Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.04.1987, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 15.04.1987, Blaðsíða 21
MlKUrt Miðvikudagur 15. apríl 1987 21 Njarðvík: Bygging verkamannabú- staða í bígerð ■■IIIII'IIMI I—I I I ^^— i VI Ketty Danielsen við bryggju í Njarðvík á mánudag. Gatið sést á innfelldu myndinni Ljósm.: epj. Njarðvík: Flutningaskip sigldi á bryggjuna Að morgni mánudagsins síðasta sigldi flutningaskipið Ketty Danielsen á bryggju- hornið á nyrðri hafnargarð- inum í Njarðvík. Skipið sem er í eigu danskra aðila en á skrá í Panama, var að koma til hafnar er óhappið varð. Kom gat framan til á skipið neðan sjólínu, auk þess sem nokkrar beyglur komu á bóg skipsins. Er þetta í annað skipti nú á stuttum tíma sem siglt er á STKB: Bæjarráð afhendi endur- skoðendaskýrsluna Mikil fundahöld hafa verið að undanförnu hjá stjórn og ráðum innan Starfsmannafélags Kefla- víkurbæjar. Eru funda- höld þessi í framhaldi af samþykkt aðalfundar félagsins, sem skýrt var frá hér í blaðinu á dögun- um, varðandi samstarfið við Hannes Einarsson. í framhaldi af funda- höldum þessum skrifaði félagið bæjarráði Kefla- víkur bréf í gær, þar sem stjórn félagsins fer þess á leit við bæjarráð að það afhendi félaginu og kynni endurskoðendaskýrsl- una. Þar sem svar bæjar- ráðs lá ekki fyrir er blað- ið fór í prentun, munum við greina frá því síðar. Bifhjólaslys I Grindavík Alvarlegt umferðarslys varð á Víkurbraut í Grindavík á þriðjudags- kvöld í síðustu viku. Tveir réttindalausir drengir á léttu bifhjóli óku þar framan á bifreið af amer- ískri gerð og slösuðust mikið. Drengirnir óku á mik- illi ferð eftir Víkurbraut og lentu framan á fólks- bifreiðinni, sem hafði stuttu áður komið úr Borgarhrauni. Drengirn- ir, sem voru 13 og 14ára, brotnuðu bæði á hönd- um og fótum og hlutu aðra áverka, en taliðer að hjálmar sem þeir voru með, hafi bjargað lífi þeirra. Bifhjólið er ónýtt eftir áreksturinn og bifreiðin mikið skemmd. Vfðir og ÍBK út Víðismenn héldu út til Þýskalands í æfingaferð á sunnudag. Munu þeir leika 3 æfingaleiki í ferð- inni, m.a. við varalið Werder Bremen. Keflvík- ingar halda til Englands á morgun, fimmtudag, til Englands. Peter Keeling fjallar nánar um ferðina í grein sinni í dag,V „Frá öðru sjónarhorni". bryggju í Njarðvíkurhöfn. Hitt var japanskt flutninga- skip og kom á það nokkur dæld er það sigldi á bryggj- una. Stjórn verkamannabú- staða í Njarðvík hefur gert það að tillögu sinni við bæj- arstjórn Njarðvíkur, að komið verði upp 12 verka- mannabústaðaíbúðum eins fljótt og aðstæður leyfa. Samkv. niðurstöðum könnun- ar á þörf fyrir verkamanna- bústaði sem gerð var í Njarð- vík, kom í Ijós að veruleg þörf er á slíku húsnæði og í sumum tilfellum er þörfin aðkallandi. Oddur Einarsson, bæjar- stjóri í Njarðvík, sagði í samtali við Víkur-fréttir, að beðið væri eftir svari um lánsumsókn sem send hefði verið til Byggingasjóðs verkamannabústaða. „Við erum tilbúnir að fara af stað um leið og við fáum jákvætt svar“, sagði Oddur. Lagt er til að íbúðirnar verði keyptar notaðar á al- mennum markaði og telur stjórn verkamannabú- staða að með þessu megi vinna tvennt: íbúðirnar yrðu mun ódýrari en nýjar og hægt yrði að leysa þörf fleiri umsækjenda en ella fyrir þá peninga sem fást, og biðtíminn eftir að geta afhent íbúðir styttist til muna. Rafn hf. í rækjuvinnslu I lok næsta mánaðar verð- ur lokið við uppsetningu tækja til rækjuvinnslu hjá Rafni hf. í Sandgerði, en fyr- irtækið fékk nýlega rækju- vinnsluleyfi. Að sögn Fiskifrétta mun fyrirtækið gera Mumma GK og Víði II. GK út á djúp- rækju og landa henni fyrir norðan. Verður henni síðan ekið til Sandgerðis til vinnslu. Þá vonast eigendur fyrirtæk- isins einnig til þess að fá rækjuafla af viðskiptabátum. Munið fermingarskeytin hjá VÍKVERJUM. Gleðilega páska. VÍKVERJAR - Njarðvík ORLOFSHÚS VSFK og VKFKN Dvalarieyfi Frá og með mánudeginum 4. maí n.k. liggja um- sóknareyðublöð frammi á skrifstofum verkalýðs- félaganna að Hafnargötu 80, um dvalarleyfi í orlofs- húsum félaganna, sem eru sem hér segir: • I Ölfusborgum • í Hraunborgum • í Svignaskarði • í Húsafelli Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tímabilinu frá 15. maí til 15. september sitja fyrir dvalarleyfum til 15. maí n.k. Leiga verður 3.000 kr. á viku. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.