Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2017næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 04.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.01.2017, Blaðsíða 4
Samfélag Mikil neysla er á amfeta- míni í Reykjavík og skiptir engu máli hvaða vikudagur er skoðaður. Neyslan er stöðug yfir alla vikuna. Þetta sýnir ný rannsókn Arndísar Sue-Ching Löve í lyfja- og eitur- efnafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin verður kynnt ásamt fjölda annarra rannsókna á 18. ráðstefnunni í líf- og heilbrigðis- vísindum. Hún helst í hendur við skýrslu eftir- litsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn þar sem kom fram að Reykjavík sé fjórða mesta amfeta- mínborg Evrópu. Aðeins íbúar Ant- werpen í Belgíu og þýsku borganna Dülmen og Dortmund nota meira amfetamín en Reykvíkingar. Arndís notaðist við svokallaða faraldsfræði frárennslisvatns sem er aðferðafræði sem notuð er til að meta notkun fíkniefna þar sem litið er á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Með henni er hægt að meta fíkniefna- notkun á fljótvirkari og nákvæmari hátt en með hefðbundnari aðferð- um. Rannsóknin hefur staðið yfir í tvö ár í samstarfi við Verkís og Veit- ur en markmið hennar er að athuga hvort þessi aðferðafræði sé nýtileg hér á landi og hvort hún gæti veitt viðbótarupplýsingar við núverandi aðferðir. Arndís safnaði sýnum með sjálf- virkum sýnatökubúnaði frá Skerja- fjarðarveitu og Sundaveitu og skoð- aði hún eina viku um sumarið 2015 og þrjár vikur síðasta vor. Hún fram- kvæmdi magngreiningu á algengum fíkniefnum ásamt metýlfenídati, Reykjavík er nú orðin fjórða mesta amfetamínborg Evrópu Amfetamín flæðir um skólpkerfi borgarinnar og með tækni er hægt að mæla notkun eiturlyfja í borginni. Í rannsókn þar sem 60 borgir voru skoðaðar í Evrópu sést að Reykjavík er fjórða stærsta amfetamínborg álfunnar. Í Reykjavík er notkun á amfetamíni stöðug yfir vikuna en neysla á kókaíni fer upp um helgar. Mikil neysla er á eiturlyfinu amfetamíni í Reykjavík alla daga vikunnar. Mynd/Getty Það sem kom okkur mest á óvart var að öll algengustu fíkniefnin voru vel mælanleg í frárennsli frá Reykjavík. Arndís Sue- Ching Löve sem er virka efnið í Concerta, lyfi sem er notað við ADHD. Á tímabilunum sem mæld voru sést að amfetamín er mest notaða eiturlyfið í Reykjavík. Kókaín, kannabis og MDMA fylgja þar á eftir. Notkun á amfetamíni, metamf- etamíni, kannabisefnum og metýl- fenídati var stöðugri yfir vikuna. Arndís segir að Reykjavíkurbúar noti mjög mikið vatn miðað við aðra Evrópubúa sem veldur því að frárennslisvatnið er þynnra og styrkur efnanna er mjög lágur. „Það sem kom okkur mest á óvart var að öll algengustu fíkniefnin voru vel mælanleg í frárennsli frá Reykja- vík. Það sem kom okkur einnig á óvart var að amfetamínneysla er mikil í Reykjavík miðað við lönd í suðurhluta Evrópu en var hins vegar svipuð og í Noregi og Finnlandi,“ segir hún. Árið 2015 lagði lögreglan í Reykja- vík hald á rúmlega sex sinnum meira magn af amfetamíni en árið áður. Um 22,6 kg af amfetamíni voru haldlögð árið 2015 en aðeins um 3,5 kg árið 2014. Samkvæmt bráða- birgðatölum lögreglunnar fyrir árið 2016 var lagt hald á um níu kíló af amfetamíni á síðasta ári, meðal annars fjögur kíló í lok árs sem fjórir menn sátu í gæsluvarðhaldi fyrir. benediktboas@365.is ✿ Dagleg neysla á hverja 1.000 íbúa í Evrópu 199 177 150 123 119 116 101 98 80 78 An tw er pe n d ül m en d or tm un d Re yk ja ví k La th i Ó sl ó H el si nk i U tr ec ht Ko tk a ta m pe re í milligrömmum Samfélag Í skýrslu Kvennaat- hvarfsins fyrir árið 2016 kemur fram að á nýliðnu ári dvöldu 195 íbúar í Kvennaathvarfinu, 116 konur og 79 börn. Að meðaltali dvöldu 18 íbúar í húsinu á degi hverjum, níu konur og níu börn, en aðeins einu sinni í 34 ára sögu athvarfsins hefur þetta meðaltal verið hærra. Sum börn voru aðeins nokkura daga gömul þegar þau komu og sum komu beint af fæðingardeildinni. Elsta konan sem kom í viðtal eða dvöl var 86 ára en sú yngsta aðeins 15 ára. Konurnar komu frá 39 löndum en 70 prósent sem leituðu á náðir athvarfsins voru íslenskar, þar af voru um 70 prósent af þeim af höfuð- borgarsvæðinu. Konur af erlendum uppruna dvelja alla jafna lengur í athvarfinu. Fleiri konur en áður fóru úr landi og er þar um að ræða konur af erlendum uppruna sem fóru aftur til heimalandsins. Konurnar voru oftast að flýja ofbeldi en um 80 prósent ofbeld- ismannanna voru Íslendingar. Ofbeldis mennirnir voru á aldrinum 18-82 ára. Konur og börn dvöldu í athvarfinu allt frá einum degi upp í 205 daga. Konur dvöldu að meðaltali í 28 daga og hefur meðaldvöl aldrei verið lengri. Konur með börn dvöldu alla jafna lengur en að meðaltali dvaldi hvert barn í athvarfinu í 41 dag. Um 22 prósent kvennanna voru með líkamlega áverka við komuna. Fleiri konur en áður koma vegna hvatningar frá lögreglu og/eða félags- ráðgjafa. Á ofbeldisheimilunum sem kon- urnar komu frá bjuggu að minnsta kosti 340 börn undir 18 ára aldri. Í skýrslunni segir að innan við 30 prósent þeirra hafi fengið einhverja hjálp til að takast á við afleiðingar ofbeldisins. – bb Beint af fæðingardeildinni í húsnæði Kvennaathvarfsins Sú yngsta sem kom í kvennaatkvarfið var 15 ára en sú elsta 82 ára. Alls bjuggu 340 börn undir 18 ára aldri á ofbeldisheimilunum. Mynd/Getty HEilbrigðiSmál Heilbrigðisráð- herra hefur falið landlækni að skipa vinnuhóp til að fjalla um ökuleyfi og veikindi og hvernig sé hægt að bæta skipulag hvað þau mál varðar. Með þessu vill ráðherra bregðast við athugasemdum Rannsóknar- nefndar samgönguslysa. Í tveimur nýlegum skýrslum nefndarinnar var fjallað um tvö banaslys þar sem ökumenn, sem glímdu við heilbrigðisvanda, létust eftir umferðarslys. Þeir höfðu báðir nýlega endurnýjað ökuréttindi sín. Vegna þessa lagði nefndin til að verkferlar í tengslum við ákvæði um heilbrigðiskröfur yrðu kannaðir. Einnig er lagt til að aðstandendur sjúklinga geti tilkynnt yfirvöldum ef grunur leikur á að ökuhæfi ein- staklings sé skert vegna veikinda. Vinnuhópur landlæknis skal skila tillögum til heilbrigðisráðherra fyrir 1. júní 2017. - jóe Vinnuhópur um endurnýjun ökuréttinda tveir létust í umferðinni árið 2015 skömmu eftir að hafa endurnýjað ökuréttindi sín. Báðir glímdu við heil- brigðisvanda. FRéttABLAðið/eRniR Samfélag Styrkur svifryks í Reykja- vík fyrstu klukkustundina á árinu 2017 var 1.451 míkrógrömm (μg) á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg en á sama tíma í fyrra var styrkurinn 363 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er næstmesta svifryksmengun frá áramótunum 2010. Þegar nýja árið var nýgengið í garð mældist meðalstyrkur svif- ryks í loftgæðafarstöð við leikskól- ann Grænuborg við Eiríksgötu 904 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustund nýs árs, í loftgæða- farstöð HER við Rofabæ var hann 1.159 og í stöð UST í Fjölskyldu og húsdýragarðinum 816. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg. Meðaltalsstyrkurinn á Grensás á nýársdag var 160 míkrógrömm á rúmmetra og fór styrkur svifryks því yfir sólahrings-heilsuverndar- mörkin í fyrsta sinn á árinu 2017. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Svifrykið lengi að fara á nýársnótt Mikið logn var fyrstu klukkustundir áramótanna í Reykjavík. FRéttABLAðið/ViLHeLM 2015 215 μg 2014 245 μg 2013 475 μg 2012 1.014 μg 2011 284 μg 2010  1.575 μg ✿ Styrkur svifryks fyrstu klukkustund ársins Svifryk var einnig yfir sólarhrings- mörkum í hinum þremur loftgæða- mælistöðvunum í Reykjavík. Hæsta hálftímagildið mældist kl. 01.30 í stöðinni við Grensás, 2.418 míkró- grömm á rúmmetra. Hár styrkur svifryks í ár orsak- ast af því að nánast var logn fyrstu klukkustundir ársins. Styrkurinn fór níu sinnum yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk á árinu 2016. – bb 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 m i ð V i K U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D 8 -D 3 0 0 1 B D 8 -D 1 C 4 1 B D 8 -D 0 8 8 1 B D 8 -C F 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (04.01.2017)
https://timarit.is/issue/391355

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (04.01.2017)

Aðgerðir: