Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.09.1991, Síða 3

Víkurfréttir - 12.09.1991, Síða 3
3 Flugleiðir Keflavíkurflugvelli Víkuríróttir 12. sept. 1991 Viöhalds- stöð fyrir milljarð Flugleiðir hafa undirritað samning við kanadískt verk- takafyrirtæki uin byggingu 12.500 fermetra flugskýlis og viðhaldsstöðvar á Kefla- víkurflugvelli. Aætlað er að það kosti milli 900 og 1000 millj- ónir króna, að því er fram kem- ur í nýjasta tölublaði Flug- leiðafrétta, blaði starfsmanna. Kemur fram í blaðinu að verulegur hluti byggingarvinn- unnar verði í höndum íslenskra verktaka. Útboð vegna þeirra þátta verksins sem Flugleiðir sjá um, verða birt bráðlega og gert er ráð fyrir að vinna við bygginguna hefjist í haust og verði lokið um áramót 1992 og 1993. Með tilkomu hússins munu verða miklar breytingar á við- haldsþjónustu fyrirtækisins. Þá mun vinnustaður flugvirkja flytjast frá Reykjavík til Kefla- víkur. Einnig munu allar skrif- stofur tæknisviðs flytjast hing- að suður og þar verður í framtíðinni vinnustaður fram- kvæmdastjóra sviðsins. Er það stefna Flugleiða að sjá að langmestu leyti um eigið viðhald. Auk þess telur fyr- irtækið að það geti selt milli 20 og 30 þúsund vinnustundir á ári í flugvélaviðhaldi. Mynd af væntanlegri við- haldsstöð Flugleiða á Kefla- víkurfliigvclli hefur verið felld inná mynd af nágrenni Leifsstöðvar, þar sem hún verður reist. Flughlað og að- keyrslu-hrautir eru þegar fullgerðar. Ljósmynd úr Flugleiðafréttum. Vorum að taka upp meiriháttar skart, sam- kvæmisveski, leðurtöskui; trefla og vettlinga, silfurhringi í miklu úrvali Leðurbakpokar í skólann - aðeins 3.900 kr. Ath. Opið á laugardögum kl. 10-14. SNYRTIVORUVERSLUNIN sraaRt HÓLMGARÐI 2 - SÍMI 15415 GRÆNN FÖSTUDAGUR I SAMKAUP SPRENGI TILBOÐ Á GRÆNMETI Á MORGUN, FÖSTUDAG FRÁ KL. HVAÐA VÖRUR? HVAÐA A VERÐ? 14 SWMiK/AlU NÝJAR VÖRUR Á TILBOÐSTORGINU Á FRÁBÆRU VERÐI

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.