Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1988, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 08.09.1988, Qupperneq 6
 6 Fimmtudagur 8. september 1988 Frá fundi umferðarnefnda Gerðahrepps, Keflavíkur, Miðneshrepps og Njarðvíkur á Flughóteli. Stefán Thordersen, formaður umferðarnefndar Njarðvíkur, hefur orðið. Ljósm.: hbb Fjórar umferðarnefndir: Samræming vegamerkinga Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja: Vill Aðal- verktaka í félagið Atvinnuþróunarfélag Suð- urnesja h.f. hefur farið þess á leit við bæjarráð Keflavíkurað sent verði bréf til stjórnar Is- lenskra aðalverktaka s.f. um að aðalverktakar taki þátt í Atvinnuþróunarfélagi Suður- nesja h.f. sem hluthafar. Samþykkti bæjarráðið í síð- ustu viku að verða við erindi þessu og fól bæjarstjóra að ganga frá bréfi til Islenskraað- alverktaka s.f. Hreinlæti fiskvinnslu- húsa kannað Starfsmenn Ríkismats sjáv- arafurða hafa að undanförnu unnið að úttekt á fiskvinnslu- húsum hér á Suðurnesjum. Að sögn Gústafs Kristinssonar, sem hefur yfirumsjón með verkefni þessu hjá Ríkismati sjávarafurða, er bæði gerð út- tekt hjá saltfiskverkendum og í frystingunni. Aðspurður sagði Gústaf að hér væri mjög stórt verkefni á ferðinni, þar sem kannað væri bæði hrein- læti og búnaður fyrirtækja. Þar sem verkefninu hér á Suð- urnesjum var ekki lokið, vildi Gústaf Kristinsson ekki tjá sig um ástand fyrirtækjanna hér á Suðurnesjum. Síðasta fimmtudag var haldinn fundur á Flughóteli í Keflavík, sem teljast verður nterkilegur vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sem haldinn var sameiginlegur fundur um- ferðarnefnda fjögurra byggð- arlaga á Suðurnesjum. Voru það nefndirnar í Keflavík, Njarðvík, Sandgerði og Garði sem tóku þátt í fundi þessum en fundarefnið var sameigin- leg ákvörðunartaka um vega- merkingar á Suðurnesjum. Á fundinum vareftirfarandi ályktun samþykkt: „Sameiginlegur fundur um- ferðarnefnda Gerðahrepps, Miðneshrepps, Njarðvíkur og Keflavíkur haldinn 1. sept. 1988 samþykkir að heina þeim tUmœlum til viðkomandi sveit- arstjóra að S.S.S. hafi frum- kvœði að því að láta hanna og setja upp skilti við innkomu að Suðurnesjum, þ.e. i eða við Flugstöðina og innarlega á Reykjanesbraut. A ski/tum þessum vceru merktir byggðar- kjarnar á Suðurnesjum ogaðrir áhugaverðir staðir. Ski/tin vceru I. áfangi í merkingu al- mennrar þjónustu á svœðinu. Jafnframt samþykkir fundur- inn að beina því til S.S.S. að knýja á um að strax verði lokið frágangi þjóðvega á Suðurnesj- um, þáfyrst og fremst tengingu til Garðs og Sandgerðis og einnig um að iokið verði við raflýsingu þjóðvega á svœð- inu.“ Málfreyjudeildin Varðan: Segir sig úr alþjóða- samtökum málfreyja Málfreyjudeildin Varðan í Keflavík hefur sagt sig úr al- þjóðasamtökum málfreyja. Ástæða úrsagnarinnar er sú að stjórn alþjóðasamtakanna skipaði svo fyrir aðmálfreyjur hættu að kallasigsínu íslenska heiti en tækju ýþess stað upp nafnið ITC á íslandi (Inter- national Training in Comm- unication). Er þetta gert á þeim grund- velli að nafnbreyting alþjóða- samtakanna kom til fram- kvæmda 1985 er heitinu Toastmistress var breytt í ITC vegna gildistöku nýrra jafn- réttislaga í Bandaríkjunum. Vildu málfreyjur á Suðurnesj- um ekki taka við skipun um að kalla sig erlendu nafni. Höfn- uðu því aðilar Vörðunnar þessari skipan og sendu úr- sögn sína til alþjóðasamtak- anna. Einka- réttur á „Hrafni" Siglingamálastjóri hefur samkvæmt lögum um skrán- ingu skipa veitt Þorborni h.f., Grindavík, einkarétt á skips- nafninu Hrafn. Vartilkynning þess efnis birt í Lögbirtinga- blaðinu 1. sept. s.l. Bifreiðin umrædda á horni Njarðarbrautar og Sjávargötu í Njarð- vík. Ljósm.: hbb Ekki bíla á glæ- nýjar þökumar Það er ekki hægt að segja að bílstjóri þessararbifreiðar beri mikla virðingu fyrir um- hverfinu. Hefur bifreiðin staðið í nokkra daga á horni Njarðarbrautar og Sjávar- götu í Njarðvík, þannig að tvö hjól bifreiðarinnar standa á nýlögðum túnþök- um á staðnum. Vegna þessa hafði forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur, Steindór Sigurðsson, sam- band við blaðið, en áður hafði hann haft samband við lögreglu, sem vísaði málinu til fjölmiðla til myndbirting- ar. Sagði Steindór það vera ófyrirgefanlegt að ýta biluð- um bílum út á glænýjar þök- urnar og láta þá síðan standa þar. Tökum við undir þessi orð Steindórs. Mikil ölvun Mikil ölvun var í Keflavík um síðustu helgi og þurfti lögreglan að hafa mikil af- skipti af ölvuðu fólki, bæði í heimahúsum og utan dyra. Þá voru tveir ökumenn tekn- ir, grunaðir um ölvun við akstur. NÝR FORD í LÖGREGLU- FLOTANN Bláa lónið: Frönsk stúlka missti meðvitund Frönsk stúlka liggur nú meðvitundarlaus á Landa- kostsspítala eftir að hafa fall- ið niður í Bláa lóninu á mið- vikudag í síðustu viku. Voru nokkrir franskir háskóla- nemar í lóninu er atburður þessi átti sér stað, þ.á.m. um- rædd stúlka. Ekki liggur fyrir hvað or- sakaði það að stúlkan féll í lónið, en mjög grunnt var, þar sem óhappið átti sér stað, nærri bakkanum. Flutti Grindavíkursjúkrabíllinn stúlkuna fyrst ásjúkrahúsiðí Keflavík og síðan á Landa- kotsspítalann íReykjavík. Ef inynd þessi er grannt skoðuð má sjá Karl Hermannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjón, sýna yfirmanni sínum, Jóni Eysteinssyni, lög- reglustjóra í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu, liinn nýja lögreglubíl sem bættist i bílaflota embættisins síðasta föstudag. Bifreið þessi er af gerðinni Ford Econlaine 150 og kemur í stað Ö-1007 sem hverfur úr flotanum, endaaf árgerðinni '83 ogek- inn 500 þús. km. Ljósm.: epj.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.