Fréttablaðið - 03.01.2017, Blaðsíða 6
VEGNA LOKUNAR VERSLUNAR OKKAR
VERÐUM VIÐ MEÐ ÝMSAR GERÐIR AF
INNRÉTTINGUM ÁSAMT TÖLUVERÐU
MAGNI AF GÍNUM TIL SÖLU
Á ÓTRÚLEGU VERÐI.
SALAN FER FRAM MIÐVIKUDAGINN
4. JANÚAR FRÁ KL. 10:00 TIL 16:00
Á 1. HÆÐ DEBENHAMS Í SMÁRALIND,
GENGIÐ ER INN UM
GAMLA INNGANGINN Á 1. HÆÐ.
&INNRÉTTINGAR OGGÍNURÁ FRÁBÆRU VERÐI
Snjóleysi í svissnesku Ölpunum
Mikið snjóleysi hrjáir nú skíðafólk í svissnesku Ölpunum. Snjókoma hefur ekki mælst minni í desember í meira en 150 ár og úrkoma almennt mælst þar
minni en áður. Í skíðaparadísinni les Crosets hafa menn brugðið á það ráð að búa til gervisnjó og gera úr honum mjóa skíðabraut. Nordicphotos/AFp
Samfélag Hvorki utanríkisráðu-
neytið né sendiráð Íslands í Kína
hafa orðið vör við að tillaga Einars
Sveinbjörnssonar veðurfræðings,
um að sniðganga ætti vörur frá Kína
dragi dilk á eftir sér.
Einar sagði í veðurfréttatíma RÚV
á nýársdag að ef Íslendingar ætluðu
að leggja sitt af mörkum til loftslags-
mála gætu þeir sniðgengið vörur frá
Kína.
Einar sagði árið 2016 það heitasta
frá upphafi mælinga.
„Kínverjar brenna kolum til að
framleiða rafmagn og allar vörur
sem eru framleiddar í Kína eru því
óloftslagsvænar,“ sagði Einar.
Engin viðbrögð hafa borist frá
kínverska sendiráðinu en það var
lokað í gær. Einar var áður aðstoðar-
maður Jónínu Bjartmarz umhverfis-
ráðherra. – bb
Virðast sniðganga Einar
Írak Sjálfsvígsárás í Bagdad kostaði
hátt í fjörutíu manns lífið í gær. Um
sextíu særðust að auki.
Árásin var gerð með bílsprengju
á fjölförnu torgi í Sadr City, sem
er hverfi þar sem einkum búa sjía-
múslimar.
Stuttu síðar var gerð önnur
sprengjuárás nálægt sjúkrahúsi í
borginni og þar létu þrír lífið.
Vígasamtökin Daish, eða Íslamskt
ríki eins og þau kalla sig, segjast bera
ábyrgð á báðum árásunum, en þeim
er illa við sjía-múslima.
Ofbeldi hefur aukist í Bagdad,
höfuðborg Íraks, undanfarna
mánuði eftir að stjórnarherinn hóf,
ásamt hersveitum Kúrda, sókn gegn
Daish í borginni Mosúl, sem sam-
tökin hafa haft á sínu valdi síðan
sumarið 2014. – gb
Um fjörutíu féllu
í árás í Bagdad
hermenn skoða vegsummerki á vett-
vangi sprengjuárásarinnar í sadr-hverf-
inu í Bagdad í gær. Nordicphotos/AFp
Vígasamtökin Daish, eða
Íslamskt ríki eins og þau
kalla sig, segjast bera ábyrgð
á báðum árásunum, en þeim
er illa við sjía-múslima.
Sjávarútvegur „Síðasta ár var
auðvitað mjög erfitt út af genginu.
Svo kemur þetta verkfall ofan í það
þannig að staðan er mjög erfið,“
segir Jón Steinn Elíasson, for-
maður Samtaka fiskframleiðenda
og útflytjenda (SFÚ), um kjaradeilu
sjómanna.
Jón Steinn segir verkfallið koma
sér illa fyrir þær fiskvinnslur án
útgerðar sem aðilar eru að sam-
tökunum sem og minni fyrirtæki í
sjávarútvegi um land allt.
„Við drögumst eiginlega inn í
þetta. Við erum hvorki í verkfalli
né aðilar að samningsnefnd. Þetta
er í raun óhugsandi ástand,“ segir
Jón Steinn.Í raun sé ekki hægt fyrir
fiskvinnslur að halda úti vinnslu þar
sem hráefnið er ekki fyrir hendi.
„Við getum ekkert gert. Það eru
þessir smábátar sem eru í gangi og
þeir geta ekki róið nema í betra
veðri. Það þarf að vera mjög gott
veður til að þeir geti allir farið út,“
segir Jón Steinn og bætir því við
að margir hafi gripið til uppsagna
vegna tekjutaps.
Jón Steinn segir deiluna, sem og
sterkt gengi krónu, geta skaðað við-
skiptatengsl við fyrirtæki í útlönd-
um sem kaupi íslenskan fisk. „Þetta
kemur kannski ekki mikið að sök
strax en ef þetta dregst á langinn
getur þetta farið að hafa alvarleg
áhrif fyrir Íslendinga út á við.“
Jón Steinn hvetur samningsaðila
til þess að nýta tíma sinn vel.
„Það er skelfilegt að láta tvær
heilar vikur falla dauðar niður. Það
segir manni það að þeir ætla ekkert
að semja heldur bíða bara eftir að
ríkisstjórnin setji á þetta lög. Ég get
ekki lesið annað út úr þessu. Ég ætla
bara að vona að menn grípi ekki til
Fiskvinnslur í þrot ef
verkfallið dregst áfram
Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa
þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá
deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember.
Þessum fiski, ýsu og þorski úr Faxaflóa, var landað úr daðey GK í hafnarfirði í gær.
FréttABlAðið/EyÞór
slíkra aðgerða nema að á samninga
verði reynt fyrir alvöru áður.“
Næsti fundur deiluaðila er
fimmta janúar. Jón Steinn segir að ef
ekki verði samið fljótlega eftir það
gætu fiskvinnslur orðið gjaldþrota.
„Ef þeir ná að klára þetta í vikunni
þar á eftir þá ætti þetta að bjargast
hjá okkur. Það má ekki dragast
mikið lengur,“ segir Jón Steinn.
Sjómenn hafa nú verið í verkfalli
frá því fjórtánda desember er þeir
felldu kjarasamning. Þeir hafa hins
vegar verið samningslausir frá því í
ársbyrjun 2011.
thorgnyr@frettabladid.is
Það er skelfilegt að
láta tvær heilar
vikur falla
dauðar niður.
Það segir
manni það að
þeir ætla
ekkert að semja
heldur bíða bara eftir að
ríkisstjórnin setji á þetta lög.
Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ
3 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j u D a g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð
0
3
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
7
-3
F
5
C
1
B
D
7
-3
E
2
0
1
B
D
7
-3
C
E
4
1
B
D
7
-3
B
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K