Víkurfréttir - 09.06.1994, Blaðsíða 6
6
9. JÚNÍ 1994
VlKURFRÉTTIR
StX-WM tíska
Fyrirsæta: Berglind Sigþórsdóttir
Ljósmynd: Oddgeir Karlsson
Förðun: Rúna - Gallerý Förðun
Umsjón: Siddý
Stærsto frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum
i* FRETTIR
Útgefandi: Víkurfréttir hf.
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717,
15717. Box 1S5,230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. - Ritstjóri og
ábm.: Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-33717. - Frétta-
stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heimas. 27064, bílas. 985-42917.
- Auglýsingastjóri: Sigríður Gunnarsdóttir - Upplag: 6400 eintök
sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes. - Fréttaþjónusta fyrir
Stöð 2 og Bylgjuna. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
- Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt
nema heimildar sé getið.
Umbrot, filmuvinna og prentun: Grágás hf., Keflavík
LEIÐARI:
Landsfundur í Keflavík
Það má búast við stórátökum á landsfundi Alþýðuflokksins sem
haldinn verður í íþróttahúsi Ketlavíkur um helgina. Milli 300 og 400
fulltrúar munu sitja fundinn og er yfirskriftin ..Jafnaðarstefnan -
mannúðarstefna okkar tíma“. Líklega mun yfirskrift flokksþingsins
ekki vera í hávegum höfð því tekist verður á um „manninn í brún-
ni" og nú er það háværasta konan í flokknum, sem vill verða skips-
stjóri. Margir kratar óttast ófyrirséðar afleiðingar í kjölfar for-
mannsslags. Það hafa heyrst raddir um klofning en Jóhanna
Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra og formannskandidat hefur gefið
það út í fjölmiðlum að hún muni taka hvaða úrslitum sem er. Jón
Baldvin líka.
Jóhanna hefur tengst Suðurnesjunum talsvert undanfarna mánuði.
Hún leiddi málaflokk sem tröllreið allri umræðu hér á Suðurnesjum
síðastu mánuði og ár; sameiningu sveitarfélaga. Er óhætt að segja að
hvergi á landinu hafi náðst eins góður árangur og hér. Þá er Jóhanna
forsvarsmaður félagslega kerfisins og er óhætt að segja að í þeim
málaflokki haft Suðumesjamenn ekki farið halloka að undanförnu.
Mikið hefur verið byggt í félagslega kerfinu og fyrir aldraða. Það er
ekki hægt að segja að Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra,
hafi ekki haft stóran Suðurnesja-málaflokk undirhöndum. Hann hefur
haft á brattann að sækja í málefnum Varnarliðsins við Islendinga, og
sennilega kemurekkert mál meira við okkur Suðurnesjamenn, en það.
Atvinna mörg hundruð Suðurnesjamanna, hjá Varnarliði og Is-
lenskum Aðalverktökum er í veði og í nijög svo eifiðu hlutverki hefur
Jóni tekist vel upp í samningum sínum við Bandaríkjamenn. Spurn-
ingin er hins vegar, hvernig framhaldið verður. Og um það getur eng-
inn sagt í þessum málum. Ekki einu sinni Jón Baldvin.
Það er svolítil kaldhæðni að mestu formannsátök krata, í langa tíð.
ef ekki frá upphafi, muni fara fram hér í Keflavík. - því óhætt er að
segja að í kjölfar breytinga á „toppi" tlokksins í vetur. hal'i hann tapað
verulegu fylgi, eins og kom fram í kosningunum. Alþýðuflokkurinn,
sem hefur verið stærsti flokkurinn í Keflavík og Njarðvík undanfarin
átta ár, verður að sætta sig við það enn á ný að vera í minnihluta í
bæjarstjórn, nú í sameinuðu sveitarfélagi. Það er því mjög líklegt að
tekist verði á um toppinn hjá krötum í Suðurnesjabæ fyrir næstu bæj-
arstjórnarkosningar.
Stór ráðstefna eins og flokksþing Alþýðuflokksins er góð búbót
fyrir svæðið. Margir ráðstefnugesta gisla á Suðurnesjum og er því
óhætt að segja að kratar stingi lítilli vítamínssprautu inn á eitt höf-
uðvígi sitt á landinu, sem eftir síðustu bæjarstjórnarkosningarnar,
stendur á tímamótum. eins og sjálfur landherinn.
Páll Ketilsson
tcn
FRÉTTIR !
... /' stuttu máli i
BRUÐKAUP '94 >
i
Sunnudaginn 12. júní verður I
haldin glæsileg sýning í göngu- |
götunni hjá FlugCafé á öllu því .
sem viðkemur giftingunni. Sýn-
ingin hefst kl. 14 og býðst fólki I
að sjá brúðartertur, brúð- |
arljósmyndir, brúðargreiðslur, |
brúðarförðun, skreyttan brúðarbíl
og margt fleira. Tískusýningar á 1
brúðkaupsklæðnaði eru svo kl. I
16 og 21 þar sem Marta Ingv- |
arsdóttir verður kynnir. Fjöl- |
margar verslanir héðan af Suð-
urnesjum standa að þessari *
skemmtun og eru allir vel- I
komnir. |
Ódýrari
svampdýnur
á Suðurnesjum
Bólsturverkstæðið Innbú í
Keflavík hefur haftð innflutning
og sölu á mjög ódýrum sænskum
svampi sem tilvalin er í svamp-
dýnur og fleira t.d. fyrir sum-
arbústaðinn, heimilið eða tjald-
vagninn.
Gunnlaugur Hilmarsson í Inn-
bú sagði í samtali við blaðið að
verðmunurinn væri allt upp í
50% miðað við stóru aðilana á
höfuðborgarsvæðinu, og fæst
svampurinn sniðinn eftir máli.
Hægt er svo að velja úr mörgum
gerðum og litum af fallegu á-
klæði, t.d. leðurlook. sem Innbú
tlytur inn frá Bandaríkjunum í
yftr 15 litum
Fræðsluferð fyrir
ferðaþjónustufólk
Ferðamálasamtök Suðurnesja,
S.B.K. og Helga Ingimundardóttir
bjóða ferðaþjónustufólki að taka
þátt í skoðunarferð um Reykjanes
laugardaginn 11. júní. Lagt verður
af stað frá umferðamiðstöð S.B.K.
í Keflavík kl. 10:00 og farið um
Garðskaga. Snæddur verður léttur
hádegisverður í Sandgerði og ekið
sem leið liggur í Hafnir þar sem
sjávardýrasafnið verður skoðað.
Farið verður á Staðarberg og
silunga- og laxasafnið að Húsa-
tóftum skoðað svo fátt eitt sé
nefnt. Að lokum verðu farið í bað
í Bláa lóninu og snæddur kvöld-
verður í veitingahúsinu við Bláa
lónið. Sætafjöldi er takmarkaður.
Pantanir í síma 15575 hjá ferða-
málasamtökunum.
Þórshamar í síldarleit
Þórshamar GK 75 hélt úr Gríndavíkurhöfn til síldvcióa austur af landinu
á mánudagskvöld sl. „Gamla síldarævintýrið verður ekki endurvakið en ef
eitthvað yrði úr þessu þá væri það gott fyrir okkur öll“, sagði Jón Eyfjörð
skipst jóri á Þórshainri áður en hann stökk um borð.
Mynd SiP