Morgunblaðið - 02.12.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015
...með nútíma
svalalokunum
og sólstofum
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is
Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16
• Svalalokanir
• Glerveggir
• Gler
• Felliveggir
• Garðskálar
• Handrið
Við færumþér logn & blíðu
!!"
#$
##
"
"
!
%#
$!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"
%
%
#%#
"
"
%
!#
"
$!!
"#
!!!
$"
"""
"$
#
!#%
$!$
"#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur
ákveðið að veituþjónusta fyrirtækisins
verði hér eftir rekin undir merki Veitna.
Þrjú félög verða því eftirleiðis ásjóna
starfsemi OR gagnvart viðskiptavinum,
en þau eru Orka náttúrunnar (ON),
Gagnaveita Reykjavíkur og Veitur.
Veitur ohf. er stærsta fyrirtækið inn-
an OR-samstæðunnar og dreifir raf-
magni, heitu og köldu vatni. Veitur reka
fráveitur á svæði þar sem búa tæplega
þrír af hverjum fjórum landsmönnum,
frá Grundarfirði í vestri til Hvolsvallar í
austri. Framkvæmdastjóri Veitna er
Inga Dóra Hrólfsdóttir verkfræðingur.
Veituþjónusta OR fer
undir dótturfyrirtæki
● Hugbúnaðurinn Bókun hefur tengst
beint við Viator, sem er bókunarvél
TripAdvisor. Í tilkynningu frá Bókun seg-
ir að hugbúnaðurinn sé mest notaða
sölu- og birgðakerfið í íslenskri ferða-
þjónustu á sviði ferða og afþreyingar,
bílaleigu og gistingar. Í gegnum teng-
ingu sína við Bókun geta íslenskir
ferðaþjónustuaðilar nú selt vörur sínar í
rauntíma hjá Viator og TripAdvisor og
fjölda annarra sölurása. Viator býr yfir
framboði á ferðum og afþreyingu á
1.500 stöðum í heiminum.
Bókun tengist beint
bókunarvél TripAdvisor
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
„Þetta hefur gríðarlega mikla þýð-
ingu fyrir sjóðinn og eykur getu okk-
ar til að styðja við það frábæra hug-
vit sem er til á Íslandi,“ segir Hrund
Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður
Tækniþróunarsjóðs, um þá viðbót
sem verður í framlögum til
Tækniþróunarsjóðs á næsta ári þeg-
ar tæpum einum milljarði króna
verður bætt við þær styrktarupp-
hæðir sem fyrir eru, samkvæmt fyr-
irliggjandi fjárlögum. Mun
Tækniþróunarsjóður samkvæmt
þeim hafa úr rúmlega 2,3 milljörðum
króna að spila sem er 70% meira
framlag en á þessu ári. Frá árinu
2004 hefur því orðið sjöföldun á
styrktarupphæð reiknað á föstu
verðlagi.
Hrund segir að þessi mikla aukn-
ing í framlögum til Tækniþróunar-
sjóðs undirstriki vilja stjórnvalda og
ólíkra hagsmunahópa til að byggja
upp öflugt nýsköpunarumhverfi á Ís-
landi. „Þau verkefni sem Tækniþró-
unarsjóður hefur verið að styrkja
eru mjög fjölbreytt. Það er mikil-
vægt fyrir íslenskt hagkerfi að
styðja við nýsköpun þar sem megnið
af fyrirtækjum, sem eru í rekstri á
Íslandi, telst lítið. Það þýðir að okkar
hagkerfi er drifið áfram af frum-
kvæði og hugviti einstaklinga.“
Eykur samkeppnishæfni
Hrund segir að hér á landi fari nú
fram mikil endurskoðun á hlutverki
nýsköpunar. „Ég starfaði hjá Sam-
einuðu þjóðunum við að styðja við
frumkvöðlastarf í Austur-Evrópu
sem var að byggja upp sinn hagvöxt
og sín samfélög.
Áherslan líkt og
þar þarf að vera á
að kortlegga og
efla umhverfi fyr-
ir frumkvöðla og
nýsköpun á Ís-
landi til þess að
stuðla að betra og
öflugra sam-
félagi. Nýsköpun
hjálpar okkur að
finna svör við því hver við viljum
vera og hvert við eigum að stefna.“
Hún segir að með þessu aukna
framlagi sé verið að leggja kraft í ný-
sköpun af heilum hug. „Til lengri
tíma litið, ef vel tekst til, skiptir þetta
miklu máli fyrir íslenskt samfélag.
Með aukinni áherslu á nýsköpun
geta skapast fleiri spennandi tæki-
færi fyrir ungt fólk sem vill búa á Ís-
landi til framtíðar. Þá er mikilvægt
að við getum uppfært hagkerfi okkar
í takt við það sem er aðgerast í heim-
inum því við verðum að vera sam-
keppnishæf við aðrar þjóðir.“
Fyrir allar atvinnugreinar
Tækniþróunarsjóður er ekki
bundinn við eitt svið atvinnulífsins
og segir Hrund allar atvinnugreinar
geta leitað til sjóðsins. „Það er mjög
mikilvægt að fólk viti að sjóðurinn
einskorðast ekki við eina atvinnu-
grein enda á tækniþróun sér stað á
öllum sviðum samfélagsins. Við ger-
um orðið lítið án tækninnar. Þess
vegna tökum við hjá Tækniþróunar-
sjóði með opnum huga við öllum
verkefnum sem falla að markmiðum
sjóðsins og vandað er til.“
Með auknu framlagi í sjóðinn
verða til nýir flokkar styrkja sem
meðal annars hvetja til yfirfærslu
verkefna úr háskólum og rannsókna-
stofnunum yfir í hagnýt verkefni.
Einnig verður ungum frumkvöðlum
gert auðveldara að stíga sín fyrstu
skref með einfaldari umsóknum og
styttri styrktartíma. Hærri styrkir
verða veittir en því fylgir að gerð
verður aukin krafa um fjárhagslegt
bolmagn.
Hrund segir að með þessum
breytingum verði til snarpara ferli
sem tekur 2 ár í stað 3ja ára, styrkt-
arupphæðirnar verði hærri og kröf-
ur um hærra mótframlag. „Mörg
þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem
mest kveður að í íslensku atvinnulífi í
dag hafa notið verulegra styrkja
sjóðsins. Við stefnum að því með
þessum áherslubreytingum og nýju
fyrirkomulagi að öll framkvæmd
verði hnitmiðaðri.“
Allar umsóknir eru metnar af fag-
ráði skipuðu af tækninefnd Vísinda-
og tækniráðs. Stjórn sjóðsins úthlut-
ar styrkjunum á grundvelli matsins.
Á meðal fyrirtækja sem Tækniþró-
unarsjóður hefur styrkt eru Mar-
orka, ORF Líftækni, Nox Medical,
Mentor, Meniga og Lauf Forks.
Tækniþróunarsjóður fær
milljarði meira á næsta ári
Tækniþróunarsjóður
» Sjóðurinn starfar sam-
kvæmt lögum um opinberan
stuðning við tæknirannsóknir,
nýsköpun og atvinnuþróun.
» Sjóðurinn heyrir undir iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra.
» Hlutverk sjóðsins er að
styðja þróunarstarf og rann-
sóknir á sviði tækniþróunar
sem miða að nýsköpun í ís-
lensku atvinnulífi.
Styrktarfjárhæð sjóðsins á næsta ári sjöfalt hærra að raungildi en árið 2004
Hrund
Gunnsteinsdóttir
Tækniþróunarsjóður
Uppreiknuð framlög miðað við 2015
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2004 2006 2008 2010 2012 20142005 2007 2009 2011 2013 2015 2016
Heimild: Tækniþróunarsjóður
m
.k
r.
Þjónustujöfnuður var jákvæður um
90,4 milljarða króna á þriðja ársfjórð-
ungi, samkvæmt nýjum tölum frá
Hagstofu Íslands. Hefur aldrei verið
meiri afgangur í þjónustuviðskiptum
við útlönd á einum ársfjórðungi.
Mestur afgangur var af samgöngu-
og flutningaþjónustu, eða 55,5 millj-
arðar króna, og 49,5 milljarða króna
afgangur var af ferðaþjónustu.
Ferðaþjónustan var stærsti liður-
inn í bæði inn- og útflutningi, en út-
flutningur ferðaþjónustu á þriðja árs-
fjórðungi nam 86,4 milljörðum króna
og innflutningur 36,9 milljörðum. Út-
flutningur vegna samgangna og flutn-
inga var 73,1 milljarður, en útflutn-
ingur annarra undirliða var mun
minni.
Afgangur orðinn 148 milljarðar
Í Morgunkorni Íslandsbanka er
bent á að samanlagður afgangur af
vöru- og þjónustuviðskiptum á þriðja
ársfjórðungi hafi verið 78,1 milljarður
króna, sá mesti á einum ársfjórðungi
frá upphafi. Á fyrstu níu mánuðum
ársins sé afgangur af vöru- og þjón-
ustuviðskiptum við útlönd kominn
upp í 148,3 milljarða króna, saman-
borið við 98,2 milljarða í fyrra. Ís-
landsbanki gerir ráð fyrir að afgang-
ur vöru- og þjónustuviðskipta muni
nema tæplega 8% af landsframleiðslu
á árinu 2015. Þótt sá afgangur verði
alfarið þjónustumegin í viðskiptunum
bendir Íslandsbanki á mikilvægi þess
að horfa á viðskipti vöru og þjónustu í
heild, þar sem talsvert af útgjöldun-
um við að afla þjónustutekna fellur til
sem vöruinnflutningur, svo sem kaup
flutningatækja, innlend fjárfesting í
ferðaþjónustugreinum og innflutn-
ingur neysluvara fyrir ferðamenn.
Morgunblaðið/Eggert
Met Ferðaþjónusta á stóran þátt í
meiri afgangi gagnvart útlöndum.
Metfjórðungur í
þjónustuviðskiptum
Aldrei meiri
afgangur á einum
ársfjórðungi