Morgunblaðið - 02.12.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.12.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MAMMA nefnist fjórða bókin í teiknimyndasagnasyrpunni Endir sem Hugleikur Dagsson skrifar og teiknuð er af Pétri Atla Antonssyni. Hugleikur skrif- aði sögurnar fjór- ar í syrpunni og myndskreytti þá fyrstu, Opinber- un, en fyrir hinar fékk hann ólíka teiknara til liðs við sig, Rán Flyg- enring í annarri bókinni, Ógæfu, Sigmund B. Þorgeirsson og Lilju Hlín Péturs í þeirri þriðju, Ofan & neðan, og nú Pétur í þeirri fjórðu. Í MÖMMU veldur ungbarn heims- endi, stækkar með ógnarhraða, leggur heilu stórborgirnar í rúst og mannkynið með öllum sínum herafla fær ekki rönd við reist. Barnið veit ekki betur en að heimurinn sé stærðarinnar leikvöllur, því til skemmtunar. Sagan er öll án orða, ef undan er skilið orðið „mamma“ sem barnið æpir í lok bókar, sitjandi á bleiunni í borgarrústum. Sagan er feikilega vel teiknuð af Pétri sem á að baki myndlistarnám í listaháskólanum Academy of Art í San Francisco og var með mynd- skreytingar sem aðalfag. Hann bjó í borginni í sex ár og starfaði eftir út- skrift hjá tölvuleikjafyrirtæki, vann þar að leikjum fyrir iPhone-síma. Pétur hefur starfað við myndskreyt- ingar sem verktaki frá því hann flutti aftur til Íslands árið 2011 og m.a. myndskreytt fyrir bókaforlögin Penguin, Harper Collins og Ran- dom House. Hann segist hafa nóg að gera þó flest verkefnin komi að utan enda lítill markaður fyrir myndskreyta hér á landi. „Ég held að stærsta nafnið sem ég hef unnið fyrir sé Disney, dótturfyrirtæki þess sem heitir Interactive,“ segir hann. Líta út eins og vatnslitamyndir Pétur segist hafa teiknað MÖMMU eftir skrifuðu handriti Hugleiks. Hugleikur hafi skrifað lýsingar á öllum römmum sögunnar sem hann hafi svo teiknað eftir. Pét- ur segir það hafa verið skemmtilegt verkefni en líka áskorun að teikna sögu án texta þannig að fólk skilji hvað sé að gerast. „Ég reyndi að hafa þetta eins skýrt og læsilegt og ég mögulega gat,“ segir hann. Hvað vinnuferlið varðar segir Pétur að skrefin séu fjögur. „Fyrsta skrefið er að gera mjög lauslega skissu fyrir blaðsíðuna eftir handrit- inu. Annað skrefið er að teikna alla blaðsíðuna upp stórt með blýanti og ég skanna hana síðan inn og lita út- línurnar með bleki í tölvu. Síðasta skrefið er að setja inn liti og lýsingu og ég geri það þannig að þetta líti ekki út fyrir að vera unnið stafrænt. Ég set áferð á myndirnar þannig að þær líti út eins og vatnslitamyndir á pappír,“ segir Pétur. Minnir á Akira -Það eru dálítil Manga-áhrif í bók- inni og þá sérstaklega bókarkáp- unni. Mér datt japanska teikni- myndin Akira fyrst í hug þegar ég sá bókina. Er það viljandi vísun? Pétur hlær. „Já, þetta er svolítið viljandi vísun í Akira, akkúrat. Þetta er heimsendabók, borgin leggst í rúst og svona og það er bara eitt- hvað við Akira sem er svo stórkost- legt,“ segir Pétur. Hann hafi mikið horft á þá mynd á sínum yngri ár- um, fengið vænan skammt af henni. -Þessi bók er samt ekki dæmigerð fyrir þinn stíl, hann er breytilegur eftir verkefnum, ekki satt? „Jú, en ég er samt meira í þessum teiknimyndastíl en alvarlegum. Ef þú skoðar heimasíðuna mína, paac- art.com, sérðu að myndasagan er kannski ekki beint lýsandi fyrir það sem ég geri vanalega því ég mála líka,“ svarar Pétur og eru lesendur hvattir til að skoða vefsíðuna. Verkefnin sem Pétur hefur tekið að sér eru æði fjölbreytt, m.a. tengd teiknimyndum, bókarkápum og tölvuleikjum. Myndskreytinámið hefur greinilega nýst honum vel. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir að ef þú kannt að teikna geturðu gert ýmislegt annað en að sitja heima og mála mynd,“ segir Pétur að lokum. Risavaxið ungbarn leggur heiminn í rúst  Pétur Atli teiknaði MÖMMU eftir handriti Hugleiks Risabarn Blaðsíða úr MÖMMU. Barnið vex ógnarhratt, mömmu til furðu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Samstarfsmenn Pétur Atli Antons- son og Hugleikur Dagsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.