Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.1993, Síða 11

Víkurfréttir - 21.10.1993, Síða 11
WfHIHFRÉTTIR 21. OKTOBER 1993 11 VALUR KETILSSON /fimmtudagsfjasarinn: Hafið þið heyrt það nýjasta? Gvuuð, veistu hvað ég var að frétta??! Hún Fríða Frikka lenti heldur beturíþví íGlaðbæ ígærkvöldi. Sko, hún og Gleiðsystur voru í þrítugsafmæli hjá Rósu Rabba, kvennapartí þú veist..., og...og... hún með þessa líka rosalegu landabollu. .. . sem Rabbi hafði Valyr blandað fyrir þær. Ketilsson nema hvað, þær skrifar verða náttúrulega allar pissfullar og enduðu á balli..., heldurðu að Friddý hitti ekki Gumma góm, gamla gæjann úr gaggó, ...æ, hann barnaði einhverja gálu á Sigló og hefur ekki sést síðan, nema hvað, birtist hann ekki hringlaus og sjarmerandi og þær urðu náttúrulega allar búmm. yfir sig hrifnar og .... nema hvað. þau fara út í hom að rifja upp gamla daga og ég get svarið það , að það sást víst eitt- hvað til þeirra á eftir og..„ þú lofar að segja engum,... eða allavega, ekki hafa þetta eftir mér!!! Afkomendur Gróu Skyldi Gróa á Leiti vera uppalin á Suðurnesjum? Ef ekki, þá hafa afkomendur hennar allavega tekið sér bólfestu hér sem annarsstaðar, það getum við bókað. Kjaftasögur hafa fylgt þjóðinni frá aldaöðli og eitt er víst, að fátt lifir jafn vel í hugum fólks og smjaður utaa úr bæ. Ogþaðerekki bara Júlli úti íbæsem smjattað er á, heldur einnig vinirnir og jafnvel ykkar nánustu! Nú ætla ég að biðja ykkur um að losa aðeins um brynjuna og rifja upp síðustu kjaftasögur sem þið hafið heyrt og líta síðan í eigin barm á eftir. Ég er næstum því viss um að þið hafið lent í svipuðum aðstæðum í a.m.k. helming þessarra sagna og þá dreg ég frekar úr en hitt. Hver sinn skammt Málið er nefnilega, að þið fitjið upp á nefið og hneykslist á ná- grannanum, en eruð ekkert skárri sjálf. Hver kannast ekki við breyt- ingarnar á sögunum eftir smá tíma. Þær verða meira krassandi og lygilegri eftir því sem þær ganga lengur á milli manna og í lokin ferðu að efast um hvort fyrsta útgáfan sé virkilega sú sama og sú nýjasta. Persónulega hef ég fengið minn skammt eins og þið eflaust öll og allt gott um það að segja. Maður verður þó ódauðlegur á meðan. Voruð þið ekki búin að heyra þá nýjustu um laxveiðiferðina, sem kostaði vel á þriðju milljón? ÉG var svekktastur yfir því að laxamir, sem alls urðu 12 í ferðinni. eru nú komnir niður í þrjá!! Gæti verið að það hafi ruglast við milljónimar þrjár??! Pískur og baknag Mest sveið manni þó þegar liðið fór að spyrja hvað hefði kostað að gera við bílinn!! En hvort einhver hefði slasast..., það kom jú eftir á. Þið eruð alveg rosaleg, ég verð að segja það!! Maður þorir varla að fara á ball af ótta við að stíga út af sporinu. eða jafnvel enda uppi á borði! Hver man ekki eftir því?! Ég veit að sumir fara ekki einu sinni í pottana í lauginni, vegna þess að augnaráðin klessa sér í hnakkadrambinn á þeim um leið og þau eru komin úr færi. Að heyra pískrið og baknagið frá fólki sem býður góðan daginn í allri sinni uppgerð, hlýtur að vera nið- urdrepandi fyrir hvern sem er. Verstar hljóta þó sögurnar að vera um framhjáhaldið eða hjóna- skilnaðina. Hverjir líða mest fyrir þær sögur? ÉG segi, bömin og unglingarnir. Skammist ykkar!!! Blessunarlega sleppa þau þó stundum við þetta og ég held að við ættum a.m.k. að reyna að bæta ekki gráu ofan á svart með taumlausu smjatti. Þetta fólk á víst örugglega í nægum vandræðum samt, þó svo þessu sé ekki bætt ofan á það. Takið þá mig frekar fyrir og látið hina í friði. Gengur í erfðir Ég er engu að síður sannfærður um, að þessi árátta virðist oft eiga heima hjá heilu fjölskyldunum og engu líkara en að hún erfist. E.t.v. er þetta verðugt verkefni fyrir erfða- fræðifíkla framtíðarinnar. En eitt veriðið þið þó að muna að lokum, að enginn veit hver verður sá næsti eða sú næsta! Ég get þó alla- vega fullvissað ykkur um eitt, ef þið vitið það ekki nú þegar, að þið verðið ávallt þau síðustu til að fá fréttirnar um ykkur sjálf og sumir fá þær jafn- vel aldrei. Voruð þið kannski búin að heyra um...??? Aíít kveöja, fimmtudagsfjasarinn. SÍMI15717 Gunnar Örn heldur málverkasýningu í Garði Gunnar Örn, niyndlistamaður, mun opna málverkasýningu í boði Gerðahrepps 23. október nk. Sýningin verður haldin í fé- lagsheimilinu Sæborgu í Garði. Sýningin opnar kl. 14:00 þann 23. okt og verður opin mánudag til föstudag kl. 18:00-21:00 og" laugardag og sunnudag kl. 14:00-21:00. Sýningunni lýkur 31.október 1993. Sundið opnað í Sandgerði Veiðafæraverslunin Hamarsund hefur opnað að nýju í Sandgerði og nú undin nýju nafni og með nýjum eigendum. Verslunin heit- ir nú Sundið og þar eru seld veiðarfæri, verkfæri, öl, sælgæti, tóbak og skyndibiti. Opið er virka daga frá kl. 8-20. Það er fyrirtækið Kópavör hf. sem stendur að versluninni. Eig- endurnireru þau Kristberg Helgason og Guðrún Hauksdóttir úr Garðinum. Nýtt símanúmer er 37920. Næsti kynningar- fundur í Sandgerði Næsti kynningarfundur um sam- einingu sveitarféaga á Suður- nesjum verður í Sanrkomuhúsinu í Sandgerði 25. október nk. kl. 20:30 (nk. mánudag). íbúar í Sandgerði eru hvattir til að fjöl- menna á fundinn og kynna sér þetta stóra mál, en kosið verður um sameiningu sveitarfélaga þ. 20. nóvember nk. • Bæjarstjóm Keflavíkur: KONURí MEIRIHLUTA Konur voru í miklum meiri- hluta á fundi bæjarstjómar Ketlavíkur sl. þriðjudag. Af níu bæjarfulltrúum vom sex konur. Þrjár þeirra tilheyrðu meirihluta og þrjár minnihluta. Ein kvenn- ana var að sitja sinn fyrsta bæj- arstjómarfund sem bæjarfull- trúi, en það var Kristín H. Gísladóttir Alþýðullokki. Konumar á fundinum vildu minnast þess að þetta væri fundurinn þar sem konumar tóku völdin. Síðasti fundur bæj- arstjómar var cinnig merkilegur fyrir þær sakir aö fundargerðir voru afgrciddar á einum og hálfum klukkutíma. með kaffi- hléi. VÉLSTJÓRAFÉL.AG SUÐURNESJA ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA Allsherjar atkvæöagreiðsla fer fram í Vélstjórafélagi Suðurnesja um úrsögn úr Alþýðusambandi íslands og Sjómannasambandi íslands. Atkvæðagreiðslan stendur yfir dagana 25. októbertil og með 15. nóvember 1993 að báðum dögum meðtöldum. Kjörstaður er skrifstofa Vélstjórafélagsins að Tjarnargötu 2, 230 Keflavík. Kjör- staður er opin á venjulegum skrifstofutíma félagsins, þ.e. milli kl. 09:00 og 12:00 mánudaga-fimmtudaga að báðum dögum medtöldum. Stjórnin HAUSTFERÐIR HEILLA FERÐA GJALDEYRIR fyrir hausíferðina þína færður hjá okkur. Starfsfólk Islandsbanka kappkostar að veita þér góða þjónustn og rdðleggur þér um gjaldmiðla og hentuga sam- setningu ferðagjald- eyris ISLANDSBANKI

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.