Morgunblaðið - 02.12.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 02.12.2015, Qupperneq 11
að öskra, sveifla höndunum, brjálast og geifla sig,“ segir Lóa um þann stíl sem hún hefur tileinkað sér í mynda- sögunum og skín skýrt í gegn. Kar- akterarnir eru allir mismunandi og henni finnst leiðigjarnt að teikna sömu persónuna oft. „Maður getur flett hvar sem er í bókinni og byrjað að lesa – maður þarf ekkert að byrja á fyrstu blað- síðunni,“ segir Lóa en bókin sé til- valin á sófaborðið, í möndlugjöf eða í jólapakkann. Lóa hefur lengi haft áhuga á list og teikningu en pabbi hennar, Hjálmtýr Heiðdal, var auglýs- ingateiknari og fór svo yfir í kvik- myndagerð. „Hann var alltaf að teikna fyrir mig þegar ég var lítil og öll blöð í kringum símann og síma- skráin voru alltaf myndskreytt,“ segir hún létt í bragði en móðir hennar hafi líka hvatt hana til að fara þessa leið í lífinu. „Ég er ekki eitthvert viðundur úr lögfræðingafjölskyldu,“ segir hún hlæjandi en flestir í fjölskyldunni séu í skapandi greinum af einhverju tagi. „Ég hef held ég aldrei tekið praktíska ákvörðun í lífinu – eða jú; það er endurskoðandi sem gerir skattaskýrsluna mína.“ Teikningar hafi þó verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum og meiri áhugi sé til staðar. „Ég er til dæmis ekkert viss um að ég hefði fengið að gefa þessa bók út fyrir svona tíu árum,“ segir hún en nýlega hafi kennsla í faginu farið á fullt og margir sótt í námið hjá Listaháskóla Íslands. Jólalandið í Norræna húsinu Uppsetning jólalands í Nor- ræna húsinu var einnig í höndum Lóu fyrir jólin en hún hannaði líka jóladagatal hússins. Sýningin var opnuð í fyrradag, 1. desember, og stendur fram til jóla en hún er hluti af dagskrá Norræna hússins. „Þetta er jólasýning sem er sett upp eins og einhver hafi lesið um jól- in en aldrei upplifað þau – þetta sé byggt á misskilningi,“ segir Lóa en fyrir manneskju sem er kannski ný- komin undan ísöld og rekst á bók um jólin hljóti megininntakið að vera eitthað á þessa leið: „Snyrtileg meyfæðing, hálf- mennskt afmælisbarn, heilög kona sem á í sambandi við guð en er samt líka að dingla sér með indælum smiði, gáfaðir þríburar, marglitir kassar með slaufum, börn með tryll- ingsglampa í augunum, einhvers konar ljósvera, mögulega álfadrottn- ing, rauðir menn með húfur og poka, ljós, glimmer, stemning og kanill.“ Morgunblaðið/Golli Jólastemning Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hannaði og setti upp jólaland Norræna hússins í ár. „Örugglega litríkasta herbergið í Reykjavík akkúrat núna,“ seg- ir hún en gestir og gangandi geta notið jólalandsins í Norræna húsinu fram að jólum. Þar verða einnig viðburðir í hádeginu á vegum jóladagatalsins. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? Með öllum gleraugum fylgir annað par af glerjum í sama styrk frítt með Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14dagskvöldum. Dagskráin á þessu misseri skiptist í Handverkskaffi, Sagnakaffi, Heimspekikaffi og Leik- húskaffi. Skreytum og gleðjum Jólaprjón og -hekl nýtur sí- vaxandi vinsælda. „Dagatalið er blokkin sem ég ólst upp í og það eru jólaminningar tengdar því fyrir hvern dag,“ segir Lóa Hlín sem hannaði jóladagatal Norræna hússins í ár. Dagatalið er lifandi en boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fram að jólum, t.d. tónlistaratriði, upplestur og dans. En rétt eins og börnin vita ekki hvaða óvænta góðgæti leynist á bak við gluggana, þá vita gestir Norræna hússins ekki hvað er í boði fyrr en glugginn er opnaður í hádeginu og bjöllunni hringt. Lifandi og óvænt jóladagatal ÁRLEG JÓLAHEFÐ NORRÆNA HÚSSINS Fimmti fyrirlest- urinn í hádegis- fyrirlestraröð RIKK á haust- misseri verður fluttur kl. 12 á morgun, fimmtu- dag 3. desember, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns- ins. Fyrirlestur- inn nefnist „Hul- inn þúsund slæðum: Veruleiki samkynhneigðra karlmanna í Íran“. Jón Ingvar rekur sögulega þróun kynvitundar í Íran. Ennfremur ræðir hann um hvernig orðræðan um homma í Íran hefur þróast á Vestur- löndum. Í þeim efnum hafa alþjóðleg sam- tök homma og lesbía dregið upp mjög svo svarta mynd af stöðu samkyn- hneigðra í Íran, lýst þeim aðallega sem fórnarlömbum frekar en virkum gerendum sem reyna að skapa sér rými fyrir líf sitt og tilfinningar. Jón Ingvar mun greina frá fyrstu niður- stöðum etnógrafískrar rannsóknar á því hvernig íranskir hommar, aðal- lega í Tehran, skapa sér rými, hin- segin rými á jaðri samfélagsins. Niðurstöður benda til þess að íransk- ir hommar, jafnt innan hins opinbera rýmis sem og einkarýmisins, finni sér leiðir til að vera þeir sjálfir og veita tilfinningum sínum útrás. Þeir eru hins vegar stöðugt meðvitaðir um kúgun og valdbeitingu samfélagsins í sinn garð sem minnihlutahóps. Jón Ingvar lauk doktorsprófi árið 2014 og er aðjunkt og nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann vinnur að rannsóknum í hin- segin- og kynjafræðum, félagsfræði menntunar, menntunarfræðum og skóla án aðgreiningar. Fundarstjóri er Þorvaldur Krist- insson kynjafræðingur. Fyrirlesturinn er fluttur á ís- lensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Viðburðurinn er á Facebook. AFP Veruleiki samkynhneigðra karlmanna í Íran Jón Ingvar Kjaran Hulinn þúsund slæðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.