Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1988, Page 1

Víkurfréttir - 08.09.1988, Page 1
Fljótfærnislegar álykt- anir sjóslysanefndar Grunnskólinn settur í 50. skipti Það var mikið um dýrðir í Sandgerði á þriðjudag er grunnskólinn var settur í 50. skipti. Þó svo að sólin skini fyrir utan gluggann, létu börn og fullorðnir það ekki á sig fá, heldur fjölmenntu á setningu í skólanum. Formaður skólanefndar bauð gesti velkomna og kynnti dagskrá. Þá lék Bjarney Gísla- dóttir á píanó og kór grunn- skólans í Sandgerði söng. Að loknum söngi kórsins flutti Asgeir Beinteinsson, yfirkenn- ari, ávarp og Hjálmar Georgs- son fyrir hönd Lionsklúbbsins í Sandgerði. Þá setti Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, skólann í 50. skipti og kór grunnskólans söng. Eftir að hátíðarhöldunum í skólanum lauk var boðið til kaffisamsætis í samkomuhús- inu, þar sem m.a. saga skólans var rakin fyrir gestum, ásamt ýmsu öðru. Niðurstöður þær, sem Víkurfréttir birtu í síðasta tqlublaði úr skýrslu Rann- sóknarnefndar sjóslysa hafa vakið töluverða athygli. En getur verið að niðurstöður þessar séu fljótfærnislegar ályktanir af hálfu nefndar- innar? Getur verið að þær ein- kennist oftar en ekki af hroka, sleggjudómum, belg- ingi ogstrákslegu yfirbragði? Það er álit eins þeirra skip- stjóra, sem nefndin tekur fyrir í skýrslu sinni og áður er vitnað í. Þessi sami skipstjóri hefur véfengt sjóprófin, sem fóru fram varðandi hans mál, og óskað eftir frekari rannsókn hjá Sakadómi Gullbringu- sýslu. Um þetta ritar skip- stjórinn á síðu 13 í blaðinu í dags. iKim 35. tbl. 9. árg. Fimmtudagur 8. se/ Skortur á réttindakennurum: Fáum engan mannskap ef ekkert verður gert, segir yfirkennari Holtaskóla „Þetta getur orðið stór- vandamál ef bæjaryfirvöld aðhafast ekkert í þessu vandamáli," sagði Ingvar Guðmundsson, yfirkennari við Holtaskóla, í samtali við Víkurfréttir, en mikill skort- ur er nú á réttindakennurum við skólann. „Við auglýstum dag eftir dag og það voru fáir sem hringdu, en flestir hættu við vegna þess að við gátum ekkert boðið," sagði Ingvar. „Laun kennara eru 57 þúsund krónur og húsaleiga er 25-30 þúsund krónur, þannig að það gengur ekki,“ sagði Ingvar. Að sögn yfir- kennarans gengur mikið bet- ur að ráða kennara til kennslu viðyngri stiggrunn- skólans. Sagði hann að búið væri að ráða í allar stöður utan einnar og væri mikið um réttindalausa kennara. Mikil aukavinna væri lögð á kennarana og þeir tækju mikla yfirvinnu. Ingvar Guðmundsson sagði einnig að kennurum úti á landi stæði til boða mjög ódýrt húsnæði og jafnvel frítt. „Þetta endar með því að við fáum engan mannskap," sagði Ingvar að Iokum. Skráning nýrra nemenda í Holtaskóla er stöðug en heildarfjöldi nemenda er nú 483, þar af 148 í 9. bekk. í 9. bekk Holtaskóla eru einnig nemendur úr Garði ogSand- gerði, samtals fjörutíu og einn. Þessar hnátur voru að hefja nám í Grunnskólanum í Sandgerði, eins og fjöldi annarra nemenda, eftir sumarlangt frí. Ljósm.: hbb. Sandgerði: r LandsbókasaT n i safnáhdsinu Hv 101 Reykjavík lltvegsbankinn hf., Keflavík: Eiríkur Alexandersson ráðinn útibússtjóri Stjórn Útvegsbanka Is- lands h.f. hefur ráðið Eirík Alexandersson, fram- kvæmdastjóra SSS, í stöðu útibússtjóra við útibú bank- ans í Kefiavík. Að sögn Ei- riks er enn ekki ákveðið hve- nær hann tekur við stöðu þessari, en það ræðst að ein- liverju leyti afþví hvenær eft- irmaður lians hjá SSS kemur til starfa. Var stjórn sambandsins tilkynnt um málið riú í vik- unni ogjafnframt boriti fram tillaga um að starfið verði þegar auglýst. Þá hcfur Ei- ríkur sagt sig úr stjórn spari- sjóðsins, þar sem hann sat sem aðalmaður, skipaður af sýslunefnd Gullbringusýslu. Að sögn Páls Jónssonar, sparisjóðsstjóra, hefur enn ekki verið fjallað unt hver taki sæti Eiríks í stjórninni. Kaupfélag Suðurnesja: Guðjón tekinn við 1. september sL urðu kaup- félagsstjóraskipli hjá Kaup- félagi Suðurnesja. Guðjón Stefánsson tók þá við af Gunnari Sveinssyni, sem hefur gegnt starfinu í 40 ár í 43ja ára sögu kaupfélagsins á Suðurnesjum. „Þetta leggst þokkalega í mig, þó svo að aðstæður liefðu getað verið þægilegri. Kaupfélagið hefur ekki farið varhluta af erfiðleikum i verslun, sem maður vonar þó að séu einungis tímabundnir. Mcð það í huga ogeinnig það að að baki félaginu -standa margir áhugasamir félags- menn og dugntikið starfs- fólk, vil ég leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíðina," sagði Guðjón Stefánsson í samtali við blaðið. Guðjón á að baki 30 ára starfsferil hjá kaupfélaginu. Hann byrjaði 1958 sem bíl- stjóri en að loknu námi í Samvinnuskólanum tók hann við starfi skrifstofu- stjóra félagsins, þá 19 ára. Því starfi gegndi hann til árs- ins 1980 er hann gerðist að- stoðarkaupfélagsstjóri. Gunnar Sveinsson, sem verið hefur kaupfélagsstjóri frá 25 ára aldri, mun starfa áfram hjá kaupfélaginu í hlutastarfi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.