Morgunblaðið - 02.12.2015, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015
✝ Ómar Wiethfæddist í
Reykjavík 18. maí
1953. Hann varð
bráðkvaddur 21.
nóvember 2015.
Foreldrar hans
voru Arnþrúður
Sigurðardóttir
Kaldalóns frá Bæj-
um á Snæfjalla-
strönd, f. 23. októ-
ber 1919, d. 25.
mars 2005, og Kjeld Danner
Wieth, f. 15. desember 1915, d.
2006. Þau slitu samvistum. Eldri
sammæðra systkini Ómars eru:
Sigvaldi Snær, f. 1942, Örn Sig-
mar, f. 1945, og Greta Freydís, f.
1947. Faðir þeirra var Sigvaldi
Þórður Kaldalóns, f. 7. nóvember
1915, d. 16. apríl 1948.
móður sinni og systkinum. Hann
hóf ungur störf hjá Íslenska
verslunarfélaginu og síðar hjá
Íslenskum matvælum. Kassa-
gerðin, síðar Umbúðamiðstöðin,
og Eimskip voru vinnustaðir
hans um margra ára skeið. Enn
síðar starfaði hann við Land-
spítalann og síðasta starfsárið
sitt var hann bifreiðastjóri hjá
Strætó bs.
Ómar var samfellt og ötullega
starfandi í ferðaklúbbnum 4x4
frá fyrsta ári 1983, meðal annars
vann hann í mörg ár við upp-
byggingu Setursins og sat í mörg
ár í skálanefnd klúbbsins. Hann
var um skeið formaður Seina-
gengisins og oftar en ekki brá
hann sér í hlutverk fararstjóra í
jeppagenginu Tréköllunum og
var virkur á þeim vettvangi allt
til síðasta dags.
Útför Ómars fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 2. desember
2015, kl. 11.
Ómar kvæntist
Þorbjörgu Halldóru
Hannesdóttur, f. 9.
ágúst 1956. Sonur
þeirra er Árni Þór,
f. 23. nóvember
1976. Eiginkona
Árna Þórs er Hild-
ur Arnar, f. 29. nóv-
ember 1976. Dætur
þeirra eru: Gabrí-
ella Kamí, f. 14. jan-
úar 2000, og Anika
Rós, f. 19. janúar 2002.
Hinn 17. apríl 1997 kvæntist
hann Þórunni Huldu Davíðs-
dóttur, f. 22. júlí 1954. Sonur
þeirra er Hlynur Örn, f. 12. des-
ember 1996. Fyrir á Þórunn
Hulda soninn Davíð Þórðarson,
f. 14. febrúar 1975.
Ómar ólst upp í Reykjavík hjá
Jæja Ómar minn! Hvern ór-
aði fyrir þessu, langt fyrir aldur
fram? Þú sem alltaf varst litli
bróðir og komst upp með margt
út af því. Sætur lítill snáði, sí-
brosandi og kátur. Svei mér þá
ef það fylgdi þér ekki bara alla
tíð.
Ást þín á náttúrunni og
fjallaferðum fylgdi þér. Ég
komst ekki með tærnar þar
sem þú hafðir hælana í þeim
efnum. Þekking þín á þessum
sviðum var með ólíkindum og
stendur hvergi skrifuð á skjöl.
Ég gleymi ekki margra tíma
ferð sem við fórum saman fyrir
stuttu á Trékyllisheiði, ásamt
fleiri fjallagörpum, keyrandi
um á slóðum sem varla sáust,
en þér tókst alltaf að finna
rétta leið. Jafnvel þegar systir
stoppaði þig og sagði: „Ég fer
ekki lengra.“ Þú fannst leiðina
og við komumst niður, heilu og
höldnu. Ég fegin, en þreytt og
alveg búin. Ekki þú, þú vildir
lengra.
Núna rifjar maður upp góðar
stundir sem ég átti með þér og
þínum. Það verður ekki frá
manni tekið, þó að þú sért far-
inn. Það er gott að ylja sér við
minningarnar. Þær hefðu mátt
verða fleiri. Það er sárt að
syrgja þig.
Jæja Ómar minn, farðu í friði
og finndu ljósið, þótt það sé
skýjum ofar. Ég hugsa fallega
til þín. Sjáumst seinna, þín
stóra systir,
Greta Freydís.
Sigvaldi bróðir hringdi kl.
2.15 aðfaranótt sunnudagsins
22. nóvember til að segja mér
að Ómar bróðir væri látinn. Að-
eins 62 ára varð hann bráð-
kvaddur í grennd við Strúts-
skála á Fjallabaksleið syðri.
Þar var hann staddur ásamt
ferðafélögum frá 4x4, að hjálpa
til við að losa jeppa sem festist.
Það var í glaðasólskini þann
17. maí 1953 sem ég var beðinn
um að fara upp á Suðurlands-
braut (gömlu) í veg fyrir
sjúkrabifreið, sem kom að
sækja mömmu. Næsta dag var
Ómar kominn í heiminn.
Tveggja ára var hann þegar við
fórum ásamt mömmu að heim-
sækja Kjeld Wieth, föður hans,
þar sem hann lá á sjúkrahúsi í
Kaupmannahöfn í gifsi um
mjaðmirnar. Löngu síðar hitt-
ust þeir feðgar í Danmörku og
spjölluðu saman, en fleiri urðu
fundir þeirra ekki svo að ég
viti.
Það er dæmigert að Ómar
var að hjálpa til við að losa
jeppa. Hjálpsamur var hann og
hefur fengist við bifreiðar alla
ævi. Byrjaði snemma því þegar
sprakk á mínum gamla Morris
Oxford fylgdist hann með af at-
hygli þegar ég skipti um dekk.
Næst þegar sprakk tók hann
fram tjakkinn og verkfærin og
tók hjólkoppinn af, en ég sá um
að losa rærnar. Löngu síðar
hjálpaði hann mér ótal sinnum
með bíla í gegnum skoðun og
síðast skipti hann um startara í
gömlum Ford sem ég á nú.
Ómar hafði arnarsjón. Eitt
sinn fyrir löngu vorum við á
ferð í Hvalfirðinum, þegar mal-
arvegir voru alls staðar og um-
ferðin strjál. Þá sagði Ómar:
„Þarna er bíll“, en ég sá engan
bíl, nema húddið á mínum eigin
bíl. „Bíllinn er rauður“ gall í
Ómari og þá sá ég bíl. „Þetta er
Chevrolet“ og þá sá ég að bíll-
inn var rauður. Næst sagði Óm-
ar bílnúmerið og þá sá ég að
þetta var Chevrolet. Þegar ég
loks sá bílnúmerið, þá var Óm-
ar búinn að sjá næsta bíl.
Ómar hóf störf við útkeyrslu
á vörum hjá Íslenska verslunar-
félaginu, en síðast ók hann
vögnum hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur. Hann tók allar
vaktir sem buðust, enda vinnu-
glaður með afbrigðum. Hann
vann víða, meðal annars hjá
Eimskip, Kassagerðinni, Glit,
Kópavogsbæ, Landspítalanum
og víðar. Harðduglegur og ár-
risull var hann. Vann hjá Eim-
skip sem háseti á Berglindinni,
sem lenti í árekstri og sökk úti
af austurströnd Kanada árið
1981. Skipverjar björguðust, en
það hafði mikil áhrif á Ómar að
lenda í þvílíku sjóslysi.
Gjafmildur var Ómar og
miðlaði ævinlega af því sem
hann átti. Tekjurnar jukust í
takt við vaktafjöldann hjá
Strætó og um daginn bauð
hann okkur Grétu systur á
hljómleika Magnúsar Eiríks-
sonar, æskuvinar míns, í
Hörpu. Þar áttum við systkinin
saman ánægjustundir og þar sá
ég hann í síðasta sinn.
Við systkinin sjáum á bak
yngsta bróður okkar, sem fór
allt of snemma. Fjöldi góðra fé-
laga saknar Ómars, svo sem sjá
má á spjallborði vefsetursins
f4x4.
Ég kveð minn glaðlynda og
góðlega bróður með sárum
söknuði. Orðstír hans mun lifa
með ættingjum og vinum. Von-
andi hittumst við bræðurnir
aftur í upprisunni á efsta degi
(Jóh. 6:40). Þórunni mágkonu
og sonum Ómars, þeim Árna
Þór og Hlyni Erni, sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Örn S. Kaldalóns.
Aðfaranótt sunnudagsins 22.
nóvember knúðu dyra tveir lög-
reglumenn, karl og kona, þeirra
erinda að tjá okkur andlát Óm-
ars yngsta bróður okkar syst-
kinanna. Með hógværð og hæg-
látri framkomu lýstu þau
aðdraganda þess að bróðir okk-
ar hné niður inni á hálendi og
þaðan fluttur með þyrlu á Sel-
foss þar sem hann var úrskurð-
aður látinn.
Þessi hjálpsami, bjartsýni og
glaðsinna bróðir okkar hafði
sérstakt yndi af fjalla- og há-
lendisferðum allan ársins hring.
Dæmigert fyrir hann, að síð-
asta viðvikið í seinustu hálend-
isferð þeirra Trékarlanna, var
að rétta fram hjálparhönd til
eins félaganna sem féll við í
hálkunni. En í því Ómar réttir
fram hönd til aðstoðar, breytist
allt. Hann hnígur niður rænu-
laus og lífgunartilraunir á með-
an beðið var björgunarþyrlu
báru ekki árangur þótt hann
virtist enn með lífsmarki.
Björgunarsveit sem send var á
vettvang flutti ferðafélögum
andlátsfregnina.
Í æsku var Ómar dagfars-
prúður, jákvæður, einstaklega
greiðvikinn, býsna málgefinn,
en móður sinni góður og eftir-
látur. Laus við óreglu og vesen.
Blótsyrði, bölv og ragn, sem og
illt umtal, heyrðist aldrei af
vörum hans. Bókiðkun og þrá-
seta á skólabekk reyndi samt
verulega á þolinmæðina, en
hvers kyns tól og tæki hittu
hann hins vegar afar vel fyrir. Í
skólanum bar það við einn
veturinn að Ómar varð fyrir
barðinu á viðvarandi einelti. Þá
er það að Simmi bróðir tekur
málin í sínar hendur. Stormar
upp í Austurbæjarskóla,
framhjá kennarastofu sem og
skrifstofu skólastjóra og knýr
dyra í miðri kennslustund.
Dauðaþögn varð, þegar hátt í
tveggja metra maðurinn mess-
aði þannig yfir bekknum – og
kennaranum – að eineltisöflin
lyppuðust niður og létu ekki
framar á sér kræla.
Þótt Ómar ætti litla skelli-
nöðru um tíma, þá slapp hann
samt við alvöru mótorhjóla-
dellu. Stærri ökutæki freistuðu
frekar, alvörukaggar, helst am-
erískir. Ómar kom höndum yfir
einn slíkan, átta gata Pontiac,
tryllitæki með pústflækjum,
fjögurra hólfa blöndungi, fleiri
hundruð hestöflum og linnu-
lausum bensínþorsta alla daga,
en skilaði eigandanum viðvar-
andi sælukennd samhliða gal-
tómri buddu. Um miðjan átt-
unda áratuginn festi Simmi
bróðir kaup á stórum og stæði-
legum Chevrolet Blazer. Eitt-
hvað kveikti í litla bróður. Al-
vöru jeppi, það var málið.
Að eiga og nota slíkt ökutæki
er í senn gefandi og krefjandi.
Óbyggðirnar og hálendið bera
með sér lífsnautn sem engu er
lík. Sú nautn var það sem bróð-
ir okkar gekkst við í fylgd vina
og félaga. Reyndir jeppamenn
vita að alvöru jeppasport á ekk-
ert skylt við glanna- og töff-
araskap af nokkru tagi. Gætni
og yfirvegun gilda, hvort heldur
ekið er eftir grýttum slóða eða
glímt við ólgandi jökulvatn.
Ómar og félagar voru ávallt við-
búnir aðstæðum og óku sínum
vögnum heilum heim. Í ferðinni
sem farin var á dögunum komu
hins vegar upp aðstæður sem
enginn gat séð fyrir.
Ómars er sárt saknað af fjöl-
skyldu, vinum og ferðafélögum.
Eiginkonunni, Þórunni Huldu,
sonunum tveim, þeim Árna Þór
og Hlyni Erni, tengdadóttur og
barnabörnum eru færðar sam-
úðarkveðjur.
Sigvaldi Snær Kaldalóns.
Ómar Wieth
✝ JóhannesGunnarsson
vélfræðingur fædd-
ist 15. desember
1929 í Akurgerði í
Garði. Hann lést að
heimili sínu Drápu-
hlíð 37 í Reykjavík
21. nóvember 2015.
Foreldrar Jó-
hannesar voru Guð-
rún Jónsdóttir
saumakona, f. 6.
nóvember 1895 að Spóamýri í
Þverárhlíð, Mýr., d. 1. ágúst
1971, og Gunnar Jónsson sjó-
maður, f. 12. ágúst 1886 á Velli,
Hvolhreppi, Rang., d. 1. desem-
ber 1975.
Systkini Jóhannesar voru Mál-
fríður Hulda Gunnarsdóttir, f.
1917, d. 2014, Borgþór Valtýr
Gunnarsson, f. 1918, d. 2000,
Jónfríður Gunnarsdóttir, f. 1922,
d. 2009, Ólöf Helga Gunn-
arsdóttir, f. 1924, d. 1998, Sigríð-
ur Gunnarsdóttir, f. 1928, d.
2009, Sigurlaug Gunnarsdóttir,
f. 1932, d. 2006 og Ásta Gunn-
arsdóttir, f. 1934, d. 1992.
Jóhannes kvæntist Huldu Sig-
Guðrún Jóhannesdóttir lækna-
ritari, f. 31. ágúst 1961, búsett á
Akureyri, börn: Hulda Margrét,
Nína og Þorsteinn. 5) Kristín Jó-
hannesdóttir forstjóri, f. 31.
ágúst 1961, búsett í Reykjavík,
maður hennar er Magnús Rúnar
Magnússon, börn: Jóhannes,
Björg, Gunnar, Nanna og Guð-
rún.
6) Gunnlaugur Jóhannesson
pípulagningameistari, f. 30. jan-
úar 1965, búsettur í Reykjavík,
kona hans er Elín Þórhildur Pét-
ursdóttir, börn: Pétur, Aníta,
Gunnlaugur Agnar, Helga
Magnea og Hulda Kristín.
Barnabörnin eru 22 og barna-
barnabörn eru orðin 30 talsins.
Jóhannes lauk námi í plötu- og
ketilsmíði frá Iðnskólanum í
Reykjavík og hjá Stálsmiðjunni í
Reykjavík (1948-1952). Að loknu
vélstjóraprófi 1955 starfaði hann
sem vélstjóri hjá Eimskipafélagi
Íslands til 1968. Þaðan lá leið
hans í rafstöðina á Keflavík-
urflugvelli þar sem hann starfaði
sem vélstjóri allt þar til hann lét
af störfum fyrir aldur sakir árið
1999. Jóhannes lauk árið 1970
prófi frá York Institute of Air
Conditioning and Refrigeration.
Hann var félagi í Oddfellow
reglunni Skúli fógeti.
Útför Jóhannesar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 2. des-
ember 2015, klukkan 15.
ríði Þórðardóttur
17. júní 1958, hún
var fædd 29. júní
1935, d. 18. sept-
ember 2011. For-
eldrar hennar voru
Kristín Gunnlaugs-
dóttir, f. 29. mars
1903, d. 30. júní
1990, og Þórður
Guðmundsson, f. 26.
desember 1901, d.
31. janúar 1998.
Börn og stjúpbörn Jóhannesar
og Huldu eru: 1) Jón Albert Sig-
urbjörnsson húsasmiður, f. 17.
janúar 1955, búsettur í Reykja-
vík, kona hans er Lára Guð-
mundsdóttir, börn: Daníel,
Hulda og Lilja. 2) Jóhannes Egg-
ert Jóhannesson fiskeldisfræð-
ingur, f. 21. nóvember 1958, bú-
settur í Skagafirði, kona hans er
Sveinfríður Ágústa Jónsdóttir,
börn: Briet Arna, Máni Jón og
Ingi Sveinn. 3) Ómar Jóhann-
esson vélvirki, f. 11. desember
1958, búsettur í Reykjavík, kona
hans er Inga Hanna Hann-
esdóttir, börn: Gréta Björk,
Bjarki Freyr og Ómar Andri. 4)
Elsku pabbi minn,
Ég vil kveðja þig og mömmu
með þessum orðum. Ég sakna
ykkar beggja svo mikið og er
þakklát fyrir allan tímann sem
við fengum saman. Þið tókuð svo
vel á móti börnunum mínum og
hjálpuðuð mér mikið þegar þau
voru lítil.
Það var gaman að koma upp í
bústað til ykkar og heyra sögurn-
ar af trjánum sem þið gróðursett-
uð.
Þú varst mikill húmoristi og
hafði ég gaman af þegar þú varst
að grínast í börnunum mínum.
Mamma var með agann og iðu-
lega eftir að mamma bannaði
eitthvað þá fóru krakkarnir til
þín, pabbi, og þú sagðir alltaf já.
Mamma gaf þá eftir.
Þið voruð svo falleg hjón og
alltaf til staðar fyrir hvort annað.
Ég dáðist að því hversu samrýnd
þið voruð og vona að ég nái að
ljúka minni ævi með mínum
manni á sama hátt og þið gerðuð,
miklir vinir.
Nú eru þið saman á ný og veit-
ir það mér huggun á þessum erf-
iða tíma.
Elska ykkur bæði.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
Meðan hallar degi skjótt,
Að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Ykkar dóttir,
Kristín.
Elsku afi, þegar ég lít yfir tím-
ann okkar saman þá á ég ynd-
islegar minningar af þér. Sá tími
sem ég og Björg bjuggum hjá þér
og ömmu er mér kærastur.
Fyrsta sem kemur uppí hugann
eru skeggbroddarnir sem stungu
mann þegar maður hljóp í fangið
á þér og alltaf var það fyrsta sem
amma sagði eftir morgunmat að
þú ættir að fara og raka þig. Ég
elskaði þann tíma sem við eydd-
um upp í bústað og fannst mér
skemmtilegt að þú tókst mig allt-
af með þér að draga fánann upp.
Þú kenndir mér að brjóta fánann
rétt saman þegar við drógum
hann niður í lok dags. Þú gafst
mér lítið verkfærasett og eyddi
ég miklum tíma á smíðapallinum
með þér og kenndir þú mér ým-
islegt.
Ég gleymi því seint þegar ég
og Björg vöknuðum upp þegar þú
komst inn til okkar að setja í skó-
inn. Við vorum viss um að þú
værir jólasveinninn en einhvern
vegin náðir þú að sannfæra okkur
um að þú hafir einungis verið að
athuga hvort jólasveinninn væri
búin að koma.
Mér þótti svo vænt um að þú
og amma heimsóttuð mig og
Björgu í sveitina á sumrin. Það
var svo gaman að sýna þér allt
sem við vorum að gera og það
sem við höfðum lært.
Þú varst alltaf til staðar og
gafst þér alltaf tíma í spjall yfir
kaffibolla, þó fréttartíminn hafi
verið heilagur og þú hafir ekki
verið hrifin af því að fá gesti á
þeim tíma, þá sátu við og horfð-
um á fréttirnar saman.
Þú hugsaðir svo vel um ömmu
og gerðir allt fyrir hana sama
hvað var. Þú varst léttur á fæti og
fórst hratt um. Hljópst upp og
niður stigann til að sækja hluti
fyrir ömmu eða setja í þvottavél.
Mér þótti gaman að fá símtöl
frá þér þar sem þú baðst mig um
að hjálpa þér við allar græjurnar
þínar. Best þótti mér þegar ég
gaf þér aðgang að torrent síðu og
þú varst duglegur að sækja þér
spennumyndir. Einnig allar
hljóðbækurnar sem maður setti
inn fyrir þig, stundum sömu bók-
ina þrisvar sinnum.
Ég er þakklátur fyrir allan
þann tíma sem við fengum sam-
an. Öll samtölin, ferðin til Þýska-
lands og gæðastundirnar sem við
áttum saman.
Elsku afi minn, þú kenndir
mér svo margt sem ég geymi
ávallt. Þú og amma lögðu mikið
upp úr menntun og skynsemi. Þú
mótaðir mig mikið og eru minn-
ingarnar margar og góðar.
Þinn nafni,
Jóhannes.
Elsku afi minn, erfitt er að sjá
á eftir þér en ég veit að amma tók
vel á móti þér. Þú varst alltaf svo
hress og orkumikill að stundum
skildi ég ekkert í því hvaðan þú
fékkst þennan drifkraft. Leti var
ekki í þínum orðaforða. Þegar
amma veiktist þá varstu eins og
klettur við hlið hennar og gerðir
allt sem þurfti að gera á heim-
ilinu.
Ekki er hægt að ímynda sér
betri eiginmann.
Þú varst svo sjálfstæð persóna
og lést ekkert stoppa þig. Man ég
ófá símtölin eftir að amma lést
þar sem þú leitaðir eftir matar-
uppskriftum til að elda eftir.
Þú hafðir mikinn áhuga á nýrri
tækni og lést aldur þinn ekkert
stoppa þig í að kaupa þér alls
konar græjur sem þú kunnir ekk-
ert á. Oftar en ekki hringdir þú í
barnabörnin þín og lést okkur að-
stoða þig, sem við gerðum með
glöðu geði.
Þú hafðir mikinn húmor, kald-
hæðinn en hafðir líka gaman af
því að rugla í okkur krökkunum
þannig að maður var ekki viss um
hvort þú værir að grínast eða
hvort þér væri alvara, fyrr en þú
fórst að hlæja. Man ég sérstak-
lega eftir því þegar þú hringdir
heim úr vinnunni og talaðir ensku
í símann, alltaf hljóp ég til ömmu
og sagði henni að það væri út-
lendingur í símanum. Ég held að
öll barnabörnin muni eftir setn-
ingunni „Veit mamma þín af
þessu, en pabbi þinn?“ í hvert
sinn sem maður sagði þér eitt-
hvað sem var að gerast og alltaf
fór maður að hlæja og sagði „Já,
afi, auðvitað.“
Bústaðurinn var algjör griða-
staður fyrir þig og ömmu og
geymi ég allar ferðirnar, sem ég
og Jói fórum með ykkur þangað, í
minningunni. Þar var alltaf nóg
að gera enda bjugguð þið til
skemmtilega aðstöðu fyrir öll
barnabörnin ykkar, róluvöll,
smíðapall og auðvitað skóglendið.
Ég gleymi ekki þegar ég og þú
fórum að gefa sniglunum pilsner
svo þeir létu jarðarberin vera.
Mér fannst þú stórfurðulegur að
halda að þeir myndu velja pilsn-
erinn frekar en þau.
Ég á svo margar góðar og
skemmtilegar minningar með
þér og er þakklát fyrir þær allar.
Rétt eins og amma þá mótaðir þú
mig mikið, lífsgildin ykkar hafa
haft mikil áhrif á mig og alltaf
lagðir þú áherslu á menntunina,
passa upp á peningana og hugsa
vel um hlutina sína. Ég mun
geyma þig í hjarta mínu og alla
þá visku sem þú gafst mér.
Björg Þorkelsdóttir.
Nú er Jói frændi farinn, síð-
astur Akurgerðissystkinanna
átta. Það eru aðeins góðar minn-
ingar tengdar Jóa. Hann var um-
vafinn stórri fjölskyldu. Ég
kynntist Jóa betur síðustu árin.
Við fórum saman í viku hringferð
um landið 2013. Fórum m.a. að
Kárahnjúkastíflu en þangað
höfðum við ekki komið áður. Á
síðasta ári fórum við einnig í eft-
irminnilega dagsferð til Vest-
mannaeyja á hlýjasta degi sum-
arsins.
Það var gaman að ferðast með
Jóa. Hann átti auðvelt með að
kynnast fólki, ræða við ókunnuga
og skapa afslappað andrúmsloft.
Í sumar fórum við á æskuslóðir
hans í Garðinum. Hann var þá
mjög hress og gekk þar langa
vegalengd. Ég votta börnum
hans og öðrum aðstandendum
samúð mína.
Pálmi Ingólfsson.
Jóhannes
Gunnarsson