Morgunblaðið - 02.12.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Halldór Karl Hermannsson, hafnar-
stjóri í Reykjanesbæ, segir nýtt
samkomulag milli Reykjaneshafnar
og svonefnds kröfuhafaráðs skapa
svigrúm til að vinna frekar að endur-
skipulagningu á skuldum hafnanna.
„Við vonumst til að sjá fyrir end-
ann á þessum skuldavanda til lengri
tíma. Ef við náum því fram sem við
erum að vinna að varðandi uppbygg-
ingu í höfninni í Helguvík munu allir
njóta góðs af, bæði kröfuhafar og
samfélagið,“ segir Halldór Karl.
Endurnýjaður frestur
Greint var frá samkomulaginu í
tilkynningu til Kauphallarinnar í
gær en það felur í sér framlengingu
á samþykktum greiðslufresti og svo-
kallað kyrrstöðutímabil til og með
15. janúar 2016. Fram kom í fyrri til-
kynningu hafnarinnar til Kauphall-
arinnar „15. október … að allir
þekktir kröfuhafar Reykjaneshafnar
sem ættu skuldbindingar sem væru
fallnar í gjalddaga hefðu samþykkt
að veita greiðslufrest og kyrrstöðu-
tímabil til og með 30. nóvember“.
Halldór Karl segir skuldir hafnar-
innar nema um 7,5 milljörðum
króna. Höfnin þurfi um milljarð
króna til að ljúka framkvæmdum
sem eru nauðsynlegar til að geta
annað væntanlegri starfsemi
tveggja kísilvera í Helguvík.
Hann segir að þegar þessi starf-
semi verði farin af stað muni tekjur
Reykjaneshafnar aukast mikið og
félagið þar með verða í stakk búið til
að greiða niður skuldir.
Hann segir ekki horft til niðurfell-
ingar á skuldum hafnanna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Helguvík Áform eru um tvö kísilver
við höfnina. Uppbygging er hafin.
Reykjaneshöfn fær
frekari greiðslufrest
Hafnarstjóri vongóður um samning
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Landshagir, sem geyma nýjar
hagtölur um flesta þætti íslensks
samfélags, eru komnir út í 25.
skipti. Að þessu sinni var ritið
ekki prentað heldur einungis birt
í vefútgáfu. Hagstofa Íslands hef-
ur markað þá stefnu að miða alla
miðlun sína við vefinn. Hægt er
að nálgast Landshagi á vef Hag-
stofunnar (hagstofan.is).
Ítarlegar upplýsingar eru um
mannfjöldann og breytingar á
honum. Landsmenn voru 329.100
hinn 1. janúar 2015 og hafði
fjölgað um 3.429 eða 1% á einu
ári.
Því er spáð að eftir 50 ár, árið
2065, verði Íslendingar orðnir
437.335, 218.824 karlar og
218.511 konur. Í byrjun þessa árs
var á lífi 31 Íslendingur sem var
100 ára eða eldri. Því er spáð að
eftir hálfa öld verði á lífi 394 Ís-
lendingar sem verða orðnir 100
ára og eldri, þar af 52 karlar og
342 konur.
Töluvert var um fólksflutninga
til og frá landinu. Af 3.400 ís-
lenskum ríkisborgurum sem
fluttu frá landinu árið 2014 fóru
2.396 til Noregs, Danmerkur og
Svíþjóðar. Flestir fluttu til Nor-
egs eða 1.004. Þannig hefur það
verið frá 2009.
Flestir aðfluttir íslenskir ríkis-
borgarar komu frá sömu löndum
eða 1.837 af 2.640. Flestir komu
frá Danmörku eða 771. Erlendir
ríkisborgarar fluttust flestir til
Póllands eða 601 af 2.475. Þaðan
komu líka 1.393 erlendir ríkis-
borgarar.
Mikil atvinnuþátttaka hér
Á vinnumarkaði árið 2014 voru
187.000 manns, sem jafngildir
81,5% atvinnuþátttöku. Hlutfall
starfandi var hæst hér á landi ár-
ið 2014 samanborið við 32 önnur
Evrópulönd og meðaltal 28 ríkja
ESB. Að meðaltali voru hér 9.300
manns án vinnu og í atvinnuleit
árið 2014 eða 5.0% vinnuaflsins.
Atvinnulausir voru þá 700 færri
en árið 2013 þegar atvinnuleysið
mældist 5,4%. Árið 2014 var at-
vinnuleysi að meðalali 5,4% á höf-
uðborgarsvæðinu en 4,1% utan
þess. Þá mældist atvinnuleysi
5,1% hjá körlum en 4,9% hjá kon-
um.
Meðalfjöldi vinnustunda var
39,8 klukkustundir á viku árið
2014. Það er sama og seinustu
tvö ár.
Launavísitalan hækkaði að
meðaltali um 5,8% árið 2014.
Meðaltalshækkun kaupmáttar
launa var 3,7%. Regluleg heild-
arlaun voru 511 þúsund krónur á
mánuði. Meðaltal heildarlauna á
mánuði var 555 þúsund krónur,
619 þúsund hjá körlum og 486
þúsund hjá konum. Meðallaun
fullvinnandi launamanna á al-
mennum vinnumarkaði voru 580
þúsund á mánuði 2014, heildar-
laun ríkisstarfsmanna voru 603
þúsund og heildarlaun starfs-
manna sveitarfélaga 442 þúsund
krónur á mánuði. Heildarlaunin
voru hæst í fjármála- og vátrygg-
ingarstarfsemi eða 763 þúsund
krónur að meðaltali. Lægstu
heildarlaunin voru í fræðslu-
starfsemi, 445 þúsund á mánuði
að meðaltali. Það var eina at-
vinnugreinin þar sem meðaltal
heildarlauna náði ekki 500 þús-
und krónum árið 2014.
Heimili sem þáðu fjárhags-
aðstoð sveitarfélaga á árinu 2014
voru 293 færri en árinu áður. Alls
fengu 7.749 heimili fjárhags-
aðstoð sveitarfélaga á árinu. Árið
2013 fjölgaði heimilum hins vegar
um 306 (4,0%) milli ára og árið
2012 um 21 (0,3%). Þeim hafði
fjölgað að jafnaði um 860 árin á
undan frá árinu 2007.
Mikil atvinnuþátttaka hér
Spá gerir ráð fyrir að Íslendingar verði orðnir 437.335 eftir hálfa öld Þá verða þeir sem eru 100
ára eða eldri 394, samkvæmt spánni Hagstofan hættir að láta prenta Landshagi en birtir vefútgáfu
Íslenskir ríkisborgarar á Norðurlöndunum 1990-2015
1990 2000 20112009 20131995 2005 20122010 2014 2015
Danmörk
Noregur
Svíþjóð
Færeyjar
Finnland
Grænland
10.000
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
Fj
öl
di
1.
ja
nú
ar
Heimild: Landshagir 2015/Norræna ráðherranefndin.
Landshagamolar
» Í janúar 2015 voru 1.137
einstæðir feður á landinu en
11.491 einstæð móðir.
» Árið 2014 höfðu 7,0%
mannfjöldans erlent ríkis-
fang.
» Lifandi fædd börn á ævi
hverrar konu voru 1,9 2014.
» Meðalævilíkur nýfæddra
stúlkna árið 2014 voru 83,6
ár en 80,6 ár hjá drengjum.
» Atvinnuleysi meðal karla
var 5,1% árið 2014 og 4,9%
meðal kvenna.
» Árið 2013 voru 35,1% út-
gjalda til félagsverndar vegna
slysa og veikinda.
» Árið 2014 voru 278 íbúar á
hvern lækni í landinu.
» Rúmlega 31.000 manns
fengu ellilífeyri árið 2014.
» Almannatryggingum var
tilkynnt um 210 slys á sjó-
mönnum árið 2014.
» Sjö leiknar íslenskar kvik-
myndir í fullri lengd voru
frumsýndar árið 2014.
Aðsókn að almennum sýningum
leikinna kvikmynda í fullri lengd
minnkaði um 16% frá árinu 2009
til síðasta árs. Þetta má sjá af töl-
um sem Hagstofa Íslands tók sam-
an og eru í Landshögum 2015. Á
síðasta ári nam aðsóknin í kvik-
myndahús tæplega 1,38 milljónum
gesta samanborið við tæplega
1,65 milljónir gesta árið 2009.
Samanlagður fjöldi gesta á leik-
sýningar leikhúsa, atvinnu-
leikhópa og áhugaleikfélaga inn-
anlands var 375 þúsund á síðasta
leikári. Það jafngildir því að hver
landsmaður hafi farið einu sinni í
leikhús á leikárinu. Sýningar-
gestum fækkaði um 22 þúsund frá
fyrra leikári. Fimm atvinnuleikhús
voru starfrækt í fyrra.
Færri fara í bíó og leikhús
MINNA HORFT Á LEIKIN VERK
Bíó Íslendingar fara nú orðið sjaldnar í bíó en áður.