Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1988, Page 2

Víkurfréttir - 08.09.1988, Page 2
 2 Fimmtudagur 8. september 1988 gjQgj------- RÝMINGAR i. : i SALA Seldur til Akur- eyrar í úreldingu Grindavíkurbáturinn Hraunsvík GK 68 hefur verið seldur til Samherja h.f. á Akureyri, Hefur hinn nýi eig- andi tekið við bátnum og er hann nú uppi í Njarðvíkur- slipp, þar sem hann mun standa fram yfir áramót, að hann verði brenndur. Það er Samherji sem keypti bátinn til úreldingar. Hraunsvík er 56 tonna eik- arbátur, byggður í Danmörku 1956. Hefur hann veriðgerður út frá Grindavík frá árinu 1970 og nokkrum árum áður var hann gerður út frá Kefla- vík undir nafninu Rán SU 58. 100 tonna plast- bátur sjósettur Síðasta sunnudag var sjó- settur hjá Mánavör h.f. á Skagaströnd eitt hundrað tonna plastbátur er ber nafnið Þórir Jóhannsson og er með heimahöfn í Garði. Bátur þessi er í eigu Þóris h.f. í Vestmann- aeyjum og mun verða gerður bæði út frá Vestmannaeyjum og Garði, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu. Skrokkur bátsins var byggður í Frakklandi en inn- réttingar og niðursetning tækja fór/ram á Skagaströnd. Báturinn er yfirbyggður, útbú- inn til dragnótar- og botn- vörpuveiða og um borð eru frystitæki. Er báturinn lang- stærsti plastbátur sem verið hefur í eigu íslendinga. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var á sunnudags- morgun kallað út vegna elds í stýrishúsi báts í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur. Var stýrishúsið alelda er slökkvi- liðið kom á vettvang. Eitthvað í þessa átt gæti frétt af eldi hljóðað. Hér var þó sem betur fer ekki um al- vöru að ræða, heldureinung- is æfingu varaliðs BS við að slökkva eld með froðu og léttvatni. Var fulltrúi frá Brunamálastofnun ríkisins viðstaddur æfínguna, sem tókst mjög vel. Brennuvargarnir voru þvi að þessu sinni slökkviliðs- mennirnir sjálfir og var not- ast við gamalt stýrishús af Gunnari Hámundarsyni GK. glatt í stýrishúsinu og því kom froða að góðum notum. Ljósm.: epj. Sunddeild Njarðvíkur: Friðrik hættir þjálfun í haust Friðrik Olafsson, sund- þjálfari úr Njarðvik, hefur ákveðið að hætta sund- þjálf'un í Njarðvík á kom- andi hausti. Friðrik hefur verið þjálfari Sunddeildar Njarðvíkur í mörg ár, en mun í haust láta af því starfi og taka við þjálfun Sunddeildar Hafnartjarð- ar. Hefur Eðvarð Þór Eð- verðsson ákveðið að gerast eftirmaður Friðriks sem þjálfari Sunddeildar Njarðvíkur. Ekki hyggst Eðvarð þó hælta sundi, þó hann taki við þjálfuninni. Sem kunnugt er, er Eð- varð í hópi þeirra sem keppa munu á Olympíu- leikjunum, en auk hans verða þrír aðrir fulltrúar frá Suðurnesjum þar, þau Ragnheiður Runólfsdóttir, Geir Sverrisson og Sigurð- ur H. Bergmann. Stýrishús í björtu báli vegna breytinga hefst í fyrramálið. Opiö föstudag til kl. 20 Opið laugardag kl. 10-14 ÚTSKÁLAR Vatnsnesvegi 14, Keflavík - Sími 11755 Jeppabifreiðin á hliðinni utan vegar. Ljósm.: epj. Árekstur og bílvelta í Njarðvik Aftanákeyrsla varð milli tveggja bifreiða á gatnamót- um Reykjanesbrautar og innri afleggjarans að Innri- Njarðvík um hádegisbilið á föstudag. Við áreksturinn tókst fremri bíllinn á loft og hafnaði á hliðinni utan veg- ar. Orsök árekstursins var sú að jeppabifreið af rússneskri gerð var á leið inn brautina og beygði skyndilega án þess að gefa stefnumerki inn í um- ræddan afleggjara. Stór flutningabifreið var einnig á leið inn brautina og tókst ökumanni hennar ekki að komast hjá árekstri og rakst því annað framhorn flutn- ingabílsins í annað afturhorn jeppans með fyrrgreindum afíeiðingum. Okumaður jeppabifreið- arinnar meiddist lítilsháttar en jeppabifreiðin er trúlega ónýt á eftir, en fjarlægja varð hana af slysstað með krana- bifreið. Skemmdir á flutn- ingabílnum voru hins vegar óverulegar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.