Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2017næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 04.01.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.01.2017, Blaðsíða 10
Meiraprófsbílstjóri óskast Aðföng leitar að meiraprófsbílstjóra í framtíðarstarf við útkeyrslu á vörum í verslanir. Viðkomandi þarf að hafa próf á vörubifreið með eftirvagn. Unnið er til skiptis á dag og kvöldvöktum, með góðu vaktarfríi á milli. Sækja skal um starfið á www.adfong.is - óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. 65,5 fm. íbúð á 2. hæð í þessu eftirsótta húsi fyrir eldri borgara auk tveggja geymslna. Svalir til suðvesturs út af stofu. Mikil sameign og þjónusta er í húsinu. Á jarðhæð er þjónustusel á vegum Reyk- javíkurborgar og þar er boðið uppá ýmsa þjónustu t.d. heitan mat í hádeginu, hárgreiðslu, sjúkraþjálfun, hand- og fótsnyrtingu o.fl. Íbúðin er nýmáluð og laus til afhendingar strax. Verð 44,9 millj. Virkilega falleg 84,4 fm. íbúð á 2. hæð á þessum eftirsótta stað í vesturbænum að meðt. sér geymslu í kjallara. Ný eldhúsinnrétting og tæki eru í íbúðinni og nýtt vandað parket er á gólfum. Björt stofa með útgengi á svalir til suðurs. Stór sameiginleg lóð með tyrfðri flöt, afgirt að hluta og á sumrin með sameiginlegum leiktækjum fyrir börn. Verð 40,9 millj. Frábær staðsetning þaðan sem stutt er í leikskóla, barnaskóla, Háskóla Íslands o.fl. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17.15 - 17.45 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17.15 - 17.45 OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Hvassaleiti 58 2ja herbergja endaíbúð - eldri borgarar Fornhagi 15 Góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð Sýrland Vopnahléið í Sýrlandi hefur ekki staðið í heila viku og gæti verið að renna út í sandinn vegna vopnahlésbrota sýrlenska stjórnar­ hersins. Uppreisnarmenn segja grundvöll vopnahlésins brostinn vegna þess að hvorki Sýrlandsstjórn né Rússar hafi staðið við sinn hluta. Árásir hafi haldið áfram á Wadi Barada og fleiri svæði sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Wadi Barada er dalur í næsta nágrenni höfuðborgarinnar Dam­ askus, en uppreisnarmennirnir segja í yfirlýsingu, sem birt er á vef fréttastöðvarinnar Al Jazeera,  að árásir hafi einnig verið gerðar á austurhluta borgarinnar Ghouta, úthverfi Hama og á Daraa. Barada­dalurinn er sérlega mikil­ vægur vegna þess að áin Barada er mikilvægasta vatnsból höfuð­ borgarinnar, að því er fram kemur á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Átökin í dalnum hafa eyði­ lagt vatnsdælur þar. Bandaríkin eiga engan hlut að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri til­ raunum til vopnahlés í Sýrlandi. Það voru Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu um það, en Rússar hafa stutt stjórn Bashars al Assad forseta og Tyrkir hafa stutt uppreisnina gegn Assad. Einungis hófsamir uppreisnar­ hópar eiga þó aðild að vopnahlé­ inu. Öfgahópar á borð við Íslamska ríkið fá engin grið, hvorki frá sýr­ lenska stjórnarhernum, Rússum né Tyrkjum. Hersveitir Kúrda, sem barist hafa gegn Íslamska ríkinu og haft til þess einhvern stuðning frá Vesturlönd­ um, fá hins vegar ekki heldur aðild að vopnahléinu enda líta Tyrkir á Kúrda sem ógn við tyrkneska hags­ muni. Tyrknesk stjórnvöld krefjast þess nú að Donald Trump sjái til þess að Bandaríkin hætti að styðja Kúrda­ herinn þegar hann tekur við emb­ ættinu síðar í þessum mánuði. Undirbúningsviðræður fyrir friðarsamninga áttu að hefjast í Astana, höfuðborg Kasakstans, síðar í þessum mánuði. Þangað áttu bæði fulltrúar uppreisnarmanna og Sýr­ landsstjórnar að koma, ásamt full­ trúum frá Rússlandi, Tyrklandi og Íran. Íranar hafa stutt stjórn Assads, rétt eins og Rússar. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í nærri sex ár og kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta. gudsteinn@frettabladid.is Vopnahlé í Sýrlandi hangir á bláþræði Sýrlenskir uppreisnarmenn segja stjórnarherinn og Rússa halda áfram að varpa tunnusprengjum. Óvíst hvort friðarviðræður hefjast síðar í mánuðinum eins og að var stefnt. Bandaríkin koma ekki að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri tilraunum. Rússneski herinn hefur undanfarið unnið að því að fjarlægja jarðsprengjur úr austurhluta Aleppo-borgar, en uppreisnarmenn voru hraktir þaðan stuttu fyrir jól. FRéttAblAðið/EPA Árásir hafa haldið áfram á Wadi Barada og fleiri svæði sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Bandaríkin Bandaríski bílarisinn Ford tilkynnti í gær áætlanir sínar um að fjárfesta fyrir 700 milljónir dollara í Michigan­ríki. Á fjárfest­ ingin að skapa um 700 störf í Flat Rock verksmiðjunni sem fær veglega andlitslyftingu. Bílarisinn ætlaði að reisa verksmiðju í Mexíkó fyrir 1,6 milljarða dollara þar sem átti að smíða nýja útgáfu af Ford Focus. Mark Fields, forstjóri Ford, sagði á blaðamannafundi í gær að áætlanir Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, væru hvetjandi. „Við trúum að það sem er að gerast með skatta og fleira muni geta gert Bandaríkin samkeppnishæf,“ sagði forstjórinn meðal annars í ræðu sinni. Hann neitaði því að hafa gert einhvers konar samkomulag við Trump. Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að leggja háan toll á þá bílaframleið­ endur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Eiga flestir starfsmenn að vinna við að setja saman nýjan rafmagnsbíl frá Ford sem og að smíða varahluti fyrir Mustang og Lincoln. – bb Ford byggir upp verksmiðju í Michigan Donald trump lofaði kjósendum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleið- endur sem flyttu framleiðslu sína frá bandaríkjunum til Mexíkó. NoRDicPhotos/AFP 4 . j a n ú a r 2 0 1 7 M i Ð V i k U d a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 0 4 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D 8 -C 9 2 0 1 B D 8 -C 7 E 4 1 B D 8 -C 6 A 8 1 B D 8 -C 5 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (04.01.2017)
https://timarit.is/issue/391355

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (04.01.2017)

Aðgerðir: