Morgunblaðið - 02.12.2015, Page 17

Morgunblaðið - 02.12.2015, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Dæmi: BRAVILOR TH Vandaðar og traustar uppáhellivélar 2.900,- án VSK Þjónusta- & leigugjald á mán. Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Kristján Jónsson kjon@mbl.is Rússar skipuleggja nú heræfingu með fallhlífar- hermönnum á norðurslóðum. „Gert er ráð fyrir að sendur verði á vettvang fjöldi hermanna og bún- aður á vegum flughersins til norðurheimskauts- svæðisins fyrri hluta 2016,“ sagði talsmaður flug- hersins, Évgení Mesjkov ofursti, í viðtali við Interfax-AVN. „Hluti af þessari þjálfun við afar erfiðar aðstæður verða lendingar og vígvalla- æfingar sem standa munu í marga daga.“ Ekki var tilgreint hvar nákvæmlega æfingin færi fram en viðtalið vakti mikla athygli í Rúss- Áforma heræfingu á norðurhjara  Rússar munu eftir áramótin æfa lendingar og þjálfa fallhlífarhermenn einhvers staðar á ísnum til að sýna mátt sinn og minna á landakröfur á hafsbotni landi. Aftenposten í Noregi segir að þetta sé í fyrsta sinn sem heræfing af þessu tagi fari fram á svæðinu. En í ágúst hafi verið efnt til fyrstu sameigin- legu æfinga hers og flota á norðurslóðum. Með þessum æfingum vilji Vladímír Pútín Rússlandsforseti leggja áherslu á kröfur Rússa til yfir- ráða á rösklega milljón ferkíló- metrum af hafsbotninum. Fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðahermála- stofnunarinnar, IISS, að Rússar hafi frá 2014 auk- Vladímír Pútín ið verulega umsvif flotans og sé það liður í her- skárri stefnu en ríkið hafi áður fylgt. En nútímavæðing flotans hafi verið skipulögð þegar fyrir nokkrum árum. Yfirmaður flotans, Viktor Tsírkov aðmíráll, hafi sagt að ferðum kafbátaflot- ans hafi fjölgað um 50% í fyrra. Bandaríkjamenn óttist að Rússar kanni möguleika á að skera á mik- ilvæga fjarskiptakapla á hafsbotni með aðstoð fjarstýrðra kafbáta komi til átaka. IISS segir að Dmítrí Rogozín aðstoðarforsæt- isráðherra hafi ekki leynt því að aukin umsvif á norðurhjara og á Atlantshafi eigi að vera svar við því sem Rússar álíti vera ógnanir NATO gegn þeim í Mið- og Austur-Evrópu. Hentugur tími » Ísinn er sterkastur seinni hluta vetrar og þolir þá vel þunga vígtóla og hermanna. Ljóst er að með æfingunni vilja Rússar sýna hvers þeir eru megnugir á norðurhjara. » Dmítrí Rogozín, sem oft þykir ósvífinn í orðum, hefur sagt að Rússar muni aldrei yfirgefa norðurslóðir og þeir ætli „að leggja þær undir sig“. Suður-kóresk börn, klædd búningum sem minna á jóla- sveininn, tóku í gær þátt í hátíðarhöldum vegna söfn- unarátaks Hjálpræðishersins á Seoul-torgi í höfuð- borginni, Seoul. Átakið stendur í mánuð og féð er notað til að aðstoða fátækt fólk. Nær þriðjungur Suður- Kóreumanna er kristinn, ýmist mótmælendur eða kaþ- ólskir. Hinir eru annaðhvort búddistar eða utan við alla trúflokka. AFP Safnað fyrir fátæka í Seoul Kristján Jónsson kjon@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti í gær Tyrki og Rússa til að leysa deilurnar um rússnesku þot- una sem skotin var niður á landa- mærum Tyrklands og Sýrlands. Mikilvægast væri að ríkin berðust gegn Ríki íslams, IS. Vladímír Pútín Rússlandsforseti sakar Tyrki um að hafa notað varnir lofthelginnar sem yfirvarp. Þeir hafi í raun skotið þot- una niður til að vernda leynileg olíu- viðskipti við IS-menn. Tyrkland á aðild að Atlantshafs- bandalaginu, NATO, sem opinber- lega styður Tyrki í deilunni. Hins vegar segja stjórnmálaskýrendur að margir leiðtogar annarra NATO- landa álíti samt að Tyrkir hafi farið offari, gert slæm mistök. Þeir hefðu átt að láta nægja að mótmæla harð- lega ef rétt sé að Rússar hafi brotið gegn lofthelgi þeirra. Rússar hafa gripið til harkalegra viðskiptarefsinga gegn Tyrkjum og fullyrða að þotan hafi aldrei farið inn fyrir landamæri Tyrklands. Rúss- neskur flugmaður lét lífið í átökun- um og annar féll þegar skotið var á björgunarþyrlu. Lengi hefur verið orðrómur á kreiki um að IS seldi með leynd tyrk- neskum aðilum olíu sem unnin er á yfirráðasvæðum hinna fyrrnefndu. En Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitar því. Ef þú fullyrðir ... „Ef þú fullyrðir um eitthvað ætt- irðu að leggja fram sannanir,“ sagði Erdogan í gær og beindi orðum sín- um til Pútíns. „Láttu okkur sjá gögn- in, leggðu þau á borðið.“ Erdogan hét því að segja af sér ef sannað yrði að Tyrkland hefðu stundað viðskipti af áðurnefndu tagi, að sögn BBC. Leiðtogarnir hafa undanfarna daga skipst á hörðum ásökunum en báðir höfða mjög til ákafrar þjóðernis- kenndar meðal landa sinna. Deilan er vatn á myllu IS sem nýt- ur góðs af því að tvö lykilríki geti ekki unnið saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi og Írak. En miklar líkur eru taldar á því að breska þingið samþykki í dag að hefja þátttöku í loftárásum á IS í Sýrlandi. Þýska stjórnin samþykkti í gær að veita Frökkum aðstoð í Sýr- landi en Þjóðverjar munu þó ekki taka beinan þátt í hernaðinum. Obama hvetur Rússa og Tyrki til sátta  Erdogan forseti lofar að segja af sér embætti ef Rússar geti sannað að Tyrkir hafi keypt olíu af Ríki íslams AFP Félagar Erdogan heilsar Obama, al- varlegum á svip, í París í gær. 47% sammála » Fjallað verður um aðstoð Þjóðverja við Frakka síðar á vikunni á þingi og talið víst að hún hljóti samþykki. » 45% landsmanna segjast í könnunum vera sammála slíkri ákvörðun, 39% eru á móti. » Send verður freigáta til aðstoðar flugmóðurskipinu Charles de Gaulle, eftirlitsþota og 1200 hermenn. Fimm alda hefðir búddista í Tíbet mæla fyrir um að Dalai Lama endur- fæðist. En núverandi trúarleiðtogi þjóðarinnar, sem er 14. endurholdg- unin og útlægur, hefur gefið í skyn að kannski vilji hann ekki endurfæð- ast í Kína ef aðstæður Tíbeta batni ekki, segir í frétt Jyllandsposten. Fylgt er gömlum hefðum við að finna barnið sem Dalai Lama hefur endurholdgast í og ekki er gengið út frá því sem vísu að umrætt barn fæð- ist í Tíbet, hvað þá Kína. Kína lagði Tíbet undir sig 1950 eftir sigur kommúnista í borgara- stríðinu og kommúnistaflokkur Kína hefur nú tekið af skarið: hann hafi æðstu völd yfir tíbeskum búddisma, eins og öðru í landinu. Hann ákveði hvað verði um Dalai Lama eftir andlát hans. Þetta vald sé mik- ilvægt tákn yfir- ráða Kína í Tíbet. Zhu Weiqun, sem er háttsettur flokksfélagi, segir að Pekingstjórnin muni „aldrei láta frá sér réttinn til að taka ákvörðun um endurholdgun Dalai Lama“. Flokkurinn, sem boðar guðleysi, hef- ur auk þess sakað Dalai Lama um guðlast og svik við trúna. Margir Tíbetar óttast að næsti Dalai Lama geti orðið strengjabrúða kommún- ista. kjon@mbl.is Skipa Dalai Lama að endurfæðast í Kína Dalai Lama

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.