Víkurfréttir - 09.06.1994, Qupperneq 2
2
9. JÚNÍ 1994
WKURFRÉTTIR
GARÐAUMÖNNUN
og GARÐAÚÐUN
Skoðanakönnun um útivistartíma unglinga í Kefiavík:
Foreldrar vita lítib um Z-una
Guðm. O. Emilssonar
Auk allrar almennrar garðvinnu býð ég upp á úðun
(varist þó ótímabæra og jafnvel óþarfa úðun), svo
og úðun gegn hinum hvimleiða roðamaur.
Uppl. í símum 985-30705 og 12640.
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA
Blaðið í næstu viku kemur út
á miðvikudags-
kvöld.
SANDKOLI
Erum kaupendur að sandkola.
Upplýsingar gefur Jóhann í síma 92-
13480 og Kristján í síma 91-670755
á vinnutíma.
Foreldra- og kennarafélag
Holtaskóla stóð fyrir skoö-
anakönnun uni útivistartíma ung-
linga meðal foreldra í Holtaskóla í
febrúar síðastliðnum. Könnunin
tókst vel og svöruöu milli 85 og
90% foreldra. Urvinnslu lauk ný-
lega. Helstu niðurstöður voru sem
hér segir:
Meirihluti foreldra barna í 7. og
8. bekk vildi leyfa útivist til kl.
22.00 virka daga. Skoðanir voru
skiptari fyrir 9. bekk en flestir vildu
leyfa útivist til kl. 22.30 eða skem-
ur. I I0. bekk vildu meiri hluti for-
eldra leyfa útivist til kl. 23.00.
Um helgar vildi meirihluti for-
eldra barna í 7. bekk leyfa útivist til
kl. 23.00 eða skemur, hinn helm-
ingurinn vildi leyfa lengri útivist.
Hjá I0. bekkjar foreldrum varð
svipuð skipting, um helntingur
þeirra vildi leyfa útivist kl. 01.00
eða skemur, hinir vildu leyfa lengri
útivist.
Almennt virðast foreldrar nokk-
uð sáttir við þann tíma, sem gilt
hefur um lok kvöldskemmtana í
Holtaskóla og eru ánægðir með það
starf, sem unnið er í félagsmiðstöð
skólans.
Meirihluta foreldra þótti 15-16
Faxabraut 38B, Keflavík
2ja til 3ja herbergja íbúð (78
ferm.). Hagstæð lán áhvíl-
andi. ‘ 4.700.000,-
Faxabraut 34C, Keflavík
3ja herbergja íbúð á neðstu
hæð. Ný eldhúsinnrétting.
Mjög lág útborgun.
3.300.000.-
Hringbraut 77, Ketlavík
Neðri hæð hússins ásamt
kjallara alls 196 ferm. Nýlegt
þak. Skipti á fninni íbúð
möguleg. 7.500.000,-
Suðurgata 26, Ketlavík
5 herbergja 121 ferm. neðri
hæð með sérinngangi.
Vönduð íbúð á góðum stað.
Skipti á minni íbúð kemur til
greina. Tilboð.
Hæðargata 14, Njarðvík
119 ferm. einbýlishús ásamt
50 ferm. bílskúr. Stórt her-
bergi í bílskúr fylgir. Skipti
á ódýrari fasteign möguleg.
10.800.000,-
Greniteigur 24, Keflavík
135 ferm. einbýlishús ásamt 36
ferm. bílskúr. Heitur pottur á
lóð fylgir. Húsið er í góðu
ástandi. Skipti á minni fasteign
kemur til greina. 11.500.000.-
Hringbraut 58, Keflavík
2ja herbergja íbúð á annari
hæð. 65 ferm. í fjórbýli.
4.700.000,-
Hringbraut 90, Keflavík
101 ferm. efri hæð ásamt 20
ferm. bílskúr. Sérinnngang-
ur. Vönduð íbúð. Hagstæð
lán áhvflandi. 6.100.000,-
Mávabraut 4A, Keflavík
96 ferm. 4ra herbergja efri
hæð í góðu ástandi. Skipti á
stærri fasteign kemur til
greina. 6.500.000.-
Keflavík
Lítið fyrirtæki í Keflavík til sölu.
Hentugt fyrir samhenta fjölskyldu. Allar nánari upplýsingar um
söluverð og greiðsluskilmála gefnar á skrifstofu.
ára (10. bekkur) hæfilegt ald-
urstakmark fyrir Z-una. Flestum
þykir hæfilegt að hún sé opin til
23.00 á virkum dögum en til 01.00
um helgar. Foreldrar virðast annars
almennt vita ákaflega lítið um Z-
una og hvað þar fer fram.
Stjórn félagsins stefnir að því að
halda almennan foreldrafund strax
er skóli hefst i haust. Þar verða
niðurstöður þessarar könnunar
kynntar ítarlega, ræddar og ákveðið
hvort og hvernig hægt sé að nota
þær. Þær verða sömuleiðis kynntar
nýrri stjórn sameinaðs bæjarfélags.
Stjórn foreldra- og
kennarafélags Holtaskóla
Mikið gert fyrir
unglinga í Z-unni
Vegna skoðanakönnunar For-
eldra- og kennarafélags Holtaskóla
vii ég koma því á framfæri vegna þess
að talað er um að foreldrar barna í
Holtaskóla viti ansi li'tið um starfsemi
Z-unnar er kannski vegna þess að
þessi staður hefur aðeins verið starf-
ræktur í 10 mánuði. Félagsmiðstöðin
í Holtaskóla hins vegar í 10-15 ár og
eðlilega vita því sumir foreldrar
meira um þann stað en Z-una. A
þessum 10 mánuðum hefur margt
verið gert fyrir þá unglinga sem sótt
hafa staðinn. Það hefur verið erfitt að
fá að setja upp auglýsingar í Holta-
skóla um starfsemi Z-unnar, ástæð-
una veit ég ekki, en það sem hefur
verið gert á Z-unni undanfarna 10
mánuði er margt. Má nefna t.d.:
Hljómsveitakeppni nteð hljómsveit-
um allsstaðar af Suðurnesjum, sér-
staka skemmtun fyrir fötluð böm á
Suðurnesjum, karaoke keppni á milli
skóla í Keflavík, kynlífsfyrirlestur,
jazz tónleikar á vegum F.Í.H., skáta-
skemmtun sem Heiðarbúar héldu,
freestyle danskeppni þar sem kefl-
vi'skar stúlkur urðu í öðru sæti í úr-
slitakeppninni í Reykjavík. Þetta er
eins og ég sagði stiklað á stóru en að
auki vil ég nefna diskótek, götubolta
sem var haldinn nýlega og fleira sem
hefur verið gert. Allt þetta hefur verið
fjallað um í bæjarblöðum á Suð-
urnesjum. Ef það hefði verið hægt að
auglýsa uppákomur Z-unnar í Holta-
skóla, eins og við höfum fengið að
gera í Fjölbrautaskóla Suðurnesja,
hefði verið hægt að ná til enn fleiri
unglinga en verið hefur. Nú þegar
sumarið byrjar ætlar Z-an að reyna að
hafa sem fjölbreyttasta dagskrá og
kostur er á t.d. ratleiki á laugardögum,
reiðtúra, bíóferðir, tívolíferðir,
fræðslufyrirlestra t.d. um fíkniefni,
fjármálaráðgjöf og fleira. Vonast ég
til að þetta upplýsi fólk nánar um
starfsemi Z-unnar.
Með von um gott samstarf
Ævar B. Olsen forstöðumaður
74-75 ára unglingar skrifa
bæjarstjóra
Þetta bréf er frá þeini ald-
urshóp sem hefur áhuga á að vera
í Z-unni á kvöldin. Við erum
unglingar á aldrinum 14-15 ára
og við vitum að foreldrum okkar
liði betur ef þeir vissu af okkur
inni á félagsmiðstöðinni á kvöld-
in heldur en að hanga á Hafn-
argötunni. Kæri bæjarstjóri og
bæjarstjórn þetta er góð lausn til
að leyfa unglingum á aldrinum
14-15 ára að nýta þessa aðstöðu
sem best. Þessi aldurshópur nýtir
þessa aðstöðu best á daginn og
höfum við áhuga á að nýta hana
ásamt eidri krökkum og teljum að
við getum sótt Z-una saman.
Við skorum á þig kæri bæj-
arstjóri og bæjarstjórn til að end-
urskoða þetta mál. Fyrir ltönd
okkar unglinganna á aldrinum
14-15 ára.
Undir þetta bréf skrifuðu:
Helena Eyjólfsdóttir
Sóley Bára Harðardóttir
Bjarnheiður Hannesdóttir
Magnea Frímannsdóttir
Jóna Björg Jónsdóttir
Sonja Onundardóttir
Katrín Agústa Harðardóttir
Bjarni Davíð Guðbjörnsson
Rúnar Jóhannesson
Asa Björg Árnadóttir
Kristjana Osk Jónsdóttir
Laufey Ragnarsdóttir
Magnea Magnúsdóttir
Heiða Rós Hauksdóttir
Þorsteinn Stefánsson
Sólveig Helga Hjaltadóttir
Arna Oddgeirsdóttir
Rúna Björk Einarsdóttir
Ingvi Þór Hákonarson
Sólveig Lilja Jóhannesdóttir
Aron Bergmann Magnússon
Hjörtur Ingi Hjartarsson
Yngvi Þór Geirsson
Sigrún Halldórsdóttir
Sara Friðriksdóttir
Andrés Þórarinn Eyjólfsson
Bjarni Ragnarsson
Bjarni Halldór Lúðvíksson
Elvar Már Sigurgíslason
Davíð Guðbrandsson
Þórir Baldursson
ATVINNA
Njarðvíkurbær auglýsir eftir starfs-
manni í heimilishjálp.
Upplýsingar veitir undirritaður í
síma 16200.
Félagsmálastjóri