Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2017næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 04.01.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.01.2017, Blaðsíða 13
Aldrei fór það svo, að stjórn-ke r f i l a n d b ú n a ð a r i n s megnaði ekki að koma mér á óvart, hélt þó að sá brunnur væri þurrausinn. Slíkur hefur fjár- austurinn verið; svo mögnuð hefur umframframleiðslan orðið; jafn læstu hefur kerfinu verið haldið og því staurblint á afkomu almenn- ings. Viðskiptaleg einokun og ein- angrun íslenskrar matvælafram- leiðslu er slík að frekar illa þokkuð iðnaðarframleiðsla á eggjum og kjúklingum er hér seld á upp- sprengdu verði. Öll atvinnustarfsemi þarfnast samkeppni ef hún á að þroskast, einnig landbúnaður, enda ber íslenskur landbúnaður stöðnun- inni og ofdekri vitni. Allt þetta hefur verið þekkt og þolað. Jafnvel sú fáránlega þversögn hefur verið gjaldgeng, að jafn erfitt landbún- aðarland sem Ísland er, sem býður eigin þegnum dýrustu matvæli, geti með hinni hendinni flutt út matvæli á ódýra samkeppnismark- aði. Íslendingum er ekki bara skylt að borða dýrasta matinn, heldur eru þeir skyldaðir til að borga að auki lambakjöt ofan í velmegandi útlendinga. Það verður ekki annað sagt en þeir sem þessu stjórna séu örlátir, a.m.k. á annarra fé. Ósjálfráð meðvirkni Það sem kom á óvart var ósjálf- ráð meðvirkni ríkisstjórnarinnar þegar hún, skömmu fyrir jólin, lagði til að auka fé til erlendrar markaðssetningar á landbún- aðarvörum, einkum lambakjöti. Þar á bæ eru menn svo næmir fyrir kenjum og offrekju kerfis- ins, að óþarfi er að biðja um við- bótarfé, það kemur af sjálfu sér. Það kannaðist nefnilega enginn við að hafa beðið um þessar 100 m.kr. Markaðsnefndin segist ekki hafa beðið um þetta. Skyldu það hafa verið pólitísku bændahöfð- ingjarnir á Alþingi? Á meðan forstjóri Landspít- alans talar um neyðarástand; meðan ekki má manna lögregl- una nægilega; meðan vegakerfið er víða í lamasessi; meðan heilsu- gæslan er á horriminni; meðan hluti aldraðra lifir við sultarkjör – þá er fé ausið í tilgangslausan útflutning á lambakjöti. Einu rökin voru að verð á lambakjöti mætti ekki lækka hér heima, bara erlendis! Það er göfug gjafmildi. Þessi pólitísku heljartök sem landbúnaðurinn hefur á lög- gjafanum eru afkvæmi tærandi dreifbýlishyggju og misvægis atkvæða, sem er smánarblettur á íslensku lýðræði. Þó ný ríkis- stjórn kæmi engu öðru í verk en jafna atkvæðavægið, þá væri það umtalsverður áfangi. Jöfnun gildis atkvæða er grundvallarréttlætis- mál og jafnframt forsenda þess, að skynsemin (brjóstvitið) öðlist eðlilegan sess við úrlausn mála á Alþingi. Óráðsía offramleiðslunnar Svo er það þessi hvimleiða regla um framboð og eftirspurn. Ríkis- stýrð hagkerfi eða framleiðslu- greinar hafa tilhneigingu til að líta fram hjá henni. Hún bankar þó upp á að lokum. Hér halda menn áfram offramleiðslu og hvetja til aukningar með þá glapræðistálsýn að leiðarljósi, að nú fari erlendir markaðir að opnast. Hvað skyldi vera búið að eyða mörgum millj- örðum í sjálfsblekkjandi mark- aðsaðgerðir vestan hafs sl. hálfa öld? Það brást. Nú er einblínt á Kína, því ekki má undir neinum kringumstæð- um draga úr framleiðslunni. Hér heima er öllum ráðum beitt til að þrengja svo kosti íslenskra neyt- enda að fram hjá lambakjötinu sé torleiði. Hvað skyldi ráða því að bændaforystan hafi valið þráláta offramleiðslu sem meginreglu við stýringu á framboði lambakjöts, og komist upp með það? Ekki er það eftirtekjan, hvað þá umhyggj- an fyrir afkomu bænda. Hún er og verður rýr þrátt fyrir fjárausturinn af almannafé. Launhelgi þjóðar- innar á sauðkindinni hjálpar þar eflaust til. Til eru þó aðrar árangursríkar leiðir. Í framhaldi af setningu afla- marksreglu í sjávarútvegi og lög- festingu kvótakerfisins (1985), var gerð tilraun með að kvótasetja landbúnaðarframleiðsluna. Hug- myndin var sú að aðlaga fram- leiðsluna að heimamarkaði. Þetta var skynsamleg nálgun sem smám saman hefði bætt afkomu búanna um leið og þeim hefði fækkað, sbr. þróunina í sjávarútvegi. Samdráttur er nefnilega árangursríkasta aðferð- in við að draga úr offramleiðslu. Þessi tilraun fékk ekki að þróast. Bændaforystan gafst fljótlega upp á leið skynseminnar en valdi slóð óráðsíunnar. Hún var studd af stjórnmálaflokkum sem studdu og styrktust af misvægi atkvæða. Vituð þér enn, eða hvað? Landbúnaður á villigötum Þröstur Ólafsson hagfræðingur Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fon- seca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki  fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfé- lög: forsætisráðherra, fjármálaráð- herra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þess- ari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélög- in til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstakling- um kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkis- stjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panama- skjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokks- ins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær mála- miðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panama- flokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðis- kerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sér- lega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þing- maður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sam- eiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé sið- ferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opin- bera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri. Öfundargenið Fréttablaðið eykur þjónustu sína við lesendur á landsbyggðinni. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi sölustöðum víðsvegar um landið: mest lesna dagblað landsins. Torfi H. Tulinius prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ Það vekur furðu að þing- menn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri. Íslendingum er ekki bara skylt að borða dýrasta mat- inn, heldur eru þeir skyld- aðir til að borga að auki lambakjöt ofan í velmegandi útlendinga. Það verður ekki annað sagt en þeir sem þessu stjórna séu örlátir, a.m.k. á annarra fé. s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 4 . j A n ú A R 2 0 1 7 0 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 3 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D 8 -D C E 0 1 B D 8 -D B A 4 1 B D 8 -D A 6 8 1 B D 8 -D 9 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 3 2 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (04.01.2017)
https://timarit.is/issue/391355

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (04.01.2017)

Aðgerðir: