Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.1988, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 18.08.1988, Blaðsíða 17
\>iKun jUttít Víðismenn glopruðu niður unnum leik gegn FH: 1. deildarsæti úr sögunni Líkur Víðismanna á sœti í fyrstu deild eru hverfandi eða engareftir ósanngjarnan ósigur gegn FH- ingum í Kaplakrikanum á föstu- dagskvöld. FH-ingar byrjuðu leikinn af krafti en þegar líða tók áfyrri hálf- leikinn fóru Víðismenn að skapa sér hættuleg færi og voru fyrri til að skora, þegar Björn Vilhelms- son skallaði boltann glæsilega í markiðeftirgóðasókn. Þannigvar staðan í hálfleik. Bæði liðin mættu til síðari hálf- leiks, ákveðin í að sigra. Þegar ör- fáar mínútui voru liðnar tókst FH-ingum að jafna leikinn og fáum mínútum eftir jöfnunar- markið var dæmd vítaspyrna á Viðismenn en Gísli Heiðarsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrn- una örugglega. Eftir vítaspyrnuna lögðu Víðismenn allt kapp á sókn- ina og tókst að komast yfir með glæsilegu marki Heimis Karlsson- ar, eftir sendingu Hlyns Jóhanns- sonar. Eftir mark Heimis virtust Víðismenn verða kærulausir, eins og þeir teldu sigurinn vísan, með þeim afleiðingum að þegar tvær mínútur voru eftir tókst FH að jafna og á síðustu mínútu að kom- ast yfir, eftir mjög slæm varnar- mistök sem urðu þess valdandi að 1. deiidin fjarlægist óðfluga. Að öðrum ólöstuðum, þá stóðu þeir Gísli Heiðarsson og Hlynur Jóhannsson sig vel i leiknum, þó svoallir leikmenn hafi raunarsýnt frábæran leik, þrátt fyrir mistökin á lokamínútunum. Grindvíking- ar að missa af lestinni - eftir tap gegn Reynismönnum Reynismenn lögðu Grind- víkinga að velli í æsispennandi leik í 3. deild Islandsmótsins í knattspyrnu á föstudags- kvöld. Leikurinn var fjörugur og skotið á báða bóga og stað- an í hálfleik 1:1 (Jóhann Jóns- son skoraði fyrir Sandgerði en Páll Björnsson mark Grind- víkinga). Reynismenn þóttu öllu harðari í síðari hálfleik og fengu á sig vítaspyrnu, sem Júlíus Ingólfsson misnotaði. I upphafi síðari hálfleiks var einum Reynismanna vikið af leikvelli, en það virtist ekki hafa áhrif á gang leiksins. Milljðn krðna mark Grétars Keflvíkingar láta ekki deig- an síga þrátt fyrir slakt gengi í sumar. Þeir eru komnir í bik- arúrslitin eftir sigur áLeiftri á mölinni áOlafsfirði í síðustu viku. Það varVíðismaðurinn í IBK-liðinu, Grétar Einarsson, sem skoraði sigurmarkið snemma í leiknum. Þetta mark Grétars var dýrm ætt því talið er að félög- in fái minnst milljón krónur í sinn hlut, bara fyrir að kom- ast í úrslit! ÍBK m ætir Val í bikarúrslit- unum 27. ágúst á Laugar- dalsvelli. Keflvíkingar hafa fjórum sinnum leikið til úr- slita í keppninni en aðeins einu sinni sigrað. Það var ár- ið 1975. Þrátt fyrir þessi gleðitíð- indi er liðið enn í bullandi fall- hættu í 1. deildinni. Eftir tap gegn Fram s.l. mánudag, 0:2, er liðið í 3ja neðsta sæti. Næsti leikur er í Keflavík á sunnudag gegn Leiftri og hefst kl. 19. Fimmtudagur 18. ágúst 1988 17 Verðlaunahafar í Sparisjóðsmótinu í golfi. Ljósm.: pket. SPARISJOÐSMOTIÐ I GOLFI: SIGGARNIR SIGURSÆLIR - hola í höggi, vallarmet og sigrar Þrír nafnar í Golfklúbbi Suðurnesja komu mikið við sögu í Sparisjóðsmótinu í golfi, sem fram fór á Húsa- tóftavelli i Grindavík og Hólmsvelli í Leiru umsíðustu helgi. Þetta eru Sigurðarnir: Sigurðsson, Herbertsson og Jónsson. Sigurður Sigurðsson byrj- aði á því að setja vallarmet í Grindavík á laugardag er hann lék 18 holurnar á 69 höggum. Hann lék á 76 höggum í Leiru á sunnudag og tryggði sér þriðja sigur sinn í röð á jafnmörgum helgum. Siggi lék á 145 höggum, tveimur betur en Björn V. Skúlason, sem veitti honum harða keppni. Suðurnesjabangsinn Hilm- ar Björgvinsson varð 3ji á 148 höggum. Sigurður Herbertsson varð sigurvegari með forgjöf en hann lék á 135 höggum. í 2. sæti kom Annel Þorkels- soná 136 og 3ji varðTryggvi Þór Tryggvason á 137högg- um. Aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á 9. braut í Grindavík hlaut Bjarni Guðmundsson, sem var aðeins 39 cm frá holu í höggi. Næstur holu á 3. braut var Sigurður Sigurðs- son, 5,32 m. I Leiru var Sig- rún Sigurðardóttir n æst á 8. flöt, 2,90 m. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor á báðum völlum, með og án forgjafar. ÍGrindavík voru þeir Sigurður Sigurðs- son og Herbertsson bestir og þeir Hilmar Björgvins- son og Víðir S. Jónsson í Leiru. • Opið hús hjá ÍBK Næstu kvöld verður „op- ið hús“ hjá stuðningsmann- aklúbbi IBK í íþróttavallar- húsinu við Hringbraut í Keflavík. Verða þá afhent IBK bindin sem beðið hefur verið eftir með óþreyju. Er einnig ætlunin að stilla saman strengina fyrir leik- inn á sunnudag gegnLeiftri og svo skipuleggja heljar- innar stuðningsmannahóp fyrir bikarleikinn við Val á sunnudag 27. ágúst. Grétar Einarsson leikur nú annað árið í röð til úrslita í Mjólkurbik-. arkeppninni, eftir að hafa skorað „milljón króna mark“ á Olafs- firði. Mev^' Litaval býður afslátt á útimálningu Litaval

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.