Morgunblaðið - 12.03.2016, Page 4

Morgunblaðið - 12.03.2016, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2016 Loksins fékk bakvörður dagsins á baukinn. Kannski vegna þess að markvarðar- staðan féll honum betur á árum áður. Eftir pistil sem birtist á þessum stað fyrir viku bárust tvö bréf frá formanni dómara- nefndar HSÍ. Sá var því miður ekki ánægður. Í pistlinum fyrir viku var m.a. gagnrýnd sú ákvörðun dómara- nefndar að flytja inn einn dóm- ara til þess að dæma einn af sex úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna á bikarhelgi HSÍ. Hann var spyrtur saman við íslenskan félaga. Ranghermt var að þeir hefðu dæmt einn til tvo leiki í Evrópukeppni á ári. Hið rétta er að þeir hafa dæmt fjóra leiki í Evrópukeppni auk leikja í Færeyjum. Beðist er velvirðingar á röngum staðhæfingum. Eins munu þeir hafa dæmt tvo leiki á bikarhelginni, en ekki einn. Þeir félagar eru sagðir hafa fengið mjög góða umsögn fyrir framgöngu sína í Evrópuleikjum, eftir því sem fram kemur í öðru bréfinu frá dómaranefnd. Meira að segja svo góða að þeir eru með hæstu einkunn íslenskra dómara hjá Handknattleiks- sambandi Evrópu í vetur. Bakvörðurinn, sem frekar vildi vera markvörður, fer ekki ofan af því að óþarfi var að flytja inn dómara til þess að dæma leiki. Þetta var bruðl þegar dóm- arar eru fyrir hendi hér á landi. Nú er liðið á annan mánuð síð- an Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu sem landsliðs- þjálfari karla í handknattleik. Ekkert bólar á eftirmanni hans. Hvað ætlar HSÍ að draga lengi að ráða þjálfara? Næstu lands- leikir verða eftir þrjár vikur í Noregi. Kannski verður formað- ur HSÍ á hliðarlínunni eða for- maður landsliðsnefndar. Hver veit? BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is 22. UMFERÐ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Eins og hann á kyn til þá er bara einn gír hjá honum, og það er „áfram“. Það er þannig hvort sem þú skoðar hann, pabba hans eða afa hans. Þetta eru menn sem láta ekk- ert stoppa sig,“ sagði Helgi Freyr Margeirsson, körfuknatleiksmaður úr Tindastóli, um nafna sinn og sam- herja, Helga Rafn Viggósson. Helgi Rafn er leikmaður 22. um- ferðar Dominos-deildar karla hjá Morgunblaðinu, þeirrar síðustu áður en úrslitakeppnin hefst á fimmtu- daginn þar sem Tindastóll mætir Keflavík. Hann skoraði 24 stig og tók 13 fráköst í sigri á FSu í loka- umferðinni. Helgi Rafn, sem er 32 ára, er með risavaxið Tindastólshjarta, fyrirliði liðsins um árabil og mikilvægur hlekkur. Hann er alinn upp á Sauð- árkróki og hefur allan sinn feril klæðst Tindastólsbúningnum. Í deildinni í vetur skoraði hann 8,5 stig að meðaltali í leik, tók 6,9 frá- köst og gaf 1,9 stoðsendingar. „Hann er leikmaður sem er alltaf gíraður í leiki. Þetta er maður sem gefur allt í leikina, hvernig sem hann getur, hvort sem það er með fráköst- um, varnarleik eða í sókninni. Svo er hann frábær fyrirliði og mikil fyrir- mynd. Það er ómetanlegt að hafa svona mann í vörninni, sem heldur „talandanum“ í liðinu gangandi og keyrir menn áfram allan tímann. Hann lætur menn alveg heyra það þegar honum finnst þeir ekki vera að leggja sig fram eins og hann er að gera,“ sagði Helgi Freyr, og tekur undir að nafni sinn eigi innilega skil- ið að taka þátt í að landa fyrsta stóra titli Tindastóls. „Mikilvægi hans er alltaf mikið og hann sér til þess að menn gíra sig alltaf upp, hvort sem það er gegn KR og Keflavík eða, með fullri virð- ingu, FSu sem er fallið niður um deild. Hann sér til þess að við lend- um ekki í leik þar sem menn leggja sig ekki alla fram. Hann setur „standardinn“ og aðrir reyna að jafna hann í því, og hann svipar okk- ur áfram til þess,“ bætti hann við. Helgi Rafn er af þriðju kynslóð „Drangeyjarjarla“, sonur Viggós Jónssonar og sonarsonur Jóns Ei- ríkssonar, en fjölskyldan rekur ferðaþjónustufyrirtækið Drang- eyjarferðir. Helgi Freyr segir margt líkt með þeim þremur: „Þetta eru engin lömb að leika sér við. Þeir eru ómannlega sterkir en samt léttbyggðir. Afinn fór einn fyr- ir áratugum síðan og steypti bryggju úti í Drangey og lagði upp göngu- stíg, sem er ekkert grín þegar við er- um að tala um nánast þverhnípi upp 170 metra. Hrammarnir á þessum mönnum eru þannig að þeir gleypa venjulegan handlegg,“ sagði Helgi Freyr, og rifjaði upp sögu af föður Helga sem eitt sinn sveiflaði sér á annarri hendi upp á aðra körfuna í íþróttahúsinu á Króknum, hékk þar og lagaði vír sem tengdur var í hana, eins og ekkert væri sjálfsagðara! „Helgi Rafn setur markið“  Fyrirliðinn er Tindastólsmaður í húð og hár  Alltaf í rétta gírnum og sér til þess að liðsfélagar sínir fylgi því fordæmi  Af þriðju kynslóð Drangeyjarjarla Morgunblaðið/Styrmir Kári Reyndur Helgi Rafn Viggósson reynir skot í leik Tindastóls gegn KR. Hann hefur spilað hvern einasta deildaleik Tindastóls frá árinu 2009. Körfubolti karla: Leikmaður umferðarinnar 23. UMFERÐ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Mér hefur alltaf fundist búa mun meira í Elvari en hann gerir sér grein fyrir sjálfur. Hann hefur allan pakkann,“ sagði Óskar Bjarni Ósk- arsson, þjálfari karlaliðs Vals í hand- bolta, um Elvar Friðriksson læri- svein sinn sem er leikmaður 23. umferðar Olís-deildarinnar hjá Morgunblaðinu. Elvar er 29 ára gamall, Valsmaður í húð og hár. Hann varð Íslands- meistari með Val árið 2007 og hefur þrívegis orðið bikarmeistari með lið- inu; árin 2008 og 2009 og svo í síð- asta mánuði. Árið 2010 hélt hann ut- an í atvinnumennsku og samdi við danska úrvalsdeildarfélagið Lemvig. Þar byrjaði hann vel en varð svo að fara í uppskurð vegna axlarmeiðsla í nóvember. Elvar spilaði ekki meira fyrir Lemvig og fór til Hammarby í Svíþjóð sumarið 2011, þar sem hann lék í tvö ár áður en hann sneri aftur í Val. Elvar fór í uppskurð vegna nára- meiðsla í haust og hefur því lítið get- að spilað með Val í vetur, en hann átti frábæran leik í útisigri Vals á Aftureldingu, 26:24, í fyrrakvöld. Á lokamínútu leiksins fékk hann þó að líta rauða spjaldið. Valsmenn eru í 2. sæti deildarinnar og ætla sér eflaust alla leið í úrslitakeppninni, og þá gæti reynt á mikilvægi Elvars sem Óskar segir leiðtoga í liðinu. „Hann er góður varnarmaður og í sókn er hann góður í að velja rétta kosti, finna samherjana og er með góð skot. Hann á eftir að komast í örlítið betra keppnisstand en þetta er allt að koma,“ sagði Óskar. Þyrfti kannski að kryfja sjálfan sig meira „Núna er hann kominn á góðan aldur og er orðinn leiðtogi í liðinu. Ég var mjög ánægður með það í gær [í fyrradag] að hann tók af skarið á örlagastundu og það er mikilvægt fyrir hann að ná nokkrum svoleiðis leikjum. Það vita allir í deildinni, bæði leikmenn og þjálfarar, hvað hann kann og það var mikilvægt að hann skyldi taka leikinn svona í sín- ar hendur í þessum leik. Hann vant- ar kannski aðeins meira áræði í að gera meira, því hann hefur líkamann og getuna sem til þarf. Það er ekkert sem stoppar hann þar,“ sagði Óskar, sem segir námsleiðina sem Elvar valdi sér ef til vill geta nýst honum við að ná enn lengra: „Hann er leiðtogi en er samt ekki að trana sér mikið fram. Hann er mjög rólegur og maður gefur honum ákveðin verkefni sem hann leysir mjög vel. Hann er klár og skyn- samur strákur að taka master í sál- fræði og góður á þeim vígstöðvum, en þarf kannski að kryfja sjálfan sig meira og ég held að hann viti það al- veg sjálfur.“ Handbolti karla: Leikmaður umferðarinnar Hann hefur allan pakkann  Óskar segir að Elvar geri sér ekki grein fyrir því sjálfur hversu góður hann sé  Er að komast í gang eftir nárameiðsli  Öxlin truflaði atvinnumennskuna Morgunblaðið/Eva Björk Valsmaður Elvar Friðriksson hefur leikið á Hlíðarenda að undanskilum þremur árum í Danmörku og Svíþjóð. Það dró heldur betur til tíðinda hjá enska úrvals- deildarliðinu Newcastle í gær. Steve McClaren var rekinn úr starfi knatt- spyrnustjóra og skömmu síðar var tilkynnt ráðning Spán- verjans Rafaels Benítez. Honum er ætlað að bjarga liðinu frá falli en þegar liðið á tíu leiki eftir situr það í fallsæti, er í næstneðsta sæti, stigi á eftir grönnum sínum og erki- fjendum í Sunderland sem eru fyrir ofan strik. Benítez gerði þriggja ára samn- ing en stjóraskipti hafa verið tíð hjá Newcastle og er hann áttundi stjóri liðsins á síðustu tólf árum. Hann er 55 ára gamall og þrautreyndur. Newcastle verður þriðja enska liðið sem hann stýrir en Benítez var við stjórnvölinn hjá Liverpool í sex ár og gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2005 og þá var hann í stuttan tíma hjá Chelsea. Hann tók við því í nóvember 2013 þegar Roberto Di Matteo var sparkað og undir hans stjórn vann Chelsea sigur í Evrópu- deildinni. Frá Chelsea fór hann til Napoli og þaðan til Real Madrid en var leystur frá störfum þar í janúar á þessu ári. gummih@mbl.is Benítez á að bjarga liði Newcastle Rafael Benítez

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.