Víkurfréttir - 08.09.1988, Síða 20
ViKun
Fimmtudagur 8. september 1988
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15. - .Símar 14717, 15717.
TÉKKAREIKNINGUR
SPURÐU SPARISJÓÐINN
Gerðahreppur
vill Helguvík
Gerðahreppur hefur sett
fram þá kröfu að breyting
verði gerð á landamerkjum á
Helguvíkursvæðinu. Fer
hreppsnefnd Gerðahrepps
fram á að landsvæði í kringum
Helguvík verði sett undir
Gerðahrepp en þetta land-
svæði tilheyrir nú Keflavíkur-
bæ. Var fundur með deiluaðil-
um haldinn hjá samgönguráð-
herra, Matthiasi A. Mathie-
sen, á mánudagskvöld.
A fundi, sem haldinn var í
bæjarstjórn Keflavíkur á
þriðjudag, kom fram að Kefla-
vikurbær þyrfti á þessu svæði
að halda undir iðnaðar- og
íbúðalóðir, ásamt því að sntá-
bátahöfn væri kostur sem gæti
komið til framkvæmda. Kom
fram í máli Magnúsar Har-
aldssonar á bæjarstjórnar-
fundinum að hann væri
ánægður með þá skoðun bæj-
arráðsmanna, að ekki væri til
umræðu að santþykkja neinar
tilslakanir í landamerkjamáli
þessu og fannst samgönguráð-
herra vera að gefa Gerða-
hreppi góðu tönnina. l.agði
Magnús til að á málinu yrði
tekið með ákveðni en ekki lát-
um.
Garðar Oddgeirsson sagði
að nágrannabæirnir væru erf-
iðir í umgengni og að bæjar-
stjórnin hefði ekkert við Garð-
menn að tala, né ráðherra.
Matthías Á. Mathiesen ósk-
aði eftir þvi á fundinum með
hreppsnefndarmönnum úr
Gerðahreppi og bæjarstjórn-
armönnum úr Keflavík að
Keflavíkurbær myndi skipa
nefnd, sem skipuð væri bæjar-
stjóra, einum meirihluta-
manni og einum minnihluta-
manni, til áframhaldandi við-
ræðna.
Lagði Vilhjálmur Ketilsson
það til á fundi bæjarstjórnar að
engin ákvörðun yrði tekin í
málinu ,,hér og nú“ og að ekki
væri til umræðu að skipa nefnd
til að ræða málið.
Helguvíkurhöfn, sent Sandgerðingar vilja nú innlima í sveitarfé-
lagið. Ljósm.: epj.
Deilt um bygg-
ingu bílskúrs
Upp er komin deila milli
húseiganda, bygginganefndar
og eldvarnaeftirlits vegna bil-
skúrs við Suðurvelli í Keflavík.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum blaðsins var teikn-
ing sú sent lögð var fram fyrst
ekki samþykkt og kom þá
önnur. Síðan hófust bygginga-
framkvæmdir, án þess að farið
væri eftir framkomnum teikn-
ingum að áliti umræddra aðila
og nágranna.
Bíiskúrinn umræddi.
Ljósm.: epj.
Að sögn Sveins Núma Vil-
hjálntssonar, byggingafulltrúa
í Keflavík, hefur húseigandinn
breytt staðsetningu skúrsins
og fært hann fram um einn og
hálfan metra án heimildar
bygginganefndar. „Þettatelég
þó vera til bóta fyrir nágrenn-
ið,“ sagði Sveinn Númi í sam-
tali við blaðið. Ekki sagðist
hann þó vita um ágreining
vegna verks þessa en vissi þó
um einhverja breytingu á
klæðningu skúrsins án heim-
ildar eldvarnaeftirlitsins.
Þótt byggingafulltrúi viður-
kenni ekki hvað hér er á ferð-
inni, er vitað að auk þess, sem
áður er komið fram, hefur ver-
ið settur gluggi áskúrinn um-
fram það sem stendur á teikn-
ingu og eins er enginn fagmað-
ur ábyrgðaraðili fyrir bygg-
ingu þessari, eins og vera ber
samkvæmt Iögum.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja:
Hertur agi og
betra nám
Kennsla er hafin að fullu
við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Um 580 nemendur
munu stunda dagskóla, þar
afum 180nýnemar. Reiknað
er með um 150 neinendum í
öldungadeild og öðru eins í
námsflokkum ogtöivuskóla.
Að sögn skólameistara,
Hjálmars Árnasonar, hafa
verið ráðnir kennarar í allar
stöður. Tveirkennararhættu
við skólann og tveir eru í or-
lofí og í stað þeirra hafa verið
ráðnir tólf kennarar, flestir
stundakennarar. Sagði
Hjálmar að heldur fleiri
nemendur væru við skólann
þessa önn heldur en síðast.
Tvær nýjar brautir verða
kenndar, skipstjórnarbraut
og sjúkraliðabraut, sem veit-
ir full réttindi sjúkraliða.
Hjálmar Árnason skóla-
meistari sagði að reynt yrði
að herða á ástundun nem-
enda, jafnframt því að herða
umgengnisreglur. „Við vilj-
um að nemendur verði í fullu
starfi. Okkur leiðist að hafa
ietingja í vinnu,“ sagði
skólameistari. Tekið verður
upp stoðkerfi í kennslu, sem
gerir nemendur ábyrgari en
áður. „Herturagi.betra nám
og menningarlegra líferni,"
sagði skólameistari að lok-
um.
1 —
s jtmm i — m
TRÉ
TRÉ-X byggingavörur
Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700
Greiðslustöðv-
un hjá Fisktorgi
Fiskvinnslufyrirtækið Fisk-
torg h.f. í Vogum fékk þann
24. ágúst greiðslustöðvun og
liggur starfsemi fyrirtækisins
nú niðri. Samkvæmt upplýs-
ingum blaðsins stafa erfiðleik-
ar fyrirtækisins af miklum
fjármagnskostnaði og háu
fiskverði á fiskmörkuðum, en
fyrirtæki þetta rak ekki eigin
útgerð og varð því að afla sér
hráefnis á fiskmörkuðum.
Eftir því sem næst verður
komist eru skuldir umfram
eignir mjög miklar en helstu
aðilarnir, sem eiga útistand-
andi hjá fyrirtækinu, eru
Byggðastofnun, Samvinnu-
bankinn og Sparisjóðurinn í
Keflavík.
Bílvelta
Um kl. 13 á laugardag
varð bílvelta á Flugvallar-
vegi í Keflavík, er 19 ára
gamall ökumaður missti
stjórn á bifreið af Benz-gerð,
er hann ók. Eru ástæður
óhappsins þær að hann ók of
hratt vestur Flugvallarveg
og er hann kom í beygju,
missti hann stjórn áökutæk-
inu, sem lenti á ljósastaurog
valt.
Einn farþegi var í bílnum
auk bilstjóra og sluppu þeir
báðir án teljandi meiðsla,
enda báðir í öryggisbeltum
Slökkviliðið
í saltfisk
Slökkvilið BS var í síðustu
viku kallað út vegna reyks í
kjallaraíbúð við Hafnargötu í
Keflavík. Er liðið kom á vett-
vang var mikill reykur í íbúð-
inni en enginn eldurinn.
Ástæða reyksins var sú að
húsráðandi hafði verið að
sjóða saltfisk en áður en suðu
var lokið hafði hann farið út og
í næsta hús til að horfa á sjón-
varpið og gleymt pottinum á
með fyrrgreindum afleiðing-
um.
Fá þeir ekkert að éta
þarna á slökkvistöðinni?