Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 16.02.1989, Blaðsíða 1
Sjúkrahús Keflavíkuriæknishéraðs: Sendur heim stórslasaður Neyðar- miðstöð almanna- varna að komast í gagnið I kjallara slökkvistöðvar- innar í Keflavík hefur nú ver- ið útbúin neyðarmiðstöð fyr- ir Almannavarnanefnd Suð- urnesja. Að sögn Ellerts Ei- ríkssonar, formanns nefnd- arinnar, er þannig gengið frá málum að miðstöð þessi geti starfað er vá ber að dyrum. Kom það best í Ijós er Suð- urnesin voru myrkvuð á sunnudag, að slökkvistöðin var vel upplýst. Stafaði það af ljósavél sem almanna- varnanefndin hefur yfir að ráða. Auk þess em séð er fyrir bæði ljósi og hita í mið- stöðinni, þá hefursímalínum við húsið verið fjölgað tii nota við þær aðstæður sem þörf er á þeim. M.a. verður bein, handsnúin símalína milli slökkvistöðvar, lög- reglustöðvar, sjúkrahúss og símstöðvar. Auk þessa mun miðstöðin hafa yfir talstöðvum að ráða, svo tryggt ætti að vera að hægt verði að koma út boð- um og taka við öðrum, þá er vá ber að dyrum. Maður sem slasaðist í Flug Hóteli um næst síðustu helgi var sendur heim el'tir fyrstu að- gerð á Sjúkrahúsinu í Kella- vík, þó stórslasaður væri. Þegar siðast fréttist var hann meðvitundarlaus á gjörgæslu- deild sjúkrahúss í Reykjavík. Hann hafði fundist slasaður á hcrbergisgangi á annarri hæð hótelsins. Hafði hann orðið fyrir höfuðáverkum. Læknir sem staddur var á hótelinu annaðist manninn þar til hann var fluttur af lögreglunni á Sjúkrahúsið í Ketlavík, þar sem saumað var í sárá hnakka mannsins. Gerðist þetta aðfaranótt næst síðasta laugardags og að morgni var hann sendur heim. Skömmu síðar fór að draga af manninum og var hann þá fluttur í sjúkrahús í Reykjavík, þarsem liann hefur legiðsíðan meðvitundarlaus, eins og áður kemur fram. Skyldilokun í flugstöð I síðustu viku varð vinnu- eftirlitið að grípa til skyndi- lokunar við hurð þá sem far- angur kemur inn í Leifsstöð úr flugvélum. Að sögn um- dæmisstjóra vinnueftirlitsins á Suðurnesjum var mikil hætta á klakafalli þar yfir sem menn voru að störfum undir og því var gripið til augnablikslokunar meðan klakinn var hreinsaður burt. Sagðist hann eiga von á að gengið yrði þannig frá þarna að hætta skapaðist ekki fyrir mannskapinn, þó veður væru eins og þau hafa verið að undanförnu. Mun hann fylgjast með aðstæðum, svo koma megi í veg fyrir að slys hljótist af fyrir þá hlaðmenn sem þarna eru að störfum. íkveikja í fjölbýlishúsi Um síðustu helgi kom upp eldur í sameign fjölbýlishúss að Sólvallagötu 42 í Kefla- vík. Er lögreglan í Keflavík kom á vettvang hafði tekist að slökkva eldinn, en slökkviliðið var ekki kallað út. Mun aðallega skótau hafa brunnið. Grunur leikur á að hér hafi börn verið að verki, þar sem það sást til krakka hlaupa frá staðnum. Er síð- ast fréttist hafði ekki tekist að ná í þá seku, að sögn John Hill, lögreglufulltrúa rann- sóknarlögreglunnar. Geir setti 2 heimsmet - á alþjóðlegu móti í Svíþjóð Geir Sverrisson, UMFN stóð sig frábærlega vel á alþjóðlegu sundmóti fatlaðra í Malmö í Svíþjóð um sl. helgi. Geir setti tvö heimsmet, i 50 og 100 m bringusundi, og var mjög nálægt heimsmcti í 100 m skriðsundi. í 100 m skriðsundinu bætti hann sinn besta tíirta um heil- ar 5 sekúndur og sló.um leið 4 ára gamalt heimsmet. 1100 m skriðsundi hætti hann sinn besta árangur um 3 sekúndur og var nálægt heimsmeti. Ár- angur Geirs í hringusundinu skipar honum á bekk með 10 bestu bringusundsmönnum landsins (ólötluðum) sem sýnir best hve þessi árangur er góður. „Þetta er stórkostlegur ár- angur og mun betri en við þorðum að vona. Geir er í mik- illi framior þessa dagana“, sagði Eðvarð Þór Eðvarðs- son, þjálfari Geirs Sverris- sonar. Búinn með þorskkvót- ann í upphafi vertíðar það getur stundum verið öl- ugsnúið að lenda i miklum og góðum alla, a.m.k. lyrir þá sem hala lremur lítinn kvóta, eins og hjá þeim á Reykjaborg- inni RL-25. Aðsögn I riðriks G. Oskars- sonar skipstjóra, helur bátur- inn aðeins 147 tonna þorsk- kvóta. I janúar lékk báturinn 94 tonn af þorski og það sem af er febrúar lielur báturinn feng- ið 40 tonn, og því voru síðasla mánudag aðeins eltir 13 tonn. Að auki hel’ur báturinn að vísu nokkurn ýsukvóta og frjálsan kolakvóla. Ln það dugar slull ef einhver þorskur kemur i veiðarlærin. Sagði Friðrik að menn væru þvi að leita að þorskkvóta lil að kaupa á bátinn, en lítið væri um slíkt nú i upphali ársins. I þessi er miðaður viðákveðinár Hefur báturinn aðeins kvóta á þegar allabrögð hans voru við tiu lonna bát, en kvóti | mun lélegri en nú er. Revkjaborg RE-25. Ljósm.: cpj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.