Morgunblaðið - 02.12.2015, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015
Tilnefningar til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna voru kynntar við hátíð-
lega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær í
27. sinn. Tilnefnt er í flokki barna- og
unglingabóka, fagurbókmennta og
fræðibóka og rita almenns efnis, en
fimm bækur eru tilnefndar í hverjum
flokki.
Verðlaunaupphæðin fyrir þær
þrjár bækur sem hljóta Íslensku bók-
menntaverðlaunin er ein milljón
króna fyrir hverja. Íslensku bók-
menntaverðlaunin 2015 verða afhent
um mánaðamótin janúar-febrúar á
komandi ári af forseta Íslands, Ólafi
Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum.
Tilnefningar í flokki
barna- og ungmennabóka:
Sölvasaga unglings eftir Arnar Má
Arngrímsson
Drauga-Dísa eftir Gunnar Theo-
dór Eggertsson
Mamma klikk! eftir Gunnar Helga-
son
Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur
Randalín, Mundi og afturgöng-
urnar eftir Þórdísi Gísladóttur
Dómnefndina skipuðu þau Hildi-
gunnur Sverrisdóttir, sem var for-
maður, Árni Árnason og Sigurjón
Kjartansson.
Tilnefningar í flokki
fagurbókmennta:
Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur
Hundadagar eftir Einar Má Guð-
mundsson
Sjóveikur í München eftir Hall-
grím Helgason
Leiðin út í heim eftir Hermann
Stefánsson
Eitthvað á stærð við alheiminn eft-
ir Jón Kalman Stefánsson
Dómnefnd skipuðu Erna Guðrún
Árnadóttir, formaður nefndarinnar,
Helga Ferdinandsdóttir og Knútur
Hafsteinsson.
Tilnefningar í flokki fræðibóka
og rita almenns efnis:
Bókabörn eftir Dagnýju Kristjáns-
dóttur
Þegar siðmenningin fór fjandans
til - Íslendingar og stríðið mikla 1914
– 1918 eftir Gunnar Þór Bjarnason
Vertu úlfur – wargus esto eftir
Héðin Unnsteinsson
Stríðsárin 1938 – 1945 eftir Pál
Baldvin Baldvinsson
Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915
eftir Smára Geirsson
Dómnefnd skipuðu Pétur Þorsteinn
Óskarsson, sem var formaður nefnd-
arinnar, Aðalsteinn Ingólfsson og
Hulda Proppé. Formenn dómnefnd-
anna þriggja munu síðan velja einn
verðlaunahafa úr hverjum flokki
ásamt forsetaskipuðum formanni
lokadómnefndar og verður valið að
vanda kynnt á nýju ári.
Samhliða tilnefningum til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna í gær
kynnti dómnefnd á vegum Banda-
lags þýðenda og túlka þær fimm
þýðingar sem tilnefndar eru til Ís-
lensku þýðingaverðlaunanna.
Bandalag þýðenda og túlka hefur
staðið fyrir Íslensku þýðingaverð-
laununum frá árinu 2005 og veitir
forseti Íslands þau á degi bók-
arinnar, 23. apríl ár hvert, á Gljúfra-
steini.
Tilnefningar til Íslensku
þýðingaverðlaunanna 2015:
Nýsnævi – safn ljóðaþýðinga eftir
15 höfunda í þýðingu Aðalsteins Ás-
bergs Sigurðssonar
Rangan og réttan – þrjú ritgerða-
söfn eftir Albert Camus í þýðingu
Ásdísar R. Magnúsdóttur
Ef að vetrarnóttu ferðalangur eft-
ir Italo Calvino í þýðingu Brynju
Cortes Andrésdóttur
Spámennirnir í Botnleysufirði eft-
ir Kim Leine í þýðingu Jóns Halls
Stefánssonar
Grimmsævintýri, Philip Pullman
tók saman og endursagði, í þýðingu
Silju Aðalsteinsdóttur
Dómnefnd skipuðu: Árni Matthías-
son formaður nefndar, María Rán
Guðjónsdóttir og Tinna Ásgeirs-
dóttir.
Ólíkar bækur tilnefndar
Fimmtán bækur tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Verð-
launaféð ein milljón í hverjum flokki Fimm tilnefndar til þýðingaverðlauna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ánægð Höfundar tilnefndu bókanna, frumsaminna og þýddra, tóku stoltir við viðurkenningarskjali og blómum.
Skrafað Hallgrímur Helgason og Jón Kalman spjölluðu við gesti.
Bassaleikarinn
Peter Hook, einn
stofnenda hinna
goðsagnakenndu
hljómsveita Joy
Division og New
Order, hefur, að
sögn The Tele-
graph, stefnt
fyrrverandi fé-
lögum sínum og
krefst margra milljóna punda af
tekjum New Order frá árinu 2007
en þá lék hann síðast með sveitinni.
Dómari hefur þegar samþykkt að
málið verði tekið fyrir og krefst Ho-
ok 12,5 prósenta af allri innkomu
sveitarinnar.
Hook í mál við New
Order-félagana
Peter Hook
Sýning með fjölbreytilegum verk-
um og innsetningum eftir Ólaf Elí-
asson myndlistarmann var opnuð á
dögunum í Vetrarhöll Eugene prins
í Vínarborg í Austurríki. Sýning
Ólafs í höllinni nefnist „Baroque,
Baroque“ og hefur vakið mikla at-
hygli þarlendra fjölmiðla.
Í fréttum segir að Ólafur nálgist
sköpunina af sjónarhóli vísinda, sál-
fræði og arkitektúrs, til að skýra
tengslin milli veruleikans, skilnings
og framsetningar. Í verkunum beiti
hann til að mynda hreyfingu, vörp-
un, skuggamyndum og speglun.
Þá skapar hann draumkennt um-
hverfi í sumum sýningarrýmunum
með notkun náttúrulegra „meðala“
eins og vatnskennds lofts, þoku og
frosts. Þessi umfangsmikla sýning
Ólafs í Vínarborg stendur fram í
marsmánuð.
Undur Gestir á sýningu Ólafs í Vínarborg virða fyrir sér verkið „Wishes versus Wonders“.
Undraheimur verka Ólafs í Vínarborg
• Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir
allar ströngustu kröfur VW og Skoda.
• Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins
með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi.
• Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
REGLULEGT VIÐHALD
HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ
forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
HUNGER GAMES 4 2D 5:15,8,10:10
THE NIGHT BEFORE 8,10:45
GÓÐA RISAEÐLAN 2D 5:15
SPECTRE 6,9
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar