkar,“ segir Sigríður. Fjórir sitja í ferðakostnaðar- nefnd: einn frá BSRB, einn frá BHM og tveir frá ríkinu. Aksturs- og dag- peningar lækkuðu um mánaðamótin  Akstursgjald lækkaði um 4,8-5,2% og dagpeningar um 21% Morgunblaðið/Brynjar Gauti Akstursgjald Skiptist í almennt gjald, sérstakt og torfærugjald. Nýr kjarasamningur stétt- arfélagsins Eflingar og Reykja- víkurborgar var samþykktur í atkvæðagreiðslu með yfirgnæf- andi meirihluta eða rúmlega 82,5% atkvæða en nei sögðu 17%. Á kjörskrá voru alls 1.922 fé- lagsmenn. Atkvæði greiddu 458 eða 23,8%. Samningurinn var undirritaður 13. nóvember og gildir afturvirkt frá 1. maí sl. til 31. mars árið 2019. Í umfjöllun Eflingar kemur fram að félagsmenn Eflingar sem vinna á einkareknum leik- skólum taka mið af kjarasamn- ingi Reykjavíkurborgar og fá því einnig afturvirka launaleiðrétt- ingu frá 1. maí síðastliðnum. 82,5% samþykktu samning við borgina Möguleikar símafyrirtækjanna aukast á notkun tíðna fyrir háhraða farsímaþjónustu verði frumvarp inn- anríkisráðherra um að fella burt lög um þriðju kynslóð farsíma samþykkt sem lög frá Alþingi. Um er að ræða 2100 MHz tíðnisvið- ið sem var á árinu 2006 að mestu út- hlutað til þriggja farsímafyrirtækja til að veita þriðju kynslóðar farsíma- þjónustu (3G). Tilgangurinn með af- námi laganna er að geta úthlutað þessum hluta af tíðnisviðinu fyrir fjórðu kynslóð farsímaþjónustu (4G). Öll símafélögin hafa lýst áhuga á þessu og kemur fram í greinargerð frumvarpsins að þessi tíðniheimild verði hugsanlega boðin á uppboði. ,,Árgjald fyrir þessa stærð af tíðni- sviði, til nota fyrir almennt farnet, er 8.977.500 kr., en samkvæmt því getur lágmarksboð numið allt að 134.662.500 kr.,“ segir í greinargerð. Í umsögn Nova ehf. við frumvarpið segir að með tækniframförum síðustu ára sé mögulegt að ná fram umtals- verðri gæða- og afkastaaukningu í farsímaþjónustu með því að nýta tíðnisviðin fyrir nýjustu tækni á hverjum tíma, svo sem 4G (LTE) og 4G-Advanced (LTE-Advanced), í stað þess að takmarka notkun þeirra við eldri tækni, svo sem GSM eða 3G. ,,Dregið hefur úr áhorfi á línulegar sjónvarpsútsendingar á meðan aukin eftirspurn er eftir aðgangi að hliðr- aðri dagskrá, þ.e. neytandinn sækir sér efni til afþreyingar þegar honum hentar, oft með þráðlausri fjarskipta- þjónustu, s.s. í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu,“ segir í umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar. omfr@mbl.is Nýta tíðnisviðin á háhraða  Afnema á lög um þriðju kynslóð farsíma  Hægt verði að úthluta þessum hluta af tíðnisviðinu fyrir 4G farsímaþjónustu  Öll símafélögin hafa lýst áhuga sínum Gagnaflutningar » Gríðarleg aukning hefur orð- ið á flæði gagnamagns á far- símanetum á seinustu miss- erum. » Flest farsímafyrirtækin hafa hug á að sækja um tíðniheim- ildir sem lausar eru á 2100 MHz tíðnisviðinu. Samkvæmt Fasteignaskrá eru íbúðirnar 25 á Vatnsstíg 11 samtals rétt rúmlega 931 fermetri. Miðað við fast- eignaverð í þessum hluta borgarinnar má ætla að mark- aðsverð íbúðanna sé ekki undir 400 milljónum. Samkvæmt ársreikningi Welcome Apartments 2014 var útseld leiga ársins að fjárhæð 338 milljónir króna. Eignir voru metnar á 140,4 milljónir króna og skuldir voru 125 milljónir. Langstærsti kostnaðarliðurinn er húsaleiga en hún var að fjárhæð 141,8 milljónir króna. Árs- verk voru 17. Félagið var í 100% eigu Welcome Holding ehf. Þess má geta að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað úr 303,3 stigum í janúar 2010 í 441,2 stig í október síðast- liðnum, eða um 45%. Af þessu má draga þá ályktun að feðgarnir hafi keypt fasteignirnar á hárréttum tíma. Er spáð frekari hækkunum í mið- borginni. Þá má nefna að nýlegir útreikningar Þjóðskrár, sem gerðir voru að beiðni Morgunblaðsins, sýna að verðið hefur hækkað mest í miðborg- inni. Til dæmis hefur meðalkaupverð á fermetra í póstnúmerinu 101 hækkað úr 326.228 krónum á 1. ársfjórðungi 2013 í 404.028 kr. á 2. ársfj. í ár. Það er 24% hækkun á nafnvirði fasteigna í miðborginni. Tugprósenta hækkanir FEÐGARNIR GERÐU GÓÐ KAUP Á FASTEIGNUM Baldur Arnarson baldura@mbl.is Feðgarnir Aðalsteinn Gíslason og Stefán Aðalsteinsson hafa selt rekstur Welcome Apartments til fé- lags í eigu fasteignaþróunarfélags- ins Mannverks. Kaupverðið er trúnaðarmál. Welcome Apartments leigði út 25 hótelíbúðir þegar reksturinn var seldur í byrjun nóvember. Íbúð- irnar eru allar í húsum á horni Lindargötu og Vatnsstígs. Þeir feðgar hófu reksturinn snemma árs 2010. Síðan hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og hótel- geirinn breyst mikið. Aðalsteinn segir hvatann að stofnun fyrirtæk- isins hafa verið þann að skapa þeim feðgum atvinnutækifæri. „Til að byrja með voru þetta íbúðir í almennri útleigu. Við sáum fljótlega hvað var að gerast í ferða- þjónustunni og breyttum þá íbúð- unum í hótelíbúðir. Við sáum tæki- færi á góðum kaupum á fasteign til útleigu. Síðan urðu til ný tækifæri og málið fór að þróast. Nýtingin á íbúðunum var góð,“ segir Aðal- steinn. Byggt verður við húsnæðið Sagt var frá því í Morgunblaðinu í lok október í fyrrahaust að eig- endur Welcome Apartments hygð- ust byggja við núverandi húsnæði á Lindargötu og fjölga með því hótel- íbúðum úr 25 í 47. Var ætlunin að sameina lóðirnar Lindargötu 34 og 36 í eina lóð. Kom þá fram að kostn- aður við framkvæmdirnar, að með- töldum kaupum á lóðunum og íbúðarhúsinu Lindargötu 34, sem á að rífa, væri á fjórða hundrað millj- ónir króna. Þeir feðgar áttu Morgunblaðið/Golli Á Lindargötu Húsið vinstra megin á myndinni mun víkja fyrir viðbyggingu með 22 hótelíbúðum. Feðgar selja íbúða- hótel í miðborginni  Hófu starfsemi kreppuárið 2010  Leigðu 25 hótelíbúðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.