Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.1988, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 18.08.1988, Blaðsíða 3
viKtin Fimmtudagur 18. ágúst 1988 Lögreglan í eltingaleik: Okuníðingur stakk af Er lögreglumenn voru að störfum á iaugardags- kvöld á stað þeim á Strand- aheiði. sem banaslysið varð um morguninn, veittu þeir athygli bifreið, sem kom á 150 km hraða á radarskjá iögrcglubifreiðarinnar. Var ökumanni þegar sýnt stöðvunarmerki, sem hann sinnti í engu. Fór lögreglubíllinn því á eftir ökuníðingnum en heidur dró á milli bíianna en liitt, á leið inn Reykja- nesbraut. Er kom að Vatnsleysustrandarvegin- um við Kúagerði slökkti ökumaðurinn ljósin en hélt áfram hraðakstrinum, ljós- laus eftir Vatnsleysu- strandarvegi í átt að Vog- um. Hætti lögreglan þá fljót- iega eftirförinni en sá tii bílsins til að byrja með en missti siðan af honuni. Þrátt fyrir ntikla leit hefur ökuníðingurinn ekki fund- ist ennþá. í þessum árekstri, sem varð nú í vikunni á gatnamótum Vallargötu og Norðljörðsgötu í Keflavík, urðu sem betur fer ekki slys á fólki. En orsökin var sú að hægri reglan var brotin. Ljósm.: hbb Stórfjölgun umferðarslysa Samkvæmt úttekt umferðar- deildar lögreglunnar í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gull- bringusýslu, hefur orðið geig- vænleg ljölgun umferðarslysa í umdæminu það sem af er ár- inu. Frá áramótum til 15. ágúst s.l. hafa orðið 31 umferðarslys með meiðslum, en voru 25 allt árið í fyrra. A öllu árinu 1987 slösuðust 47 manns í óhöppum þessum og tveir létust og er það sama tala og fyrstu sjö og hálfan mánuð þessa árs. í fyrra urðu 9 óhappanna, þar sem meiðsli urðu, í þéttbýliog 11 utan þétt- býlis, en það sem af er þessu ári hafa orðið 20 slík í þéttbýli og 11 utan þéttbýlis á Suðurnesj- um. 13 þessara umferðarslysa meðmeiðslumurðu íKeflavík, þ.e. 7 áHafnargötu,3 áHring- braut, 2 á Aðalgötu og eitt við Holtaskóla. Þrjú slík urðu í Ytri-Njarðvík en athygli vekur að ekkert þeirra varð á hættu- legasta vegakafla landsins, sem nú er nefndur Víknaveg- ur. Þá varð eitt umferðarslys með meiðslum í hverju eftir- farandi byggðarlaga: Garði, Grindavík, Vogum og Innri- Njarðvík. Af slysum þessa árs í dreifbýli hafa sex orðið á Reykjanesbraut. GLOIDIA • SNYRTIVORUVERSLUN ■ SAMKAUPUM - NJARÐVÍK HEIÐAR JÓNSSON snyrtir verður með Litgreiningu hjá snyrtivöruversluninni GLORIU á hverju kvöldi dagana 22.-27. ágúst. Pantanir og allar frekari upplýsingar í GLORIU í síma 14409 frá 10-12og 13-18:30. ATHUGIÐ breyttan opnunartíma frá og með 1. sept. ■ mánudag - fimmtudag kl. 10-18:30 ■ föstudaga kl. 10-20 ■ laugardaga kl. 10-14 MIKIÐ ÚRVAL SKÓLA- VARA MJÖG GOTT VERÐ!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.