Morgunblaðið - 02.12.2015, Page 28

Morgunblaðið - 02.12.2015, Page 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst eins og þú náir ekki til fólks og ættir því að endurskoða með hvaða hætti þú talar til þess. Mundu þá að lífið er ekki svart og hvítt og því síður fólkið. 20. apríl - 20. maí  Naut Í dag væri ráð að afmarka verksvið handa einhverjum eða fyrir ótilgreint verk- efni. Láttu ekki bjartsýni þína telja þér trú um eitthvað sem á ekki við rök að styðjast. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mundu að aðgát skal höfð í nær- veru sálar og fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Mundu að þú þarft ekki að borga brúsann fyrir alla í kring um þig þótt þú sért ákveð- in/n í að skemmta þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki hika við að verja fé í fasteignir eða annað sem tengist fjölskyldunni. Kann- aðu hvort einhver úr vinahópnum eða fjöl- skyldunni vill slá til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allt hefur sinn stað og stund og nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið þegar það gefst. En þegar þú finnur þá loks viltu halda í þá og lærir að meta þá enn betur með tímanum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þér finnist þú hafa lausnina skaltu ekki blanda þér í annarra vandamál. Leyfðu þeim að horfast í augu við mistök sín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Oft er skammt á milli hláturs og gráts. Að öðrum kosti skaltu fara sérlega vel yfir allar ferðaáætlanir þínar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt aðstæður á vinnustað séu ekki alveg eftir þínu höfði skaltu ekki láta þær ergja þig. Hann ætti að reyna á líkam- ann til þess að bæta heilsufar sitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert alltaf til í að endurskapa sjálfan þig. Löngun þín til að eignast hlutina er ekki í neinu samræmi við þarfir þínar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur eitt og anað komið upp á þegar menn rökræða málin af fullum þunga. Ekki síst ef um er að ræða hugboð sem breyta heimsmynd þinni eða viðhorfi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er auðvelt að finna eitthvað athugavert við mannkynið. Hugsaðu þig vel og vandlega um áður en þú tekur ákvörðun um að fjárfesta. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú togast fjölskyldan og fjár- málatækifærin á. Heimsóttu gamlan vin, sem þú hefur ekki talað við lengi. Styrkur hugsana viðkomandi gæti náð að hafa áhrif á þínar eigin hugsanir. Hallmundur Kristinsson er veður- glöggur, – hann orti á sunnudag: Himnafeðgar hyggja á plott. Helst mig fer að gruna; veðrið núna virðist gott, en versna kann til muna. Gylfi Þorkelsson yrkir og verður naumast betra! Mjúk nú fellur mjöllin, myndar birtusindur. Himinn sortnar, heimi hverfa rósaljósin. Fagnar lýður logni Létt er fönn og glettin. Ef upp með roki rýkur ratar enginn um vengi. Á mánudag birtust hér hugleið- ingar Ármanns Þorgrímssonar um það, hvað biði okkar fyrir handan. Af því tilefni hafa rifjast upp á Leirnum og víðar vísur eftir Ísleif Gíslason á Sauðárkróki en aðdrag- andanum er þannig lýst í Vísnabálki Íslendings: Maður nokkur veiktist mjög hastarlega af lungnabólgu, lá lengi milli heims og helju og var raunar, dögum saman, talinn af, en flestum til mikillar furðu hjarnaði hann þó við að lokum. Margir töldu, að hér hefði gerst kraftaverk, en Ís- leifur hafði tiltæka skýringu á því, hvað varð manninum til lífs: Sóttu tveir um sálina sjúklingsins með takið. Fjandinn þreif í fæturna. Faðirinn hélt um bakið Leikurinn þannig lengi stóð, litlar gáfust náðir. Hvorugum sýndist sálin góð, svo þeir slepptu báðir. Ingólfur Ómar Ármannsson er matmaður góður, – „Kvöldmaturinn í gær var þessi,“ segir hann á Boðn- armiði: Slíka fæðu mikils met, má því una kátur. Hér var saltað hrossaket, hræringur og slátur. Borðað á mig gat ég get, gjarnan legið flatur. Hræringur og hrossaket er heimsins besti matur. Pétri Stefánssyni þykir kaffi gott: Vetrartíðin úti er ekki neitt að hopa. Nú er gott að gæða sér á góðum kaffisopa. Friðrik Steingrímsson tekur und- ir það: Úti þegar andar kalt og á mann sækir skita, blessað kaffið bætir allt, brjóstverk, kvef og hita. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af veðri, lungnabólgu og góðum mat Í klípu HARMLEIKIR SAMEINA FÓLK – SAMA FÓLKIÐ OG VIRÐIST ALDREI VITA HVENÆR TÍMABÆRT ER AÐ FARA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SJÁÐU HVAÐ HEIMSKI FRÆNDI ÞINN GAF OKKUR. HVAÐ HELDURÐU AÐ ÞETTA SÉ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að hjartað þitt er á réttum stað. MORGUNMATUR! BRÚMM! BRÚMM?! ÉG ER LOKSINS KOMINN HEIM, HELGA! ÉG RÉTT MISSTI AF ÞÉR! EN ÉG MUN HÆFA Í ÞETTA SINN! Casablanca nefnist ein þekktastakvikmynd sögunnar. Víkverji endurnýjaði nýlega kynnin af þess- ari frábæru mynd og komst að því að hún stendur fullkomlega fyrir sínu. Myndin var fyrst sýnd árið 1942 og barst ekki til Þýskalands fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld. Víkverji rakst í vikunni á grein þar sem fram kom að ekki hefði verið talið óhætt að sýna upprunalegu út- gáfuna. Því voru nokkur atriði klippt út úr myndinni. Það dugði ekki til, heldur var söguþræðinum einnig breytt. x x x Í Casablanca segir frá VictoriLaszlo, tékkneskum andspyrnu- foringja, sem flýr ásamt konu sinni, Ilse Lund, til Marokkó og hyggst halda þaðan til Bandaríkjanna. Í Casablanca er fyrir á fleti nasista- foringinn Strasser, sem ásamt frönskum lögregluforingja hyggst koma í veg fyrir að Laszlo komist leiðar sinnar. Bandaríkjamaðurinn Rick Blaine, sem á næturklúbb í Casablanca, leggur þeim lið. x x x Casablanca var ekki tekin til sýn-inga í Þýskalandi fyrr en 1952. Í þeirri útgáfu höfðu atriði með Strasser verið klippt út. Það átti reyndar við um flestar vísanir til nasista. Eitt atriði í næturklúbbi Ricks þar sem nasistar byrja að kyrja lagið „Die Wacht am Rhein“ og aðrir gestir yfirgnæfa þá með því að syngja Marseillasinn er líka horfið. Myndin fjallar ekki lengur um tékkneska andspyrnumanninn Laszlo, heldur norskan kjarneðlis- fræðing, sem heitir Victor Larsen. Hann á að hafa uppgötvað dular- fullar delta-bylgjur og er hundeltur af Interpol. Þessi útgáfa var 25 mín- útum styttri en sú upprunalega. Það var ekki fyrr en 1975 að Casa- blanca var sýnd óstytt og talsett upp á nýtt með upprunalegum söguþræði í Vestur-Þýskalandi. x x x Casablanca er ekki eina myndin,sem mætti viðlíka ritskoðun eftir stríð í Vestur-Þýskalandi. Þar þótti greinilega óþarfi að nudda kvikmyndahúsagestum um of upp úr fortíðinni. víkverji@mbl.is Víkverji Tak þú eigi miskunn þína frá mér, Drottinn lát náð þína og trúfesti ætíð vernda mig. Sálm. 40:12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.