Fréttablaðið - 03.01.2017, Síða 36

Fréttablaðið - 03.01.2017, Síða 36
Á næsta ári snýst allt um fallega, ljómandi og náttúrulega húð og því minna því betra að sögn förð-u n a r f r æ ð i n g s i n s Söru Daggar Johansen. „Léttur farði í bland við rakakrem til að ná fram fallegum ljóma verður aðalmálið. Það að nota engan farða þykir líka flott um þessar mundir, sérstak- lega eftir að söngkonan Alicia Keys sagðist vera hætt að nota farða og Kim Kardasian mætti ómáluð á sýningu Balenciaga á dögunum. Fyrir þá sem vilja ekki vera alveg ómálaðir er hægt að fá alls konar fallega farða sem gefa létta þekju og ljóma. Það er líka mjög sniðugt að taka hyljara og setja á aðeins þau svæði sem viðkomandi vill hylja,“ segir Sara aðspurð út í tískustrauma í förðunarheiminum á þessu ári. Ljómandi húð verður sem sagt í aðalhlutverki. „Já, ýktar skyggingar á húðinni fá að víkja fyrir fallegum, mildum skyggingum og bronsaðri, sólkysstri húð.“ Að sögn Söru kemur kinna- litur með kremáferð sterkur inn á þessu nýja ári enda gefur hann húðinni ljómandi og náttúrulegan lit. „Bleikir tónar verða vinsælli en aðrir enda voru þeir sérstak- lega áberandi á tískupöllum fyrir árið 2017. „Draping“ er ný aðferð í förðunarheiminum og snýst um að setja smá kinnalit á þau svæði þar sem skyggt er til að fá smá frísk- legra útlit. Sú aðferð verður vinsæl á þessu ári.“ Hvað tískuna í augnförðun fyrir árið varðar þá er létt augnförðun með náttúrulegum skyggingum í hlýjum tónum aðalmálið að sögn Söru. „Fyrir þá sem vilja ýktari förð- un er létt „smokey“-augnförðun að koma sterk inn og er fullkomin fyrir fínni tilefni. Og þegar Ariel Tejeda, förðunarfræðingur Kar- dashian- og Jenner-systra, kom til landsins fyrr á árinu til mín og Sillu í Reykjavík Makeup School þá sagði hann okkur að núna væri vinsælt að hafa lítinn sem engan maskara á neðri augnhárum. „Eyeliner“ með stórum spíss eða væng verður ekki eins vinsæll á næsta ári því „smudge eyeliner“ verður áberandi.“ Hvað með varalitatískuna? Mattir varalitir eru að víkja fyrir varalitum með smá gljáa og bleikir tónar verða áberandi. Að sögn Söru er svo rauður varalitur alltaf klass- ískur. „Já, rauði liturinn heldur áfram að vera vinsæll eins og árið 2016 en einnig koma ferskjulitaðir og bleikir tónar sterkir inn í vara- litatískuna 2017. Þetta árið verður ekki eins mikið um matta varaliti því kremaðir varalitir verða meira áberandi. Varasalvinn hefur svo verið einstaklega áberandi á tísku- pöllunum en með honum færðu fallegar mjúkar varir með smá lit, það er er algjörlega í takt við 2017 tískuna,“ segir Sara sem mælir með varasalvanum frá Maybelline. En hvað dettur úr tísku á næsta ári? „Miðað við það sem maður er að sjá á tískupöllunum erlendis og hjá vinsælustu förðunarfræðingunum þá sýnist mér þrennt vera að detta úr tísku á næsta ári. Það er t.d. svo kallað „baking“ og mikil skygging. Það hefur verið mjög vinsælt síð- ustu ár. Þá er mikið magn púðurs sett á andlitið og það látið sitja á húðinni í nokkra mínútur. Þetta er gert til að „festa“ farðann betur. En með þessari aðferð verður húðin oft ónáttúruleg og jafnvel þurr,“ segir Sara sem mælir með að nota góðan farðagrunn og svokallað „setting spray“ til að auka endingu farðans í stað þess að notast við „baking“-aðferðina. „Annað „trend“ sem verður minna áberandi á nýju ári eru bláir tónar á augun en blár litur hefur verið einstaklega áberandi á tísku- pöllunum 2016 en verður ekki eins áberandi á nýju ári,“ segir Sara. „Og annað sem verður ekki eins vinsælt á árinu 2017 er mikill vara- blýantur. Förðun, þar sem teiknað er með varablýanti út fyrir var- irnar til að stækka þær, hefur verið áberandi en verður það ekki áfram. Gott ráð til að láta varirnar virka stærri er að setja varalit í örlítið ljósari tóni á miðjuna á vörunum eða jafnvel smá gloss.“ gudnyhronn@365.is Mikill varablýantur og „baking“ að detta úr tísku Sara Dögg Johansen, eigandi Reykjavík Makeup School, rennir yfir förðunartískuna fyrir árið 2017. Mesta áherslan verður lögð á að hafa húðina sem náttúrulegasta og þá skiptir fallegur ljómi sköpum. Mikill varablýantur sem nær út fyrir varirnar er þá að detta út. Ljómandi húð einkenndi fyrirsæturnar á tískupallinum hjá Isabel Marant þegar sumarlína þessa árs var kynnt. NORDICPHOTOS/GETTY Rauður varalitur er alltaf flottur eins og sjá mátti þegar nýjasta sumarlína Kenzo var sýnd. NORDICPHOTOS/GETTY Sara Dögg Johansen fer yfir stefnur og strauma í förðun fyrir árið 2017. MYND/ÍRIS DöGG ÚTSALA! H E I L S U R Ú M A R G H !!! 0 40 11 7 #3 ROYAL CORINNA 120 Hágæða millistíf fimm-svæða skipt heilsudýna með poka-gorma kerfi ásamt botni og fótum. (Stærð 120x200 cm) 6.324 kr.* Á MÁNUÐI FULLT VERÐ 98.036 kr. ÚTSÖLUVERÐ 68.625 kr. 30% AFSLÁTTUR! (* Mi ða ð v ið 12 má na ða va xta lau sa n r að gr eið slu sa mn ing m eð 3, 5% lá nt ök ug jal di og 40 5 k r. g re iðs lug jal di) 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r28 L í f I Ð ∙ f r É T T a B L a Ð I Ð Lífið 0 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D 7 -3 A 6 C 1 B D 7 -3 9 3 0 1 B D 7 -3 7 F 4 1 B D 7 -3 6 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.