Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.04.1987, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 15.04.1987, Blaðsíða 13
mcm jutUt 12 Miðvikudagur 15. apríl 1987 Það var katt a hjalla, sungið og trallað á kvöldvökunni í Iþróttahúsi Keflavíkur á laugardagskvöld Heimsókn 70 manna hóps frá St. Paul skólanum í Hem, Frakklandi, til Holtaskóla, lokið: Miövikudagur 15. apríl 1987 13 „Myndum frekar vilja ganga í Holtaskóla" Eftir kvöldvökuna í íþrótta- húsinu hélt Björgunarsveitin Stakkur flugeldasýningu og sýndi Frökkunum hvernig við kveðjum og fögnum nýju ári. Aður en þau héldu til heimila sinna tókst blm. að fá fjögur frönsk ungmenni í stutt spjall og var Francois Scheefer milli- göngumaður þegar enskan dugði ekki til. Eg spurði fyrst hvað hefði heillað þau mest í heimsókninni. „Landslagið, fólkið og bara a!lt,“ sögðu þau öll, hvert í kapp við annað. „Það er gaman að vera á íslenskum heimilum. Við viljum vera áfram,“ sögðu þau í kór. Aðspurð um mismun á námi þá sögðust þau frekar vilja ganga í Holtaskóla en sinn eigin. Kennslustundir væru styttri og svo bjóðast fleiri val- fög hér. Að lokum spurði ég þau hvort þau myndu koma aftur. Það stóð ekki á svari við þeirri spurningu: „Ví, ví“ sögðu þau Cormic Eudes, Simoens Hervé, Demange Tanguy og Denys Sandrine með mikilli áherslu og sögðust myndu gera allt til að koma aftur til Keflavíkur til að heimsækja vini sína og skoða ís- land betur. „Þau vilja ekki fara heim“ - sögðu þau Francois Scheefer og Maria José Wyzgolik „Hápunkturinn þegar hún fékk mynd af sér með Steingrími" „Þeim fannst fiskurinn gódur" „Það er búið að vera svo gaman að þau vilja ekki fara heim,“ sögðu þau Francois Scheefer og Marie José Wyzgolik, kennarar við Grunnskólann í Hem og tveir af fararstjórum hópsins í sam- tali við Víkurfréttir. Francois var aðalh vatamað- ur að heimsókninni en hann hefur lengi haft mikinn áhuga á Islandi. Sem dæmi um það þá er þetta 18. heimsókn hans hingað. Eg spurði þau hvernig hópnum hafi líkað og hvert þau hafi helst farið og skoðað: „Þetta hefur verið mjög góð ferð. Nemendurnir eru mjög ánægðir með allt, sérstaklega „íslensku“ foreldrana“ sína. Þau eiga hreinlega ekki orð yfir það hvernig þeim hefur verið tekið,“ sögðu þau og Francois bætti því við, að þrátt fyrir tungumálaerfiðleika í byrjun, hefðu samskiptin fljótt verið eins og best hefði verið á kosið. Þau Francois og Marie sögðu að hópurinn hefði skoð- að margt og farið víða. „Við skoðuðum Reykjanesskagann, Francois Scheefer og hitaveituna og Bláa lónið, Þjóðminjasafnið og margt fleira. Rotaryklúbbur Kefla- víkur var svo vinsamlegur að leyfa okkur að gista í húsi þeirra við Krummshóla. Við vorum þar í tvær nætur og ferðuðumst um Snæfellsnesið og Borgarfjörð. Svo sáum við Gullfoss og Geysi, Skógafoss og auðvitað Þingvelli. Allt saman mjög fallegt og ólíkt því sem við eigum að venjast í okk- ar heimalandi. Fallegast? Geysir hreif krakkana mest. Annars er erfitt að segja til um það, þau voru svo yfir sig hrif- in af öllu, sem þau sáu.“ Hvað með veðrið, voru þau hrifin af því? „Við höfum kynnst alls Maria .losé Wyzgolik konar veðri. Mest voru krakk- arnir hissa þegar það kom snjór, sól og rigning sama dag,“ sagði Francois, sem sagðist þó ekki kippa sér upp við slíkt, eftir allar þessar ferð- ir til íslands. Aðspurð um hvað hefði komið mest á óvart í heim- sókninni sögðu þau vera lifn- aðarhætti Islendinga, sem væru í mörgu ólíkir því sem gerðist í Frakklandi. „Heima í Frakklandi er algengast að börnin séu heima með fjöl- skyldunni á kvöldin og eyði stundum sínum mikið fyrir framan sjónvarpið. Því fannst þeim mikið upplifelsi að mega vera ein úti hér með félögun- um,“ sögðu þau Francois og Marie. Öddný Mattadóttir og Stefán Kristjánsson ásamt dóttur sinni Frið riku (t.v.) og Veroniku hinni frönsku „Þetta er búið að vera ofsalega gaman, b*ði fyrir hana og okkur,“ sögðu þau Oddný Mattadóttir og Stefán Kristjánsson, en þau voru „foreldrar" Veronique Bezault, 16 ára gamallar franskrar stúlku, á meðan á heimsókninni stóð. „Við erum búin að eígnast cvivin. Hún hefur nánast leikið á alls oddi siðan frá fyrsta degi, þetta er búið að vera svo gaman. H vað eftir annað tók hún utan um mig og kyssti mig og knúsaðí, vegna þess hve henni leið vel og var áncgð með allt hérna,“ sagði Oddný. Stefán sagði að það hefði komið sér á óvart þegar Friðrika, dóttir þeirra, fór á diskótek, þá vildi sú franska bara vera heima. „Hún sagðist vilja kynnast því hvernig við ísiendingar lifðum. Það koni henni á óvart hve íslenskir foreldrar væru miklir vinir barna sinna og tsekju mikinn þátt i þvi, sem þau vseru að gera. í sínu heimalandi vstri fijálsrxði minna og umgangur foreldra og barna með öðrum hsetti,“ sagði Stefán. „Hápunkturinn var þó sennilega þegar hún hitti Steingrfm Hermannsson, forsætisráðherra, og fékk mynd af sér með honum. Hún hlakkaði mikið til að sýna þá mynd þegar hún kæmi heim,“ sögðu þau Oddný og Stefán. „Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími og lær- dómsríkur. Það var alveg stórsniðugt að tengja heim- sóknina saman með því að láta þau gista á heimilum nemenda í Holtaskóla," sögðu þau Lovísa Gunnars- dóttir og Hermann Ólason, aðspurð um hvernig það hafi gengið að vera með franska gesti í hálfan mánuð. Tveir franskir nemendur gistu hjá þeim, þau Kristína og Frank. „Þau voru voða elskuleg og kurteis. Krakkar í Frakk- landi búa við annað uppeldi en gerist og gengur á Islandi“ Hermann Ólason og Lovísa Gunnarsdóttir með dóttur sinni Jónínu Helgu og frönsku börnunum „þeirra“, Frank og Kristínu sögðu þau Lovísa og Her- mann, „það er miklu minna frjálsræði en gerist og gengur hérna“. Hvernig gekk að umgang- ast þau? „Það gekk framar vonum. Þau töluðu svolitla ensku og það var alveg nóg.“ Hvernig fannst þeim ís- lenski maturinn? „Þeim fannst mest allt gott og smökkuðu á öllu sem við bárum fram. Fiskurinn fannst þeim mjög góður og sviðasulta og ýmislegt íslenskt, þau voru líka vitlaus í frönsku kartöflurn- ar.“ Þau Lovísa og Hermann sögðu að svona heimsókn væri mjög jákvæð og það væri ánægjulegt hve allt hefði gengið vel. „Þetta er þeim, sem að þessu stóðu, til mikils sóma og okkur og öðrum, sem þátt tókum í þessu, til mikillar ánægju.“ Texti: Páll Ketilsson. Það var í mörgu að snúast hjá þeim Hildi Harðardóttur og Sigurði Þorkelssyni - Myndir: Margeir Vilhjálmsson. Þau Cormic Eudes, Simoens Hervé, Demange Tanguy og Denys Sandrinc vilja koma aftur til Keflavíkur muR Vel heppnuð kvöldvaka Sjötíu manna hópur franskra nemenda ásamt fararstjórum hélt til síns heima á sunnudags- morgun eftir vel heppnaða heim- sókn til Keflavíkur. Stóð heim- sóknin yfir í 14 daga frá 29. mars til 12. apríl. Síðasta kvöldið var haldin kvöldvaka í íþróttahúsinu í Keflavík, nokkurs konar kveðju- kvöld, og var sungið og „trallað“ fram eftir kvöldi undir gítarleik. Auk þess flutti skólahljómsveit Tónlistarskólans í Keflavík nokk- ur lög. Blm. Víkurfrétta leit inn á kvöldvökuna og tók þau Hildi Harðardóttur og Sigurð Þorkels- son, skólastjóra Holtaskóla, tali. Hildur átti stxrstan þátt í skipu- lagningu heimsóknarinnar og ég spurði hana hvemig hún hafi gengið. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Heimsóknin var skipulögð út í ystu æsar ef svo má segja og það hefur allt gengið upp. Það má segja að dagskráin hafi verið nokkuð stíf því krakk- arnir byrjuðu hvem dag á námi í skólanum hjá sínum kennurum, frá kl. 8 og til 9.40, en að því loknu voru sameiginlegar frímín- útur. Síðan fór hópurinn í skoð- unarferðir kl. 10 og varþví kom- ið þannig fyrir að nokkrir nem- endur úr Holtaskóla fæm með þeim í allar ferðirnar. Fengu aliir okkar krakkar að fara í eina ferð,“ sagði Hildur. Sigurður sagði að þegar svo stór hópur kæmi yrði skipulagn- ing að vera góð. Hann sagði að kennarar hefðu unnið þar gott verk en auk Hildar hefðu þær Ása Margeirsdóttir, Sveindís Valdi- marsdóttir og Guðrún Björk Jó- hannesdóttir haft mestan þunga af skipulagningunni og unnið hafa í samráði við Francois Scheefer kennara, aðalhvata- mann að þessari heimsókn. Þau Hildur og Sigurður sögðu að svona viðburður gæti ekki gerst nema með þátttöku bæjar- búa og bæjarfélagsins en það greiddi allar ferðir fyrir Frakk- ana. „Eg er sannfærður um að þetta hefði ekki verið hægt í öðru bæjarfélagi en hér í Keflavík. Þetta eru auðvitað stór orð en eftir að hafa orðið vitni að þessu og þátttakandi er ég óhræddur við það,“ sagði Sigurður. En hvaða áhrif hefur þessi heimsókn jafnaldra nemenda í Holtaskóla haft á þau. „Þetta hefur verið mjög þroskandi fyrir okkar nemendur. Þau hafa þurft að tala ensku við frönsku vini sína og síðan passaði hver sinn gest, þannig að enginn losnaði við þá ábyrgðartilfinningu sem því fyigir.“ Nú tala fæstir frönsku nemend- anna ensku, hvernig gekk það fyrir sig t.d. á heimilunum? „Það var auðvitað erfitt í byrj- un en hefur ræst ótrúlega veí úr því. Foreldrar okkar nemenda sem hafa haft Frakka á sínum heimilum hafa átt stóran þátt í því hve vel þetta hefur gengið. Ég hef hvergi heyrt annað en mikla ánægju hjá þeim með íslensku foreldrana sína,“ sagði Hildur. Vinabæjatengsl milli Hem og Keflavíkur Það hefur ekki farið framhjá mörgum íbúum Keflavíkur þessi heimsókn Frakkanna hingað, sem staðið hefur yfir tvær síðustu vikur. Heimsókn- in er fyrsta skrefíð í samskipt- um Holtaskóla í Keflavík og fransks gangfræðaskóla, St. Paui frá bænum Hem í Norð- ur-Frakklandi. Þetta er ekki stór bær á franska vísu, með íbúafjölda uppá 22 þús. manns. Hófst með bréfasambandi Upphafið að samskiptum skólanna má rekja til mikils áhuga yfirkennara skólans, Francois Scheefer. Hann hafði komið margoft til íslands, fyrst 1981, og arið 1986 skrif- aði hann til íslands og lýsti áhuga sínum á að komast í tengsl við íslenskan skóla. Kunningi hans í Reykjavík kom honum í samband við Þór Sigurðsson, frönskukennara í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem því næst benti honum á Holtaskóla, sem hefur nem- endur á sama aldri og St. Paui í Hem. Síðan hefur samband skólanna þróast smám saman en það byrjaði með því að nemendur í 7., 8. og 9. bekk hófu að skrifast á við nemend- ur í St. Paul. Mikill áhugi Áhugi frönsku nemendanna á íslandi varð strax mikill, eftir að bréfasamband hófst. Var ákveðið að koma með einn bekk frá St. Paul á síðasta ald- ursári í heimsókn til Keflavík- ur. Hófu frönsku nemendurn- ir fjármögnun ferðarinnar þegar í stað með ýmsum hætti. Þessi mikli áhugi Francois á íslandi og tiiraun hans í að koma á samskiptum við skóla vakti mikla athygli í Frakk- landi. Hafa mörg blaða-, út- varps- og sjónvarpsviðtöl ver- ið tekin við hann af því tilefni. Hefur þetta verið mikil kynn- ing fyrir Keflavík og ísland, auk þess sem Francois hefur haldið fyrirlestra og kynningar um ísiand. Vinabæjatengsl Í framhaldi af samskiptum skólanna var ákveðið að koma á vinabæjatengslum milli Keflavíkur og Hem og var það staðfest við hátíðiega athöfn t síðustu viku, eins og sagt var frá í síðasta blaði. Við það tækifæri voru franskir sjónvarpsmenn viðstaddir. Ut- varpsstöðvar hafa einnig haft samband við franska hópinn daglega og flutt fréttir af heim- sókninni. Nemendur úr Holtaskóia til Hem Nú í vor, dagana 16.-26. maí nánar tiitekið, mun hópur úr Holtaskóla endurgjalda_heim- sóknina. Mun þá um 50 manna hópur nemenda, auk kennara, fara til Hem. Hafa nemendur Holtaskóla fjár- magnað ferðina með ýmsum hætti í allan vetur. Verður heimsókninni svipað háttað og heimsókn Frakkanna hingað. „Það er ósk okkar að tengsl- in verði varanleg og þau stuðli að menningariegum samskipt- um miili skóla, félagasamtaka og íbúa bæjanna beggja," sagði Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri Kefiavíkur, er vinatengslin voru undirrituð. „Það er búið að vera skemmti- legur andi yfir þessari heim- sókn og allt gengið eins og í sögu.Mér finnst þetta mjög já- kvætt allt saman og ánægju- iegt hve vel hefur heppnast. Is- land hefur ekki verið þekkt í Frakklandi en ég hef trú á því að töiuverð breyting hafi orðið þar á,“ sagði Vilhjálmur í sam- tali við Víkurfréttir. 1 I I I I 1 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I J I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.