Víkurfréttir - 08.09.1988, Page 15
Fimmtudagur 8. september 1988 15
Gunnar Vilbergsson, formaður Lögreglufelags Gullbringusýslu, ásamt Sigurði H. Bergmann.
Sigurður er í æfingagallanum frá Sportbúð Oskars og heldur á styrknum frá L.G.
Lögreglufélag Gullbringusýslu:
Styrkir Sigurð
vegna ólympíufarar
Lögreglufélag Gullbringu-
sýslu hélt á laugardag einum
félaga sínum, Sigurði Berg-
mann, veglegt hóf í félags-
heimili lögreglumanna við lög-
reglustöðina í Keflavík.
Sigurður Bergmann mun
kepjia í júdó fyrir Islands hönd
á Olympíuleikunum í Seoul.
Sigurður hefur stundað svo til
stanslausar æfingar sl. fimm
mánuði vegna keppninnar og
því var ákveðið á stjórnarfundi
hjá Lögreglufélagi Gull-
bringusýslu að styrkja Sigurð
til fararinnar og því markmið-
ið sett á að safna ákveðinni
fjárhæð. Fimmtán aðilar lögðu
til fjármagn og samtals söfn-
uðust eitt hundrað þúsund
krónur, ásamt því aðSigurður
fékk æfingagalla frá Sportbúð
Óskars, auk fjárstuðnings frá
Lögreglufélagi Islands.
víít
þúi
hjálpar-
sveit?
Hjálparsveit skáta íNjarð-
vík mun halda kynningar-
fund í húsnæði sínu, mið-
vikudaginn 14. september
n.k.,þarsem starfsemi hjálp-
arsveitarinnar verður kynnt.
Hjálparsveita skáta í
Njarðvík er nú komin í nýtt
húsnæði, sem tekið var full-
komlega í notkun fyrr í sum-
ar. Að sögn Gunnars Stef-
ánssonar, varaformanns, er
nú fyrst hægt að njóta þess að
starfa með hjálparsveitinni.
„Ef þú hefur ánægju af úti-
veru og fjörugum félagsskap
þá er tilvalið að koma i hjálp-
arsveitina," sagði Gunnar
jafnframt. Kynningarfund-
urinn verður, eins og áður
sagði, haldinn miðvikudag-
inn 14. september í húsnæði
Hjálparsveitar skáta iNjarð-
vík og hefst kl. 20.
SIGURÐUR H. BERGMANN tekur fyrstu ,,skóflustunguna“ í
tertu þá er bökuð var og borin fram í liófinu, sem lialdið var Sigurði
til heiðurs.
Ljósmyndir: hbb.
BRIDS:
Úrslitaleikur
og árshátíð
Úrslitaleikurinn í sumarbik-
arnum fer fram á laugardag-
inn á Glóðinni og hefst kl.
13.30. Ekki er ljóst hvaða
sveitir‘ komast í úrslit, en í
undanúrslitum eru sveit
Grethe Iversen gegn sveit
Nessins annars vegar og hins
vegar sveit Karls Karlssonar
gegn sveit Hafsteins Ög-
mundssonar.
Um kvöldið verður svo árs-
hátíð félagsins haldin á Glóð-
inni. Borðhald hefst um kl.
20. Byrjað verður á á aspas-
súpu og síðan verður borið
fram lambalæri af villtu, ís-
lensku lambi, A la Glóðin,
og kaffi á eftir. Eftir borð-
hald verða síðan verðlaun
fyrir síðasta keppnistímabil af-
hent. Síðar um kvöldið
skemmtir síðan gítarsnilling-
urinn írski, Michael Kiely.
Miðaverði er stillt mjög í hóf
eða kr. 1.300.
A mánudeginum eftir árs-
hátíð verður aðalfundur fél-
agsins í Golfskálanum í Leiru
kl. 20, þar sem kosin verðurný
stjórn meðai annars. Eftir að-
alfundinn verður að sjálfsögðu
gripið í spil.
Mánudaginn 19. sept. verð-
ur fyrsta spilakvöld vetrarins.
Stjórnin
Dagmömmur
í Keflavík
athugið
Endurnýja þarf dagmömmuleyfi árlega.
Umsóknir þar um þurfa að berast skrif-
stofu félagsmálastjóra fyrir 22. sept. n.k.
Umsóknirfrá konum semóska eftiraðger-
ast dagmömmur þurfa einnig að berast
fyrir sama tíma.
Allar upplýsingar veittar á skrifstofu fél-
agsmálastjóra, Hafnargötu 32, III. hæð,
sími 11555.
Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar
I fti
Byggðasafn Suöurnesja
n M
ííi ii iii ii K)
Opið á laugardögum kl. 14 - 16.
Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
Súðumesjametm!.
MuttíB að sfyía söfnunarbaufyim
D- áímusamtal^anna jyrír ncestu
mánaðamót.
Einbýlishús til leigu
149 m2 einbýlishús, 5 svefnherbergi og
50 m2 bílskúr í Keflavík, fyrir traustan
leigjanda.
Upplýsingar veittar á Fasteignaþjón-
ustu Suðurnesja, ekki í síma.
Vélstjóravörður
Véistjóravörður óskast á Albert Ólafs-
son KE 39. Uppl. eftir kl. 19.00 í síma
15335.