Morgunblaðið - 02.12.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 02.12.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Teikningarnar eru einskonarfarartæki fyrir sögurnar,“segir Lóa Hlín Hjálmtýs-dóttir, teiknari og höf- undur bókarinnar Lóaboratoríum - Nýjar rannsóknir, sem er gerð til að kitla hláturtaugar lesandans með skemmtilegum og skrýtnum sögum úr daglegu lífi, sem settar eru í bún- ing myndasagna. Lóa hefur lengi teiknað upp sögur og því er bæði að finna gamlar og nýjar sögur í bókinni sem er framhald af bók Lóu sem gefin var út í fyrra, Lóaboratoríum. „Ég hef meiri áhuga á sögunum núna og því eru teikningarnar frjáls- legri,“ segir Lóa en sögurnar í bók- inni byggjast að hluta á hennar eigin daglega lífi. Eftir að teiknimynda- sögurnar hennar fóru að birtast í Fréttatímanum fór boltinn að rúlla og var það Hugleikur Dagsson sem dró hana með sér inn til bókaútgáf- unnar Forlagsins. „Hann sagði mig hafa skrýtnustu samningatækni sem hann hefði séð,“ segir Lóa sem í fyrstu reyndi að fá útgefandann ofan af því að gefa út bókina. „Mér sýnd- ist hann vera þannig á svipinn að hann ætlaði að hætta við þannig að ég sannfærði hann bara um að gera þetta ekki,“ segir Lóa hlæjandi en allt kom fyrir ekki og bókin var gefin út við góðar undirtektir. Lóa situr þó ekki auðum hönd- um á milli bóka, en hún er einnig söngvari í hljómsveitinni FM Belfast og fæst við skúlptúra, límmiða og myndlist, meðal annars. Þá skrifaði hún einnig fyrir sjónvarpsþættina Hulla sem sýndir voru í Ríkisútvarp- inu. Ekki viðundur í fjölskyldunni „Það hentar fólkinu í sögunum að vera svona óreglulegt og út um allt því það er allt svo ruglað, mikið Óregluleg og út um allt Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari, situr ekki auðum höndum fyrir jólin en hún sendir frá sér bókina Lóaboratoríum og hannar heilt jólaland í Norræna húsinu. Í skammdeginu er ekki úr vegi að leita inn í hlýjuna og auðga andann með fallegum tónum. Á nýju kaffihúsi, Reykjavík Roas- ters, Brautarholti 2, verður haldin kvöldstund með fjórum söngskáldum í dag, 2. desember kl. 20, þar sem þau munu deila töfrum sínum með gestum og gangandi. Heidatrubador, Adda, Markús og Marteinn Sindri koma fram og syngja lög úr sarpi sínum. Heidatrubador er að vinna að sólóplötu sem kemur út von bráðar og Marteinn Sindri er tón- listarmaður sem semur angurvær og falleg lög eins og enginn sé morgun- dagurinn. Þá gaf Markús nýverið út plötu með hljómsveit sinni og tekur lög af þeirri plötu sem og önnur lög. Adda gaf út um árið plötuna My Brain sem innihélt texta og lagasmíð sem vakti athygli. Frábært tækifæri til að hlýða á lög og texta sem eru ný af nálinni en frítt er inn. Plöturnar verða einnig til sölu á staðnum. Söngskáld heimsækja Reykjavík Roasters Ljósmynd/Hjörleifur Jónsson Lög Söngskáldið Markús er einn af fjórum sem koma fram á Reykjavík Roasters. Tónleikar yfir rjúkandi kaffinu „Til að örva hugann og sköpunar- kraftinn er gott að komast af og til af bæ. Komast í burtu að heiman … fara út í veröldina, veifa vængjum og sperra stél.“ Svona er sýningu Sig- rúnar Eldjárn lýst en hún hefst á morgun 3. desember í Grófinni kl. 17. Sýnd verða brot úr dvöl hennar í Circolo Scandinavo í Róm og í Kjar- valsstofu í Cité des Arts í París vet- urinn 2014-2015. Dularfulli staðurinn Skuggasker kemur einnig við sögu en þriðja og síðasta bókin í þríleiknum um Strokubörnin á Skuggaskeri verður kynnt á opnun sýningarinnar. Sigrún Eldjárn sýnir ný verk í Grófinni París, Róm og Skuggasker Mynd/Borgarbókasafnið List Myndlistarsýning og bókarkynn- ing í Artóteki Borgarbókasafnsins. Jólin nálgast og nú er tíminn til að hefjast handa við skreytingarnar. Fátt er jafn yndislegt og að skreyta heimilið með handgerðu jólaskrauti. Síðastliðin ár hefur verið vinsælt að hekla bjöllur, jólakúlur og snjókorn. Mæðgurnar Elín Kristín Guðrúnar- dóttir og Guðrún María Guðmunds- dóttir hjá Handverkskúnst mæta kl. 20 í kvöld, 2. desember, og kynna jólaprjón og hekl í handverkskaffi í Borgarbókasafninu - Menningarhúsi Gerðubergi. Þær koma með upp- skrift að annars vegar prjónaðri jóla- kúlu og hins vegar heklaðri og verða aukinheldur með sýnikennslu. Báðar eru þaulvanar hannyrða- konur, sem hafa haldið mörg nám- skeið í ýmiss konar jólaprjóni og hekli og eru boðnar og búnar til að aðstoða þátttakendur. Þeir sem vilja prófa þurfa að koma með eftirfar- andi: Heklgarn nr. 10, jólakúlu, 7 cm þvermál / 22 cm ummál, heklunál nr. 1,75, prjóna nr. 2,5. Handverkskaffi hefur verið á dagskrá í Gerðubergi fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar síðan haustið 2008. Markmiðið með þessum kvöldum er að bjóða upp á notalega kvöld- stund þar sem gestir geta kynnst spennandi handverki. Boðið er upp á stutt- ar skemmti- legar kynningar og stundum sýni- kennslu, allt eftir viðfangsefni kvöldsins. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Gerðubergi á miðviku- Prjón og hekl í Gerðubergi í Breiðholti Uppskrift að hekluðum og prjónuðum jólakúlum og -bjöllum Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið virkadaga 10-18 - Laugardaga 11-18 Falleg og mjúk handklæði í jólapakkann Ný sending af handklæðum Úrval - gæði - þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.