Morgunblaðið - 02.12.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015
Munið að slökkva
á kertunum
Treystið aldrei alfarið
á kertaslökkvara
Rökfræði virðist
ekki vera sterkasta
hlið þeirra sem nú á
dögum eru að burðast
við að skilgreina hina
og þessa sjúkdóms-
valda sem hreinrækt-
aða sjúkdóma og bein-
ar dánarorsakir.
Blákaldar fullyrðingar
um að menn deyi úr
áfengis- og lyfjafíkn
(alkóhólisma), offitu og
elli, svo dæmi séu tekin, eru fremur
frjálsleg meðferð á sannleikanum.
Þó eru augljós tengsl á milli alkó-
hólisma, offitu og elli annars vegar
og sjúkdóma og dauða af þeirra völd-
um hins vegar, en rökvillan felst í því
að orsakavaldur sjúkdóms – eða það
sem býr í haginn fyrir sjúkdóm – er
skilgreindur sem sjúkdómur, einn og
sér, og gerður að beinni dánarorsök.
Með þessu lagi er hlaupið yfir hlekk í
orsakakeðjunni og ber sú ráða-
breytni nokkurn keim af þeirri
galdrakúnst fornmanna að líma sam-
an stóð og stjörnur.
Með þessa rökvillu að
bakhjarli væri allt eins
hægt að fullyrða að
menn dæju úr fallhlífar-
stökki, bifreiðarakstri
og atvinnuþátttöku, svo
dæmi séu tekin, en góðu
heilli er ekki orðin hefð
fyrir slíkri framsetningu
í þessum orðum skrif-
uðum, hvað svo sem síð-
ar kann að verða.
Það deyr enginn úr
fallhlífarstökki. Menn
deyja vegna slysa sem
þeir verða fyrir við fall-
hlífarstökk. Það deyr enginn úr bif-
reiðarakstri. Menn deyja vegna slysa
sem þeir verða fyrir í umferðinni. Og
það deyr enginn úr atvinnuþátttöku.
Menn deyja vegna slysa sem þeir
verða fyrir við atvinnustarfsemi eða
úr starfstengdum sjúkdómum. Vinn-
an sem slík verður þeim ekki að
bana.
Hvað ellina varðar er hún náttúr-
legur hluti af lífshlaupinu – síðasti
kapítulinn í ferlinu – og engum hefur
víst enn hugkvæmst að skilgreina
hana sem sjúkdóm, hvað svo sem síð-
ar kann að verða. Í raun réttri deyr
enginn beinlínis úr elli heldur úr
hrörnunarsjúkdómum sem hún hef-
ur í för með sér.
Og það deyr enginn beinlínis úr of-
fitu heldur úr sjúkdómum sem hún
getur boðið heim. (Ætli við þekkjum
ekki mörg hver persónulega fólk sem
telst vera alltof feitt samkvæmt við-
teknum stöðlum, en hefur samt góða
líkamsburði, fer allra sinna ferða án
erfiðismuna og kennir sér einskis
meins!)
Og það deyr enginn úr áfengis- og
lyfjafíkn heldur úr sjúkdómum eða
eitrun sem hún getur boðið heim, ef
eftir henni er látið, einkum ef það er
gert í miklum mæli. (Ætli við þekkj-
um ekki mörg hver persónulega bæði
fíkla og ávananeytendur sem eru í
góðu andlegu og líkamlegu formi og
kenna sér einskis meins eftir neyslu!)
Sú rökvilla sem hér hefur verið
gerð að umræðuefni er orðin svo al-
menn og útbreidd í fjölmiðlaum-
fjöllun samtímans, að ekki verður
betur séð en allmörgu fólki, jafnvel
háskólamenntuðu, sé orðin full þörf á
því að sækja endurmenntunarnám-
skeið í rökfræði. Og ekki eru alkóhól-
ismi og offita heilbrigðisvandamál að
minni, þó að menn stilli sig um að
klína á þau sjúkdómsheiti.
Rökvilla og rugl
Eftir Guðmund
Sigurð Jóhannsson »Með þessa rökvillu
að bakhjarli væri
allt eins hægt að full-
yrða að menn dæju úr
fallhlífarstökki, bifreið-
arakstri og atvinnuþátt-
töku.
Guðmundur Sigurður
Jóhannsson
Höfundur er ættfræðingur
á Sauðárkróki.
Því miður er þetta
vandamál komið í
óleysanlegan hnút Því
miður er þetta vanda-
mál komið í óleysan-
legan hnút Þegar
ákveðið var að setja
Vaðlaheiðargöng í
einkaframkvæmd
komu strax fram efa-
semdir um að forsend-
urnar fyrir fjármögnun
ganganna með inn-
heimtu vegtolla á hvert ökutæki
gætu staðist.
Allar aðvaranir um að of lítil um-
ferð væri milli Eyjafjarðar og
Fnjóskadals til að veggjald standi
undir fjármögnun ganganna voru að
engu hafðar og þeim síðan svarað
með útúrsnúningi og hnútuköstum.
Hvert áfallið af öðru í Vaðlaheiðar-
göngum vekur spurningar um hvort
framkvæmdum við þetta samgöngu-
mannvirki ljúki í fyrsta lagi eftir
2021. Því miður er þetta vandamál
komið í óleysanlegan hnút þegar
fréttir berast af því að enn stærri
vatnsæðar séu að opnast með stuttu
millibili í göngunum undir heiðinni.
Ekki er útilokað að Norðfjarðar-
göng sem eru langt komin verði tek-
in í notkun 5-6 árum á undan Vaðla-
heiðargöngum á meðan illa gengur
að stöðva vatnsrennslið gegnt Akur-
eyri og í Fnjóskadal.
Á forsíðum dagblaðanna getur
fyrirsögnin misheppnuð fjármögnun
Vaðlaheiðarganga hrellt vonsvikna
landsmenn sem telja fulla ástæðu til
að skrifa þetta stóra fjármögnunar-
hneyksli á reikning fyrrverandi og
núverandi stjórnarliða. Talið er að
opnun ganganna tefjist meira en
áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama
tíma sitja mörg krefjandi og aðkall-
andi verkefni á hakanum sem hefði
fyrir löngu átt að vera búið að bjóða
út. Má þar nefna samgöngubætur á
höfuðborgarsvæðinu og í Suður-
kjördæmi sem þola enga bið.
Margir verkfræðingar sem vör-
uðu við því að forsendur fyrir gerð
Vaðlaheiðarganga stæðust ekki
töldu alveg útilokað að hægt væri að
fjármagna þessa framkvæmd með
innheimtu vegtolla. Þeir ítrekuðu
líka að meðalumferð ökutækja á sól-
arhring milli Eyjafjarðar og
Fnjóskadals geti um ókomin ár aldr-
ei orðið jafnmikil og í Hvalfjarð-
argöngum sem voru byggð á við-
skiptalegum forsendum. Þingmenn
og ráðherrar fyrrverandi- og núver-
andi ríkisstjórnar sem börðust fyrir
því að Vaðlaheiðargöng yrðu tilbúin
mörgum árum á undan jarðgöngum
til Norðfjarðar og Seyðisfjarðar
þurfa nú að gera hreint fyrir sínum
dyrum og horfast í augu við vand-
ræðin sem hlaðast upp í göngunum
gegnt Akureyri.
Að undirlagi fyrrverandi stjórn-
arliða var skellt skolla-
eyrum við allri gagn-
rýni á fjármögnunar-
gildru Vaðlaheiðar-
ganga þegar Pálmi
Kristinsson verkfræð-
ingur birti sjálfstæða
úttekt á forsendum
framkvæmdarinnar í
árslok 2011.
Nú liggur það ljóst
fyrir að framúrkeyrsla
frá upphaflegri kostn-
aðaráætlun verður um
19-25% líkt og gerðist í
tilviki Héðinsfjarðarganga á sínum
tíma. Skammarlegt er að Alþingi
skuli hafa verið blekkt til að sam-
þykkja kostnaðarþátttöku íslenska
ríkisins í þessari framkvæmd þótt
fyrir lægju skýrslur sem stönguðust
gjörsamlega á þegar tvær þing-
nefndir komust að allt annarri nið-
urstöðu. Í tíð fyrrverandi ríkis-
stjórnar vildu þáverandi ráðherrar,
Steingrímur J. og Jóhanna Sigurð-
ardóttir, veg Austfirðinga sem
verstan þegar Alþingi samþykkti
þingsályktunartillögu Arnbjargar
Sveinsdóttur um að flýta undirbún-
ingsrannsóknum á gangagerð undir
Fjarðarheiði.
Nú þurfa verktakarnir að standa
frammi fyrir þeim vanda að opnun
Vaðlaheiðarganga tefjist hugsanlega
um sex ár á meðan engin veit hve-
nær vatnsrennslið í göngunum
stöðvast. Þeir sem stungu niður
penna í tíð Sturlu Böðvarssonar, þá-
verandi samgönguráðherra, þegar
hart var deilt um arðsemismat Héð-
insfjarðarganga töldu að Vaðlaheið-
argöng yrðu arðbær framkvæmd
sem 500 króna veggjaldi gæti fjár-
magnað án þess að fram kæmi hvað
meðalumferð ökutækja á sólarhring
undir heiðina þyrfti að vera mikil til
að þetta gjald stæði undir afborg-
unum og launum starfsmanna.
Alltaf neita stuðningsmenn Vaðla-
heiðarganga að viðurkenna þá stað-
reynd að á Eyjafjarðarsvæðinu og í
Þingeyjarsýslum séu alltof fáir bílar
í umferð til þess að einkaaðilar á
Norðausturlandi ráði við fjár-
mögnun samgöngumannvirkja. Þótt
síðar verði berast böndin að Stein-
grími J. þegar ríkissjóður fær skell-
inn. Ekkert vilja fyrrverandi og nú-
verandi þingmenn
Norðausturkjördæmis um þessa
hörmungarsögu vita þegar höfð eru í
huga kostnaðarsöm málaferli sem
útboð Héðinsfjarðarganga snerist
upp í þegar Vegagerðin sveik ís-
lensku aðalverktakana um þessa
umdeildu gangagerð norður í Fjalla-
byggð.
Misheppnuð
fjármögnun
Vaðlaheiðarganga
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
» Því miður er þetta
vandamál komið í
óleysanlegan hnút...
Höfundur er farandverkamaður.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
FEB Reykjavík
Mánudaginn 23. nóvember var
spilað á 14 borðum hjá bridsdeild
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 381
Magnús Oddsson – Björn E. Péturss. 369
A/V
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 379
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 376
Fimmtudaginn 26. nóvember var
líka spilað á 14 borðum
Efstu pör í N/S
Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 371
Tómas Sigurjss. – Jón H. Jónsson 357
A/V
Hrafnh. Skúlad.- Guðm. Jóhannsson 390
Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd.
360
Spilað er í Síðumúla 37.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðiðervettvangurlifandiumræðuílandinuogbirtiraðsendargreinaralla
útgáfudaga.
ÞeirsemviljasendaMorgunblaðinugreinareruvinsamlegabeðniraðnotainn-
sendikerfiblaðsins.Kerfiðerauðveltínotkunogtryggiröryggiísamskiptummilli
starfsfólksMorgunblaðsinsoghöfunda.Morgunblaðiðbirtirekkigreinarsemeinn-
igerusendaráaðramiðla.
Aðsendagrein
KerfiðeraðgengilegtundirMorgunblaðslógóinuefstíhægrahorniforsíðu
mbl.is.Þegarsmellterálógóiðbirtistfelligluggiþarsemliðurinn„Sendainngrein“
ervalinn.
Ífyrstaskiptiseminnsendikerfiðernotaðþarfnotandinnaðnýskrásiginníkerfið.
Ítarlegarleiðbeiningarfylgjahverjuþrepiískráningarferlinu.Eftiraðviðkomandi
hefurskráðsigsemnotandaíkerfiðernógaðsláinnkennitölunotandaoglykilorðtil
aðopnasvæðið.Hægteraðsendagreinarallansólarhringinn.
NánariupplýsingarveitirstarfsfólkMorgunblaðsinsallavirkadagaísíma569-
1100frákl.8-18.