Morgunblaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 3
Leiknum lauk með jafntefli. Í leiks-
lok kom í ljós að eftirlitsdómarinn
hafði fengið rangar upplýsingar.
Forráðamenn IHF tóku málið upp
og ákváðu að hætta við notkun
myndavélanna og senda dómarana
og eftirlitsmanninn og fleiri starfs-
menn leiksins heim. Þeim var til-
kynnt um brottvikninguna í morg-
unsárið en fréttirnar höfðu þegar
birst á fréttmiðlum, m.a. á mbl.is,
um miðja nótt eftir að IHF gaf út
frétttilkynningu sína um brottvísun
dómaranna og starfsmanna leiksins.
Þá sváfu Anton og Jónas á sitt
græna eyra á hóteli í Kolding, grun-
lausir um hvað biði þeirra árla á
nýjum degi.
Styrktust við mótbyr
„Við urðum fyrir gífurlegu áfalli
en við unnum vel úr því og teljum
eftir á að hyggja að það hafi styrkt
okkur. Við nýttum okkur þennan
styrk en víst er að einhverjir hefðu
brotnað niður og sagt skilið við
dómaraflautuna,“ sagði Anton Gylfi.
„Við létum þetta hvorki brjóta okk-
ur né buga. Við ákváðum að spyrna
okkur frá veggnum,“ bætir Jónas
við.
Kveðjum rigndi yfir
„Við pökkuðum saman og kvödd-
um alla sem höfðu unnið með okkur,
yfirgáfum svæðið með reisn. Okkur
datt ekki í hug að skella hurðum og
vera með læti. Enda fengum við
mikil viðbrögð og öll voru þau já-
kvæð. Stuðnings- og baráttukveðj-
um rigndi yfir okkur úr ýmsum átt-
um,“ sagði Jónas. „Það var ótrúlegt
að finna fyrir þessum mikla stuðn-
ingi sem við fengum,“ sagði Jónas.
Handknattleikssamband Evrópu
sendi strax um morguninn frá sér
stuðningsyfirlýsingu sem var að
sögn þeirra félaga afar mikilvæg.
„Nú er þetta mál úr sögunni af okk-
ar hálfu.“
Til þess að komast og vera í
fremstu röð dómara í heiminum
verða menn að hugsa vel um sig og
æfa vel. Það segjast þeir félagar
gera. Þeir æfi allt að fimm sinnum í
viku en vissulega fari æfingaálagið
eftir því hversu oft þeir dæma í viku
hverri.
Má aldrei slá slöku við
Dómarar verða að æfa jafnvel og
þeir íþróttamenn sem þeir dæma
leiki hjá. Ekki má slá slöku við enda
þurfa allir dómarar á stórmótum í
handknattleik að gangast undir
þrekpróf auk annarra prófa, t.d.
skriflegra. „Við verðum að æfa af
fullum krafti eins og leikmennirnir,
annars drögumst við aftur úr. Það
er alveg á hreinu,“ sagði Anton
Gylfi og Jónas bætir við: „Ef menn
ætla að vera dómarar í fremstu röð
þá verða þeir að vera „all in“, það er
ekki hægt að gera þetta með hang-
andi hendi.“
Fjarvera frá
fjölskyldu og vinnu
Anton og Jónas dæma mikið í út-
löndum og því fylgir mikil fjarvera
frá fjölskyldu og ástvinum. „Á síð-
asta ári vorum við að heiman í 130
daga,“ sagði Jónas og bætti við: „Ef
menn eru staðráðnir í að ná langt
þá verða menn að vera fórnfúsir á
fjölskylduna en á sama tíma að eiga
sterkt bakland,“ segir Jónas en báð-
ir eru þeir giftir og eiga börn.
„Þetta tekur á,“ sagði Anton.
„Auk traustrar fjölskyldu þá verð-
ur maður að hafa stuðning frá
vinnuveitendum,“ segja þeir félagar
sem vilja koma á framfæri þakklæti
til Íslensk-Ameríska og Advania þar
sem þeir starfa. „Án fjölskyldunnar
og þeirra góðu fyrirtækja sem
vinnum hjá væri það ekki hægt sem
við erum að gera,“ segja þeir fé-
lagar Anton Gylfi Pálsson og Jónas
Elíasson einum rómi.
kalegt högg
Morgunblaðið/Golli
Pálsson eru fremsta dómarapar Íslands í dag og í gærkvöld dæmdu þeir við-
Asíumeistara Katar sem fram fór í Leipzig.
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016
en Forest, undir stjórn Brians Clo-
ugh, varð Englandsmeistari í fyrsta
og eina skipti árið 1978 eftir að hafa
komið upp í deild þeirra bestu árið áð-
ur og var um það leyti taplaust í 42
leikjum í röð í deildinni. Forest fylgdi
þessu svo eftir með því að hampa
Evrópubikarnum næstu tvö árin á
eftir.
Ítalinn Claudio Ranieri, sem var
rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari
Grikkja með skít og skömm í nóv-
ember 2014 eftir að hafa tapað í tví-
gang fyrir Færeyingum í undan-
keppni HM, er á góðri leið með að
vinna einstakt afrek en sá ítalski
heldur ró sinni og er klókur að halda
öllum væntingum í skefjum.
„Tottenham og Arsenal eru jafn
líkleg og við til að vinna deildina. Við
þurfum að berjast allt til enda. Þessi
deild er hreint út sagt brjáluð og það
getur enn allt gerst,“ sagði Ranieri í
vikunni, en lærisveinar hans fá New-
castle í heimsókn á mánudaginn. Með
sigri í þeim leik gæti Leicester tekið
enn eitt skrefið í áttina að meist-
aratitlinum sem ég leyfi mér að segja
að enginn í heimi hafi spáð að gæti
gerst.
AFP
Á toppnum Danny Drinkwater, Danny Simpson og Riyad Mahrez gætu hampað enska meistaratitlinum með Leicest-
er City í vor. Varla hefur nokkur séð þessa þrjá fyrir sér í næsta meistaraliði Englands þegar tímabilið hófst.
Langar alltaf í meira
Anton og Jónas segja að þrátt fyrir að það markmið að dæma á Ól-
ympíuleikum sé brátt í höfn séu þeir ekki búnir að ná öllum mark-
miðum sínum. „Okkur langar alltaf í meira, fá að dæma erfiðari leiki.
Úrslitaleikur á HM karla og í Meistaradeild Evrópu er meðal þeirra
leikja sem við eigum eftir,“ sagði Anton.
„Við setjum okkur markmið fyrir hvert ár, bæði A og B. Sumum
hefur okkur tekist að ná en öðrum ekki. Markmiðið er að gera betur í
hverjum leik sem við dæmum en um leið vonumst við eftir að frammi-
staða okkar leiði til þess að við fáum stærri og stærri leiki ár hvert,“
sagði Jónas.
Marklínutækni á ÓL?
„Við vitum það ekki,“ svöruðu þeir Anton og Jónas með bros á vör spurð-
ir hvort IHF ætlaði að blása rykið af marklínutækninni sem lögð var til
hliðar eftir atvikið í leik Suður-Kóreu og Frakklands sem þeir dæmdu.
„Marklínutæknin er góð viðbót en það þarf að vera rétt framkvæmd við
hana, sem því miður var ekki raunin á HM.“
Á ferð og flugi
Anton og Jónas fóru til Þýskalands í fyrradag og dæmdu í gær fyrri vin-
áttulandsleik Evrópumeistara Þjóðverja og silfurliðs síðasta heimsmeist-
aramóts, Katar. Síðari leikurinn fer fram á morgun og aftur verða Jónas
og Anton með flauturnar á lofti.
Snemma í apríl fara þeir til Póllands til þess að dæma í forkeppni Ól-
ympíuleikanna í handknattleik karla. „Við verðum að heiman í fimm
daga vegna Þýskalandsferðarinnar og í sex daga í burtu vegna for-
keppni Ólympíuleikanna. Það kostar mikla fjarveru frá fjölskyldunni að
vera alþjóðadómari og þá er gott að eiga góða að heimavið,“ segja þeir
Anton og Jónas.
HANDKNATTLEIKUR
Undankeppni EM kvenna:
Schenker-höllin: Ísland – Sviss......... S16.30
Úrvalsdeild karla, Olís-deildin:
KA-heimilið: Akureyri – ÍBV................. S20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Mustad-höllin: Grindavík – Stjarnan.... L15
TM-höllin: Keflavík – Haukar........... S19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Kórinn: HK – Haukar ....................... L11.15
Egilshöll: Fjölnir – Þór ..................... L17.15
Egilshöll: Leiknir R. – Leiknir F ..... S14.45
Egilshöll: Valur – ÍBV ....................... S18.15
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Jáverk-völlur: Selfoss – Stjarnan.......... S14
Boginn: Þór/KA – Fylkir........................ S16
Fífan: Breiðablik – ÍBV.......................... S16
BORÐTENNIS
Íslandsmótið fer fram í TBR-húsinu í
Reykjavík um helgina. Mótið hefst kl. 11 í
dag og lýkur með úrslitaleikjum í einliða-
leik karla og kvenna kl. 14 á morgun.
SKAUTAR
Vetrarmót Skautasambands Íslands fer
fram í Egilshöll um helgina. Úrslitakeppni í
unglingaflokki A hefst kl. 11.10 á morgun.
FIMLEIKAR
Seinasta bikarmót FSÍ í vetur fer fram í
Laugabóli í Laugardal í dag og hefst kl. 16
en þar er keppt í frjálsum æfingum í
áhaldafimleikum.
BADMINTON
Íslandsmót unglinga fer fram í íþróttahús-
inu við Vesturgötu á Akranesi um helgina
og áætluð mótslok eru um kl. 15 á morgun.
ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA
Íslandsmót ÍF í boccia, lyftingum og sundi
fer fram í Reykjanesbæ í dag og á morgun.
UM HELGINA!
Dominos-deild kvenna
Valur – Hamar.......................................91:57
Staðan:
Snæfell 21 18 3 1591:1231 36
Haukar 20 18 2 1605:1307 36
Valur 21 12 9 1551:1476 24
Keflavík 21 10 11 1490:1474 20
Grindavík 20 10 10 1446:1390 20
Stjarnan 21 3 18 1391:1627 6
Hamar 22 2 20 1259:1828 4
1. deild karla
KFÍ – Valur .........................................82:109
Skallagrímur – Hamar....................... 90:100
Breiðablik – Fjölnir.............................85:101
Staðan:
Þór Ak. 17 14 3 1548:1208 28
Fjölnir 17 13 4 1596:1315 26
Skallagrímur 17 12 5 1562:1373 24
Valur 17 12 5 1600:1268 24
ÍA 17 11 6 1361:1352 22
Hamar 17 10 7 1535:1431 20
Breiðablik 17 7 10 1407:1429 14
KFÍ 17 3 14 1314:1474 6
Ármann 17 3 14 1234:1696 6
Reynir S. 17 0 17 1062:1673 0
NBA-deildin
Toronto – Atlanta ............................... 104:96
San Antonio – Chicago..................... 109:101
Denver – Phoenix ............................... 116:98
LA Lakers – Cleveland.................... 108:120
KÖRFUBOLTI
Guðbjörg Sverr-
isdóttir átti stór-
leik fyrir Val í
gærkvöldi þegar
liðið vann örugg-
an sigur á neðsta
liði Dominos-
deildar kvenna í
körfuknattleik,
91:57, í Valshöll-
inni. Guðbjörg
skoraði 33 stig og
tók átta fráköst og bar höfuð og
herðar yfir aðra leikmenn liðsins.
Karisma Chapman var næst með 18
stig og 19 fráköst. Alexandra Ford
skoraði 24 stig fyrir Hamar og tók
átta fráköst.
Valur treysti stöðu sína í þriðja
sæti deildarinnar með sigrinum.
Valur er núna með fjögurra stiga
forskot á Keflavík og Grindavík sem
berjast um fjórða og síðasta sætið í
úrslitakeppninni. iben@mbl.is
Guðbjörg fór
á kostum
gegn Hamri
Guðbjörg
Sverrisdóttir