Morgunblaðið - 02.12.2015, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Eggert
Næsta kynslóð Á heildina litið hefur náðst góður árangur í málefnum ungs fólks, það hreyfir sig t.d meira en áður.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Ég velti því fyrir mér hvers vegna
fjölmiðlar einblína oftar en ekki á
hið neikvæða
þegar fjallað er
um rannsóknir á
ungu fólki sem
sýna hið gagn-
stæða, þó auðvit-
að sé alltaf ein-
hver hópur sem
líður illa og þarf
að huga að. Á
heildina litið höf-
um við náð góð-
um árangri eins
og t.d. að draga úr vímuefnaneyslu í
efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu
bekkjum í framhaldsskóla, frá árinu
2000 hefur stöðugt dregið úr neysl-
unni. Unga kynslóðin hreyfir sig
meira, tekur þátt í skipulögðu
íþrótta- og tómstundastarfi og borð-
ar meira af grænmeti og ávöxtum.
Börn í dag eru greinilega móður- og
föðurbetrungar. Þetta eru fréttir
sem við heyrum ekki,“ segir Mar-
grét Lilja Guðmundsdóttir, aðjunkt
við Háskólann í Reykjavík, en hún
starfar einnig hjá Rannsóknum og
greiningu.
Margrét vakti máls á þessari til-
hneigingu fjölmiðla í erindi sínu
„Ég hefði kosið aðra fyrirsögn“ sem
hún hélt á ráðstefnu Íslenskra
æskulýðsrannsókna fyrir
skemmstu.
„Fjölmiðlar eru duglegir við að
draga fram neikvæðar fréttir. Við
smellum sjálf á þær og þrífumst á
þeim,“ segir Margrét.
Hún bendir á að á heildina litið
þá sé þetta flókið samspil sem varð-
ar samfélagið í heild þó fjölmiðlar
beri mikla ábyrgð. Hún tekur þó
fram að ábyrgðin liggur ekki síður
hjá þeim sem starfa við æskulýðs-
rannsóknir og hvernig þeir þurfi að
koma réttum skilaboðum á fram-
færi.
Margrét tekur sem dæmi fyrstu
könnun um líðan barna og unglinga
eftir hrun sem Rannsóknir og
greining birtu. „Þá biðu fjölmiðlar
spenntir á tröppunum og spurðu:
„Er ekki allt að fara til andskot-
ans?“ en þá kom í ljós að krökk-
unum leið bara betur,“ segir Mar-
grét. Þessi niðurstaða kom mörgum
á óvart.
Greina frá hinu slaka en
láta það ekki vera þungamiðju
Margrét tekur þó fram að vissu-
lega þurfi að greina frá því sem
miður fer en þungamiðjan á ekki að
hverfast í kringum það þegar góður
árangur er augljós.
Í þessu samhengi vísar hún til
þess að sífellt fleiri unglingar og
ungmenni kjósa að neyta ekki vímu-
efna. „Okkur er sagt oftar frá því
hversu drukknir menntaskólanem-
endur eru,“ segir Margrét.
Hún bendir á að unga kynslóðin í
dag er mjög upplýst og hún sækir
sér þekkingu víða og tekur meðvit-
aða ákvörðun.
Góður árangur hefur náðst und-
anfarin ár í vímuefnaforvörnum.
Hins vegar þýði ekki að slá slöku
við í þessum efnum þó árangurinn
hafi verið góður. „Við verðum að
halda áfram að vera á tánum,“ segir
Margrét.
Hið óvænta kom á óvart
Skrekkur, árleg hæfileikakeppni
grunnskólanemenda, er skýrt dæmi
um hæfileikaríka krakka. Í keppn-
inni sýndu nemendur að þeir láta
sig varða ýmis samfélagsmál og
-mein. Hagaskóli sigraði í ár með
kraftmiklum flutningi stúlkna sem
kröfðust jafnréttis í femínísku
slammljóði og dansatriði sem vakti
mikla athygli. „Það kom mér á
óvart að það skyldi koma mörgum á
óvart hversu flotta og hæfileikaríka
krakka við eigum eins og sást í
Skrekk. Þetta er einmitt það sem
gögnin hafa verið að sýna. Við eig-
um frábær ungmenni í landinu. Þau
eru kýrskýr og mjög greind. Þetta
kemur alltof sjaldan fram í fjöl-
miðlum í dag,“ segir Margrét.
Börn í dag móður-
og föðurbetrungar
Fjölmiðlar einblína á neikvæðar fréttir af ungu kynslóðinni
Margrét Lilja
Guðmundsdóttir
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015
„Hjá byrjendum allavega er löng
meðganga að hverri bók. Sköpunar-
verkið býr um sig í heila og hjarta og
mótast þannig stig af stigi,“ segir
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráð-
herra. Hann fékk á dögunum inn-
göngu í Rithöfundasamband Íslands
sem kallast má staðfesting á því að
vera rithöfundur, sem óneitanlega
er talsverður titill. Skilyrðin fyrir
aðild eru að höfundur hafi sent frá
sér tvö verk sem hafi listrænt og
fagurfræðilegt gildi eins og það er
orðað á vefsetri sambandsins. Þessi
skilyrði og vel það uppfyllir rithöf-
undurinn frá Brúnastöðum í Flóa.
Var kominn með bakteríuna
Árið 2007 kom út bókin Guðni – af
lífi og sál sem Sigmundur Ernir
Rúnarsson skráði. Þar sagði Guðni
frá lífshlaupi sínu og var góður róm-
ur gerður að verkinu. „Ég var tæp-
lega sextugur þegar bókin kom út og
fannst ég því kannski fullungur til að
segja frá ævi minni í bók. Minningur
orða fermingarprestsins míns, séra
Sigurðar Pálssonar í Hraungerði,
sem sagði að menn ættu að segja
sögu sína áður en þeir færu að
gleyma, lagði ég upp í þessa vegferð
fyrir áeggjan Péturs Más Ólafssonar
forleggara,“ segir Guðni.
„Merkilegast var að hafa tekið
ákvörðun um ævisöguna staddur í
Brussel ESB-sinna. Þangað fórum
við til að gleðja Íslendingana, talaði
um frelsið og sauðkindina við þá og
féllst síðan á ósköpin yfir þjóðarrétti
heimamanna, kræklingi og frönsk-
um,“ segir Guðni. Kveðst þarna hafa
verið kominn með þá bakteríu að
verða rithöfundur ef ekki skáld.
Sögur af fólki og ýmsar minningar
voru efni bókarinnar Guðni léttur í
lund sem kom út 2013. Þá bók skrif-
aði Guðni sjálfur svo sögu Hall-
gerðar langbrókar sem kom út í
fyrra. Þar brá höfundurinn nýju ljósi
á líf og örlög hinnar stórbrotnu
konu, sem er ein af lykilpersónum
Njálu. Í áranna rás hefur Guðni oft
fjallað um það mikla verk hvar hann
hefur oft fundið samsvörun milli
sögupersónananna og bragðarefa
nútímans í íslenskum stjórmálum.
Skarphéðinn heillar
„Nei, ég ætlaði mér aldrei að vera
með bók fyrir þessi jól. En það eru
umbrot í mér og af mörgu að taka
sem mætti skrifa bók um. Slíkt er
langt ferli og mikið ævintýri. Það er
ómögulegt að segja til um hvað sú
næsta verður um en ef ég skrifa
meira um Njálu þá heillar Skarphéð-
inn Njálsson mig töluvert,“ segir
Guðni. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Skrifar „Að skrifa bók er langt ferli
og ævintýri,“ segir Guðni Ágústsson.
Fyrrum ráðherra
er nú rithöfundur
Í Rithöfundasambandið Þrjár bækur
40”JU6415
kr.159.900.-
48”JU6415
kr.189.900.-
55”JU6415
kr. 239.900.-
JU6415:
4K
UHD
SMART
1000 PQI
24/25
Bestu sjónvörpin
skv. Neytendablaðinu 24.09.15 og IRCT. t l i . . I
UE40”JU6675
kr.169.900.-
UE48”JU6675
kr. 199.900.-
UE55”JU6675
kr. 279.900.-
JU6675:
• 4K
• UHD
• SMART
• 1300 PQI
24/25
Bestu sjónvörpin
skv. Neytendablaðinu 24.09.15 og IRCT. t l i . . I
Hafa skal það sem betur sést og heyrist
ormsson.is
Opið virka daga
kl. 10-18 og
laugardaga kl.
11-15
LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800
á góðu
verði
SÍÐUMÚLA 9
SÍMI 530 2900
Þrír sterkir rannsóknarhópar
fengu hvatningarstyrki upp á 5
milljónir hver úr Vísindasjóði
Landspítala við athöfn í Hringsal í
gær. Þetta er í sjötta sinn sem
styrkir af þessu tagi eru veittir á
spítalanum. Þeir eru veittir sterk-
um rannsóknarhópum á spítalanum
sem þegar hafa öðlast alþjóðlega
viðurkenningu. Sjö umsóknir bár-
ust en Gunnar Gunnarsson, lungna-
læknir á LSH, Jóna Freysdóttir,
forstöðunáttúrufræðingur og pró-
fessor í ónæmisfræði, og Runólfur
Pálsson, yfirlæknir á Landspítala,
fengu styrkinn. Tóku þau við hon-
um fyrir hönd samstarfsaðila. Run-
ólfur fyrir rannsóknir á nýrnask-
aða, Jóna fyrir rannsóknir á
áhrifum náttúruefna á bólgumynd-
un og Gunnar fyrir rannsóknir á
lungnatrefjun.
Þrjú tóku við hvatning-
arstyrk úr Vísindasjóði
Landspítali – háskólasjúkrahús
Styrkur Runólfur Pálsson, Jóna
Freysdóttir, Gunnar Guðmundsson
og Páll Matthíasson, forstjóri LSH.