Morgunblaðið - 02.12.2015, Side 26

Morgunblaðið - 02.12.2015, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 Hildur Jónsdóttir,sérfræðingur hjáforsætisráðuneyt- inu, ákvað að verja gær- deginum heima á Selfossi í óveðrinu. „Ég er að vinna að verkefni sem ég get unnið heima og ákvað að fara ekkert yfir Hellis- heiðina. Ég kem að ýmsum mál- um í ráðuneytinu. Vinn að friðlýsingu húsa og svo leita margir til okkar um ýmsa þætti sem varða menningararfinn og upp- byggingu minja- og ferða- mannastaða. Ég sit í verkefnisstjórn ramma- áætlunar fyrir hönd for- sætisráðuneytisins, sem er skemmtilegt og spennandi verkefni og snúið. Ég sit einnig í verkefnisstjórn um kynjaða hagstjórn sem snýst í eðli sínu um hvern- ig opinberum framlögum sé varið þannig að þau ýti ekki undir mismunun kynjanna. Annars er ég enn að ala upp næstu kynslóð. Mitt yngsta barn er á sama aldri og barnabörnin mín. Ég nýt lífsins og finnst áhugavert að verða sextug. Ég hef verið að fletta upp í heimildum um formæðurnar og hugsað mikið um hvernig lífi þær lifðu sextugar og um stöðu þeirra. Ég er full þakklætis í þeirra garð fyrir þau lífsgæði sem bar- átta þeirra fyrir auknum réttindum hefur skilað. Ég man eftir konum sem voru útslitnar á sál og líkama á þessum aldri þótt mínar formæð- ur hafi flestar verið sprækar og starfandi fram undir tírætt.“ Börn Hildar eru Ragna Bjarnadóttir 40 ára, Erlingur Atli Pálmars- son 26 ára og Jörundur Snær Hjartarson 17 ára. Sambýlismaður Hild- ar til 20 ára er Hjörtur O. Aðalsteinsson, dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands. Skádætur Hildar eru Guðrún Svava Hjartardóttir og Hjördís Hjartardóttir Thompson. „Megnið af deginum mun ég vera á fundi verkefnisstjórnar um rammaáætlun og ef það verður fært á Selfoss þá býð ég þeim nánustu út að borða í Tryggvaskála. Ég ætla að geyma mér frekari veisluhöld þar til snjóa leysir.“ Hugsar til jafnaldra formæðra sinna Hildur Jónsdóttir er sextug í dag Sextug Hildur Jónsdóttir. J ón fæddist í Reykjavík 2.12. 1945 og ólst þar upp og í Kópavogi frá sex ára aldri. Hann var í Digranesskóla, lauk landsprófi í Gagn- fræðaskólanum við Vonarstræti, lauk stúdentsprófi frá MR 1967 og kandídatsprófi í skógfræði frá Nor- ges Landbrukshögskole 1973. Jón varð aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað 1974, skógarvörður á Austurlandi 1978 og hefur verið skógræktarstjóri ríkisins frá 1990. Jón sat í hreppsnefnd gamla Vallahrepps 1978-94, í stjórn Hér- aðsskóga 1988-94, í fagráði rann- sóknarstöðvar Skógræktar ríkisins frá 1990 og var formaður skóla- nefndar hússtjórnarskólans á Hall- ormsstað um skeið. Jón hefur tekið þátt í vinnu ýmissa hópa, bæði nor- rænna og evrópskra sem fjalla um skógræktarmálefni. Þá hefur hann setið í fjölda opinberra nefnda um skógræktarlög, um stefnumótun skógræktar á Íslandi og um ýmis önnur skógræktarmálefni. Í ættum Jóns eru miklir forvígis- menn í skógrækt á Íslandi: „Afi minn, Einar, lærði skógrækt í Dan- mörku í byrjun aldarinnar, var fyrst skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal en síðan á Suðurlandi. Starf skógar- varðar á Suðurlandi var frábrugðið sambærilegu starfi á Norðurlandi og Austurlandi – enginn Vagla- eða Hallormsstaðarskógur og engar lendur í eigu skógræktarinnar en starfið snerist fyrst og fremst um skógræktarráðgjöf fyrir bændur. Afi fór því ríðandi austur fyrir fjall á vorin og kom heim á haustin og var þá tekinn af launaskrá. Einar G. Sæmundsen, móður- bróðir minn, varð einnig fyrst skóg- arvörður á Vöglum en síðan fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur og skógarvörður rík- isins á Suðvesturlandi. Hann átti öðrum fremur þátt í uppbyggingu gróðrarstöðvar Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi. Líklega liggur þessi skógræktar- áhugi að einhverju leyti í genunum Jón Loftsson, skógræktarstjóri ríkisins – 70 ára Í Toscana Stórfjölskyldan í óvissuferð á Ítalíu þegar haldið var upp á afmæli Jóns í hita og sól. Af ættum manna með skógrækt að hugsjón Hjónin Jón og Berit. Hanna Klara Birgisdóttir, Tinna K. Sigurðardóttir og Viktoría Diljá Birgisdóttir héldu tombólu við Hrísalund á Akureyri. Þær söfnuðu 7.534 krónum sem þær gáfu til Rauða krossins. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Ríkharður Björgvin Vilhelmsson fæddist 18. nóvember 2014 kl. 8.21. Hann vó 3.635 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Stefanía Fanney Björgvinsdóttir og Vil- helm Anton Jónsson. Nýr borgari Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is Eðallax fyrir ljúfar stundir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.