Morgunblaðið - 19.02.2016, Page 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2016
hvorki leikmenn liðanna né stuðn-
ingsmenn þeirra. Afturelding er
áfram í 3.-4. sæti deildarinnar ásamt
Fram með 22 stig en stigið dugði
Gróttumönnum til að komast upp að
hlið Eyjamanna í 5.-6. sæti. Bæði lið
hafa 21 stig.
Fyrri hálfleikurinn var leikur mik-
illa mistaka. Leikmenn beggja liða
gerðu sig seka um klaufaleg mistök
og sóknarleikur liðanna á köflum
mjög tilviljunarkenndur og óagaður.
Liðin skiptust á að hafa forystuna en
að fyrri hálfleiknum loknum var stað-
an jöfn, 11:11.
Gróttumenn skoruðu þrjú fyrstu
mörkin í seinni hálfleik og með þess-
ari kröfugu byrjun náðu nýliðarnir
undirtökunum. Það tók Mosfellinga
fimm mínútur að komast á blað í
seinni hálfleik en fram að því höfðu
þeir farið illa að ráði sínu og kastað
boltanum tvígang í hendurnar á
Gróttumönnum. Afturelding náði að
jafna metin, 16:16, en í kjölfarið náðu
Seltirningar góðum leikkafla, skor-
uðu fjögur mörk og virtust ætla að
sigla framúr. En heimamönnum
tókst að þétta raðirnar í vörninni og
með Davíð Svansson í góðum gír á
milli stanganna sneri Afturelding
leiknum sér í vil. Liðið náði tveggja
marka forskoti, 23:21, þegar fimm
mínútur voru til leiksloka en með
seiglu og baráttu tókst Gróttumönn-
um að jafna metin og áttu möguleika
á að innbyrða sigurinn eins og áður
segir.
Davíð Svansson varði jafnt og þétt
allan leikinn og var heilt yfir besti
maður Aftureldingar en hornamað-
urinn Árni Bragi Eyjólfsson stóð
honum ekki langt að baki. Hann
skoraði nokkur afar lagleg mörk úr
hægra horninu. Varnarleikurinn og
markvarslan var í góðu lagi hjá Mos-
fellingum en sóknarleikinn þurfa þeir
að bæta.
Línumaðurinn Guðni Ingvarsson
var fremstur á meðal jafningja í liði
Gróttu sem er enn taplaust á árinu.
Nýliðarnir eru ólseigir og framganga
þeirra í vetur hefur komið skemmti-
lega á óvart. Næsta verkefni Gróttu-
manna er undanúrslitaleikur á móti
1. deildar liði Stjörnunnar í bikarnum
og þar verður mikið í húfi fyrir hið
unga og efnilega Gróttulið.
Víkingar nálægt sigri
Víkingar voru óheppnir að inn-
byrða ekki sigur gegn Fram í Safa-
mýrinni. Víkingar unnu upp forskot
Framara í seinni hálfleik og komust
þremur mörkum yfir, 22:19, en Fram
náði að jafna metin. Víkingar eru þá
níu stigum frá því að komast úr fall-
sæti þegar þeir eiga sex leiki eftir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
als sækir hér að vörn ÍR-inga í Austurbergi í gær. Elvar er óðum að öðlast fyrri
meiðsla. Hann skoraði fjögur mörk í þriggja marka sigri Valsmanna.
voru mjög traustir en hrósið fær liðs-
heildin og þjálfari fyrir geggjaðan við-
snúning milli hálfleikja. Þessi sigur
Þórs verður seint ofmetinn að mínu
viti.
Þetta var risastór prófsteinn fyrir
Grindavík; liðið átti að vera á flottri
siglingu en ljóst er eftir þessa við-
ureign að liðið á gríðarlega langt í
land. Sérstaklega finnst mér sókn-
arleikur liðsins illa framkvæmdur; til-
viljun og heitar hendur í þristum ráða
ríkjum á kostnað eðlilegs sóknar-
flæðis. Á lykilaugnablikum brugðust
bestu menn liðsins klaufalega og eng-
in fítonskraftur (sem sást örla fyrir í
fyrri hálfleik) í liðinu til svara þegar
alvöru mótlæti mætti mönnum.
Grindavík er einfaldlega andlega veik-
ara liðið af þessum tveimur, sem sann-
aðist berlega í gær. Reynslan og get-
an í Grindavík er meiri en svo að
brotlending á heimavelli í Derby-slag
á ögurstundu sé viðunandi.
Baráttuglaðir ÍR-ingar töpuðu
Nokkuð er liðið á febrúar og runn-
inn upp sá árstími þar sem ÍR-ingar
láta iðulega finna fyrir sér á körfu-
boltavellinum. Ótrúlega oft hafa þeir
tekið rispur á síðustu árum, annað-
hvort til að tryggja sér sæti í úrslita-
keppninni eða forða sér frá falli. ÍR-
liðið er nú þar mitt á milli. Vonin um
að komast í úrslitakeppnina er orðin
mjög veik en fremur litlar líkur á því
að liðið falli.
Njarðvík hafði betur, 83:76, í Breið-
holtinu í gærkvöldi eftir jafnan leik.
ÍR var án Bandaríkjamannsins Jonat-
hans Mitchell sem er með lungna-
bólgu og óvíst um þátttöku hans
næstu tvær vikurnar. Í ljósi þeirrar
stöðu bjuggust sjálfsagt flestir við
öruggum sigri Njarðvíkur. Baráttu-
gleðin var hins vegar í fyrirrúmi hjá
ungum ÍR-ingum og fyrir vikið tókst
þeim að gera leikinn spennandi. Með
góðum varnarleik áttu ÍR-ingar raun-
ar möguleika á því að vinna leikinn en
sóknarleikurinn gekk oft erfiðlega.
Njarðvíkingum gekk vel að þvinga
ÍR-inga í erfiðar aðgerðir.
Njarðvíkingar eru með öflugt lið
eins og körfuboltaáhugamenn þekkja.
En ef úrslitakeppnin væri að hefjast
núna þá myndi ég ekki reikna með því
að liðið myndi berjast um titilinn eins
og í fyrra. En Njarðvíkingar hafa um
það bil mánuð til að finna taktinn fyrir
alvöru og forvitnilegt verður að fylgj-
ast með liðinu ef það tekst.
Þjálfarinn reyndi, Friðrik Ingi
Rúnarsson, sagði nokkuð athyglisvert
við blaðamann að leiknum loknum.
Hann benti á að ef til vill væri það að
þvælast aðeins fyrir liðinu hversu
margir hæfileikaríkir leikmenn séu til
staðar. Menn þurfi að finna sig í sín-
um hlutverkum og stundum skorti
þolinmæði til að fara í heppilegustu
aðgerðirnar.
Hafi ég skilið Friðrik rétt þá þurfa
Njarðvíkingar að finna rétta jafn-
vægið í sínum leikmannahópi. Leik-
menn eins og Atkinson, Haukur, Logi
og Maciej þurfa allir að fá úr ein-
hverju að moða en þurfa að taka af
skarið á réttum augnablikum og þess
á milli að láta boltann ganga til að bíða
eftir rétta skotfærinu.
Höttur eygir enn veika von um að
halda sér í deildinni eftir sigur á FSu,
92:83, í botnslagnum á Selfossi. Hatt-
armenn þurfa þó væntanlega að vinna
fjóra síðustu leiki sína til að eiga
möguleika á að sleppa.
Tindastóll fór létt með Snæfell á
Sauðárkróki, 114:85, og er áfram í
baráttunni um fjórða sætið í deildinni.
Snæfell er hinsvegar í slag við Grinda-
vík um áttunda og síðasta sætið í úr-
slitakeppninni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
rðvík fer framhjá ÍR-ingnum Björgvini
ljaskólanum í gærkvöld.
Tvö heimsmet ífrjálsum
íþróttum innan-
húss sem voru
komin til ára
sinna féllu á móti í
Globen höllinni í
Stokkhólmi í
fyrrakvöld. Gen-
zebe Dibaba frá Eþíópíu bætti metið
í míluhlaupi þegar hún kom í mark á
4.13,31 mínútu. Dibaba, sem á heims-
metið í 1.500 metra hlaupi utanhúss
og er ríkjandi heimsmeistari, bætti
þar með 26 ára gamalt met. Þá sló
Ayanleh Souleiman heimsmetið í
1.000 metra hlaupi en tími hans var
2.14,20 mínútur. Gamla metið var
sett árið 2000.
Cristiano Ronaldo, Real Madrid,er markahæstur í Meistara-
deildinni en hann skoraði sitt 12.
mark á tímabilinu í fyrrakvöld þegar
hann skoraði fyrra mark Madridar-
liðsins í 2:0 sigri á móti Roma. Robert
Lewandowski, Bayern München,
kemur næstur með 7 mörk og Artem
Dzyuba úr Zenit St. Petersburg er í
þriðja sætinu með 6 mörk.
FramherjinnLuis Suárez
hefur svo sann-
arlega reynst
Barcelona happa-
fengur frá því
hann gekk í raðir
félagsins frá Liv-
erpool. Úrú-
gvæinn hefur
skorað 40 mörk í
deildinni í þeim 50 leikjum sem hann
hefur spilað og mörkin hans á leiktíð-
inni eru orðin 40 talsins í öllum
keppnum fyrir Katalóníuliðið. Frá
því Suárez kom til Barcelona hefur
hann skorað samtals 65 mörk í 79
leikjum og hefur liðið unnið 64 þeirra.
José Mourinho verður á meðaláhorfenda á leik Inter og Sam-
pdoria í ítölsku A-deildinni á morgun
en Mourinho stýrði liði Inter frá 2008
til 2010. Ítalska íþróttablaðið Cor-
riere dello Sport segir að Mourinho
mæti í þeim tilgangi til Mílanó að
reyna að fá framherjann Maruo Ic-
ardi til að koma til Manchester Unit-
ed en sterkur orðrómur er í gangi um
að Mourinho leysi Louis van Gaal af
hólmi sem knattspyrnustjóri United í
sumar.
Tíu Íslendingar keppa á Norður-landamóti ungmenna í kraftlyft-
ingum sem hefst í Svíþjóð í dag. Aron
Ingi Gautason, Dagfinnur Ari Nor-
mann, Arnar Harðarson, Karl Ant-
on Löve, Óskar Helgi Ingvason og
Kara Gautadóttir keppa í klassískum
kraftlyftingum í dag en Þorbergur
Guðmundsson, Guðfinnur Snær
Magnússon, Inga María Hennings-
dóttir og Fríða Björk Einarsdóttir í
kraftlyftingum með búnaði á morg-
un.
Fólk sport@mbl.is
Framhús, Olís-deild karla, fimmtu-
dag 18. febrúar 2016.
Gangur leiksins: 11:7, 14:13, 17:15,
17:17, 19:22, 22:23, 24:24.
Mörk Fram: Ólafur Ægir Ólafsson 6,
Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Arnar
Freyr Arnarsson 4, Stefán Darri
Þórsson 3, Garðar B. Sigurjónsson 2,
Arnar Freyr Ársælsson 2, Stefán
Baldvin Stefánsson 1.
Markverðir: Kristófer Fannar Guð-
mundsson og Valtýr Már Há-
konarson.
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Víkings: Atli Karl Bachmann 6,
Karolis Stropus 4, Jóhann Reynir
Gunnlaugsson 4, Ægir Hrafn Jóns-
son 3, Víglundur Jarl Þórsson 2, Atli
Hjörvar Einarsson 2, Jón Hjálm-
arsson 2, Hlynur Óttarsson 1.
Markverðir: Magnús G. Erlendsson
og Einar Baldvin Baldvinsson.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Arnar Geir Nikulásson og
Ramunas Mikalonis.
Áhorfendur: 221.
Fram – Víkingur 24:24
N1-höllin Varmá, Olís-deild karla,
fimmtudag 18. febrúar 2016.
Gangur leiksins: 1:2, 2:3, 3:5, 6:7,
9:7, 11:11, 12:14, 16:16, 17:20, 20:21,
23:21, 24:24.
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyj-
ólfsson 7/1, Mikk Pinnonen 6, Gunn-
ar Malmquist Þórsson 2, Þrándur
Gíslason Roth 2, Gestur Ólafur Ingv-
arsson 2, Jóhann Gunnar Einarsson
2, Guðni Kristinsson 1, Jóhann Jó-
hannsson 1, Birkir Benediktsson 1.
Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson
17.
Utan vallar: 4 mínútur
Mörk Gróttu: Viggó Kristjánsson
5/1, Guðni Ingvarsson 5, Aron Dagur
Pálsson 4, Finnur Ingi Stefánsson
4/1, Júlíus Þórir Stefánsson 3, Þor-
geir Bjarki Davíðsson 1, Daði Laxdal
Gautason 1, Árni Benedikt Árnason
1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 13.
Utan vallar: 6 mínútur. Rautt spjald:
Júlíus Þórir Stefánsson 60. (brot).
Dómarar: Magnús Kári Jónsson og
Ómar Ingi Sverrisson.
Áhorfendur: 512.
Afturelding – Grótta 24:24
Mustad-höllin, Dominos-deild karla,
fimmtudag 18. febrúar 2016.
Gangur leiksins: 4:2, 14:8, 16:12,
20:15, 26:18, 27:22, 31:29, 39:31,
42:41, 50:51, 56:55, 58:63, 62:67,
70:73, 72:79, 79:83, 81:87.
Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr.
27/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 14,
Jón Axel Guðmundsson 12/14 frá-
köst/10 stoðsendingar, Þorleifur
Ólafsson 10/5 fráköst, Ómar Örn Sæv-
arsson 10/9 fráköst, Þorsteinn Finn-
bogason 5, Hinrik Guðbjartsson 3.
Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.
Þór Þ.: Vance Hall 31/9 fráköst/5
stoðsendingar, Emil Karel Einarsson
19, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 15/
12 fráköst, Halldór Garðar Her-
mannsson 9, Þorsteinn Már Ragn-
arsson 6/4 fráköst, Grétar Ingi Er-
lendsson 5, Baldur Þór Ragnarsson 2.
Fráköst: 20 í vörn, 12 í sókn.
Grindavík – Þór Þ. 81:87
Iða, Selfossi, Dominos-deild karla,
fimmtudag 18. febrúar 2016.
Gangur leiksins: 3:5, 8:14, 12:16,
16:23, 21:25, 25:27, 29:34, 36:39,
42:47, 47:52, 58:56, 65:65, 71:74,
75:81, 77:85, 83:92.
FSu: Chris Woods 22/12 fráköst,
Bjarni Geir Gunnarsson 18/4 fráköst,
Gunnar Ingi Harðarson 15/6 fráköst,
Hlynur Hreinsson 11/7 stoðsendingar,
Ari Gylfason 4, Geir Helgason 3/4 frá-
köst, Þórarinn Friðriksson 3, Svavar
Stefánsson 3, Maciej Klimaszewski 2,
Arnþór Tryggvason 2.
Fráköst: 28 í vörn, 3 í sókn.
Höttur: Tobin Carberry 32/9 frá-
köst/6 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni
Ævarsson 20/9 fráköst/5 stoðsend-
ingar, Hreinn Gunnar Birgisson 14,
Mirko Stefán Virijevic 10/11 fráköst,
Hallmar Hallsson 8/5 fráköst, Bene-
dikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4,
Ásmundur Hrafn Magnússon 4.
Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn.
FSu – Höttur 83:92
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
DHL-höllin: KR – Keflavík ................. 19.15
1. deild karla:
Dalhús: Fjölnir – Reynir S .................. 18.30
Hveragerði: Hamar – Ármann............ 19.15
Borgarnes: Skallagrímur – ÍA ............ 19.15
Smárinn: Breiðablik – KFÍ ...................... 20
1. deild kvenna:
Smárinn: Breiðablik – Njarðvík............... 18
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olís-deildin:
Kaplakriki: FH – Akureyri....................... 19
Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin:
Valshöllin: Valur – Grótta.................... 19.30
1. deild karla:
TM-höllin: Stjarnan – HK ................... 19.30
Selfoss: Selfoss – KR............................ 19.30
Dalhús: Fjölnir – Þróttur..................... 20.30
Kaplakriki: ÍH – Mílan ............................. 21
ÍSHOKKÍ
Fyrsti úrslitaleikur karla:
Akureyri: SA – Esja ............................. 19.45
Í KVÖLD!