Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 26.11.1987, Qupperneq 5

Víkurfréttir - 26.11.1987, Qupperneq 5
VÍKUR (tUiU Fimmtudagur 26. nóvember 1987 Rokktónleikar í Félagsbíói 1. des. „Kafað um djúpin íí Allurágóði rennurtil Þroskahjálpar á Suðurnesjum Þriðjudaginn 1. desember verða rokktónleikar í Félags- bíói í Keflavík. Eru tónleikar þessir haldnir til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum. Er miðaverði stillt í hóf og kostar aðeins 300 krónur inn. Fram komahljómsveitir morgundagsins: Skóp; Bleik- ar blöðrur; Skólp kólfar; Candy man og Ofris. Hvetur Þroskahjálp alla Suðurnesjamenn að mæta á hljómleika þessa. Aðventus kál - úr bleik-kristal. Falleg vara á góðu verói, kr. 2.100.- INNROMMUN SUÐURNESJA Vatnsnesvegi 12 - Keflavík Sími 13598 Ný Faxavík Utgerð 36tonna eikarbáts, Faxavíkur GK 727, hefur selt bát sinn og keypt í stað- inn Skálavík frá Eyrarbakka og gefið þeim báti nafnið Faxavík GK 727. Hin nýja Faxavík er 51 tonna stálbátur sem þegar hefur hafið róðra. Eigandi er Jens Oskarsson o.fl. Grinda- vík. Byggðasafnið fékk popplista- sögu að gjöf Þorkell Jensson hefur ákveðið að gefa Byggðasafni Keflavíkur að gjöf afrit af 5 úrklippubókum sínum er innihalda popplistasögu Keflavíkur á tímum bítla- tímabilsins. Verður gjöf þessi sýnd í byggðasafninu á næstunni eða eftir að hún hefur form- lega verið afhent. Garður: Happdrættis- sala Lions Lionsklúbburinn Garður í Garði mun á morgun og laugardag ganga í hús í Garði og bjóða til sölu happ- drættismiða. Öllum ágóða af sölu miðanna verður varið til styrktar Garðvangi en þeir Lionsmenn ætla að kaupa þrjú sjúkrarúm á dvalar- heimilið. Keflavíkurbær kaupir Hafnargötu 43 Bæjarstjórn Keflavíkur hefur samþykkt að kaupa húseignina Hafnargötu 43 í Keflavík á kr. 1.900.000, sem greiðist á 15 mánuðum, í fyrsta skipti í janúar 1988. Hafa umrædd kaup lengi verið í farvatninu, en húsi þessu fylgir mikil og góð lóð sem auðveldlega má breyta í bílastæði. SADOLIN gæðamálning í öllum regnbogans litum SADOLIN málning er til í öllum litum, hvort sem er vatns-, akríl- eða lakkmálning, og í mismunandi gljástigum. Með tölvustýrðu blöndunarvélinni okkar getum við blandað þá liti sem þó óskar eftir, - það er leikur einn. Sadolin málning í 41/2 lítra pakkningum, í ^þremur litum: vaxhvítt, hrímhvítt og beinhvítt - eða blandað eftir þínum óskum. Gljástig 10 kr. 1.511.- Gljástig 25 kr. 2.460.- (\ ★★ 2ja stjörnu Sadolin y málning, - tilvalin undir- málning. Sú ódýrasta á markaðnum í dag. 41/2 lítra pakkning á kr. 855.- Þetta eru tilboð sem erfitt er að hafna. Komdu og leitaðu ráða hjá hjá fagmanni okkar í málningardeild-j inni, sem veitir þér allar nánari upplýsingar og leiðbeinir þér áðuren þú byrjar Járn & Skip - þar færðu allt á einum stað. OPIÐ 10-16 LAUGARDAG

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.