Morgunblaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
:
Stórglæsilegt páskablað
fylgirMorgunblaðinu
föstudaginn 18.mars
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 14. mars.
–– Meira fyrir lesendur
Matur, ferðalög, skreytingar
og viðburðir um páskana
verða meðal efnis í blaðinu
SÉRBLAÐ
Ping pong. Bakvörður dags-
ins var á meðal áhorfenda þeg-
ar Íslandsmótið í borðtennis
fór fram í TBR húsinu um
helgina.
Keppendur sýndu góð til-
þrif, eins og við var að búast.
Kúlan snérist og skaust í allar
áttir.
Bakverði varð hugsað til
kvikmyndarinnar um gæða-
blóðið hann Forrest Gump.
Hann gat varla gengið á
yngri árum, varð síðar mikill
hlaupari og frábær borðtenn-
isspilari.
Eins og vinur okkar allra,
hann Forrest Gump sannar, þá
skapar æfingin svo sannarlega
meistarann.
Það sagði einmitt Íslands-
meistarinn í karlaflokki, Daði
Freyr Guðmundsson, eftir að
hann tryggði sér sinn fyrsta Ís-
landsmeistaratitil í einliðaleik.
Hann er búinn að æfa borð-
tennis frá 12 ára aldri og upp-
sker nú eins og hann sáir. Það
eru einu líkindin sem eru með
honum og Forrest Gump, held
ég allavega.
Íslandsmeistarinn í
kvennaflokki, Guðrún G.
Björnsdóttir, hampaði sjöunda
titli sínum í einliðaleik. Hún út-
skýrði andlegan undirbúning
spilara og hvernig fólk er
stundum eigið klapplið.
Að lokum sagðist hún vera
að þjálfa Öðlingahóp úti í KR á
þriðjudag. Hópurinn er fyrir
eldri byrjendur og lengra
komna og eru allir velkomnir.
Spurning um að skella sér
í borðtennis í Vesturbænum á
morgun?
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ólafsson
johann@mbl.is
Í KEFLAVÍK
Skúli B. Sigurðsson
skulibsig@mbl.is
Haukar endurheimtu toppsætið í
Dominosdeild kvenna í gær með sigri
á liði Keflavíkur, 67:54, í TM-höllinni
í Keflavík í leik þar sem skotnýtingin
var ekki eins og hún gerist best.
Haukaliðið var sterkara í leiknum.
Leikmenn léku vel sín á milli og upp-
skáru eftir því og þegar best lét voru
þær komnar með 19 stiga forystu,
leiddar áfram af máttarstólpa sínum,
Helenu Sverrisdóttur, sem er
Haukaliðinu eins mikilvæg og hæð-
arstýri á flugvél. Leikur liðsins hagar
sér líka eftir því; þegar hún spilar vel
hækkar það flugið á ógnarhraða en
lækkar sig líka jafnharðan þegar hún
missir taktinn. Sú ákvörðun hjá
Haukum að losa sig við Chelsie
Schweers var hárrétt. Mikið sjálfs-
traust er í liðinu og boltinn gengur
hratt manna á milli í stað þess að
eyða of miklum tíma í „lófaklapp“ hjá
leikstjórnandanum. Ungu stúlkurnar
í liðinu virðast njóta sín betur og það
mun vafalaust skila sér þegar upp er
staðið.
Keflavíkurliðið sýndi á tímabili í
leiknum að það getur haft í fullu tré
við Hauka þegar liðinu tókst að leika
hvassan pressuvarnarleik sem sló
Haukana úr sínum takti. Að auki hef-
ur undirritaður séð Keflavíkurliðið
spila töluvert betri sóknarleik í vetur
en það sýnir þessa dagana.
Erlendi leikmaðurinn sem fenginn
var til liðsins í byrjun árs, Melissa
Zorning, er því miður langt frá því að
vera nægilega sterk og sjálfstraust
hjá henni virðist horfið. Monica
Wright er vissulega sá leikmaður
sem þær þurfa en hún er bæði langt
frá sínu besta og takmörkuð sem
stendur í leik sínum.
Sigurinn var Haukum gríðarlega
mikilvægur því liðið má lítið misstíga
sig ef það ætlar ekki að missa topp-
sætið til aðalkeppinauta sinna úr
Stykkishólmi.
Stefnir í úrslitaleik
Hjá Keflavík virðist allt stefna í
úrslitaleik við Grindavík í síðustu
umferðinni um lokasætið í úrslita-
keppninni. Grindavík er á undan í því
kapphlaupi sem stendur, tveimur
stigum ofar.
Grindavík vann öruggan sigur á
Stjörnunni, 83:66, á laugardaginn og
hafði þar með sætaskipti við Kefla-
víkurliðið nú þegar þrjár umferðir
eru eftir af deildarkeppninni. Eins og
kemur fram hér að ofan stefnir allt í
úrslitaleik um fjórða sætið í loka-
umferðinni þegar Keflavík og
Grindavík leiða saman hesta sína.
Haukar halda sinni áætlun
Helena Sverrisdóttir fór fyrir Haukum í öruggum sigri liðsins í Keflavík í gær-
kvöldi Grindavík laumaðist upp í fjórða sætið Uppgjör í lokaumferðinni
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Karfa Auður Íris Ólafsdóttir, leikmaður Hauka reynir skot að körfu Kefla-
víkur þar sem Sandra Lind Þrastardóttir er til varnar.
Ólympíuárið 2016 byrjar vel hjá Ás-
dísi Hjálmsdóttur, Íslandsmethafa í
spjótkasti. Eftir að hafa unnið lítið
mót í Zürich, þar sem hún býr, um
síðustu mánaðamót, með 59 metra
kasti, vann hún til bronsverðlauna á
Vetrarkastmóti Evrópu í Arad í
Rúmeníu um helgina.
Ásdís kastaði 59,53 metra strax í
fyrstu umferð í Rúmeníu á laugar-
daginn og var með forystuna fram í
þriðju umferð. Þá komst Lina Muze
frá Lettlandi fram úr henni með
61,26 metra kasti, en það var svo hin
þýska Christin Hussong sem fagn-
aði sigri eftir að hafa kastað 61,80
metra í fimmtu og næstsíðustu til-
raun.
Ásdís kastaði lengst í fyrstu til-
raun sinni en hún kastaði svo 55,12
metra í 3. umferð og 58,85 metra í
fimmtu umferð, og gerði ógilt í hin-
um þremur tilraununum.
Ásdís mætti til keppni með þriðja
besta skráða árangurinn af þeim 16
keppendum sem tóku þátt. Íslands-
met hennar frá Ólympíuleikunum
2012 er 62,77 metrar. sindris@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Kast Ásdís Hjálmsdóttir mundar spjótið á Smáþjóðaleikunum í fyrra.
Ólympíuárið byrjar
vel hjá Ásdísi
TM höllin, Dominos-deild kvenna, 13.
mars 2016.
Gangur leiksins: 2:2, 5:5, 8:7, 12:15,
15:19, 17:24, 20:30, 27:36, 32:44,
32:46, 35:51, 42:51, 48:53, 50:59,
50:63, 54:67.
Keflavík: Monica Wright 17/6 fráköst,
Thelma Dís Ágústsdóttir 7/4 fráköst,
Sandra Lind Þrastardóttir 6/9 frá-
köst/5 stolnir/3 varin skot, Emelía Ósk
Gunnarsdóttir 5, Melissa Zornig 5,
Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Elfa Falsdottir
4, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 3/4 frá-
köst, Þóranna Kika Hodge-Carr 2.
Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.
Haukar: Helena Sverrisdóttir 16/10 frá-
köst/7 stoðsendingar, Pálína María
Gunnlaugsdóttir 13/9 fráköst/5 stoð-
sendingar, María Lind Sigurðardóttir
10/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir
8/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/7
fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 4, Jó-
hanna Björk Sveinsdóttir 4/9 fráköst,
Þóra Kristín Jónsdóttir 3, Dýrfinna Arn-
ardóttir 2, Hanna Þráinsdóttir 2.
Fráköst: 36 í vörn, 18 í sókn.
Keflavík – Haukar 54:67
Mustad-höllin, Dominos-deild
kvenna, 12. mars 2016.
Gangur leiksins: 8:6, 15:8, 22:10,
28:14, 40:22, 47:24, 52:26, 54:29,
59:31, 64:38, 69:42, 75:44, 77:48,
81:54, 83:62, 83:66.
Grindavík: Whitney Michelle Frazier
27/13 fráköst, Ingunn Embla Krist-
ínardóttir 15/10 fráköst/3 varin
skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Íris
Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Ingibjörg
Jakobsdóttir 8, Björg Guðrún Ein-
arsdóttir 6, Jeanne Lois Figeroa Si-
cat 3/5 stolnir, Hrund Skúladóttir
2.
Fráköst: 24 í vörn, 14 í sókn.
Stjarnan: Hafrún Hálfdánardóttir
19/6 fráköst, Bryndís Hanna
Hreinsdóttir 12, Adrienne Godbold
10/7 fráköst, Heiðrún Kristmunds-
dóttir 8, Margrét Kara Sturludóttir
8/16 fráköst, Eva María Emilsdóttir
6/4 fráköst, Erla Dís Þórsdóttir 2,
Bára Fanney Hálfdanardóttir 1.
Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.
Grindavík – Stjarnan 83:66