Fréttablaðið - 03.01.2017, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Spuninn
Fréttablaðið og Morgunblaðið
hófu nýja árið með forsíðufrétt
um af stjórnarmyndunarvið
ræðum. Á forsíðu Fréttablaðsins
var sagt frá því að búið væri að
semja um að setja MS undir sam
keppnislög, tollar yrðu lækkaðir
á hvítu kjöti og kosið yrði um
viðræður við Evrópusambandið
í viðræðum Sjálfstæðisflokks,
Viðreisnar og Bjartrar fram
tíðar. Þessu svaraði Benedikt
Jóhannesson, formaður Við
reisnar, þannig í gær að læra
mætti margt af því að lesa blöðin
og að hann vissi ekki til þess að
samið hefði verið um málið. Á
mbl.is brugðust nokkrir Sjálf
stæðismenn súrir við yfir þessum
tíðindum.
Á forsíðu Morgunblaðsins
sagði svo að VG, Framsókn og
Sjálfstæðisflokkur væru búnir
að ræða saman síðustu daga.
Þetta bar Katrín Jakobsdóttir,
formaður VG, til baka og kvað
Sjálfstæðisflokk ekki hafðan
með í ráðum. Aðeins væri verið
að stilla saman strengi ef þessir
flokkar verði í stjórnarandstöðu
á komandi kjörtímabili.
Það er svo sem ekki nýtt að
stjórnmálamenn beri til baka
fréttir sem þeim þykja óþægi
legar. En þegar tvö stærstu blöð
landsins flytja fréttir sem sýnast
stangast á mætti halda að önnur
hvor fréttin sé ekki sannleikan
um samkvæm. Nema Sjálfstæðis
flokkur leiki tveimur skjöldum.
snaeros@frettabladid.is
Hafðu smá
í dag
Mánudaga – fimmtudaga kl. 17:40
Fjárlög 2017 voru afgreidd með 25 milljarða króna afgangi sem svarar til eins prósents af landsframleiðslu. Þetta er of lítill afgangur
miðað við ríkjandi efnahagsaðstæður.
Hagvöxtur var óvenju mikill á síðasta ári og verður
það fyrirsjáanlega einnig á þessu ári. Góð hagstjórn
felst í því að jafna hagsveiflur með því að reka ríkis
sjóð með myndarlegum afgangi þegar hagvöxtur er
mikill og halla þegar hann er lítill.
Ekki er að sjá ábyrga hagstjórn í nýsamþykktum
fjárlögum fyrir næsta ár. Þrátt fyrir að útgjöld ríkis
sjóðs hafi aukist um níu prósent árið 2016, og hafi
vaxið samfleytt frá árinu 2012, þá á enn að bæta í og
er gert ráð fyrir fjögurra prósenta aukningu árið 2017.
Yfir hagsveifluna þarf afkoman að vera í jafnvægi,
það er afgangur þegar vel árar þarf að vera jafn hall
anum þegar illa árar. Í ljósi mikils hagvaxtar þyrfti
aðhald ríkisins að vera mun meira og afkoman
betri.
Áætlanir gera ráð fyrir að núverandi hagvaxtar
skeið, sem þegar er orðið eitt hið lengsta í Íslands
sögunni, lengist enn. Útgjöld vaxa hraðar en á
síðasta hagvaxtarskeiði sem stóð frá 2004 til 2007.
Skuldir ríkissjóðs eru tvöfalt meiri en þá.
Áhyggjuefni er hversu lítill viðbúnaður er vegna
óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efna
hagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka
enda.
Að mati efnahagssviðs SA nema þensluáhrif
fjárlaga 2017 um tveimur prósentum af lands
framleiðslu. Reynsla undangenginna ára kennir
að þensluáhrif ríkisfjármála verða mun meiri en
ákveðið hefur verið í fjárlögum.
Samkvæmt ríkisreikningi fóru ríkisútgjöld að
jafnaði fimm prósent umfram fjárlög á árunum
20102015. Sporin hræða í þessum efnum.
Vandinn er alltaf sá sami. Helsta áskorun hag
stjórnar á Íslandi er sú að opinberu fjármálin,
peningastefnan og vinnumarkaðurinn vinna ekki
saman. Því þarf að breyta. Þeir sem ekki dansa í takt
troða öðrum um tær.
Taktlaus dans
Halldór Benja
mín Þorbergs
son,
framkvæmda-
stjóri SA
Þeir sem ekki
dansa í takt
troða öðrum
um tær.
Stundum er
sagt að bestu
samningarnir
séu samning-
ar þar sem
allir ganga
jafn fúlir frá
borði.
Það kannast flestir við Bluetooth. Þráðlausa tækni sem gerir fólki kleift að flytja gögn og upplýsingar yfir útvarpsbylgjur milli tækja. Tæknin er í handfrjálsum búnaði og er ómissandi við flutning á tónlist í hátalara á tímum þar sem fólk
nálgast hana í efnisveitum og spilar hana þráðlaust
gegnum snjalltæki með Bluetoothstaðlinum.
Færri vita kannski um uppruna nafnsins. Bandaríski
verkfræðingurinn Jim Kardach fann upp leið til að
tengja saman síma og tölvur þráðlaust árið 1997. Um
það leyti sem tæknin var að komast á legg var Kardach
að lesa enska þýðingu sagnfræðilegu skáldsögunnar
Röde Orm eftir sænska rithöfundinn Frans G. Bengts
son. Kardach hreifst mjög af frásögnum um hvernig
Haraldur blátönn Danakonungur og síðar konungur
yfir hluta Noregs, gat sameinað mikinn fjölda ólíkra
ættbálka í Danmörku og Noregi undir einu konungs
ríki. Það þurfti þrautseigju og útsjónarsemi. Það er
flókið verkefni að láta tölvur og síma, tvö ólík fjar
skiptatæki, vinna saman hnökralaust. Rétt eins og það
er þrautinni þyngra að sameina 17 þúsund tæknifyrir
tæki víða um heim í því verkefni að nota einn og sama
staðalinn, Bluetooth. Það er ekki tilviljun að rúnaletrið
er grafið í vörumerki staðalsins.
Frásögnin um tilvist og uppruna þessarar tækni
og lipurð Haraldar blátannar við að sameina ólíka
ættbálka kom upp í hugann á síðustu dögum árs
ins þegar fregnir bárust af því að þrír flokkar hefðu
freistað þess að mynda ríkisstjórn þrátt fyrir að fyrri
tilraunir hefðu farið út um þúfur. Formaður Sjálf
stæðisflokksins greindi frá því eftir fund með forseta
daginn fyrir gamlársdag að flokkarnir þrír hefðu náð
„ágætri sátt“ í sjávarútvegs og Evrópumálum. Það eru
pólitísk stórtíðindi enda höfðu fyrri viðræður alltaf
strandað á getuleysi forystumanna flokkanna til að
smíða málamiðlanir í þessum erfiðu málaflokkum. Frá
því var greint í gær að hluti af lausn í Evrópumálum
fælist í þjóðaratkvæðagreiðslu síðar á kjörtímabilinu
um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Þingmenn flokkanna áskildu sér engu að síður rétt til
að greiða atkvæði eftir sannfæringu í þinginu þegar
málið kæmi til afgreiðslu, eins og stjórnarskráin gerir
raunar áskilnað um.
Í nútímastjórnmálum er ekki svigrúm fyrir hug
myndafræðilegt ofstæki. Kalda stríðið er búið og
almenningur gerir kröfu um lausnir sem taka mið
af hagsmunum allra. Farsælir stjórnmálaleiðtogar
í álfunni skilja þetta. Ástæða þess að Angela Merkel
Þýskalandskanslari er farsæl í embætti er að hún
nálgast ekki stjórnmálin út frá hugmyndafræðilegum
átakalínum heldur núllsummuleikjum. Lausnin, mála
miðlunin, er árangur í sjálfu sér.
Stundum er sagt að bestu samningarnir séu samn
ingar þar sem allir ganga jafn fúlir frá borði. Besta
niðurstaðan fæst hins vegar þegar við sameinumst
en tökum tillit til hagsmuna hvers annars í samrun
anum. Stjórnmálamenn þurfa í auknum mæli að til
einka sér þetta. Og vera eins og blátönnin sem leiðir
saman ólík meðul og hagsmuni undir sameiginlegum
staðli.
Blátönnin
3 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð
SKOÐUN
0
3
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
7
-2
6
A
C
1
B
D
7
-2
5
7
0
1
B
D
7
-2
4
3
4
1
B
D
7
-2
2
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K