Morgunblaðið - 12.03.2016, Page 1

Morgunblaðið - 12.03.2016, Page 1
LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 ÍÞRÓTTIR Ólympíufarar Handboltadómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa fengið uppreisn æru eftir atvikið umdeilda á HM í vetur. Hrikalegt högg. Fengu gífurlegan stuðning. 2-3 Íþróttir mbl.is Evrópumeistarar Þýskalands í handknattleik karla unnu öruggan sigur á Asíumeisturum Katar, 32:17, í fyrri vin- áttulandsleik þjóðanna í Leip- zig í gærkvöldi. Dagur Sigurðs- son og lærisveinar hans í þýska lið- inu höfðu mikla yfirburði í leiknum og segja má að þeir hafi hreinlega kjöldregið silfurlið síðasta heims- meistaramóts að viðstöddum liðs- lega 7.000 áhorfendum. Andreas Wolf fór á kostum í marki Þjóð- verja og varði m.a. þrjú vítaköst. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elí- asson dæmu leikinn. iben@mbl.is Yfirburðir Þjóðverja Dagur Sigurðsson UNDANKEPPNI EM Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Við höldum ótrauð áfram og erum ákveðin í að vinna síðari leikinn á sunnudaginn,“ sagði Ágúst Þór Jó- hannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, við Morgunblaðið síð- degis í gær. Hann var þá nýlentur hér á landi eftir ferð frá Sviss með ís- lenska landsliðinu hvar það tapaði fyrir landsliði heimakvenna á fimmtudagskvöldið í undankeppni EM, 22:21. Fyrir vikið rekur ís- lenska landsliðið lestina í sjöunda riðli undankeppni EM. Landslið Íslands og Sviss leiða saman hesta sína á nýjan leik í Schenker-höllinni á Ásvöllum á morgun klukkan 16.30. Þá eru Ágúst og liðsmenn hans staðráðnir í að snúa taflinu við. Engar breytingar verða gerðar á íslenska liðinu fyrir leikinn á morg- un enda komust allir leikmenn liðs- ins heilir frá leiknum að sögn Ágústs. „Það verður sama lið hjá okkur í seinni leiknum,“ sagði þjálf- arinn sem hefur daginn í dag til þess að fara yfir leik íslenska landsliðsins og búa það betur undir að sækja bet- ur á veikleika landsliðs Sviss en það gerði í fyrri leiknum á fimmtudags- kvöldið. Svissneska landsliðið kom á undan íslenska landsliðinu til Íslands í gær. Svissneska liðið lagði fyrr af stað og náði æfingu í Schenker-höllinni síð- degis í gær. Jesper Holmris, lands- liðsþjálfari Sviss, var í sjöunda himni með varnarleik síns liðs í leiknum á fimmtudagskvöldið í samtali við heimasíðu Handknattleikssambands Sviss. „Varnarleikur okkar var framúrskarandi. Okkur tókst að lama sóknarleik íslenska liðsins. Við verðum hinsvegar að bæta eitt og annað fyrir síðari leikinn, þar á með- al hraðaupphlaupin,“ sagði Holmris, landsliðsþjálfari Sviss. Taflinu verður snúið við  Engin breyting á íslenska landsliðinu fyrir síðari leikinn við Sviss á Ásvöllum FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórs- son er klár í slaginn á ný eftir erfið axlarmeiðsli sem hann hefur glímt við undanfarna mánuði. Að öllu óbreyttu mun hann standa á milli stang- anna hjá Bodö/Glimt á morgun þegar liðið tekur á móti nýliðum Sogndal í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. ,,Það er búið að krota á alla pappíra og það er allt frágengið,“ sagði Hannes Þór í samtali við Morgunblaðið í gær en hann verður í láni frá hollenska liðinu NEC Nijmegen fram í júlí. ,,Ég er búinn að taka eina alvöru æfingu með liðinu og eina æfingu með markvarðarþjálfaranum, sem var partur af læknisskoðuninni. Þeir vildu sjá hvort ekki væri allt í lagi og þeir væru ekki að kaupa köttinn í sekknum. Ég tel meiri líkur en minni á að ég verði í markinu á sunnudag- inn,“ sagði Hannes Þór, sem ekkert hefur spilað síðan í október en hann varð fyrir því óláni að fara úr axlarlið á æfingu landsliðsins og þurfti í kjölfarið að gangast undir aðgerð. Með þessu eyði ég óvissunni ,,Ég er ekki í neinum vafa með að þetta sé rétta leiðin. Ég átti ekki von á að lið í efstu deild í Noregi eða Svíþjóð væru með opna mark- mannsstöðu svona rétt fyrir mót og miðað við mínar aðstæður, það er að koma til baka eftir meiðsli, þá fannst mér þetta bara vera of gott tækifæri til að sleppa því. Með þessu eyði ég allri óvissu hvað varðar leikform. Í stað þess að sitja og bíða eftir einhverju sem ekki er í mínum höndum, og aðeins einn og hálfur mánuður er eftir af tímabilinu í Hollandi með fáum leikjum og í samkeppni, þá hoppa ég beint inn í það að vera fyrsti markvörður og þarf ekki að bíða eftir tækifærinu. Hérna gefst mér tækifæri til að spila fullt af leikjum í sterkri og krefjandi deild og ég var ekki í neinum vafa um að þetta væri það rétta í stöðunni. Auðvitað er erfitt að slíta sig frá fjölskyldunni en fyrir fótboltann og leik- formið var þetta engin spurning,“ sagði Hannes. Hef gengið í gegnum margt en ekki þetta Nú eru um fimm mánuðir síðan þú spilaðir síðast. Er enginn beygur í þér að kasta þér strax út í laugina og byrja að spila? ,,Ég neita því ekki að ég er búinn að hugsa þetta mikið og vissulega er þetta óvenjulegt. Ég hef gengið í gegnum margt í fótboltanum en ekki þetta. Ég vona bara að reynsla mín nýtist. Ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég hef spilað marga leiki í gegnum tíðina, ég þekki þessa deild og veit hvað ég er að fara út í. Þetta á alveg að geta gengið upp en vissulega er ég með smá fiðr- ing í maganum eftir að hafa verið frá í þennan tíma. Þetta er ekkert fullkomið undir- búningstímabil fyrir fyrsta leik en einhvern tím- ann verður maður að henda sér út í þetta. Mér finnst öxlin vera orðin nógu góð til þess að geta byrjað að spila. Ég fór í gegnum mjög ítarlega læknisskoðun. Læknirinn tilkynnti mér það í upphafi fundar okkar að hann hefði enga trú á að ég væri orðinn klár eftir svona stuttan tíma en hann skipti svo gjörsamlega um skoðun eftir að hafa skoðað mig. Hann var mjög ánægður með ástandið á mér.“ Hannes segist þar með vera klár í slaginn með íslenska landsliðinu fyrir vináttuleikina á móti Dönum og Grikkjum sem fram fara síðar í þess- um mánuði. ,,Ég tel að ég verði í þeim hópi og svo verðum við bara að sjá hvað gerist í þessum leikjum sem framundan eru með Bodö/Glimt.“ Of gott til að sleppa því  Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson snýr aftur á milli stanganna eftir fimm mánaða fjarveru  Orðinn leikmaður Bodö/Glimt og spilar á morgun Morgunblaðið/Eggert Evrópukeppnin Hannes Þór Halldórsson lék níu af tíu leikjum Íslands í undankeppni EM og vonast til þess að vera tilbúinn í lokakeppnina í sumar eftir að hafa leikið með Bodö/Glimt í þrjá mánuði.  Oddný Árnadóttir keppti fyrst ís- lenskra kvenna á heimsmeistaramóti innanhúss í frjálsíþróttum í París árið 1985.  Oddný fæddist 1957 og keppti fyrst fyrir UNÞ en síðan lengi fyrir ÍR. Hún varð í fimmta sæti í 400 metra hlaupi á mótinu í París sem var það fyrsta sinnar tegundar. Sama ár var hún þriðja best í 400 m hlaupi á Norðurlöndum, keppti með úrvalsliði Norðurlanda gegn Sovétríkjunum, og bætti Íslandsmetið í greininni alls sex sinnum. Oddný setti líka mörg met í 100, 200 og 800 m hlaupum á ferl- inum. Hún er í hópi tíu bestu á land- inu frá upphafi í öllum fjórum grein- unum. ÍÞRÓTTA- MAÐUR DAGSINS Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Snæ- fells í körfu- knattleik, hefur framlengt samn- ing sinn við Snæ- fell til næstu tveggja ára. Frá þessu var greint á vefsíðunni karfan.is. Ingi Þór hefur verið í sjö ár við þjálfun í Stykkishólminum og hefur ákveðið að vera þar í tvö ár í viðbót. Ingi verður áfram þjálfari bæði karla- og kvennalið félagsins, en kvennaliðið er ríkjandi Íslands- meistari síðustu tveggja tímabila og fagnaði sínum fyrsta bikartitli í sögu félagsins fyrir um mánuði. Kvennalið Snæfells er í harðri bar- áttu um deildarmeistaratitilinn við Hauka um þessar mundir. Ingi Þór heldur áfram Ingi Þór Steinþórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.