Morgunblaðið - 02.12.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.12.2015, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 ✝ Sigríður HelgaÞorbjarnar- dóttir fæddist á Grenivík 13. maí 1948. Hún lést 15. nóvember 2015 á líknardeild Land- spítalans. Foreldrar henn- ar voru hjónin Anna Guðmunds- dóttir, f. 30.5. 1907, d. 18.2. 1983, frá Nýjabæ í Kelduhverfi, ljósmóðir á Grenivík, og Þorbjörn Áskels- son, f. 6.7. 1904, d. 14.4. 1963, frá Austari-Krókum á Flateyj- ardalsheiði, útgerðarmaður á Grenivík. Systkini Sigríðar eru Guðmundur, kvæntur Auð- björgu Ingimundardóttur, Njáll, kvæntur Jónu Jónsdóttur, þaðan árið 1976 með MSc. próf í örverufræði. Sama ár hóf hún störf við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keld- um. Skömmu síðar var hún ráð- in sérfræðingur við Líf- fræðistofnun háskólans. Rannsóknir Sigríðar beindust einkum að erfðafræði bakter- íunnar E.. coli og síðar að hita- kærum bakteríum og kulda- virkum ensímum. Hún var jafnframt kennari við Háskóla Íslands og kenndi nær öllum líf- fræðinemum sem útskrifast hafa þaðan síðustu fjörutíu ár. Sigríður var í stjórn Líffræði- stofnunar háskólans um árabil og var lengi í ráðgjafanefnd umhverfisráðuneytisins um erfðabreyttar lífverur. Hún hafði yndi af fjall- göngum og ferðum um Ísland og tók virkan þátt í starfi Ferðafélags Íslands og var í stjórn þess árin 1992-2001. Útför Sigríðar verður gerð frá Neskirkju í Reykjavík í dag, 2. desember 2015, kl. 15. Laufey, gift Jóni Sigurðssyni, Guð- björg, gift Jónasi Matthíassyni og Guðrún, gift Guð- mundi Sigurðssyni. Sigríður ólst upp á Grenivík og lauk fullnaðarprófi frá Barnaskóla Grýtu- bakkahrepps 1962. Hún flutti með móður sinni og systkinum til Reykjavíkur 1963 og gekk þar í Hagaskóla. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1969 og hóf nám í líffræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BS-prófi 1973. Hún fór síðan til fram- haldsnáms við háskólann í War- wick á Englandi og útskrifaðist Sigga systir var mikið náttúru- barn. Hún var ekki gömul þegar hún eyddi löngum stundum við klifur vestur á Skælu, klettabelti sem gengur norður úr Þengil- höfðanum, fjallinu sem markar þorpið Grenivík að vestan. Það var gott að alast upp á Grenivík á sjötta áratug síðustu aldar. Krakkaskarinn safnaðist saman á sumarkvöldum í bolta- leikjum, tvíbolt, þríbolt og jafnvel fimmbolt, slagbolta og hornabolta. Best var ef einhver karlanna á Vík- inni lánaði árabát. Þá settist Sigga undir árar. Á vetrum var skautað suður á Bárðartjörn, skíðað niður sjávarbakkann og stansað á fjöru- kambinum. Sjaldan eða aldrei gerði svo vont veður að ekki væri hægt að klæða það af sér. Inni var farið í skollaleik eða klifrað í stiga- skörinni í Ægissíðu. Á vetrar- kvöldum voru bækurnar um Möttu Mæju og Ævintýrabækur Enid Blyton lesnar upp til agna. Þjóð- sögur Ólafs Davíðssonar voru líka lesnar og þá helst draugasögurnar. Þá var ekki örgrannt um að myrk- fælnin léti á sér kræla. Að minnsta kosti var betra að vefja sænginni vandlega um fætur sér ef svo illa vildi til að einhver óboðinn hefði hreiðrað um sig undir rúminu. Sigga tók líka þátt í bústörfum Ægissíðuheimilisins, fór í fjós og fjárhús og keyrði Farmal Cubbinn eins og herforingi. Um fermingu réð hún sig í vinnu hjá Frostaút- gerðinni við að beita og stokka línu. Haustið 1963 varð Grenivík ekki lengur starfs- og leikvöllurinn, þegar fjölskyldan flutti til Reykja- víkur. Sigga fór í Hagaskólann. Þaðan lá leiðin í MR og í líffræði við Háskóla Íslands. Í líffræðinni fann hún áhuga sínum á náttúrunni farveg. Líffræðin og útivist hvers konar varð viðfangsefni hennar í leik og starfi eftir það. Hún gekk um hálendi Íslands þvert og endi- langt, sumar sem vetur, hvernig sem viðraði; skíðaði í stórhríð suð- ur Kjöl og gekk í þoku á Öræfajök- ul. Þær voru þó fleiri ferðirnar þar sem vel viðraði og landið skartaði sínu fegursta. Fyrir rúmlega 10 árum veiktist Sigga fyrst af þeim sjúkdómi sem leiddi hana til dauða. Hún náði all- góðri heilsu eftir meðferð og hélt áfram að ganga á fjöll. Fyrir tveim- ur árum tók sjúkdómurinn sig upp aftur og sýndi nú engin grið. Efst í huga okkar systkina Siggu er þakklæti fyrir sam- veruna, sem við hefðum viljað hafa lengri. Við þökkum henni líka ræktarsemina við systkinabörnin. Sérstaklega viljum við þakka vinkonum Siggu og skólasystrum vináttu þeirra og stuðning í veik- indum hennar. Hvíl í friði, elsku systir. Við vit- um að þú átt góða heimkomu. Guðrún, Guðbjörg, Laufey, Njáll og Guðmundur. Kær frænka okkar, Sigga Þor- bjarnar, er látin. Við ólumst upp svo að segja á sömu þúfunni, tveir stórir systk- inahópar. Feður okkar voru bræð- ur, komnir af traustum stofnum frá Skarði í Dalsmynni og Austari- Krókum á Flateyjardalsheiði. Þorbjörn, faðir Siggu, var af- burðamaður að dugnaði, forystu- maður í atvinnumálum lítils sam- félags. Hann stofnaði útgerðarfyrirtækið Gjögur ásamt fleiri heimamönnum, það veitti at- vinnu fjölda fólks í hreppnum og gerir enn. Anna, móðir Siggu, var austan úr Núpasveit af dugmiklu fólki þar. Hún hafði lært ljósmóðurfræði og kom til Grenivíkur, var ráðin ljós- móðir í Grýtubakkahreppi og sinnti því starfi í áratugi af mikilli kostgæfni. Tókust nú ástir með unga fólkinu, Önnu og Þorbirni, og settu þau saman bú í Ægissíðu á Grenivík. Var það vel ráðið því út af þeim er kominn glæsilegur hóp- ur 6 systkina. Á fyrstu búskaparárunum bjuggu foreldrar okkar á Borg, sem er annað hús frá Ægissíðu. Systk- inahóparnir á sama aldri, mikill samgangur, leikir og gleði. Síðar fluttum við að Hléskógum „suðrí Sveit“. Samband þessara fjöl- skyldna varð náið og vináttan sterk. Sigga var næstyngst Ægissíðu- systkina og komu fljótt í ljós miklir mannkostir, er hún óx úr grasi. Hún erfði marga bestu eiginleika foreldra sinna, var fluggreind og hæglátt yfirbragð, traust, glettni og góðmennska einkenndu hana. Í Ægissíðu var oft erill á heim- ilinu, bæði vegna starfa húsbónd- ans við útgerðina og húsfreyja var gjarnan kölluð til ljósmóðurstarfa án fyrirvara. Naut þá við móður- ömmunnar, Guðbjargar, sem bjó þar sín síðustu ár, en einnig góðra kvenna úr frændgarðinum. Að auki bjó í Ægissíðu, afi okkar Ás- kell, í skjóli fjölskyldunnar. Barnaskólinn var á Grenivík. Þegar fannfergið hamlaði sam- göngum á vetrum, höfðu sveita- börnin griðastað á heimilum á Vík- inni og þá oft í Ægissíðu. Svo var um mörg okkar systkina. Þar var gott að vera. Samhjálp þótti sjálfsögð í litlu samfélagi. Mikill harmur var kveðinn að fjölskyldunni er Þorbjörn fórst í flugslysi við Fornebu við Ósló með flugvélinni Hrímfaxa á páskadag árið 1963. Hann var hin sterka stoð, horfinn aðeins 58 ára gamall. Þá hvíldi skuggi yfir allri byggð- inni. Svo fór, að fjölskyldan flutti um haustið til Reykjavíkur. Bræð- urnir Guðmundur og Njáll tóku við rekstri útgerðarinnar og hafa stýrt henni síðan. Sigga hóf nám við Hagaskólann og síðar Menntaskólann í Reykja- vík. Hún nam líffræði og erfða- fræði og kenndi við líffræðideild Háskóla Íslands þar til þrekið þraut nú í október sl. Áhugamálin ennfremur grasafræði, fjallgöngur og útivist af öllu tagi, hún var sann- kallaður unnandi náttúrunnar. Hún kleif fjöll bæði hér á landi og svo potaðist hún upp eftir tindum Himalajafjalla. Sigga sat í stjórn Ferðafélags Íslands í níu ár og annaðist fararstjórn með göngu- hópa. Mikill er missir okkar allra. Við yljum okkur við minningar um traust þitt, hlýjuna og fallega bros- ið. Far þú í friði, frænka góð. Við systkinin og fjölskyldur okkar vottum Ægissíðufólkinu dýpstu samúð. Lára, Laufey, Valgarður og Sigurður Egilsbörn. Við Sigga móðursystir deildum afmælisdegi og því hefur mér fund- ist alla tíð að ég væri sérstaklega tengd henni. Hún var líka verðug fyrirmynd í svo mörgu, þó að ég hafi ekki alltaf fylgt hennar for- dæmi. Sigga var vísindamaður og bauð ungri frænku að koma í starfskynningu á tilraunastofuna til sín sem þá var á Grensásvegi. Þar horfði maður á hana í hvíta sloppn- um handleika pípettur, petrískálar og brennara og huga að banana- flugunum. Allt var þetta umlukið dálitlum ljóma, þó að innsýnin í hvað raunverulega væri viðfangs- efnið væri takmörkuð hjá mér sjálfri. En örlætið og viljinn til að segja frá og útskýra var ósvikinn. Hún var lykilmanneskja í laufa- brauðsgerð hjá stórfjölskyldunni, tók þátt í henni á öllum bæjum. Það þótti alltaf best að skera og fletta með hnífunum hennar. Þegar foreldrar okkar bjuggu í útlöndum og við eldri systkinin vildum koma heim tók hún á móti okkur og við bjuggum um hríð hjá henni í Tjarnarbólinu. Sjálfhverfri æskunni fannst þetta ekki tiltöku- mál en auðvitað var það ekki sjálf- gefið að taka á móti þremur ung- mennum og láta þeim líða eins og við byggjum saman en ekki bara hjá henni. En þegar hugsað er til Siggu hverfur hugur okkar helst til fjalla og gönguferða. Sumum ferða hennar vissum við af og dáðumst að, til dæmis þegar hún fór í langa ferð um Himalajafjöll og ótal ferð- ir um Ísland. Í aðrar bauð hún með sér og lét sig ekki muna um að bera krakka á bakinu langar leiðir ef svo bar undir. Það er henni að þakka að ég lít alltaf stolt á Botnssúlur, Snæfell og Skjald- breið og hugsa: þarna fór ég. Hún stefndi stórfjölskyldunni til sín upp í Esjuna og þegar hún var fimmtug var veisla haldin í Her- dísarvík við ólmandi brimið. Sigga var mikill göngugarpur og undi sér uppi til fjalla. Hún hafði heitar og sterkar skoðanir á vernd nátt- úrunnar og lét þar til sín taka og var líka hafsjór af fróðleik um plöntur og gróður. Síðustu árin höfum við ekki síst verið saman í Ægissíðu á Grenivík, æskuheimili Siggu. Því tengdist hún sterkum böndum og henni leið vel horfandi út fjörðinn eða stormandi upp Höfðann. Fyrir hönd okkar systk- inanna, Þorbjarnar, Sigurðar Þórs, Rebekku og fjölskyldna okkar þakka ég góðri frænku samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Anna Kristín. Hún Sigga bekkjarsystir okkar og saumaklúbbsvinkona til margra áratuga er látin. Stórt skarð er nú höggvið í samheldinn hóp. Við vorum bekkj- arsystur gegnum allan mennta- skólann og sumar okkar lengur. Strax eftir stúdentspróf var lagð- ur grunnur að saumaklúbbnum okkar. Svo tvístruðust leiðir um tíma við nám og störf erlendis, en síðustu áratugina höfum við hist mánaðarlega yfir vetrarmán- uðina. Þessi saumaklúbbur hefur verið óvenjulega lífseigur. Líklega skýrist það af félags- skapnum. Ef til vill líka vegna þess að alltaf hefur einhver okkar verið með eitthvað á prjónunum, því sagt er að slíkir klúbbar endist best. Eftir stúdentspróf, vorið 1969, lagði Sigga stund á nám í líffræði við Háskóla Íslands. Að því námi loknu stundaði hún framhaldsnám í Bretlandi á sviði erfðafræðinnar. Heimkomin átti Sigga síðan langt og farsælt starf sem sérfræðingur í sameindaerfðafræði við líffræði- deild Háskóla Íslands. Sigga var frá Grenivík og hafði því annan bakgrunn en við hinar í saumaklúbbnum, sem slitum barnsskónum hér á höfuðborgar- svæðinu. Og eflaust áttu þessi uppeldisár Siggu í návist fjalla og sjávar stóran þátt í því hve tengd hún var náttúru Íslands. Frístundirnar notaði hún til margs konar útivistar, bæði innan lands og utan. Margar ævintýra- ferðir fór hún, m.a. gönguferð í fjöll- um Nepals og gönguskíðaferðir um öræfi Íslands svo fátt eitt sé talið. Sigga var ötull liðsmaður Ferða- félags Íslands, þar sem hún var oft fararstjóri. Sumar okkar höfðu tækifæri til að vera henni samferða í öræfaferðum. Þar var Sigga í essinu sínu. Ógleymanleg er ferð sem saumaklúbburinn, ásamt mökum, fór á heimaslóðir Siggu þar sem hún var í hlutverki gestgjafans. Fór hún með okkur í góðan göngutúr um sín- ar heimaslóðir og skipulagði ferð í yndislegu veðri á fjallið sitt, Kald- bak. Þvílíkt útsýni sem við fengum. En við höfum ekki bara átt góð- ar stundir saman hér á landi. Lond- on var heimsótt og síðar fórum við ásamt bekkjarsystrum okkar sam- an til Berlínar vorið sem við fögn- uðum 40 ára stúdentsafmælinu. Í öllum þessum ferðum var gott að vera nálægt Siggu. Sigga var ekki hávær. Hún hafði góða kímnigáfu, var jákvæð og hafði mjög góða nærveru. Við söknum hennar og fallega bross- ins og í minningunni heyrum við skemmtilegan hlátur hennar óma. Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda Siggu. Saumaklúbbsvinkonur, Helga, Þórunn, Edda, Elísabet, Margrét, Valgerður og Sif. Það eru 13 ár síðan við sátum fjórar saman af tveimur kynslóð- um í stofunni hjá Siggu og gædd- um okkur á kökum og kakói. Við Sigga horfðum stoltar á tvær kot- rosknar skottur, Stebbu, barna- barn Laufeyjar systur Siggu, og Möddu, barnabarn mitt, þá fjög- urra ára gamlar. Þær tvær voru orðnar góðar vinkonur í leikskóla og segjast í dag vera bernskuvin- konur. Þó að við Sigga værum ekki þannig bernskuvinkonur voru vinaböndin traust. Við kynntumst á unglingsárunum þegar Sigga kom í bekkinn minn í Hagaskóla haustið 1963. Hún var þá nýflutt með fjölskyldu sinni frá bernsku- stöðvunum á Grenivík í kjölfar föðurmissis. Mörg okkar bekkjar- systkinanna höfðu fylgst að frá sjö ára aldri og eftir á að hyggja hlýt- ur að hafa verið átak að koma inn í hóp sem þekktist þetta vel. Hún varð hins vegar fljótt hluti af hópnum og var þetta upphaf ævi- langrar vináttu okkar. Við fylgd- umst að til stúdentsprófs og styrktist vinátta okkar er við vor- um sessunautar síðustu þrjá vetur í MR. Á fullorðinsárunum þróað- ist vinátta okkar enn frekar, við hittumst reglulega í saumaklúbb og síðari ár með gömlu bekkjar- systrunum úr menntaskóla. Einn- ig vorum við þrjár bekkjarsystur, Sigga, Sif og ég, nokkuð ötular við bíó- og leikhúsferðir og heimsókn- ir á ýmis söfn. Fyrir utan þetta hittumst við oft og heyrðumst í amstri daganna. Sigga var þannig góður og traustur vinur og á ég eftir að sakna hennar einlæglega. Sigga var dul að eðlisfari, en betri vinkonu hefði ég ekki getað kosið mér. Tvisvar lagði hún lykkju á leið sína og heimsótti mig þegar hún var á ferðalagi í Banda- ríkjunum, og áttum við saman ógleymanlegar stundir. Í bréfa- skriftum í kjölfarið kom glöggt í ljós hvað hún var næm á ýmsa þætti í bandarísku samfélagi sem ég var hætt að taka eftir. Kom þar fram gott skopskyn og glöggt innsæi, en einnig hvað hún var staðföst og laus við fordóma. Sigga var virkur félagi í Ferða- félagi Íslands og nutum við hjónin þessa áhugamáls hennar í nokkr- um mæli. Þar koma upp í hugann ferðir með henni borgfirsku Vatnaleiðina sem hún kannaði fyr- ir Ferðafélagið og þegar við fórum undir hennar fararstjórn í Héðins- fjörð. Þessi ferðalög voru minnis- verð og sýndu okkur einlægan áhuga hennar á landinu og nátt- úru þess. Mér er sérstaklega minnisstætt kvöld í Héðinsfirði, þar sem við sátum klappklædd við tjaldskörina, skjálfandi úr kulda og elduðum einfalda máltíð, bræddan smurost út á hrísgrjón. Þá ljómaði Sigga og sagði: „Krakkar, þetta er lífið.“ Frekari orða var ekki þörf. Það skarð sem Sigga skilur eft- ir verður vandfyllt. Mestur er missir fjölskyldunnar sem ég veit að er mjög náin og samhent og studdi hana dyggilega í erfiðum veikindum. Á þessari stundu er hugur okkar Stebba hjá þeim. Margrét O. Magnúsdóttir. Nú er Sigga vinkona mín fallin frá, alltof snemma. Við kynntumst fyrst í gagnfræðaskóla, sátum svo saman í menntaskóla og fylgd- umst að í nám í líffræði. Þá skildu leiðir og fórum við í framhaldsnám hvor í sinn háskólann í Bretlandi. Heimkomnar unnum við um skeið saman við kennslu og rannsókn- arstörf á rannsóknarstofu Guð- mundar Eggertssonar í sam- eindalífræði við Háskóla Íslands. Sigga var skarpgreind og henni var lagið að hugsa út fyrir boxið. Hún sá oft óvæntar hliðar á mál- um, sem ekki voru augljósar. Einnig var hún útsjónarsöm þeg- ar kom að verklegum fram- kvæmdum, en þessir eiginleikar hennar komu sér afar vel við þá vísindalegu vinnu sem varð starf hennar í hartnær 40 ár. Sigga var mikill vinur vina sinna, og tók hún af lífi og sál þátt í gleði þeirra og sorgum. Það var engin skírn eða ferming að Sigga kæmi ekki með kransaköku og líka súkkulaðiostakökuna sína góðu sem enginn gerði betur. Sigga unni útivist og öræfaferð- ir voru hennar líf og yndi. Við höfðum lengi haft áform á prjón- unum um að fara saman í hálend- isferð, en einhvern veginn varð aldrei af því. Svo var það fyrir 13 árum að Sigga greindist með krabbamein og þurfti að fara í meðferð. Þá tókum við upp þá venju að fara daglega í göngutúra meðfram sjónum í Skerjafirði eða við Gróttu og er skemmst frá því að segja að þetta urðu með skemmti- legri minningum sem ég á. Þetta var á útmánuðum, við spjölluðum um heima og geima, og í fjörunni voru sjaldséðir fuglar sem koma hér við vor og haust; margæsir og helsingjar, tildrur og sanderlur sem spruttu um eins og af upptrekktri fjöður. Sigga þekkti alla þessa fugla, hún var fjölfróður náttúrufræðingur og vildi líka velta við steinum í fjör- unni og skoða dýralífið þar. Sigga náði góðum bata en fyrir tveimur árum tók meinið sig upp á ný. Við sem fylgdumst með glímu Siggu við þennan óvægna sjúk- dóm dáðumst að styrk hennar og æðruleysi. Við fráfall Siggu missir Háskóli Íslands góðan kennara og vísinda- mann, náttúra Íslands missir góð- an liðsmann í baráttunni fyrir um- hverfisvernd, vinir missa kæra vinkonu, skarð hennar verður vandfyllt. Ég sendi systkinum Siggu og systkinabörnum innilegar samúð- arkveðjur. Valgerður Andrésdóttir. Það er langt síðan ég frétti af sameindaerfðafræðingnum Sig- ríði Þorbjarnardóttur sem vann náið og við góðan orðstír að rann- sóknum og kennslu með Guð- mundi Eggertssyni prófessor, en segja má að hann sé faðir þessarar mikilvægu lífvísindagreinar á Ís- landi. Mörgum árum síðar kynntist ég svo Sigríði persónulega í gönguferð á vegum Ferðafélags Íslands um norðanverða Austfirði þar sem hún var annar af tveimur fararstjórum, enda með umboð á þeim tíma til að þróa nýjar göngu- leiðir fyrir félagið. Ég fann fljótt í þessari ferð að Sigríður var af- burða leiðsögukona, jákvæð, átt- glögg, fróð um náttúru landsins og umfram allt frjór og skemmtileg- ur ferðafélagi. Árið eftir Aust- fjarðaferðina skipulögðum við svo Sigríður Helga Þorbjarnardóttir Með kærleik og virðingu Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Með kærleik og virðingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.