Víkurfréttir - 16.02.1989, Blaðsíða 9
\)iKun
Uuau
Fimmtudagur 16. febrúar 1989
AUGLYSING
um breytingu á deiliskipu-
lagi við Kjarrmóa
í Njarðvík
Vinnuvélar frá H. Magnússyni við snjóhrcinsun á Hafnargötu í Keflavík í siðustu viku. t.júsm.: hbb.
Keflavík:
Tvær milljónir í snjómokstur
Guðfinnur Sigurvinsson,
bæjarstjóri í Keflavík, upp-
lýsti það á fundi bæjarstjórn-
ar Keflavíkur í síðustu viku
að kostnaður við snjóruðn-
ing, hreinsun og mokstur,
væri að nálgast 2 milljónir í
Keflavík. Væri verk þetta að-
allega unnið af bæjarstarfs-
mönnum ogeins kæmu verk-
takar þar einnig til skjal-
anna.
Er það aðallega H. Magn-
ússon sem hefur unnið við
snjóhreinsun þessa, enda
mjög vel búinn tækjum til
slíks, eins og sést á meðfylgj-
andi mynd.
Samkvæmt grein 4.4. í skipulagsreglugerð
auglýsist breyting á deiliskipulagi við
Kjarrmóa. Teikningar liggja frammi á bæj-
arskrifstofum Njarðvíkur frá 20. febrúar
n.k. til 20. mars. Athugasemdir, ef einhverj-
ar eru, skulu vera skriflegar og sendast bæj-
arstjórn Njarðvíkur fyrir 31. mars n.k.
Njarðvík, 3. janúar 1989.
Bæjarstjórinn í Njarðvík.
Eiginmenn
Unnustar
TAKIÐ YKKUR FRÍ Á KONUDAG-
INN OG BJÓÐIÐ ELSKUNNI
ÚT AÐ BORÐA Á GLÓÐINA.
Konudagsmatseðill:
II umarsúpa
og
Glóðarsteikt lambalæri bearnaise
m/fersku grænmeti og bökuðum kartöflum
kr. 980,-
eða
T-bonesteik með ristuðum humarhala,
bakaðri kartöllu og madeirasósu
kr. 1.490
og
Jarðarberjarjómarönd
Sérstakur barnamatseðill.
P.S. Verið vandlát - það erum við.
hurrkarinn og þvotturinn kominn út i snjóinn eftir að eldurinn hafði verið
slökktur. Ljósm.: hbb.
Slökkvilið Brunavarna Suð-
urnesja var á föstudagsmorg-
un kvatt út, að húsi við Norð-
urvelli í Keflavík. Þar hafði
komið upp eldur í þvotta-
þurrkara. Tók slökkvistarfið
skamma stund, en þvotturinn í
þurrkaranum, ásamt þurrkar-
anum sjálfum, eyðilagðist.
Kaupfélagið:
Búðarhnupl
og rúðubrot
Lögreglunni í Keflavík
barst í síðustu viku tilkynn-
ing um búðarhnupl í kaup-
félagsbúðinni að Faxabraut
27 í Keflavík. Var viðkom-
andi aðili gómaður á staðn-
um, með kartöfluflögur og
annað smávægilegt innan
klæða.
Þá var í síðustu viku brot-
in rúða í annarri kaupfélags-
búð. Að þessu sinni var það
útibúið í Sandgerði sem varð
fyrir barðinu á skemmdar-
vargi.
Innbrot á
dagheimili
í síðustu viku var brotist
inn á dagheimilið Holt í
Innri-Njarðvík. Þaðan var
stolið tveimur myndavélum
og’einhverju af matvælum.
Er málið í rannsókn.
Konudagurinn er á
sunnudaginn
Opiðlaugardagkl. 10-18 ogsunnudagkl. 9-18
KÓSÝ
HAFNARGOTU 6 - SJMI 14722
Eldur í þurrkara