Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.1993, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 21.10.1993, Blaðsíða 2
2 21. OKTOBER 1993 WffUÆFRÉTTIR Atvinnuleysi að aukast Atvinnuleysi á Suðurnesj- um er að aukast, en nú eru fjölmargir að koma inn á skrár atvinnulausra, sem í sumar hafa starfað við sumarafleys- ingar. Kristján Gunnarsson hjá VSFK sagði í samtali við blaðið að einhverjir hafi fengið atvinnu hjá ígulkerjavinnsl- unni í Njarðvík. Kristján sagði komandi vet- ur eiga eftir að verða erfiðan fyrir marga atvinnulausa. At- vinnuleysið er farið að segja til sín í fjárhaf margra, sem hafa til þessa spilað út öllum sínunt spilum til að ná endum saman. Reynslan af nýju umferðar- Ijósunum á mótum Aðalgötu og Hringbrautar í Keflavík er góð. Núeru liðnarrétttæpartværvikur frá því kveikt var á ljósunum. Ljósin eru umferðarstýrð, þannig að á álagsminni tímum geta þeir sem aka um Hringbrautina eða Aðalgötuna á löglegum hraða átt mikla möguleika á að komast yfir á grænu, án þess að þurfa að bíða við ljósin. Lögreglan hefur sektað einn ökumann fyrir að aka yfir á rauðu ljósi og einn ökumaður hefur verið áminntur fyrir brot á umferðarreglum við ljósin. Gróa Hreinsdóttir hefur verið kjörin formaður nefndar um Ár fjölskyldunnar 1994 í Njarðvík, en árið 1989 ákvað Alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á árið 1994 yrði helgað fjölskyldunni. Bæj- arstjórn Njarðvíkur ákvað að taka virkan þátt í þessu verkefni. Aðrir nefndarmenn eru Bergþóra Ósk Jóhannsdóttir og Stefán Bjarka- son. ♦ GRÓA HREINSDÓTTIR: Formaður nefndar um Ár fjölskyldunnar í Njarðvfk. ♦ UMFERÐARLJÓSIN: Reynast vel, en sumir stelast yfir á rauðu. ♦ ÞORVALDUR HALLDÓRSSON: Kvótinn búinn, en þeir væru ekki að fiska fyrir aðra. Ford Fairmount árgerð 1980 og Motorola farsími er meðal þeirra hluta sem verða á uppboði á lausafé í eigu þrotabús Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar hf. föstu- daginn 22. október nk. Megin uppistaða í þeim munum sem boðnir eru upp eru skrif- stofumunir ýmiskonar. Sjómenn eru ekki kátir með sífellt minni kvóta. Eins og greint er frá á forsíðu blaðsins eru þrír bátar úr Garðinum að klára kvótana sína og ekkert er framundan annað en að hætta í útgerð eða kaupa meiri kvóta. Svona er jafnvel statt með enn fleiri báta á Suðurnesjum, þó blaðinu sé ekki kunnugt um það. orvaldur Halldórsson, út- gerðarmaður í Garði, sagði í samtali við blaðið að 82 tonna kvóti Gunnars Hámundasonar dygði skammt og kvótinn væri löngu búinn, ef áhöfnin væri ekki að veiða upp í kvóta annarra. Þor- valdur sagði það vera dýrt að veiða fisk sem þyrfti að kaupa fyrirfram í sjónum, þar sem fiskverðið gæti verið lágt, loks þegar fiskurinn veiddist. Hafnargata 70, Keflavík Eldra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið þarfnast við- gerða. Góðir greiðsluskil- málar. Laust strax. 2.500.000.- Fagrigarður 8, Keflavík 138 ferm. einbýlishús ásamt 30 ferm. bílskúr. Húsið er í góðu ástandi. Eftirsóttur. staður. Vel ræktuð lóð. 12.500.000,- Baugholt 6, Keflavík 129 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Húsið er í góðu ástandi. Eftirsóttur staður. 11.500.000.- Hamragarður 9, Keflavík 155 ferm. einbýlishús ásamt 55 ferm. tveggja bíla bílskúr. Mjög vandað hús á góðum stað. Skipti á minni fasteign kemur til greina. 13.500.000,- Sólvallargata 40C, Keflavík 3ja herbergja íbúð á annari hæð í góðu ástandi. Hægt að taka bifreið uppí útborgun. Góðir greiðsluskilmálar. 4.200.000,- Noröurgarður 23, Keflavík Glæsilegt 180 ferm. ein- býlishús ásamt 50 ferm. bíl- skúr. Eign í sérflokki. Frá- bært útsýni. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Klappabraut 8, Garði 136 ferm. einbýlishús. Hag- stæð byggingarsjóðslán áhvílandi. Lág útborgun. 7.000.000.- Háseyla 39, Njarðvík 152 ferm. einbýlishús ásamt 55 ferm. bílskúr. Húsið er í mjög góðu ástandi m.a. ný eldhúsinnrétting. Skipti á íbúð kemur til greina. 11.000.000,- Bjarnavellir 16. Keflavík 116 ferm. einbýlishús ásamt 24 femi. bílskúr, sökkli undir garðskála og heitur pottur. Gott hús. Skipti á ódýrari fasteign kemur til greina. Tilboð wrrr’T Heiðarholt 20, Keflavík 2ja herbergja fbúð á annari hæð í mjög góðu ástandi. Hagstætt byggingarsjóðslán áhvílandi, kr. 2.930.000,- með 4,9% vöxtum. Hag- stæðir greiðsluskilmálar. 4.700.000,- Smáratún 39, Keflavík 120 ferm. neðri hæð ásamt 27 ferm. bílskúr. Ibúðin er í mjög góðu ástandi. Skipti á góðri 2ja eða 3ja herbergja (búð kemur til greina. Losnar fljótlega. Tilboð. Njarðvík Einbýlishús í smíðum að Starmóa 7, Njarðvík. Möguleiki að selja húsið á hvaða byggingarstigi sem er. Nánari upplýs- ingar á skrifstofunni. VID SPYRJUM hvað finnst formanni VSFK um bræðslu í Helguvík? FRÉTT Á BAKSÍÐU VÍKURFRÉTTA 14. OKT '93 Þessar vikurnar er unnið að hugmvndum um fiskimjölsverk- sntiðju í Helguvík og allt eins má búast við ákvörðun í málinu bráðlega. Við greindum frá fyrirhugaðri fiskimjölsverksmiðju í síðasta blaði. I næstu blöðum niununi við leita álits manna á hinum ýmsu fréttum er tengjast svæðinu. -Við spyrjum Kristján Gunn- arsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og ná- grennis álits á fyrirhugaðri bræðslu í Helguvík? „Mér líst vel á þessar hugtnyndir og tek fiskimjölsverksmiðju í Helguvík verða svæðinu mjög til framdráttar. Bræðsla er hlutur sem lengi hefur vantað á þessu svæði, eftir að þau miklu mistök voru gerð að láta loka Fiskiðjunni í Keflavík. Staðsetningin er m jög góð og með nútímatækni á að vera hægtr að konta í veg fvrir alla lykt, enda hráefnið geymt í lokuðum tönkum og þróm. Eg kem til með að verða fyrstur manna til að bjóða fiskimjölsverksmiðju velkomna í Helguvík,“ segir Kristján Gunnarsson. 1 ---------------------------------------------1 TIL SOLU Einstaklingsíbúð að Tjarnargötu í Keflavík. íbúðin er á annari hæð, mjög falleg og öll ný- standsett. Laus strax. Gott áhvílandi lán. Til greina kemur að lána allt kaupverðið gegn góðri tryggingu eða taka bíl uppí. Sumarbústaður, rúmlega fokheldur, ca. 40 ferm., staðsettur í Eilífsdal ca. 20 mín. aksturfrá Reykjavík. Mjög falleg staðsetning. Upplýsingar í síma 91-31800 á skrifstofutíma eða 91-652224 á kvöldin. Fasteignamiðlun Suðurlandsbraut 12, - Reykjavík. ♦ KRISTJÁN Gunnarsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.