Morgunblaðið - 02.12.2015, Side 36

Morgunblaðið - 02.12.2015, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Fylgist með lægðinni í beinni 2. Nakinn í kassa og án alls í viku 3. Margir nemendur í leyfi í dag 4. 30 bíla röð, árekstur og góðverk »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á morgun, fimmtudag, verður opn- uð sýning í Mengi á teikningum Söru Riel og á sama tíma verður haldinn tónleikagjörningur þar sem Skúli Sverrisson, Ólafur Björn Ólafsson, Ei- ríkur Orri Ólafsson og Gyða Valtýs- dóttir spinna af fingrum fram á með- an Sara Riel bregst við tónlistinni með teikningu sem verður varpað á vegg Mengis. Morgunblaðið/RAX Teikningar og tón- leikagjörningur  Tríó bassaleik- arans Tómasar R. Einarssonar leikur í kvöld á tón- leikum djass- klúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu kl. 21. Auk Tómasar koma fram gítarleik- arinn Ómar Guðjónsson og söng- konan Sigríður Thorlacius. Efnis- skráin hjá tríóinu verður fjölbreytt og lögin úr mörgum áttum. Tríó Tómasar R. djassar í Múlanum  Sesselja Kristjánsdóttir messó- sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir pí- anóleikari flytja vel valdar jólaperlur í Salnum í Kópavogi í dag kl. 12.15 og eru tónleikarnir hluti af hádegistón- leikaröðinni Líttu inn í hádeginu. Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari og listrænn stjórnandi raðarinnar, leikur með þeim í nokkrum lögum. Af ein- stökum lögum má nefna „Jólakvöld“, „Raunir Stekkjar- staurs“ og „Pan- is Angelicus“. Jólaperlur í hádeginu Á fimmtudag Sunnan og suðvestan 5-10 m/s og él, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Frost 1 til 14 stig. Á föstudag Gengur í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjó- komu, en síðar hægari sunnanátt sunnan- og austanlands. VEÐUR ,,Tímabilið var bara mjög gott, satt að segja, miðað við útgangspunktinn sem við höfðum og hér eru allir ánægðir. Lilleström missti gríðarlega marga leikmenn eftir tímabilið í fyrra og á tímabilinu sjálfu, þannig að við tókum við svolítið löskuðu liði og höfðum litla peninga að vinna úr,“ segir Rúnar Kristinsson um fyrsta tímabilið sitt sem þjálfari Lilleström í Noregi. »2-3 Tókum við löskuðu liði „Það getur svo margt gerst þegar komið er í úrslitasundið, en ég þyrfti líklega að bæta mig um tvær sek- úndur til að geta komist í verðlauna- sæti,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir sem hefur keppni í dag á Evrópu- meistaramótinu í sundi í 25 metra laug, í Ísrael. Hún er skráð með sjötta besta tímann í 200 metra bak- sundi. »1 Getur Eygló Ósk keppt um verðlaun á EM? „Stórmót eru á hverju ári og þess á milli er síðan um endalausa leiki að ræða hjá landsliðum í undankeppni þessa og hins mótsins auk vináttu- leikja. Vandi okkar sem stýrum liðum í Þýskalandi liggur fyrst og fremst í þessu að mínu mati,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, um mikið álag á handknattleiksmönnum sem spila með þýskum félagsliðum. »4 Stórmót og endalausir leikir landsliðanna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mér finnst Birgir Steinn hafa ýmis- legt til brunns að bera bæði sem lagasmiður og söngvari. Það er mik- il músík í stráknum,“ segir söngvar- inn kunni Stefán Hilmarsson. Í gær var á útvarpsstöðvum frumflutt lagið Um vetrarnótt sem Stefán og Birgir Steinn, sonur hans, syngja. Þetta er fyrsta lagið sem feðgarnir hljóðrita saman, en þeir frumflytja það opinberlega á jóla- tónleikunum í Hörpu sem verða síð- ar í þessum mánuði. Þar mun dag- skráin innihalda lög af jólaplötum Stefáns í bland við hátíðarlög af ýmsum toga. Lagið rímaði við skammdegið Um vetrarnótt er erlent lag. „Þegar ég heyrði þetta lag fann ég strax að mig langaði að túlka það og skynjaði í því einhvern tón sem mér fannst að gæti rímað vel við skamm- degið og þennan árstíma,“ segir Stefán sem í nær 30 ár verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og sungið ófáa smellina, ekki síst með hljómsveit sinni Sálinni. Að- spurður segir faðirinn langt frá því að hann hafi ýtt syninum út í tónlist. „Birgir hefur músíserað frá unga aldri, byrjaði með því að tromma og barði fast og vel í bílskúrnum í nokkur ár. Hin seinni ár hefur hann dundað sér mest við píanóspil, laga- smíðar og söng og í dag skipar hann ásamt fleirum hljómsveitina Sept- ember, sem sent hefur frá sér nokk- ur lög. Ég hef lítið verið að troða upp á hann trixum eða tónlist, hann hlustar á sitt og ég á mitt,“ segir Stefán, en getur þess að þeir feðgar hafi þó á köflum líkan smekk. „Hann féll fyrir Quarashi og Muse, en það eru sveitir sem ég kann einnig vel að meta. Ég hef vissulega gaukað að honum einu og einu lagi, til dæmis helstu verkum Bítlanna, eins og mér finnst að allir góðir feður eigi að gera,“ segir Stef- án og brosir. Hæfilega jólalegt Fyrst og síðast hefur Stefán í gegnum árin verið popp- og rokk- söngvari. En segja má að með jóla- plötum sínum hafi hann slegið svo- lítið annan tón. „Jólamúsík er eitthvað sem ég sinnti lítið sem ekkert lengi vel. Síð- an kom að því að mig langaði hrein- lega að gera eigin jólaplötu. Kannski er það aldurinn og börnin sem mýkja mann. Þannig að ég sendi frá mér plötuna Ein handa þér árið 2008 og plötuna Í desember í fyrra. Og báðar eru ekki of upp- skrúfaðar eða ofskreyttar sleða- bjöllum, heldur bara hæfilega jóla- legar.“ Það er mikil músík í stráknum  Feðgarnir Stef- án og Birgir Steinn syngja saman Jólalegir Hér eru þeir saman, feðgarnir Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn, sem saman hefja nú upp raust sína. Nú standa fyrir dyrum hjá Stefáni jólatónleikar, að þessu sinni í Silf- urbergi Hörpu, eftir að hafa verið í Salnum í Kópavogi síðastliðin ár. „Mér finnst Salurinn indælt hús, en sætaplássið þar er takmarkað og tónleikana þurfti að endurtaka oft, þannig að skipulagið var orðið nokkuð erfitt. Niðurstaðan var að færa sig í Hörpu, þar sem verða tvennir tónleikar, hinn 11. og 16. desember,“ segir Stefán sem þar verður í aðalhlutverki með fulltingi afbragðs hljóðfæraleikara, en einnig koma fram söngvararnir Guðrún Gunnarsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Sara Glowie og svo Birgir Steinn. „Það er orðinn sterkur siður hjá landanum að sækja jólatónleika. Slíkir tónleikar eru gerólíkir öðr- um. Þarna hljóma eðli málsins samkvæmt lög sem heyrast bara einu sinni á ári, lög sem margir halda mikið upp á og hafa unun af að heyra flutt á tónleikum.“ Úr Salnum í Silfurberg TVENNIR JÓLATÓNLEIKAR ERU FRAMUNDAN SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-13 og víða él, en vestan 18-25 og ofankoma norðaustantil fram undir kvöld, hvassast á annesjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.