Morgunblaðið - 02.12.2015, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015
✝ FanneyTryggvadóttir
fæddist á Akureyri
1. október 1925.
Hún lést á Grund
21. nóvember 2015.
Foreldrar Fann-
eyjar voru Stein-
unn Jónsdóttir hús-
móðir, f. 21.
október 1895, d.
30. janúar 1977, og
Tryggvi Emilsson
rithöfundur, f. 20. október
1902, d. 6. mars 1993. Systir
Fanneyjar var Elsa Jóna, f. 4.
desember 1929, d. 25. júní 2013.
Fanney giftist 3. október
1953 Friðjóni Þórarinssyni,
verkamanni og bifreiðastjóra, f.
10. nóvember 1925, d. 27. jan-
úar 1975. Hann var sonur Sal-
ínu Einarsdóttur, f. 5. apríl
1889, d. 27. júní 1952, og Þór-
arins Ketilssonar, f. 7. nóv-
ember 1875, d. 3. nóvember
1948.
Fanney lauk gagnfræðaprófi
á Akureyri, hóf nám við
menntaskólann en lauk því
ekki. Síðar nam hún við Hús-
mæðraskólann á Staðarfelli.
Hún vann ýmis störf, lengst af
sem deildarstjóri á skrifstofu
ríkisspítalanna.
Sonur Fanneyjar og Joseph
Böðvar Darri, f. 13. mars 1986,
sambýliskona hans er Ingadóra
Snorradóttir, f. 13. febrúar
1991.
Börn Fanneyjar og Friðjóns
eru: 1) Tryggvi, f. 12. júlí 1955,
kvæntur Kristbjörgu Leósdótt-
ur, f. 31. janúar 1956, dætur
þeirra eru: Soffía Theódóra, f.
30. janúar 1983; Fanney Björk,
f. 1. febrúar 1987, gift Karli
Raymond Birgissyni, f. 9. mars
1985, börn þeirra eru Katrín
Lilja, f. 29. ágúst 2011, og
Bjarki Már, f. 30. apríl 2014.
2) Þórarinn, f. 6. janúar 1958,
kvæntur Ingibjörgu Ólafs-
dóttur, f. 19. febrúar 1959, dæt-
ur þeirra eru: Íris, f. 14. desem-
ber 1977, gift Gísla Þórmari
Snæbjörnssyni, f. 28. júlí 1977,
börn þeirra eru Sóley, f. 17.
mars 2003, Þórarinn, f. 5. ágúst
2008, Ingi, f. 16. ágúst 2010, og
Ægir, f. 2. nóvember 2013;
Fanney, f. 28. maí 1985, sam-
býlismaður hennar er Magnús
Einarsson, f. 11. desember
1977.
3) Gróa, f. 19. ágúst 1965, gift
Sigurði Sveinssyni, f. 5. júní
1949, d. 6. október 2008. Sonur
Gróu er Friðjón Þór, f. 4. maí
1988, sambýliskona hans er
Hólmfríður Jóna Guðmunds-
dóttir, f. 24. mars 1988, börn
þeirra eru Emilía Ýr, f. 25. nóv-
ember 2007, Guðmundur Þór, f.
14. júlí 2009, og Hilmir Þór, f.
16. apríl 2015.
Fanney verður jarðsungin
frá Áskirkju í dag, 2. desember
2015, kl. 13.
Lee Lemacks, f. 30.
maí 1918, er Jo-
seph Lee Lemacks,
f. 19. mars 1944.
Dóttir Josephs og
Unnar Bergþórs-
dóttur er Eygló, f.
26. febrúar 1973.
Börn hennar og
Sigurðar Kárason-
ar, f. 6. maí 1972,
eru Hugrún Embla,
f. 2. febrúar 1997,
og Einar Kári, f. 8. apríl 2001.
Joseph kvæntist Vigdísi Stef-
ánsdóttur, f. 29. maí 1956, þau
slitu samvistir, börn þeirra eru:
Agnar Tryggvi, f. 24. ágúst
1975, kvæntur Kristjönu Björk
Stefánsdóttur, f. 18. janúar
1981, börn þeirra eru Alexand-
er, f. 28. ágúst 2009, d. sama
dag, og Júlíana Elsa, f. 13. októ-
ber 2012; Steinar Bragi, f. 23.
mars 1978, d. 21. mars 1998;
Árný Elsa, f. 1. september 1979,
sonur hennar og Halldórs Jóns-
sonar er Steinar Helgi, f. 6.
október 1999, dóttir hennar og
Leiknis Kristjánssonar er Anna
Katrín, f. 19. nóvember 2003,
sambýlismaður Árnýjar er
Hilmar Þór Hilmarsson, f. 26.
júní 1977, börn þeirra eru Ár-
mann Þór, f. 19. mars 2010, og
Marta Lilja. f. 10. júní 2012;
Mamma byrjaði snemma að
vinna fyrir sér. Níu ára fór hún í
vist á Akureyri, sumarið eftir fór
hún í vist að Fagraskógi. Sumrin
þar urðu þrjú. Hún passaði börn-
in á bænum og sinnti öðrum
störfum, eins og gengur. Heim-
ilisfólkið var henni gott og hún
átti margar góðar minningar
þaðan. Eins og um skáldið Davíð
sem gekk þungur á brún um
hlaðið og vildi ekki láta trufla sig,
en átti oft einhverja mola í vas-
anum til að gefa krökkunum.
Hann var að semja Gullna hliðið.
Í því syngur Fiðlungur:
Ég beið þín lengi, lengi,
mín liljan fríð,
stillti mína strengi
gegn stormum og hríð.
Ég beið þín undir björkunum
í Bláskógahlíð.
Ég nefni þetta hér því því ein-
hvers staðar í andanum hefur
pabbi beðið eftir mömmu og hún
var sannarlega oft með hugann
hjá honum eftir að hann dó fyrir
rúmum 40 árum.
Eftir það sá hún um heimilið
og okkur systkinin og þurfti að
vinna mikið. Ég áttaði mig ekki á
því þá hvað hún lagði á sig, sé
það betur núna. Vann allan dag-
inn, kom heim til að elda matinn,
fór oftar en ekki aftur í vinnuna
á kvöldin. Vann flesta laugar-
daga. Oftast ferðaðist hún með
strætó. Og ekki kom þetta niður
á heimilisstörfunum því hún var
sannarlega myndarlega hús-
móðir. Hafði verið á Húsmæðra-
skólanum á Staðarfelli og lauk
honum með hæsta prófi sem tek-
ið hafði verið þar. Frétt um það
var lesin í útvarpinu og birt í
blöðunum.
Mamma var heilsuhraust. En
árið 2012 fór eitthvað að gefa sig
og hún var þá heppin að fá inni á
Grund. Þar var heimili hennar
síðan. Hún kunni vel við sig þar,
var forvitin um starfsfólkið og
vissi margt um það, ekki síst það
sem var langt að komið. Þau urðu
hluti af lífi hennar og hún sagði
okkur fréttir af því, eins og öðr-
um í fjölskyldunni. Hún fylgdist
vel með, mundi afmælisdaga allra
í fjölskyldunni, hafði lag á að
hlakka alltaf til einhvers.
Skemmtilegast var að fá barna-
barnabörnin í heimsókn, þau
voru líf hennar og yndi og öll full-
komin í hennar huga.
Mamma var góð og æðrulaus
kona. Hún kvartaði aldrei í mín
eyru, jafnvel þótt ég vissi að hún
væri kvalin undir það síðasta.
Hún elskaði fjölskylduna sína
heitt og sú ást var endurgoldin og
hún fann það vel. Sjálfur var ég
tengdur henni sterkum böndum,
ef ég komst ekki til hennar á
Grund þá töluðum við saman í
síma tvisvar á dag. Hún þurfti jú
að fylgjast vel með öllu. Nú togn-
ar á þeim böndum, en þau slitna
ekki hvert sem lífslokin bera
hana.
Það er margs að minnast og
margs að sakna. Þrátt fyrir ýmsa
erfiðleika átti mamma um margt
gott líf og hún var þakklát fyrir
það sem hún átti og allt sem var
gert fyrir hana. Á Grund lifði hún
í núinu, eins og er svo vinsælt nú
um stundir, heklaði og las dönsku
blöðin. Undir það síðasta var hún
að lesa ævintýri H.C. Andersen á
dönsku, hún dáði hann mjög. Og
hún hlakkaði til næstu endur-
funda við fjölskylduna.
Nú leggst hún til hvílu við hlið
mannsins síns.
Leggur loga bjarta,
– mín liljan fríð,
frá hjarta til hjarta,
um himinhvelin víð.
Og blítt er undir björkunum
í Bláskógahlíð.
Elsku mamma, hvíl í friði.
Þórarinn Friðjónsson.
Elsku hjartans móðir mín er
látin. Engin orð fá því í raun lýst
hvað ég elska hana mikið. Hún
var kletturinn í lífi mínu, alltaf
góð, glöð, réttsýn og æðrulaus.
Aldrei nokkurn tímann féll
styggðaryrði af hennar vörum í
minn garð. Hún hugsaði alltaf um
aðra áður en hún hugsaði um
sjálfa sig. Það mættu fleiri gera
hér í heimi.
Mamma var á fertugasta ald-
ursári þegar ég fæddist. Henni
fannst hún vera of gömul til að
eignast barn. Aldrei fann ég fyrir
því. Faðir minn dó þegar hann
var 49 ára. Það var mömmu af-
skaplega erfitt og í raun jafnaði
hún sig aldrei á því, það er gott til
þess að vita að nú dvelur hún í
faðmi hans. Hún vann myrkr-
anna á milli svo að aldrei skorti
okkur systkinin nokkurn hlut.
Ávallt hjálpfús og með opinn
faðminn ef eitthvað bjátaði á.
Heimilið var óaðfinnanlegt,
fallegt og notalegt eins og hún
sjálf.
Kæra mamma mín. Hafðu
þökk fyrir allt og allt. Þú munt
alltaf búa í brjósti mínu. Betri
mömmu hefði ég ekki getað átt.
Sáran söknuð finn,
sorg í hjarta ber,
létt ei lífið er,
laugast tári kinn.
Finn ei faðmlag þitt,
framar lífs á slóð,
þjáðum varst þú góð,
þú varst skjólið mitt.
Elsku móðir mín,
mér þú varst svo kær,
líkt og lindin tær,
ljúf var ásýnd þín.
Bak við himins hlið,
heilsar englaval,
Guðs í sælum sal,
seinna hittumst við.
(Kristján Runólfsson)
Gróa Friðjónsdóttir.
Lífið er svo hverfult og tíminn
svo naumur, við höldum alltaf að
við eigum inni meiri tíma. Við
sendum hér með okkar hinstu
kveðju til elsku ömmu okkar,
Fanneyjar. Amma var yndisleg
og einstaklega góð kona. Hún
bað um lítið en gaf svo mikið.
Hún elskaði fólkið sitt meira en
allt og var okkar helsti stuðn-
ingsmaður. Hún var hógvær fyr-
ir sjálfa sig en hávær fyrir fólkið
sitt. Hún lagði sig fram um að
vita hvað væri að gerast hjá öll-
um og var með allt á hreinu allt-
af.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Við kveðjum þig með miklum
söknuði, hvíldu í friði, elsku
amma.
Við lofum að láta krullurnar
njóta sín og verðum að eilífu V.
Þínar sonardætur,
Soffía Theódóra og Fanney
Björk Tryggvadætur.
Amma Fanney var umhyggju-
söm amma, amman sem hlýjaði
mér um hendurnar. Hún var
alltaf að hugsa um að allir hefðu
það gott og liði vel. Ég er hand-
köld og oft þegar ég kom í heim-
sókn hafði hún fyrst orð á því
hvað mér væri nú kalt á hönd-
unum og svo hlýjaði hún mér
með sínum heitu höndum. Þetta
gerði hún alveg frá því ég var lít-
il og þangað til að ég koma að
heimsækja hana nokkrum dög-
um áður en hún lést þegar hún
var orðin mjög slöpp. Svo spurði
hún hvort allir væru hressir og
heilir heilsu, því hún vildi öllum
það besta og fjölskyldan var
henni efst í huga.
Afi minn lést áður en ég
fæddist svo amma rak sitt heim-
ili sjálf og það var alltaf svo fínt
hjá henni. Þar voru bakaðar
margar sortir af smákökum um
jólin og lengi vel tekið slátur á
haustin. Oft var öll fjölskyldan
með og þessum stundum man ég
vel eftir þegar ég var yngri.
Amma stóð líka fyrir spiladegi á
öðrum í jólum til að ná allri fjöl-
skyldunni saman og eftir að hún
flutti á Grund þá hélt þessi hefð
áfram heima hjá börnunum
hennar. Skemmtileg samveru-
stund sem deyr vonandi ekki út
með ömmu.
Vorið 2003 kom amma að
heimsækja okkur fjölskylduna
til Kaupmannahafnar stuttu eft-
ir að Sóley dóttir okkar fæddist.
Þetta var síðasta ferð hennar til
útlanda og þetta var skemmti-
leg og vel heppnuð ferð. Við
náðum að gera margt þessa
daga sem hún var hjá okkur og
veðrið var svo gott. Amma rifj-
aði þessa ferð oft upp og mér
þykir vænt um þennan tíma.
Hún var líka svo þakklát fyrir
allt, sama hversu lítið það var,
og var alltaf að hrósa okkur og
tala fallega um barnabörnin,
hvað þau væru nú falleg og heil-
brigð og hraust, með fallegt höf-
uðlag og fín eyru. Hún tók eftir
ýmsu sem fer fram hjá flestum
og hafði orð á því.
Við fjölskyldan eigum eftir að
sakna þess að heimsækja ömmu
á Grund. Börnin fengu alltaf
nammi, því amma tók ekki ann-
að í mál en að fá að bjóða upp á
það. Svo lituðu þau myndir og
hengdu upp á vegg hjá henni.
Þar var samansafn af teikning-
um eftir barnabarnabörnin, á
mörgum þeirra stóð langamma
með marglitum stöfum og
LOVE. En amma var svo góð-
hjörtuð og góð amma og allir
elskuðu hana. Við eigum eftir að
hlýja okkur við minninguna um
hana.
Íris Þórarinsdóttir
og fjölskylda.
Ég man fyrst eftir ömmu
Fanneyju seint á áttunda ára-
tuginum þegar hún bjó ásamt
Gróu við Hofteig 32 í Laugar-
dalnum. Hún vann þá eins og
endra nær við bókhald hjá
Landspítalanum þar sem hún
starfaði við tölvu mun fyrr en
flestir landsmenn. Ég man að
mér þótti merkilegt að koma í
heimsókn í vinnuna til hennar
og sjá þessi stóru og flóknu tæki
sem hún vann á.
Amma lifði fyrir fólkið sitt.
Velgengni þess og líðan var henni
mjög hugleikin. Hjá henni var
ávallt hægt að ganga að hlýju,
bjartsýni og góðum veitingum.
Ég man vel eftir myndarlegu
heimili hennar við Safamýri sem
var samkomustaður fjölskyld-
unnar á hátíðisstundum. Þar
tókst henni ávallt að framreiða
ljúffengan veislumat og láta það
líta út eins og ekkert hefði verið
fyrir því haft, þó síðari tíma
reynsla hafi kennt manni annað.
Sérstaklega mun ég sakna brúnu
randalínanna sem hún bakaði
fyrir hver jól og þurfti líklega að
baka sérstaklega stóran skammt
af þeim árum saman svo eitthvað
væri eftir fyrir aðra fjölskyldu-
meðlimi.
Eins og öðrum áföllum tók
hún því af æðruleysi þegar ald-
urinn færðist yfir. Hún dvaldi
ekki mikið við orðinn hlut þó nóg
hefði hún að dvelja við. Fyrir
henni skipti framtíðin alltaf
mestu máli. Þegar ég heimsótti
hana nokkrum dögum áður en
hún kvaddi hlakkaði hún til að
heimsækja okkur fjölskylduna í
nýtt húsnæði eftir jól og hitta
Júlíönu barnabarnabarn sitt.
Hún hafði fram á síðasta dag
mikinn áhuga á hvað öll börnin
hennar, barnabörn og barna-
barnabörnin höfðu fyrir stafni
og maður gat treyst á að fá frétt-
ir af því þegar maður kom í
heimsókn á Grund.
Ég mun ávallt minnast ömmu
með mikilli hlýju og hef margar
góðar stundir til að rifja upp.
Minning hennar mun lifa vel og
lengi hjá okkur afkomendum
hennar sem og í bókum föður
hennar Tryggva Emilssonar.
Þær hefur verið hughreystandi
að rifja upp undanfarna daga.
Agnar Tryggvi Lemacks.
Ég kynntist Fanneyju
Tryggvadóttur, eða ömmu Fann-
eyju eins og hún hét í okkar huga,
þegar ég var rétt um 17 ára göm-
ul og kom inn í fjölskylduna.
Fanney tók vel á móti þessum
krakka sem ég sennilega hef
verið í hennar augum og reynd-
ist mér vel alla tíð. Smátt og
smátt kynntumst við betur og
kostir Fanneyjar birtust mér
einn af öðrum. Það var hennar
aðalsmerki að vera kurteis, mik-
il húsmóðir, dugleg til allra
verka og um leið hlý við þá sem
voru henni samferða á lífsins
leið. Reglulega hélt hún matar-
boð fyrir sífjölgandi afkomend-
ur sína á öllum aldri. Einhvern
veginn fannst manni það vera
áreynslulaust af hennar hendi
en að elda ofan í allan þennan
fjölda hefur auðvitað ekki verið
það.
Fanney flutti til Reykjavíkur
frá Akureyri áamt foreldrum sín-
um og systur. Akureyri var henni
ávallt hugleikin og þaðan kom sá
siður að baka randalínur, brúnar
og hvítar – afar ljúffengar. Fann-
ey bakaði árum saman fjöldann
allan af randalínum fyrir jól og
gaf börnum sínum og fjölskyld-
um þeirra. Þar fyrir utan bakaði
hún fjölda tegunda af smákökum
sem hurfu fljótt ofan í svanga
munna, ekki síst á annan jóladag,
árlegan spiladag fjölskyldunnar
sem lengi var haldinn á heimili
Fanneyjar.
Það einkenndi Fanneyju
mjög að vera skapgóð, jafnlynd
og geta átt samskipti við alla á
jafnréttisgrunni. Hún hélt afar
góðum tengslum við börn,
barnabörn og barnabarnabörn
og vissi alltaf nákvæmlega hvað
hver var að gera og hvernig
gekk. Maður gat gengið að því
vísu að frétta af hinum hjá
ömmu Fanneyju. Líka eftir að
hún fór á Grund því daglega
bárust henni fréttir og ef leið of
langur tími að hennar áliti frá
því maður hafði samband þá
hringdi hún.
Það er erfitt að koma til skila
tilfinningum og minningum í
stuttri grein en það er alveg ljóst
að ömmu Fanneyjar er og verður
mikið saknað.
Hvíl í friði.
Vigdís Stefánsdóttir.
Fanney
Tryggvadóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma Fann-
ey.
Við elskum þig alltaf,
alla daga. Við erum leið yfir
að þú ert dáin, en við vitum
að þér líður vel uppi hjá
Guði og hjá Friðjóni lang-
afa.
Takk fyrir að gefa okkur
alltaf nammi þegar við
komum í heimsókn. Þú
varst alltaf svo góð við okk-
ur og við góð við þig. Við
söknum þín svo mikið og
við elskum þig. Þín lang-
ömmubörn.
Emilía Ýr og Guðmundur
Þór Friðjónsbörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HILDIGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR,
Laugarnesvegi 89,
áður til heimilis
að Hagamel 26,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 28. nóvember.
.
Hjördís Sigrún Pálsdóttir, Björgúlfur Pétursson,
Þorgerður Pálsdóttir, Guðmundur K. Marinósson,
Bentína Unnur Pálsdóttir, Kristinn Á. Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÞORGERÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
hússtjórnarkennari,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi
föstudaginn 27. nóvember 2015.
.
Magnús Gíslason, Guðrún Halldórsdóttir,
Rósa Gísladóttir, Þórhallur Eyþórsson,
Gísli Magnússon,
Vilborg Magnúsdóttir,
Þorgerður Þórhallsdóttir,
Helga Gunndís Þórhallsdóttir,
Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VILHELM GUÐMUNDSSON,
Garðbraut 86,
Garði,
lést mánudaginn 30. nóvember.
.
Björg Björnsdóttir,
Auður Vilhelmsdóttir, Ásbjörn Jónsson,
Björn Vilhelmsson, Laufey Erlendsdóttir,
Hildur Vilhelmsdóttir, Franz Eiríksson,
Atli Vilberg Vilhelmsson,
barnabörn og barnabarnabarn.